Bjarki


Bjarki - 09.01.1903, Blaðsíða 3

Bjarki - 09.01.1903, Blaðsíða 3
BJ ARKI. 3 — „Mjerhefur dottið í hug að bregða mjer lítið eitt burt dr bænum. . . hm. -. — „Ójá, það er gott fyrir yður; skemmtilegt og hressandi að Iyfta sjer upp." — „Já, sjáið þjer til, jeg fer líklega alla leiðtiljön- köbing." — „Fallegur bær, gött fólk, vel klæddar stúikur. Gjörið þjer svo vel að bera kveðju mína til skósóla- leðursins, pylsusneiða að nafnbót, sem ætíð prýðir hótelsborðið þar og sömleiðis til skugganna þeirra Puck og C. G. W."* — „Já. Pjer hafið þá ekkert á móti að jeg fari?" — „Einganveginn; ferðist þjer eins mikið og yður lýst." „Nei, en hvað þjer eruð vingjarnlegur. Jeg hefði ekki verið að ónáða yður, ef jeg hefði ekki verið neyddur til að bregða mjer þetta i nauðsynlegum er- indagjörðum. Jeg bið yður þúsund sinnum afsök- unar. ..." — "O, eingin ástæða!" — „En því er nú svoleiðis varið, svoleiðis varið — að jeg verð að hafa með smjer dálítið af peningum til ferðarinnar" . — „O, því er nú miður; ritstjórnarskúffan er sem stendur alveg tóm; því er miður." — „Jeg bið yður fyrirgefningar; en þjer misskiljið m>g- Jeg á við mína eígin peninga og vildi, með leyfi yðar, fá að taka af inneígn minni í Skánarbánk- anum." — „Já, eins og yður þóknast; mjer er svo hjartan- lega sama um allt þetta. — „Þúsundfaldar þakkir. En svo er eitt enn: Sjáið þjer til, jeg hef viðskifti við allskonar fólk og neyðist, því miður, til að selja vörur mínar ýms- um mönnum sem ef til vill hafa ekki sem best orð á sjer. Þessvegna vildi jeg biðja yður, ef svo kynni að vilja til að einhver af frjettasendlum yðar hitti mig í ekki sem bestum fjelagsskap —" — „En, hvað á þetta að þýða, eruð þjer geinginn frá vitinu, herra minn! Hvern fjandann varðar mig um hagi yðar og ferðalag?" En þá varð maðurinn reiður, dró heilan tug af dagblöðum upp úr frakkavasa sínum, sýndi mjer fregnirnar um strokumanninn frá Gautaborg og org- aði framan í mig: — "Haldið þjer að jeg kæri mig um að fá annað eins í nasirnar og þetta? Haldið þjer ekki að jeg þekki hverju menn geta átt von á hjá þessum „frjáls- lyndu, sjálfstæðu og sannleikelskandi" blöðum ykkar? Haldið þjer að jeg þori eftirleiðis að fara til baðanna í Reppe án þess að skýra blöðunum fyrst frá því? Þjér getið kannske sagt mjer hvar skrifstofa Búr.aðar- tíðinda Suður- og mið-Svíþjóðar er? Það eru enn 15 mín. þángað til vagnlestin fer og jeg þori ekki annað en að fá Iíka leyfi þess blaðs til ferðarinnar?" — „Það leyfi get jeg gefið yður." — „Þúsundfaldar þakkir. Enn aðeins eitt: Hve leingi má jeg vera burtu án þess að blöðin telji mig strokinn til Ameríku, eða segi að jeg hafi drekkt mjer í Wettern út úr samviskubiti eftir ein- hvern glæp?" — „Svo leingi sem yður líst." — „Þjer eruð alltof vingjarnlegur. Eru fjórir dag- ar of lángur tími, eða sýnist yður að jeg ætti að geta lokið mjer af á þremur?" — „Segjum þá fjórir dagar." — „Þakka yður fyrir. Enn áðeins eitt orð: „Þó þjer finnið mig ekki nefndan í ferðamannalistanum