Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 60

Náttúrufræðingurinn - 2015, Blaðsíða 60
Náttúrufræðingurinn 60 Árni Hjartarson Náttúrufræðingurinn 85 (1–2), bls. 60–67, 2015 Hallmundarkviða, Áhrif eldgoss á mannlíf og byggð í Borgarfirði Ritrýnd grein Inngangur Þessi grein er beint framhald af grein um Hallmundarkviðu sem birtist í Náttúrufræðingnum í fyrra.1 Þar var fjallað um kviðuna og tengsl hennar við eldsumbrotin sem urðu þegar Hallmundarhraun í Borgar- firði rann frá gígum sínum uppi við Langjökul. Niðurstaða greinar- innar var sú að þessi forna kviða væri frá 10. öld og því sem næst samtímaheimild um Hallmundar- hrauns gosið. Einnig var því haldið fram að í henni væri að finna vís- bendingar um að hraunið hefði valdið tjóni og mannskaða í byggð. Áður hafa flestir talið að kvæðið væri frá 12. eða 13. öld. Sú niður- staða að um samtímaheimild sé að ræða opnar möguleika á allskyns hugleiðingum, getgátum og nýjum túlkunum á kviðunni sjálfri, örnefnum og mannlífi í upp- sveitum Borgarfjarðar á fyrstu ára- tugum byggðar í héraðinu og býður upp á vangaveltur um hugsanlegan höfund. Munnmæli Á ritunartíma Landnámu virðist Hallmundarhraunsgosið að mestu hafa verið gleymt, enda liðin frá því um 150–200 ár, a.m.k. nefna land- námuritarar það ekki í frásögum sínum. Í aldanna rás hafa samt sem áður varðveist munnmæli um eldgos á þessum slóðum og um að byggð í Geitlandi eða þar í grennd hafi horfið undir hraun í fyrndinni. Jónas Hallgrímsson skoðaði Hall- mundarhraun sumarið 1841 og nefnir í dagbók sinni sögn um Reyk- holt hið forna, sem átti að hafa verið nokkru innan við Kalmanstungu og lent undir hrauni í eldgosi.2 Jónas taldi að eitthvað væri hæft í þessu og ályktaði að hið unglega hraun sem þar má sjá hefði runnið eftir landnám. Hraunið sem Jónas nefnir er tunga úr Hallmundarhrauni. Þor- valdur Thoroddsen3 var annarrar skoðunar í eldfjallasögu sinni og taldi Hallmundarhraun allt for- sögulegt. Sú var lengi skoðun jarð- fræðinga og annarra fræðimanna, eða allt til ársins 1989 þegar Haukur Jóhannesson birti gjóskulagaathug- anir sínar á hrauninu sem leiddu í ljós að það væri að öllum líkindum frá sögulegum tíma.4 Örnefni og landamerki Forn örnefni geta gefið vísbendingar um breytingar á landslagi og stað- háttum og svo virðist vera í grennd við Hallmundarhraun. Bærinn Fljótstunga í Hvítársíðu stendur t.d. ekki í neinni tungu, eins og nafn hans gefur þó til kynna, heldur í Greint er frá sögnum og örnefnum í grennd við Húsafell og Kalmanstungu sem virðast tengjast eldsumbrotunum sem urðu þegar Hallmundarhraun í Borgarfirði rann frá gígum sínum uppi við Langjökul og niður í byggð- ina innst í Hvítársíðu. Örnefni benda til að landslag hafi breyst og vatns- föll flust til vegna hraunsins. Nafngreindir eru nokkrir bæir sem gætu hafa farið undir hraunið. Í Hallmundarkviðu virðist vera vísað með óbeinum hætti til Eldgjárgossins 934. Höfundur kviðunnar hefur því þekkt til þess. Í greininni er fjallað um Hellismenn í Surtshelli. Þeirra er ekki getið í kviðunni. Hugsanlega var hún ort áður en þeir settust þar að. Færð eru rök fyrir því að höfundur kvæðisins sé Þorvaldur holbarki Þórðarson, sem Landnáma segir að hafi farið upp til hellisins Surts og flutt jötninum sem þar bjó drápu. Líklegasta tímasetning atriða: Hallmundarhraunsgos 930–940, Hall- mundarkviða ort 940–950, tími Hellismanna 950–970.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.