Fréttablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.05.2018, Blaðsíða 14
markaðurinn Útgáfufélag 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5800 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5000 | Fax 512 5301 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Stracta Hótel, sem er alfarið í eigu Hreiðars Hermannssonar, er í söluferli. Hótelið er á Hellu og er með 166 herbergi. Hótelrekst- urinn og fasteignirnar eru til sölu. Hreiðar segir í samtali við Mark- aðinn að hann hafi varið miklum tíma í að byggja upp reksturinn, hann sé kominn „á fínan stað“ og því skynsamlegt að huga að sölu. „Stracta Hótel á mikið inni. Það ligg- ur einnig fyrir möguleiki á stækkun upp í 340 herbergi. Slík stækkun er mjög spennandi.“ Hótelið var opnað árið 2014. Hreiðar staðfestir að uppbyggingin á þeim tíma hafi kostað 1,7 millj- arða króna. Ólafur Sörli Kristmundsson, framkvæmdastjóri Brandsvik sem annast söluferlið, segir í samtali við Markaðinn að vöxtur Stracta hafi verið mikill frá því að hótelið var opnað. Veltan í fyrra hafi numið tæplega 750 milljónum króna og áætlanir geri ráð fyrir því að veltan verði 850 í ár. Það geri um 13% vöxt. Árið áður hafi vöxturinn numið um 20%. Hagnaður fyrir afskriftir, fjár- magnsliði og skatta hafi verið tæp- lega 200 milljónir króna í fyrra og áætlað sé að sá hagnaður verði rúm- lega 300 milljónir í ár. Nýtingarhlut- fallið hafi aukist úr 56% árið 2016 í 65% árið 2017 sem sé í takt við nýt- inguna á Suðurlandi. Hreiðar segist reikna með að vöxturinn í ár verði knúinn áfram af auknum umsvifum í veitingasölu, sölu á afþreyingu auk þess sem herbergjum fjölgaði lítil- lega í ár. „Þetta er ein besta staðsetningin á landinu fyrir hótel. Stór hluti ferða- manna kemur til að sjá náttúruna; fossa, jökla og svartar strendur. Frá Hellu er stutt í helstu náttúruperlur eins og Skógarfoss, Landmanna- laugar og Gullfoss og Geysi auk Vestmannaeyja sem heilla alla sem þangað koma. Eftir gengisstyrkingu krónu vilja ferðamenn helst ekki keyra langar vegalengdir til að draga úr kostnaði og nýta tímann betur því þeir dvelja skemur á landinu og við höfum markvisst náð að lengja dvöl okkar gesta frá því við opnuðum,“ segir Hreiðar. – hvj Stracta Hótel er til sölu silkiprent.is Sími 5442025 silkiprent@silkiprent.is SETTU MERKIÐ HÁTT OG VERTU SJÁANLEGUR FYRSTIR OG FREMSTIR Í FÁNUM Í 46 ÁR Veljum íslenska framleiðslu Afgreiðum fána samdægurs – Tengir þig við framtíðina! Sjónvarpsdreifikerfi fyrir hótel, gistiheimili og skip. Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660 oreind@oreind.is • www.oreind.is Útlánavöxtur til ferðaþjónstunnar dróst mikið saman frá miðju ári 2017 2015 2016 1H2017 2017 120 100 80 60 40 20 0 ✿ Útlán viðskiptabankanna þriggja með veði í hótel- byggingum Tölur eru í milljörðum Útlán viðskiptabankanna þriggja til fyrirtækja í ferða-þjónustu jukust um 20 pró- sent á milli ára. Lánin námu 212 milljörðum króna við árslok 2017. Útlánavöxturinn hefur dregist mikið saman frá miðju ári 2017 samhliða minnkandi vexti atvinnugreinar- innar. Þetta kemur fram í ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins. Útlán viðskiptabankanna til fyrirtækja í ferðaþjónustu námu um 15,2 prósentum af útlánum þeirra til fyrirtækja. Útlán með veði í hótelbyggingum jukust um 46 pró- sent frá árinu 2015 til 2017. Útlánin námu 144 milljörðum króna við lok síðasta árs, að því er fram kemur í skýrslunni. Útlán bankanna til bílaleiga námu 42,1 milljarði króna á miðju ári 2017 en drógust saman á síðustu sex mánuðum ársins 2017 og voru 34,5 milljarðar í lok árs 2017. Það er 18 prósenta samdráttur. Helsti áhættuþátturinn í útlána- safni viðskiptabankanna að mati FME eru lán með veði í atvinnuhús- næði. Slík lán námu um 574 millj- örðum króna við lok síðasta árs. Í ársskýrslunni segir að raunverð verslunar- og skrifstofuhúsnæðis sé nú orðið hærra en það var við topp hagsveiflunnar árið 2007. Jón Þór Sturluson, aðstoðarfor- stjóri Fjármálaeftirlitsins, segir í ársskýrslunni, að heildarendur- skoðun á evrópska regluverkinu í kjölfar