Fréttablaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 34
Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Sigríður Másdóttir er augnlæknir hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda. MYND/STEFÁN Sjúkdómurinn veldur hrörnun í miðhluta sjónhimnunnar, sem kallast guli bletturinn eða macula lutea, og með því skerðingu á skörpu sjóninni og lessjóninni,“ segir Sigríður Másdóttir yfirlæknir hjá Miðstöðinni. „Hjá okkur eru um 800 manns á skrá með AMD sem er um 60 prósent notenda. Árlega fáum við 150 til 200 nýjar tilvísanir og af þeim eru um 70 prósent vegna þessa, en tíðni AMD eykst með aldrinum og er nokkru hærri meðal kvenna en karla.” „Sjúkdómurinn er flókinn og hefur mörg birtingarform, en gróflega má skipta honum í þurra og vota hrörnun,“ segir Sigríður. „Á byrj- unarstigi sjúkdómsins upplifa menn yfirleitt engin einkenni eða þau koma það hægt að viðkomandi gerir sér ekki grein fyrir sjóntapinu. Við þurra hrörnun getur orðið vart við þokukennda og óskýra miðjusjón, sem fer hægt versnandi. Við vota hrörnun verður að auki oft bjögun á sjón, þannig að beinar línur virðast bognar eða bylgjukenndar.“ Áhrif aldurstengdrar augnbotna- hrörnunar snerta marga og munu væntanlega aukast í framtíðinni með hækkandi hlutfalli aldraðra. „Með- ferðarúrræðin eru enn takmörkuð þrátt fyrir miklar rannsóknir “ segir Sigríður. „Ákveðin vítamín og fæðu- bótarefni geta þó í sumum tilfellum hægt á þróun sjúkdómsins og oft er hægt að beita sprautumeðferð, sem reynst hefur vel, við meðhöndlun votrar hrörnunar. Rétt hjálpartæki verða mikilvægari eftir því sem sjúk- dómurinn ágerist.“ Markmið Miðstöðvarinnar er að auka möguleika þeirra sem eru blindir, sjónskertir eða einstaklingar með samþætta sjón- og heyrnar- skerðingu til virkni og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins, með áherslu á stuðning til náms, sjálf- stæðs heimilishalds, virkra tóm- stunda og atvinnuþátttöku. Í því skyni sinnir hún ráðgjöf, hæfingu og endurhæfingu, „Öll þjónustan sem Miðstöðin veitir er endurgjaldslaus,“ upplýsir Sigríður, „en flestir koma til okkar eftir tilvísun frá augnlækni eða í gegnum aðrar stofnanir.“ „Langflestir eru yfir 75 ára,“ segir Sigríður og bendir á mikilvægi reglulegs eftirlits hjá augnlækni, sérstaklega hjá fólki, sem komið er yfir miðjan aldur. Algengasta ástæða sjónskerðingar Aldursbundin hrörnun í augnbotnum (AMD) er algengasta ástæða sjónskerðingar og blindu meðal aldraðra á Íslandi. Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu (Miðstöðin) vill vekja athygli á sjúkdómnum. Fræðslufundur á Hótel Reykjavík Natura Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, í samstarfi við augndeild Landspítala – háskólasjúkrahúss, boðar til fræðslufundar um aldurstengda augnbotna- hrörnun (AMD). Fundurinn fer fram miðvikudaginn 16. maí kl. 16.30-18 á Hótel Reykjavík Natura. Markmið fundarins er að fræða notendur, fagfólk og aðstandendur um aldurs tengda augnbotnahrörnun, meðferðir og þau hjálpartæki sem geta nýst. Aldurstengd augnbotnahrörnun er algengasta orsök sjónskerðingar hjá fólki yfir sextugu og er einstaklingum með AMD sérstaklega bent á að sækja fundinn. Fundurinn er öllum opinn og þátttaka ókeypis. Frekari upplýsingar er hægt að fá á heimasíðu Miðstöðvarinnar www.midstod.is, með því að senda tölvupóst á midstod@midstod.is eða hringja í síma 545 5800. Kettir eru vinsælustu gælu-dýrin í Bandaríkjunum. Þar eru 88 milljón kettir. Kettir hafa lifað af 320 metra fall án þess að meiða sig svo heitið geti. Kettir eru sagðir hafa níu