Fréttablaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 20
Baldvin Þormóðsson hugmyndasmiður hjá Pipar/TBWA auglýsinga- stofu Ert þú royalisti? Ég myndi ekki kalla mig royalista en ég hef haft dálæti á bresku kon­ ungsfjölskyldunni síðan ég bjó í London þegar ég var í námi. Þá tók ég þá ákvörðun að tileinka mér algjörlega breska menn­ ingu. Ég man þegar ég var nýfluttur út og sat á breskum pöbb í Camden. Klukkan að slá í miðnætti og mikil læti þegar gamall breskur maður stendur á fætur og byrjar að syngja hástöfum God Save the Queen. Staður­ inn þagnar og allir standa upp og taka undir. Þá fyrst fann ég fyrir því hvað breska krúnan er mikið sameiningartákn fyrir Breta. Hvað á að gera á stóra daginn? Ætli ég byrji ekki daginn á stórum „English breakfast“, bóni síðan Land Roverinn, hnýti á mig slaufu og rölti rakleiðis á næsta bar með helgarblað Fréttablaðsins og Hendrick’s gin og tónik að fylgjast með ósköp­ unum í beinni útsendingu í snjallsímanum. Fylgistu með bresku konungsfjölskyldunni reglulega? Ég hef alveg annað augað með þeim en þrátt fyrir að hafa í grunninn mjög gaman af drama þá vil ég helst að þeim líði bara vel og allir hressir hver í sínum kastala með góðan bjór og BBC Two. Klæðir þú þig í sparigall- ann í virðingarskyni? Mér finnst oft gott að hita upp fyrir tyllidaga með því að klæða mig í mín fínustu föt daginn fyrir. Eins og 30. desember, daginn fyrir aðfangadag, 16. júní og slíkt. Það tekur pressuna af sjálfum deginum. Þá eru fötin líka aðeins þægilegri á sjálfum deginum. Mæli með! Hvernig líst þér á tilvonandi brúðhjón? Mér finnst þau æði. Það eiga allir skilið að finna ástina og ég vona að þau eigi eftir að eiga langa og hamingjusama ævi saman. Frímann sigurðsson verkefnastjóri og gestgjafi Ert þú royalisti? Já, ég held að ég verði að viðurkenna að í mér býr lítill konungssinni/royal­ isti sem laumar konunglegu slúðri með í handfarangur á ferðalögum og fylgist með útvöldum aðilum konungsfjöl­ skyldna á samfélagsmiðlum. Hvað á að gera á stóra daginn? Á meðan kampavínið kælist skokka ég beinn í baki út í Brauð og co. og kaupi ríflegan skammt. Þegar heim er komið er lagt hátíðlega á borð, slökkt á símanum, kampavínið opnað og skellt sér í hæfilega þægilegan hátíðargalla. Stærsta áskorun dagsins er að finna út hvaða sjónvarpsstöð er með bestu beinu útsendinguna. Fylgistu með bresku konungsfjöl- skyldunni reglulega? Ég hef ekki sérstaklega hátt um það en mér gengi eflaust ágætlega í spurninga­ keppni um kóngafólk almennt og þá allra helst um skandinavísku konungsfjölskyldurnar. Í júlí ár hvert fagna ég svo afmæli Viktoríu krón­ prinsessu Svíþjóðar þar sem við eigum sama afmælisdag. Klæðir þú þig í sparigallann í virð- ingarskyni? Að sjálfsögðu, ég fer m.a. í gull­ klossana sem voru sérpantaðir frá Svíþjóð og mér færðir að gjöf og eru nýttir við hátíðleg tilefni líkt og þetta konunglega brúðkaup. Lets just say I never dress down … ever. Hvernig líst þér á tilvonandi brúðhjón? Brúðhjónin virðast vera ástfangin og ham­ ingjusöm sem er alltaf ákaflega fallegt. Ég óska þeim alls hins besta og vona að þau eigi eftir að láta mikið gott af sér leiða í gegnum störf sín í þágu mannúðarmála og mannréttinda. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@frettabladid.is Mér þykir, og hefur alltaf þótt, alveg óendanlega vænt um Harry og Vilhjálm frá því þeir fæddust og auðvitað sérstaklega eftir að Díana féll frá. Ég trúi því stundum ekki ennþá að hún sé farin frá okkur. En jæja. Varðandi ráðahaginn þá verð ég að viðurkenna, og þetta er hart á sjálfan brúðkaupsdaginn en meðvirkni hefur aldrei hjálpað hálfum hlut, að ég hef smá áhyggjur af þeim. Fjölskylda Meghan er svo óstjórnlega helluð út í hana og auðvitað stend ég með Harry og hans ákvörðunum í lífinu (hann á enga mömmu svo ég verð að stíga inn hérna) en það er 1% af mér sem er smá stressað um að það sé mögulega, og ég er bara að segja mögulega hérna, smá séns að Meghan sé ekki alveg sönn í þessu. Hún þóttist ekki vita neitt um konungsfjölskylduna í trú­ lofunarviðtalinu en svo birti vinkona hennar mynd af þeim sem unglingum fyrir utan Buckinghamhöll alveg óðum og trylltum. Þið vitið. En ég er ekki bílstjórinn í hans lífi, nú eða þeirra. Svo það er ekkert annað í boði en að senda bara hlýja strauma. Ég ætla að reyna að gera það sem ég get til að hafa þetta hátíðlegt í dag. Athöfnin er auðvitað í hádeginu svo það verður létt dagförðun bara hjá sjálfri mér, lát­ laust dress, hnésítt pils en ég ætla að hlaða á mig þeim mun meira af skarti. Gestalistinn er ekki alveg negldur en Díana verður með mér hérna (bank í hjartað). Ég ætla að drekka eitthvert rándýrt te