Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Blaðsíða 88
88 TMM 2013 · 3 Can Xue Lóðrétt hreyfing Þýðing: Garðar Baldvinsson Can Xue er kínverskur rithöfundur, bókmenntagagnrýnandi og klæðskeri, fædd árið 1953 í Hunan-héraði í Kína. Æska hennar var mörkuð af miklu harðræði og pólitískum ofsóknum, og voru foreldrar hennar, menntafólk, sökuð um að grafa undan kommún- isma. Fjölskylda hennar var send í vinnubúðir en sökum heilsuveilu slapp Can Xue undan því. Í æviminningum hennar kemur fram að fjölskyldan var oft nær dauða en lífi af hungri á þessum tíma og erfitt var að draga fram lífið. Sökum alls þessa fékk Can Xue ekki hefðbundna skólagöngu sem unglingur en hins vegar sökkti hún sér í lestur skáldsagna á unglingsárum og notaði hverja lausa stund til bóklesturs. Can Xue hefur skrifað þrjár skáldsögur, 50 nóvellur og um það bil 120 smásögur, auk greina um bókmenntir. Hún vakti athygli í byrjun tíunda áratugarins fyrir afar sér- stakan stíl og óhefðbunda frásagnaraðferð. Nokkur smásagnasöfn hafa verið þýdd á ensku, nú síðast Vertical Moon (Open Letter Press, 2011) og Can Xue hefur verið orðuð við Nóbelsverðlaunin í bókmenntum allnokkrum sinnum. Hún byrjaði að skrifa árið 1983 og gaf út sína fyrstu smásögu árið 1985. Greinar hennar um bókmenntir fjalla m.a. um Kafka, Borges og Dante. *** Við erum litlar verur og búum í svartri jörðinni undir eyðimörkinni. Fólkið á Móður Jörð getur ekki ímyndað sér svo víðáttumikla og gróðursæla mold nokkra tugi metra undir endalausri eyðimörkinni. Kynstofn okkar hefur búið hér kynslóð fram af kynslóð. Við höfum hvorki sjón né lyktarskyn af nokkru tagi. Í þessari stóru gróðrarstöð er ekkert gagn að slíkum búnaði. Líf okkar er einfalt, því við notum bara langan gogg okkar til að grafa í jörðinni, éta næringarríka moldina og losa okkur við hana. Við lifum í sátt og sam- lyndi því við höfum nóg til alls heima hjá okkur og höfum öll nóg að bíta og brenna án þess að ágreiningur rísi. Að minnsta kosti hef ég aldrei heyrt um slíkt. Í tómstundum söfnumst við saman til að rifja upp sögur af áum okkar. Við byrjum á að minnast elsta forföðurins og síðan allra hinna hvers fram af öðrum. Minningarnar eru ánægjulegar, fullar af annarlega söltu og sætu bragði en einnig einhverju stökku rafi – barrviðarvökvanum frá ómunatíð. Í minni okkar er auður kafli sem erfitt er að lýsa. Satt að segja var einn af öldungum okkar (sá með lengsta gogginn) að grafa í jörðinni þegar hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.