líf en gamall málsháttur segir: kettir hafa níu líf, þrjú til að leika, þrjú til að veiða og þrjú til að kúra. l Kettir hafa 20 vöðva til að stjórna eyrunum á sér l Kettir sofa 70% af ævi sinni l Kötturinn Stubbs eða Stubbur var borgarstjóri í Talkeetna í Alaska í tuttugu ár. Annar köttur frétti af þessu og bauð sig fram til borgarstjóra í Mexíkóborg árið 2013 l Kettir finna ekki sætt bragð l Að eiga kött dregur úr líkum á hjartaáfalli um þriðjung l Stærsti heimilisköttur í heimi mældist 124 sentimetrar l Kettir hafa verið heimilisdýr síðan 3600 árum fyrir Krist samkvæmt fornleifafundum. Í Egyptalandi hinu forna voru kettir taldir heilagir. Ef heimiliskötturinn lést rökuðu fjölskyldumeðlimir af sér auga- brúnirnar til að lýsa yfir sorg sinni. Kettir voru oft gerðir að múmíum þegar mannfólkið þeirra lést svo þeir ættu örugga vist í handanheimum l Þegar kettir mala líður þeim oftast vel en þeir geta líka verið órólegir og notað malið til að róa sig niður. Tíðnin á kattamali er sú sama og sú tíðni sem bein og vöðvar gefa frá sér þegar þau gróa saman. Kettir mjálma ekki þegar þeir hafa samskipti sín á milli heldur aðeins þegar þeir tala við mannfólk. Kettir þekkja raddir mannfólksins síns en láta eins og þeim sé alveg sama því þeir eru svo svalir. Kettir vita hvernig hljóð nístir mannfólk gegnum merg og bein og nota þau óspart. Þeir líkja til dæmis eftir ungbörnum. Kettir eiga almennt yfir 100 hljóðum að ráða en hundar aðeins tíu. Kettir eru vitsmunalega greindari en hundar en sjá ekki ástæðu til að leysa þrautir, ekki einu sinni fyrir verðlaun sem gera þá félagslega heimskari en hunda. Þeir eiga einnig auðveldara með að læra en hundar en beita þeirri færni ekki nema þeir nenni l Heilinn í köttum er 90% eins og í mannfólki. Sá hluti heilans sem stjórnar tilfinningum er næstum alveg eins í þessum tveimur tegundum. Kötturinn þinn er að merkja þig þegar hann nuddar sér upp við þig. Þegar hann er að sleikja sig er hann hins vegar að reyna að ná lyktinni af þér af sér l Ríkasti köttur í heimi á þrettán milljónir Bandaríkjadala sem hann erfði eftir manneskjuna sína l Kettir eru mjög oft með mjólkuróþol og eiga helst ekki að borða hráan fisk. Hvaðan sú hugmynd kemur að gefa eigi köttum helst af öllu fisk og mjólk veit enginn l Fyrsti kötturinn í geimnum hét Felicette eða Geimkisa. Hún lifði ferðina af l Elsta kattamyndbandið á You- tube er frá 1894 l Á sjötta áratugnum reyndi CIA að breyta kisu nokkurri í njósnakött með því að græða hljóðnema í eyrað á henni og senditæki í höfuðkúpuna. Skurðaðgerðin gekk upp en kisa varð fyrir bíl í fyrsta leynilega verkefninu l Læður eru yfirleitt réttloppóttar og högnar örvloppóttir l Stærsta got í heimi gaf af sér 19 kettlinga. Kettlingar í sama goti eiga ekki endilega sama pabba Köttur úti í mýri Kettir eru gáfaðir, matvandir, sjálfstæðir og fara sínar eigin leiðir. Þetta og margt fleira telja flestir sig vita um ketti en þó veit enginn allt því kettir eru dularfullar verur. Hér koma nokkrar skemmtilegar staðreyndir um ketti. Svartir kettir eru oft taldir boða ógæfu vegna þess að þeir voru settir í sam- hengi við nornir, sem er arfur frá þeirri tíð þegar kettir voru í föruneyti gyðja. Kettir nota veiðihár til að halda jafnvægi og meta hvort þeir komast gegnum þrengsli. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . M A í 2 0 1 8 M Á N U DAG U R 1 4 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F C 2 -1 7 2 4 1 F C 2 -1 5 E 8 1 F C 2 -1 4 A C 1 F C 2 -1 3 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.