og slafra í mig búð­ ing með fína silfrinu og nota bakka með mynd af Díönu. Ég held að brúðkaupið sé eðlilegt framhald af heldur löngu glaumgosalífi Harrys. Ég er búin að bíða eftir þessum helvítis degi frá því Harry stóð við hlið Vil­ hjálms á brúðkaupsdegi þeirra Katrínar. Nú heldur kon­ ungsfjölskyldan bara áfram að færa sig hægt og rólega inn í nútímann, þar sem allar konungsfjölskyldur eiga auðvitað að vera ef þær vilja lifa af. Varðandi fyrirkomulagið á þessu öllu þá er ég hugsi yfir PR­vinklinum. Steikarpönnuháttur fjölskyldu Meg­ han hefur algjörlega fengið að stjórna umræðunni. Höll­ in þegir (Harry bað ömmu pottþétt um að skipta sér ekki af svo það útskýrir þögnina), útkoman því miður hver furðufréttin á fætur annarri um fjölskyldu Meg­ han. Gleymum síðan ekki veikindum pabba hennar og dramanu í kringum þau. Öll þessi súpa hefur algjörlega yfirskyggt sjálf hátíðahöldin og gleðina. Og hvaða frétt stendur upp úr frá höllinni? Jú, að bjóða fólki, sem fær náðarsamlegast að koma þarna inn á einhvern grasbala og bíða allan daginn, að taka með sér nesti. Var í alvöru ekki hægt að rúlla einum eða tveimur pullu­vögnum þarna inn? Annars finnst mér hádegisbrúðkaup alltaf smá elegant og öðruvísi. Ég vona svo innilega að dagurinn verði sem yndislegastur þrátt fyrir vesen á tengdafjölskyldu Harrys og að hann finni fyrir nærveru mömmu sinnar heitinnar. Það sem hún elskaði þessa drengi sína meira en allt, elsku hjartans fólkið segi ég nú bara. Guð blessi minningu Díönu í dag og alla daga. Og brúð­ hjónin auðvitað. 08.00 Almenningi sem hefur verið boðið til hátíðarhalda við Windsor kastala mætir. 8.30-10.00 Gestir koma til kirkju. Meðlimir konungsfjölskyldunnar síðastir eða um 10.20. 10.45 Bræðurnir Harry og Vil- hjálmur koma saman til kirkju. Lík- lega koma þeir gangandi fram hjá þeim mikla fjölda almennings og góðgerðarfélaga sem hefur verið boðið að fylgjast með athöfninni á lóð Windsor kastala. 10.55-10.59 Elísabet drottn- ing kemur síðust fjölskyldumeð- lima til kirkju.  Tímalína á íslenskum tíma um 600 gestir verða í kapellunni Þegar meghan og harry verða geFin saman. 10.59 Meghan Markle kemur til kirkju með móður sinni, Doriu Ragland. 11.00 Athöfnin hefst í kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala 12.00 Athöfninni lýkur og nýgiftu brúðhjónin koma út á kirkjutröpp- urnar. Þar ganga þau að vagni sem þau fara með í gegnum miðbæ Windsor. svaramaður harry verður Bróðir hans vilhjálmur. Fyrir utan Wind- sor-kastala verða alls 2.640 gestir. Þeir Fá að Fylgjast með Þegar parið mætir í kapelluna. seinna Fagna Þeir hjónunum Þegar Þau Fara í vagn- inn eFtir athöFnina. kapellan var Byggð árið 1475. harry var skírður í henni árið 1984. 13.00 Að vagnferðinni lokinni hefst brúðkaupsveisla í boði drottningar í sal heilags Georgs. Að kvöldi Í kvöld er haldin brúð- kaupsveisla fyrir nánustu ættingja og vini í Frogmore. Hlýir straumar Lára Björg Björnsdóttir Royalisti skrifar Aðdáendur gera sér glaðan dag eva lauFey kjaran hermannsdóttir dagskrárgerðarkona á Stöð 2 Ert þú royalisti? Já, ætli það ekki. Ég hef að minnsta kosti vandræðalega mikinn áhuga á þessu ágæta fólki og leiðist ekki að fylgjast með því. Ég er níræð í anda og það á vel við mig – á milli þess sem ég fylgist með Kardashian­ systrum. Ég passa mig á að hafa jafn­ vægi í þessu. Hvað á að gera á stóra daginn? Í fyrsta lagi mun ég troða mér í brúðarkjólinn minn, hver segir að notagildi þessara brúðarkjóla sé ekki gott? Djók. Samt ekki. Afmæl­ ið mitt og brúðkaupið eru í sömu viku, sem er engin tilviljun og þess vegna ætla ég að baka eina köku og fá mér eins og eitt kampavínsglas í góðum félagsskap. Fæ því til mín þær vinkonur mínar sem eru til í kampavínsdrykkju um hádegisbil, það á vissulega við flestar en þær sem búa nálægt og vilja fagna þessum degi almennilega eru velkomnar. Þetta er þó mjög óform­ legt, en ég vona að ég endi ekki ein í brúðar­ k j ó l n u m með köku­ s n e i ð o g kampavín! Það eru margir sem gleðjast með kon- unglegu brúðhjón- unum um helgina. Sjá nánar á Fréttablaðið+ Lengri umfjöllun má lesa á frettabladid.is. Ég Fer m.a. í gull- klossana sem voru sÉrpant- aðir Frá svíÞjóð Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is 1 9 . m A í 2 0 1 8 l A U G A R d A G U R20 H e l G i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð helgin 1 9 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :2 4 F B 1 1 2 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D 9 -F 1 9 8 1 F D 9 -F 0 5 C 1 F D 9 -E F 2 0 1 F D 9 -E D E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 1 2 s _ 1 8 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.