í Jönköbingblöðunum í kvöld, þá gerið þjer þaðfyrir * Merki undir greinura í Jönköbingsblöðunum. mig að skrifa ekkert um það í blaðið. Kona min hefur leyft mjer að fara og jeg ætla að vera í Nessjö í nótt. Verið þjer sælir, verið þjer sælir, og marg- faldar þakkir fyrir viðtökurnar og ferðaleyfiö!" Komi menn nú og segi að blöðin sjeu ekki stór- veldi. Eldur í Solvang;. A jólanóttina kl. 9—10 kom eldur upp í Solvang, íbúðarhúsi Sig. Jóhansens kaupmanns. Hafði kviknað í lofti í suðurenda hússins út frá skorsteinspípu. Húsið allt fylltist skjótt af reyk, en þó varð miklu af húsgögnum og munum komið út. Eldurinn læsti sig milli lofta. Veður var stillt og þusti fólk að úr öllum áttum. Slökkvitólunum var fljótt komið við og vegna þess varð eldurinn stöðvaður. An þeirra hefði húsið brunnið til kaldra kola. Skemmdirnar á húsinu eru metnar 800 kr. Siónleikírnir. Æfintýri á gaunguför hefur nú verið leikið tvisvar og verið í bæði skiftin vel sótt. Leikendurnir eru þessir: Andr, Rasmussen skrifta-Hans, Eyjólfur Jónsson Krans Kammeráð, frk. Guðrún Kristjánsdóttir frú Krans, frk. Guðrún Gísladóttir Lára, frk. Elín Matthías- dóttir Jóhanna, Björn Stefánsson Svale assessor, Helgi Valtýsson Ejbæk, Þórarinn Þórar- insson Herlöv, Jón Olafsson Vermundur, Hinrik Dal Pjetur bóndi. Þau Andrjes Rasmussen, Eyjólfur Jónsson og frk. Guðrún Gísladóttir hafa oft leikið þessar sömu persónur áður Og ætíð gert það vel. Hinir leikendurnir hafa ekki leikið áður í æfintýrinu, en yfir höfuð hefur leikurinn tek- ist vel. Sjerstaklega er Jóhanna mjög vel leikin af frk. Elínu Matthíasdóttur. Það er eins og hún væri alvön leiksviðinu og auðsjeð, að hún hefur mikla leikkonuhæfileika. »Kvik«-fjelagið ætti að sýna Æfintýrið oftar í vetur. Nú kvað það vera að hugsa um að taka »En F allit« (Gjaldþrota) eftir Björnson, og mundi þeim leik ekki verða síður tekið. StórveSur fór yfir suðvesturlandið 14. nóv. í haust. Þrjár kirkjur fuku: í Keflavík, í Saurbæ á Kjalarnesi og á Hvanneyri. Saurbæjarkirkja fauk út úr kirkjugarðinum, en kom rjett niður og kvað vera ekki mikið skemmd. Hvanneyrar- kirkja brotnaði mjög og Keflavíkurkirkju, sem ekki var fullsmíðuð, kvað verða að rífa niður til grunns. Einnig urðu til og frá skaðar á bátum, hlöð- um og fieiri húsum. Mjölnir kom frá útlöndum á mánudagskvöld, hafði feingið mjög vonda ferð og verið Ieingi á leiðinni. Lítið eitt hafði skemmst af vörum sem hann flutti hingað, mjöl til Sig. Johansens, og var það selt hjer á uppboði í gær. Mjölnir lagði út á miðvikudagsmorgun áleiðis norður, en varð að hverfa aftur vegna óveðurs og sjógángs; hjelt aftur á stað í gær- morgun. Með Mjölni komu frá útlöndum I. M. Han- sen konsúll og Þorsteinn Jónsson kaupm. á Borgarfirði. Breiðdalsbrennan. Sturla Vilbjálmsson, sem framdi innbrotið og brennuna á Þorgrímsstöðum í Breiðdal í hittifyrra haust er nú dæmdur í landsyfir- rjetti í 5 ára betrunarhúsvinnu og rúmra 2200 kr. útlát í skaðabætur, þar af 1800 kr. til Jóns bónda á