Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 10

Safnablaðið Kvistur - 01.11.2014, Blaðsíða 10
SAFNBÚÐIR OG MINJAGRIPIR bolla selst best. Það er leitun að lægri samnefnara minjagrips og safneignar, hvað sem það kann að vera. En ef varan þjónar þrátt fyrir allt marlcmiði og tilgangi safnsins, það er að fræða eða kveilcja áhuga á viðfangsefninu og tengja saman safn og einstakling. Helgar tilgangurinn þá ekki meðalið? Sérstaklega vegna þess að við söluna varð meira að segja eftir peningur í kassanum. Eða getur safnið gefið vörunni aukið innihald, til dæmis með því að merkja hjálm- inn með varúðarsetningu á borð við: Athugið að útlit víkingahjálmsins er tilgáta. Eða: Rannsóknir á fornleifum frá víkingaöld staðfesta hvorlci né útiloka útlit hjálmsins. Eða: Varúð, þetta er 19. aldar túlkun á höfuðfati víkings. Og með málverki prentuðu á bolla fylgir: Athugið, þetta er bolli nr. 5893 af upplagi 10.000.000 bolla. Listamaðurinn x seldi elckert verlc á ferlinum en bollinn hefur farið mjög víða. Eða: Þótt listamaðurinn hafi ekki selt verlcið á ferlinum er það í dag almennt og opinberlega mikils metið og þess vegna prentað á ýmsa vöru en ágóði af sölunni rennur til forvörslu, skráningar, rannsókna og miðlunar á verkinu sem og öðrum verkum í eigu Listasafnsins. Það er ekki litið fram hjá því að vörurnar í safnbúðinni eru fulltrúar safnsins, safnastefnunnar, starfseminnar og safneignarinnar. í grein sinni The Object as a Data Carrier (Reinwardt Academy, 1984) skilgreinir safnafræðingurinn Peter van Mensch safnvæðingu sem ferli þar sem hlutur er færður úr sínu félagslega umhverfi og inn í safna- samhengið þar sem hann fær nýtt hlutverlc og notagildi. Samlcvæmt þessari kenningu er safnstóllinn elcki lengur stóll í eiginlegri merlcingu. Það má ekki lengur sitja í honum, því núna er hann hluti af safneign og rannsóknarefni. Hann er varð- veittur, skráður og ef til vill sýndur almenningi. í safnbúðinni gildir svipað en þó viðsnúið lögmál. í safn- búðinni má skoða og snerta bækur og sýningarskrár með vísanir í safn og safneign. Þar eru líka endurgerðir og endurprentanir eins og til dæmis styttur, póstkort og plaköt. Vörurnar sem helja sitt líf í safnbúðarrým- inu eru sendiherrar safnsins því við söluna færist varan inn í annað samhengi. Þetta er tilfærsla á vöru úr opinberu rými safnsins og inn í það persónulega. Eftir stendur varan, hlutur meðal hluta, inni á heimili eða í jakkavasa, minjagripur með vísun í ferð á safn og áþreifanlegur vitnisburður um safn og safneign. í flestum tilfellum hefur söluvaran ný- lega verið fjöldaframleicld, verðmerlct til sölu og hefur að minnsta lcosti elcki ennþá verið valin af opinberum aðilum til varðveislu sem hluti safn- eignar. Sölumerktar endurgerðir eru staðgenglar alvöru safneignar og þær má kaupa og taka með sér heim. Upphaf og endir safnheimsóknarinnar Hugmyndin að safnbúðinni slcýrist af þörfinni fyrir aukið fjármagn til safnsins. Hún verður ljósið sem lýsa á veginn til hagsældar á safninu. En það er varasamt að láta gróðasjónar- miðið stjórna vöruframboðinu, hvað þá að ætla safnbúðinni að standa und- ir relcstri safns. Markmið og hlutverk safnbúðar einskorðast eklci við að ná inn peningum, heldur miklu fremur að ná fram víðtækum virðisauka í huga safngestsins, safninu til fram- dráttar. Þannig takmarkast mark- aðshlutverk safnbúðarinnar ekki við fjárhagslegan hagnað, heldur virðis- auka í víðara samhengi. í búðinni á að eiga sér stað samtal á milli safns og notanda þar sem varan er miðillinn. En í ljósi tengingar á milli búðar og safns hlotnast safnbúðinni frelsi til að nálgast viðfangsefnið á annan hátt en sjálft safnið. Helsti styrkur búðarinn- ar er því þessi lína sem safnið dansar á, mitt á milli safns og hefðbundinn- ar verslunar. Ljósi punlcturinn er að allir sem koma á safnið eiga kost á að upplifa og lcaupa eitthvað sem tengist safneigninni. Safnbúðin er þess vegna bæði upphaf og endir safnaheimsóknarinnar. Ingunn Jónsdóttir, vöruhönnuður og safnafræðingur 10

x

Safnablaðið Kvistur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnablaðið Kvistur
https://timarit.is/publication/1310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.