Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 119
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 1 119 Næstu átta árin áttum við í ágætu bréfa- sambandi sem bæði tengdist músík- óskum hans sem mér fannst sjálfsagt að bregðast vel við og svo grimmum eða lofsamlegum orðsendingum hans um menn og málefni sem síðar gengu aftur í Menn er máttur. Þegar Elías fór svo að skrá „tilraunir með dramb og hroka“ var ég einn þeirra sem „teljandi voru á fingrum annarrar handar“ eins og Hjálmar Sveinsson segir í eftirmála sínum (220) sem fengu kafl- ana senda jafnóðum og Elías hafði gengið frá þeim. Elías hafði oft borið á góma á kvöldvökum hjá Kristjáni – og þá varð ég með ýmsum hætti var við afbrýðisemi sem flæddi á milli þessara tveggja lærisveina Þórðar. Sjálfur var ég að byrja að fylgjast með nýlegum skáld- skap þegar Vögguvísu Elíasar bar fyrir mín augu, „fyrstu skáldsöguna sem var Reykjavík“ eins og Sigfús Daðason komst að orði í mín eyru. Og um hana og „fyrstu nútímasögu lýðveldsins“ eins og Hjálmar Sveinsson kallar frumraun Elíasar Eftir örstuttan leik2 fjallaði fyrsta bókmenntaritgerð sem ég setti saman. Elías hitti ég fyrst á ferðalagi til Búkarest á alþjóðlegt æskulýðsmót en kynntist honum betur á öðru slíku móti í Moskvu árið 1957. Þá kom í fyrsta sinn til tals að ég reyndi að þýða Vögguvísu á rússnesku og það gerðum við konan mín síðar. Okkur Lenu tókst að ljúka þýðingunni og semja um útgáfu – bókin var þegar um brotin og próförk lesin þegar útgáfufyrirtækið Inostrannaja literatúra hætti við allt saman. Við Elías fengum aldrei að vita hvernig á því stóð. En við urðum góðir vinir og um leið og ég sneri heim samstarfsmenn á Þjóðvilj- anum allt þar til það blað lagði upp laupana. Eins og að líkum lætur rædd- um við margt, bæði um ritferil Elíasar og svo Þórð. Reyndar var haldið upp á sjötugsafmæli Þórðar og útkomu Saman lagt spott og speki í ágúst 1960 heima hjá Herði bróður mínum. Ég hafði þá skroppið heim í leyfi. Viðstaddir þetta merkisafmæli vorum við Dóróthea mágkona mín, Elías, Ragnar í Smára og Málfríður Einarsdóttir. Þeir Elías, Ragn- ar og Þórður voru hver öðrum sælli með útkomu kversins og skiptu með sér upp- laginu, 150 eintökum. Það var skálað í ódýru sherry og étin kaka. Ragnar kom okkur hinum á óvart í þessu gestaboði: hann hélt ræðu um að þeir frændur, Þórður og hann, væri af gyðingaættum. Enda hefðu engir nema gyðingar vit á að njóta lífsins eins og þeir! Okkur Elíasi bar saman um að þar hefði komið vel á vondan: Þórður hafði gyðinga mjög á hornum sér fyrir margt í trúarhefð þeirra sem honum fannst sér andsnúið. En eftir þessa hugvekju Ragnars brá svo við að hann dró eitthvað úr þeim munn- söfnuði, þótt Aþena með sínar grísku hommahefðir og Jerúsalem með boð og bönn um kynlífið væru sem fyrr hinar miklu andstæður sem margt í menning- artúlkun Þórðar snerist um. Tillitsleysi og æðruleysi Ósköp eru á mér, var orðtak Hugborgar, móður Þórðar þegar hún hélt hún væri að svíkjast um – ósköp eru á mér: er ég ekki enn farinn að tala um þær bækur sem ég þykist vera að skrifa um? Svo sannarlega er Mennt er máttur bók engri lík. Mér er mjög til efs að sá texti „falli eins og flís við rass alþjóð- legrar bókmenntahefðar og jaðarmenn- ingar samkynhneigðra“ eins og Hjálmar Sveinsson heldur fram í eftirmála sínum (221). Vitanlega á allt sem skrifað er sér einhver fordæmi, en þessi blanda er á þann veg saman hrist að torvelt mun verða að benda á vafalausa ættingja hennar. Bókina mætti kenna við hugleiðingar, fantasíur, stefnuskrá, jafnvel predikanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.