Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 13

Orð og tunga - 01.06.1997, Blaðsíða 13
Stefán Karlsson: Þættir úr sögu Blöndalsbókar Sá samtíningur sem hér fer á eftir fjallar ekki um starfið við undirbúning og ritstjórn orðabókar Sigfúsar Blöndal og samverkamanna hans, enda hefur Sigfús sjálfur sagt frá því í formála orðabókarinnar (A).1 Hér verður einkum vikið að ytri aðstæðum þessa starfs, útgáfu orðabókarinnar og stofnun íslensk-dansks orðabókarsjóðs. Að lokum verður drepið á skipan stjórnar og athafnir hennar. Sigfús Benedikt Blöndal var fæddur að Hjallalandi í Vatnsdal 2. október 1874, varð stúdent í Reykjavík 1892 og cand. mag. frá Hafnarháskóla 1898 í latínu, grísku og ensku. Hann dvaldist í Englandi og Frakklandi 1900-01, starfaði við Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn 1901-39 og var lektor í íslensku nútímamáli við Hafnarháskóla 1931 - 46. Fym kona Sigfúsar var jafnaldra hans og sýslunga Björg Caritas Þorláksdóttir (d. 1934), en seinni kona hans var Hildur, dóttir Rolf Arpi, málfræðings í Uppsölum. Sigfús lést í Danmörku 19. mars 1950 (H, I, J, K). Þau Sigfús og Björg áttust 30. jan. 1903, og á sumardaginn fyrsta sama ár hófust þau hjónin handa við að semja íslensk-danska orðabók (A). „Hann [þ.e. Sigfúsj var þá lostinn sömu blindni og fjöldi annarra manna sem eru að hefja stórvirki, að hann hélt að þetta yrði ekki nema fárra ára starf, og sannast að segja er þessi blindni hin bezta náðargjöf, því að án hennar hefði margur verið ragur að ráðast í þau verk sem vér mundum sízt kjósa óunnin“, sagði Jón Helgason (H). Sigfús Blöndal hafði áhuga á mörgu og varð snemma fjölfróður. Þetta kemur vel fram á blaði í D með fyrirsögninni „Agenda“, sem er undirskrifað af Sigfúsi 11. des. 1909. Þar eru talin í 24 liðum [fyrirhuguð] ritverk og krossað við 7 þeirra, væntanlega þau sem hann hefur lokið. Meðal þeirra er „1. Orðabók“. Efst á sömu síðu, til hliðar við skrána, stendur „Til ritstarfa: vísindal. minst 2 tíma dagl., skáldsk. minst 1 tíma dagl.“, en undir skránni „L’homme propose, Diu dispose!" Aftan á blaðinu er skráin „Legenda“, þar sem fram kemur að hann vill geta talað og skrifað ensku ágætlega og þýsku og frönsku sómasamlega, en ítölsku, spænsku, portúgölsku, latínu og grísku segist hann þurfa að geta lesið viðstöðulaust. Neðst á þessari blaðsíðu er „Almenn tímatafla ... T.d. á virka daga: Fótaferð og brjefaskriftir 7-8, skáldskaparstörf 8-9, matur og göngutúr 9-10, safn 10-3, heimferð, erindi í bænum osfr. 3—4'/2, hvíld og 1 í greininni eru bókstafir notaðir til að vísa í sérstakan heimildalista í greinarlok. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.