Þorgrímsstöðum, ennfremur f varðhaldskostnað og málskostnað. Austramiðinn. Nýlega er fallinn dómur f máli, sem Arni Jóhannsson sýsluskrifari höfðaði í sumar móti Skafta Austra-ritstjóra út af grein í 19., tbl. Austra f. á. Skafti dróttar því þar að Arna, að hann hafi falsað miða, sem fannst innan f Austra einu sinni í sumar á Refsmýri á Hjer- aði. Síðan vildi Skafti ekki kannast við þessa aðdróttun. Enda getur eingum, sem miðann sjer og þekkir rithönd Arna, komið til hugar að hann hafi skrifað hann. Um þetta urðu töluverðar skærur í blöð- unum hjer í sumar, málaferli og vitnaleiðslur, sem nú er lokið á þessa leið : Skaíti er dæmdur í 50 kr. sekt til landsjóðs- eða 15 daga einfalt fángelsi og 12 kr. máls- kostnað, en hin kærðu ummæli dauð og ómerk. Skólarnír- A læknaskólanum eru nú 14 nemendur, á prestaskólanum 11, á latínuskólanum 94, á stýrimannaskólanum 70, á lýðháskólanum nýa í Rvík 20, á Flensborgarskólanum 34, ágagn- fræðaskólanum á Akureyri 46, á Reyjakvíkur kvennaskóla 42 stúlkur, á barnaskólanum í Rvík 400 börn. Hlutabánkinn. Eins og sjá má á auglýsíngu bánkastofn- endanna, Arntzens og Varburgs, á öðrum stað hjer í blaðinu, er nú svo lángt komið að Is- lendingar geta farið að skrifa sig fyrir hlutum í bánkafyrirtækinu. Og æskilegast væri að hluttaka landsmanna yrði sem mest, En vegna hins almenna fjeleysis hjer á landi hljóta þó framlögin að verða miklu meiri frá útlöndum í byrjuninni. En stórt framfaraspor er stígið með stofn- un þessa nýa bánka, og útibúanna frá honum. Það munu menn skjótt reyna. Breytína á aukapóstsferð. Sú breyting hefur nú um áramótin verið gerð á aukapóstferðunum hjeðan, að Mjóa- fjarðarpóstur fer eftirleiðis til Norðfjarðar, og er þar með feingið beint samband þá leiðina við Eskifjörð. Brjef hjeðan .til Norðfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar og Fáskrúðsfjarðar eiga því hjer eftir að sendast með Mjóafjarð- arpósti, en ekki Vopnafjarðarpósti, eins og hingaðtil hefur verið. Þetta var nauðsynleg breyting, eins og Bjarki hefur oft tekið fram áður. Samgaungur. Aætlanir er nú komnar um ferðir bæði Sam- einaða gufuskfjel. og Egils þ. á, Egill á að fara frá Stavángri 20. þ. m. til Færeyja og þaðan beint hingað til Seyðisfjarð- ar og koma hingað 3. febr. Ef til vill fer hann þá til Eyjafjarðar, en ekki nema ef nauð- syn krefur; annars beint hjeðan til Noregs aft- ur 5. febr. Aætlun Sam. gufusk. er eins og áður. Vesta kemur hingað fyrst frá útlöndum 12. mars. Aðallandpósturinn fer hjeðan 18. þ. m. Veðrið. Síðan fyrir jólin hefur verið umhleypíngatíð, Snjór er nú nokkur kominn. Bundin nöfn. Gísli í Skörðum skrifaði utan á brjef þessa vísu: Góðir menn brjefið beiðast Ægi svo ferðaflugi bera nær ferðir gera fángelsi leyst í Vánga ofan elds yfir leyfar Ari þar fagur eirir og æð Fróns þá hvikul í mergð Hamdis blæðir. sverða. í vísunni er tiltekin leiðin, sem brjefið á að fara; síðan er þar kvennmannsnafn, bæjarnafn og sveitar- nafn.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.