fjármálakreppunnar sé að mestu leyti lokið. Verulegur upp- safnaður upptökuhalli sé hérlendis á evrópska regluverkinu varðandi fjármálamarkaði. Það muni gera það að verkum að á næstu misserum og árum verði áframhald á örri þróun laga og reglna á fjármálamarkaði. Hallinn stafi af því að hérlend stjórn- völd hafi ekki gert nægar ráðstafnir til að mæta fjölda og umfangi Evr- óputilskipana og -reglugerða. – hvj Tveir fjárfestingarsjóðir í stýringu American Funds, dótturfélags bandaríska eignastýringarfyrirtækis-ins Capital Group, keyptu nýlega í Marel fyrir tæplega 1.500 milljónir króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa félagsins. Sam- kvæmt lista yfir alla hluthafa Marels í gær, sem Markaðurinn hefur séð, eiga sjóðirnir samanlagt 3,85 millj- ónir hluta í félaginu, eða sem nemur um 0,56 prósenta eignarhlut. Þannig á hlutabréfasjóðurinn SMALLCAP World Fund rúmlega 2,9 milljónir hluta í Marel í dag á meðan sjóðurinn American Fund Insurance Series fer með liðlega 928 þúsund hluti í félaginu. Samkvæmt heimildum Markaðarins komu sjóð- irnir fyrst inn í hluthafahóp Marels í síðasta mánuði en það var Arion banki sem hafði milligöngu með kaupum þeirra á bréfum í félaginu. Bandaríska fyrirtækið Capital Group, eitt stærsta og elsta eignastýringar- fyrirtæki í heiminum, er samtals með eignir í stýringu að jafnvirði um 1,7 þúsund milljarða Bandaríkjadala. Núverandi eignarhlutur banda- rísku sjóðanna skilar þeim ekki á opinberan lista yfir tuttugu stærstu hluthafa Marels. Eini erlendi fjár- festirinn í þeim hópi er bandaríska fyrirtækið MSD Partners, sjöundi stærsti hluthafi félagsins með 3,34 prósenta eignarhlut, sem kom inn í hluthafahóp Marels í febrúar í fyrra þegar það keypti hlut af Eyri Invest. Hlutabréfaverð Marels hefur hækkað um liðlega tuttugu prósent á þessu ári og miðað við núverandi gengi bréfa félagsins, sem er 383 krónur á hlut, nemur markaðsvirði þess um 282 milljörðum króna. Afkoma fyrirtækisins undanfarin misseri hefur verið afar góð. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs námu tekjur Marels rúmlega 288 milljónum evra og jukust þær um 14 prósent á milli ára. Þá var hagnaður félagsins fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) 55,3 milljónir og hækkaði um meira en níu milljónir evra frá sama tíma á árinu 2017. Pantana- bókin er einnig í hæstu hæðum og námu nýjar pantanir á fyrsta fjórð- ungi 329 milljónum evra og jukust um 12 prósent frá fyrra ári. Stendur pantanabók Marels því núna í 529 milljónum evra. Fram hefur komið í uppgjörstilkynningum félagsins að það stefnir að 12 prósenta meðal- vexti árlega yfir tímabilið 2017 til 2026. Marel tilkynnti í byrjun árs að það áformaði að kanna möguleika á skráningu í kauphöll erlendis en fyrirtækið er langsamlega stærsta skráða félagið í Kauphöllinni hér á landi. Í kjölfarið var STJ, óháð alþjóð- legt ráðgjafarfyrirtæki, ráðið til að greina mögulega skráningarkosti Marels. Stærsti eigandi Marels, með tæplega 26 prósenta hlut, er fjár- festingarfélagið Eyrir Invest, en það er að mestum hluta í eigu feðganna Þórðar Magnússonar, stjórnar- formanns Eyris Invest, og Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Mar- els, og Landsbankans. Aðrir helstu eigendur Marels eru íslenskir líf- eyrissjóðir, með samanlagt um 36 prósenta hlut, en í þeim hópi eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins umsvifamestir í hluthafa- hópi félagsins. hordur@frettabladid.is Bandarískir sjóðir keyptu í Marel fyrir um 1.500 milljónir Tveir sjóðir í stýringu American Funds hafa eignast tæplega 0,6 prósenta hlut í Marel. Komu fyrst inn í hluthafahóp félagsins í síðasta mánuði. Hlutabréfaverð í Marel hefur hækkað um liðlega 20 prósent það sem af er þessu ári. Fréttablaðið/GVa 282 milljarðar króna er markaðs- virði marels miðað við nú- verandi gengi bréfa félagsins. 9 . m a í 2 0 1 8 m I Ð V I K u D a g u R2 markaðurinn 0 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F B 8 -7 6 1 8 1 F B 8 -7 4 D C 1 F B 8 -7 3 A 0 1 F B 8 -7 2 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.