Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 55
Tvæ r r e i m l e i k a s ö g u r TMM 2013 · 3 55 skoðaði lögreglan skúrinn og umhverfi hans, sem leiddi í ljós að enginn nema Andri hafði verið þar um nóttina. Andri var útskrifaður af spítalanum, lauk við vorprófin í skólanum og allt virtist með felldu. En Katrín var ekki sannfærð. Þótt háraliturinn væri aftur orðinn eins og hann átti að vera hafði sumt í fari Andra breyst. Hún átti bágt með að koma orðum að því en fannst hún sjá það eins og útundan sér: hvernig hann hreyfði sig og talaði með lítillega öðrum áherslum og hvernig hann horfði sjaldan ef nokkurn tímann framan í foreldra sína nema hún bæði hann sérstaklega um það. Kannski var hún bara að ímynda sér þetta allt saman. – Allt nema heim- ilisköttinn sem hvæsti á Andra fyrstu vikuna og hljóp út úr herbergjum þegar hann kom inn. Um svipað leyti fór Katrín að taka eftir hinu og þessu undarlegu í íbúð- inni. Ef hún leit í spegilinn í stofunni þegar hún var ein heima sá hún eitt- hvað skjótast yfir gólfið fyrir aftan sig. Bæði hún og Ellert heyrðu fótatak á efri hæðinni þar sem svefnherbergin voru og húsgögn hreyfast yfir gólfið, en þegar upp var komið sást enginn nema Andri, sofandi í rúminu sínu sem hafði færst inn í mitt herbergið. Skápar opnuðust og skelltust aftur, kveikt var á eldavélinni, og eitt sinn dimmdi í stofunni þótt bjart væri úti. Í nokkur skipti vaknaði Katrín að morgni við að nafn hennar var hvíslað og fannst einhver krjúpa við rúmstokkinn. Loks tók hún upp símann og hringdi í hjónin sem seldu þeim íbúðina og spurði hvort þau hefðu nokkurn tímann orðið vör við reimleika þar inni. – Þau neituðu og Katrín trúði þeim. Um sumarið missti Andri áhugann á útiveru og leikjum, skipti með öllu um vini og smekk á dóti, mat og fötum og horfði ekki framan í móður sína nema honum væri skipað að gera það. Af og til fékk hann martraðir, vaknaði öskrandi um miðja nótt en mundi ekki hvað hann hafði dreymt. Þá gljáði hann af svita og loftið í herberginu var þungt og lyktaði eins og sambland af þangi og úldnum fiski. – Ekki ósvipað lyktinni í kofanum þar sem hann fannst. Eitt kvöldið sat Katrín og horfði á hann sofa, leitaði einhvers sem hún þekkti í svip hans en fann ekki. Þá beygði hún sig yfir rúmið, hvíslaði Hver ertu? í eyra hans og brá svo mikið við þetta að hún lokaði sig grátandi inni á baði. Þau Ellert seldu íbúðina og fundu aðra í Hlíðunum. Við þetta lifnaði eilítið yfir Katrínu og hún bókaði tíma hjá sálfræðingi sem einnig nýtti sér dáleiðslu. Hún sagði Andra að læknirinn vildi fá hann í „reglubundna skoðun“ og sat úti í horni meðan hann féll í dá. Samkvæmt fyrirmælum hennar hjálpaði sálfræðingurinn Andra að rifja upp hvað gerst hafði daginn örlagaríka; eftir nokkrar atrennur náðu þau loks í gegn, rödd Andra breyttist og Katrín þekkti aftur son sinn. Hann lýsti bakgarði nálægt ströndinni þar sem hann skreið á milli runna til að fela sig. Frá staðnum þar sem hann lá sást út á hafið sem glampaði syfjulega, og eftir svolitla stund heyrði hann lágt muldur úr fjörunni sem vakti forvitni hans. Næst þegar hann vissi af sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.