Fréttablaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 14
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@ frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vil- helmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 | Í lok síðasta árs var veiðibúðin Flugubúllan opnuð í Hlíðasmár-anum í Kópavogi en hún hafði verið starfrækt sem vefverslun um rúmlega eins árs skeið. Megin- markmiðið hefur þó alltaf verið það sama; að bjóða upp á stanga- veiðibúnað og vörur frá þekktum merkjum á betra verði en tíðkast annars staðar, að sögn Halldórs Gunnarssonar, eins af þremur eigendum Flugubúllunnar. „Ferða- lagið hófst að vísu ári áður, eða á haustmánuðum 2015, en þá hófum við sölu á silunga- og laxa- flugum undir engu sérstöku nafni. Við vorum orðnir þreyttir á þeirri verðlagningu sem var í gangi og vorum við ekki einir um það. Enda gekk salan mjög vel árið 2016, en við seldum silunga- og laxaflugur langt undir því verði sem var í gangi á þeim tíma.“ Flugubúllan var stofnuð af æsku- félögum sem auk Halldórs eru Sigurður Hafsteinsson og Steinþór Jónsson og hafa þeir verið for- fallnir veiðimenn til fjölda ára. Gamalgróin merki Þeir gerðu í upphafi dreifingar- samning við breska fyrirtækið Madison um umboðs- og dreifing- arrétt á stangaveiðivörum undir merkjum Leeda og Wychwood sem eru að sögn Halldórs gamal- gróin og virt bresk merki í veiði- heiminum þó þau hafi ekki verið mjög þekkt hér á landi. „Vefversl- unin gekk vonum framar og við svöruðum ákalli viðskiptavina okkar um hefðbundna verslun, við hlið netverslunarinnar sem er enn aðalsmerki okkar. Galdurinn á bak við ört stækkandi rekstur okkar er þó ekki flókinn; fullkomin þjónusta, góðar vörur og rétt verð- lagning.“ Fluguveiðin í fyrirrúmi Flugubúllan sérhæfir sig í vörum ætluðum fluguveiði þó aðrar vörur séu einnig fáanlegar að einhverju ráði. „Við seljum flugur frá fjórum framleiðendum fyrir utan eigin framleiðslu. Þetta eru Fulling Mill sem eru gríðarlega stórir og þekktir á heimsvísu, skoska fyrir- tækið Fario Fly sem sérhæfir sig í framleiðslu á ýmiss konar silunga- flugum, Shadow Flies og Turrall. Fyrr á árinu gerðum við umboðs- og dreifingarsamning við banda- ríska fyrirtækið UMPQUA sem er með stærstu fluguframleiðendum heims. Í sumar munum við selja laxaflugur frá UMPQUA en þær eru sagðar betri en bestu laxaflugur heims. Við bjóðum einnig upp á mikið úrval af tólum og tækjum frá UMPQUA og gott úrval af töskum.“ Mikið úrval Wychwood Game er það merki sem verslunin hefur haft í fyrir- rúmi frá því hún hóf rekstur enda um gríðarlega vandaðar og góðar stangaveiðivörur í milliverðflokki að ræða, segir Halldór. „Wych- wood býður upp á flest sem snýr að þörfum fluguveiðimannsins, hvort sem um er að ræða stangir, hjól, línur, fatnað, eða vöðlur. Vörur þeirra hafa verið að gera það gríðarlega gott í gegnum árin og viðskiptavinir okkar hafa verið afskaplega ánægðir með stangir frá þeim.“ Meðal annarra vörumerkja sem Flugu- búllan hefur til sölu má nefna finnska merkið Alfa Fishing sem m.a. býður upp á hágæða flugu- hjólalínu sem kemur í ótrúlega glæsilegu litaúr- vali og risa- merkið Guide line en innan þess eru mjög breiðar vörulínur í tengslum við fluguveiði. „Guide line er auk þess dreifingaraðili fyrir önnur vörumerki og njóta viðskiptavinir okkar þess. Þar má t.d. nefna hina vinsælu vöðluskó frá bandaríska fyrirtækinu Kork ers.“ Spennandi vörur í sumar Í sumar verður að sjálfsögðu boðið upp á margar nýjar vörur, segir Halldór. „Þar má nefna nýjar flugur frá UMPQUA sem hafa ekki verið fáanlegar hér á landi í mörg ár. Wychwood Game kemur með nýja flugu- stöng seinnipartinn í júní sem ber nafnið Wychwood RS Competition og er mun kraftmeiri en jafnframt léttari en eldri stangir. Svo erum við að hefja sölu á nýstárlegum flugu- stöngum frá Alfa Fishing í júní, en það er Orion 4D flugustangalínan sem er hönnuð með hinni nýstár- legu 4-D tækni sem byggir á að sameina flugustöng og hjól í eina heild.“ Opnunartími sem hentar Verslun Flugubúllunnar er opin á óhefðbundnum tíma að sögn Halldórs. „Við opnum kl. 16 alla virka daga og lokum kl. 20. Við fundum fyrir því að viðskiptavinir okkar vildu helst vera í rólegheit- unum hjá okkur eftir að vinnudegi lyki í stað þess að vera í spreng í hádeginu eða um miðjan dag. Um helgar er svo hefðbundinn opnunartími. Vissulega höfum við verið með séropnanir fyrir leið- sögumenn og erlenda veiðimenn sem koma þá alla jafna beint af flugvellinum til okkar. Það hefur ekki verið vandamálið og bara sjálfsögð þjónusta.“ Allar vörur sem keyptar eru í vef- verslun Flugubúllunnar eru sendar um allt land samdægurs eða næsta virka dag. „Þetta er einfalt og gott fyrirkomulag fyrir viðskipta- vini, sérstaklega þá sem búa úti á landi. Við bjóðum alla velkomna í verslun okkar að Hlíðasmára 13 í Kópavogi og tökum vel á móti veiðimönnum.“ Nánari upplýsingar á www.flugu- bullan.is. Halldór Gunnarsson og starfsmenn Flugubúllunnar, Ómar Smári og Árni Kristinn, taka vel á móti viðskiptavinum. MYNDIR/SIGTRYGGUR ARI Alfa fluguhjólalínan kemur í ótrúlega glæsilegu litaúrvali. Flugubarinn er oftast á yfirfalli og mikið úrval. Fallegar töskur frá UMPQUA.Gott úrval af vöðluskóm frá Korkers, Guideline og Wychwood. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 2 . M A Í 2 0 1 8 Þ R I ÐJ U DAG U R 2 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :5 7 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D A -A B F C 1 F D A -A A C 0 1 F D A -A 9 8 4 1 F D A -A 8 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.