Fréttablaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 22.05.2018, Blaðsíða 37
Það má með réttu segja að Ford KA+ sé stór smábíll. Hann er byggður á stærri grind en keppinautar hans og því mun rúmbetri en gengur og gerist í þessum flokki. Ford KA+ er líka sérlega snjall. Sem dæmi þá getur þú með raddstýringu hringt og svarað símtölum, hlustað á sms skilaboð eða spilað uppáhalds tónlistina þína. Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 FORD KA+ STÓRI SMÁBÍLLINN! TILBOÐ: VERÐ FRÁ: Komdu, reynsluaktu og upplifðu Ford KA+ 1.690.000 kr. 1.790.000 kr. ford.is 24.813 kr. • Miðað við 90% Lykillán • Kaupverð 1.690.000 kr. • Útborgun 169.000 kr. • Vextir 8,25% • Lánstími 84 mánuðir• Árleg hlutfallstala kostnaðar 9,86% Mánaðargreiðsla: Ford_KA+_Stóri smábíllinn_TILBOÐ_5x15_20180518_END.indd 1 18/05/2018 10:21 Handbolti Hildigunnur Einars- dóttir varð um helgina austurrískur meistari í handbolta, en lið hennar Hypo hafði betur gegn Stocker au í úrslitaeinvígi deildarinnar. Hildi- gunnur, sem gekk til liðs við Hypo fyrir leiktíðina, skoraði tvö mörk í seinni leik liðanna sem fór fram á hvítasunnudag. Hypo varð einnig deildarmeist- ari á tímabilinu, en liðið bar sigur úr býtum í öllum leikjum sínum nema einum í deildarkeppninni og endaði fimm stigum fyrir ofan Stocker au sem hafnaði í öðru sæti deildarinnar. Hypo hefur haft fádæma yfirburði í handbolta kvenna í Austurríki, en sigurganga félagsins í austur- rískum handbolta hófst árið 1977 og er þetta þar af leiðandi 42. árið í röð sem liðið veðrur austurrískur meistari. Hildigunnur er í leikmannahópi íslenska kvennalandsliðsins í hand- bolta sem mætir Tékklandi og Dan- mörku í lokaleikjum liðsins í undan- keppni EM 2019. Hildigunnur hefur leikið 74 leiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim leikjum 78 mörk. Hildigunnur varð landsmeistari í Austurríki Crossfit Annie Mist Þórisdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson hafa tryggt sér sæti á heimsleikunum í CrossFit sem fara fram í Wisconsin- fylki í Bandaríkjunum í ágúst. Þetta gerðu þau með góðum árangri sinum í undankeppni fyrir leikana í Berlín um helgina. Fredrik Aegidius, Þuríður Erla Helgadóttir, Björk Óðinsdóttir, Árni Björn Kristjánsson, Sigurður Þrastarson og Sólveig Sigurðar- dóttir sem einnig tóku þátt í undankeppn- inni í Berlín komast hins vegar ekki á leik- ana að þessu sinni. Katrín Tanja D a v í ð s d ó t t i r tryggði sér einn- ig sæti á heims- leikunum, en hún keppti á East Regio- nals í Banda- ríkjunum um helgina. – hó Fjórir komnir á heimsleikana ÍBV er handhafi allra titlanna ÍBV varð Íslandsmeistari í handbolta karla í annað skipti í sögu fé- lagsins þegar liðið hafði betur gegn FH í fjórða leik liðanna í úrslitum Olís-deildar karla í hand- bolta í Vestmannaeyjum á laugardaginn. Enn þarf að fresta leikjum fótbolti Tekin hefur verið ákvörð- un um að fresta þrem ur af þeim fjórum leikj um sem fram áttu að fara í fimmtu umferð Pepsi-deildar karla í knatt spyrnu í kvöld. Leikjunum var frestað um sól ar hring vegna slæms veðurút lits. Um er að ræða viður eignir Grinda- vík ur og Vals, Stjörn unn ar og Fylk is, og Breiðabliks og Vík ings. Fyrr- greindir leikir áttu að fara fram klukkan 19.15 í kvöld, en munu í staðinn fara fram á sama tíma annað kvöld. Leik ur KA og Kefla vík ur mun hins vegar verða spilaður á settum tíma á Akureyrarvelli í kvöld. Vegna þess ara breyt inga hafa tveir leik ir í Pepsi-deild kvenna einnig verið færðir. Leik ir Breiðabliks og ÍBV annars vegar og Stjörnunnar og ÍBV hins vegar fara báðir fram á fimmtu daginn. – hó 42 Hypo, lið Hildigunnar, varð um helgina austurrískur landsmeistari í handbolta kvenna 42. árið í röð. Handbolti ÍBV varð þar af leiðandi bikarmeistari, deildarmeistari og Íslandsmeistari á leiktíðinni sem lauk um helgina. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 2010 sem lið er handhafi allra titlanna í karlaflokki, en ÍBV varð síðast Íslandsmeistari í hand- bolta karla fyrir fjórum árum. ÍBV vann sannfærandi 28-20 sigur í leik liðanna á laugardaginn og einvígið þar af leiðandi 3-1. ÍBV er vel að Íslandsmeistaratitl- inum komið, en liðið hefur leikið stöðugan handbolta í allan vetur og toppaði svo á réttum tíma. Auk þess að tryggja sér alla þá stóru titla sem í boði eru hér heima komst liðið í und- anúrslit í Áskorendabikar Evrópu þar sem liðið laut í lægra haldi fyrir rúm- enska liðinu Potaissa Turda. Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, kveður liðið á góðan máta, en hann tilkynnti það í byrjun mars að hann myndi hætta með liðið í lok leiktíðarinnar og mun Erlingur Richardsson sem ráðinn hefur verið sem þjálfari liðsins taka við góðu búi af honum. FH-ingar mættu hins vegar hálf vængbrotnir til leiks á laugardaginn, en Ásbjörn Friðriksson hafði glímt við kálfameiðsli í aðdraganda leiks- ins og Gísli Þorgeir Kristjánsson var aðeins skugginn af sjálfum sér eftir að hafa lent í meiðslum í þriðja leik liðanna. Nokkrar breytingar verða á leikmannahópi FH fyrir næstu leik- tíð, en fyrir liggur að Gísli Þorgeir og Óðinn Þór Ríkharðsson munu ekki leika með liðinu á næstu leiktíð og þá hyggjast Ágúst Elí Björgvinsson og Ísak Rafnsson einnig söðla um og leika utan landsteinanna. hjorvaro@frettabladid.is Eyjamenn lyfta Íslandsmeistarabikarnum eftir sigur liðsins gegn FH á laugardaginn. FrEttablaðið/anton brink 4 ár eru síðan IBV varð Íslands- meistari síðast í handbolta karla. S p o r t ∙ F r É t t A B L A ð i ðs f a b l a 13Þ r i ð J U d a G U r 2 2 . m a í 2 0 1 8 2 2 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :5 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D A -9 D 2 C 1 F D A -9 B F 0 1 F D A -9 A B 4 1 F D A -9 9 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 1 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.