Fram

Tölublað

Fram - 17.07.1917, Blaðsíða 1

Fram - 17.07.1917, Blaðsíða 1
Útgefandi: Hlutafélag á Siglufirði. Ritstjórar: Friðb^ Nteísson og Hannes Jónasson. FIMM. 1. ár. Siglufirði 17. júli. 1917. 35. blað. Alþingi. í báðum deildum hefir verið kos- in bjargráðanefnd. í e. d. voru þessir kosnir: Jóh. Jóh., Ouðjón Guðlaugsson, Sig. Eggerz, Karl Ein- arsson, Guðm. Ólafsson. í n. d. þessir: Einar Arnórsson, Sig. Sig., Pétur Jónsson, Bjarni frá Vogi, Pét- ur Ottesen, Porst. M. Jónsson og Jörundur Brynjólfsson. Þá flytja 10 þingmenn tillögu um það að skipuð sé 7 manna nefnd til þess að íhuga hvað gjöra skuli til tryggingar sjálfstæði voru með tilliti til ófriðarins. Pessi þíngmannafrumvörp höfum vér heyrt nefnd: Matsölufrumvarp Jörundar (sem getið var um í síð- asta blaði), um verðhækkunartoll á ull, um einkasöluákolum, um erfða- ábúð á þjóð- og krikjujörðum, um stofnun útbús Landsbanka á Aust- fjörðum, um breytingar á bannlög- unum, um einkasölu á sementi, um hússtjórnarskóla á Akureyri eða í grend, um stimpilgjald, um að lands- sjóður annist starfrækslu allra land- símastöðva að öllu leyti. Saltvandræðin. Nú er svo komið sem margan vor sjómanna uggði þegar í byrjun vertíðarinnar, að til mundi draga, að þorskveiðar vorar hér verða að hætta. — Vér bjuggumst reyndar við að orsökin yrði sú að útgerðin bæri sig ekki sökum hins lága verðs á fiskinum samanborið við geysi- lega aukin framleiðslukostnað, en nú er reyndin sú, að útgerðin gefur góðan hag þrátt fyrir þetta, og þrátt fyrir, þótt fiskverðið hafi e n n lækk- að, vegna þess að afli hefir aldrei í manna minnum verið jafnmikill og nú. Orsökin til þess að vér nú verð- um að hætta veiðunum — gefa upp þennan aðalatvinnuveg vorn, er steinolíu og saltleysið. Saltskipum sem hingað hafa átt að koma, til Snorra Jónssonar, Ásg. Pétursson- ar, Tynæsar og fl., hefir verið sökt hverju eftir annað af þýskum kaf- bátum; en að því er virðist, þá hafa Englendingar átt sinn fulla þátt í tilstuðlun þess, að m. k. hvað E.s. »G!yg« snertir með því að kveðja hann aftur til enskrar hafnar, eftir að hafa rannsakað hann og veitt honum fararleyfi. Virðist stefna Englendinga nú vera sú að hefta aðflutninga hingað til lands, svo sem þeir framast megna, svo fram- leiðsla vor verði sem allra minnst. Benda hinar tilgangslitlu og ómann- úðlegu viðkomukvaðningar þeirra, á skipum sem ganga á milli hlut- lausra landa, ótvírætt í þá átt. Prátt fyrir það þó þessum skipum hafi verið sökt, liggur hér svo mikið salt, að aðeins lítill hluti þess hefði nægt til að bjarga við þessum vandræð- um og gjöra oss mögulegt að halda óhyndrað áfram að fiska á mótor- báta vora, en salt þettað er í hönd- um einstakra manna sem geymaþað til síldarsöltunar og hvorki kaupa fiskinn af oss né selja oss saltið — hvorugt við nokkru verði. — Útgerðarmenn hér fóru þess á leit við stjórnarráðið fyrir nokkrum dög- um, að það hlutaðist til um, að ein- hver hluti af salti þessu fengist í fisk. Skeytinu hefir ekki verið svar- að enn, en vér höfum heyrt úr á- byggilegri átt, að þessi málaleitun muni verða árangurslaus. Eg skal fúslega játa, að það eru neyðarúr- ráeði að skerða eða takmarka notk- unarvald einstaklingsins yfir eign hans, sem mun vera helsta ástæð- an fyrir synjuninni, en þessir tímar eru þannig að einmitt þær ráðstaf- anir eru nauðsynlegar og eru þegar gjörðar í hundraðatali hjá grann- þjóðum vorum, og nokkrar hér hjá oss og svo mæla aliar líkur með því að slík ráðstöfun hefði ekki orðið eigendum saltsins að tjóni. Þeir hefðu samt haft svo mikið salt eftir,að nægt hefði handa þeim til síldarsöltunar fyrst um sinn, eða þar til nokkur af saltskipum þeim sem hingað eru væntanleg, yrðu komin. Með þessari skoðun mælir það, að síðan hið umrædda sím- skeyti var sent, hafa komið þrjú saltskip til suðurlandsins, er það ljós vottur þess, að ekki er útilok- að að hingað geti komist eitthvað af skipum þeim sem væntanleg eru. Og svo er annað, hér hafa verið á boðstólum seinnipart yetrarins og fram á vor, talsverðar saltbirgðir (eign útlendinga sem síldveiði hafa stundað hér) sem hafa numið of háum fjárhæðum til þess að vér fátækir fiskimenn gætum ráðist í kaup á þeim, en sem voru smá- ræði samanborið við annað kaupa- brask landstjórnarinnar; — því hefir hún ekki keypt það? Ahættan var engin jafnvel þó nóg salt hefði kom- ið hingað í tæka tíð. Olíuvandræðin hafaekki enn sem komið er, orðið eins bagaleg og saltleysið. Olían sem kom með »Bisp« kom næstum jafnsnemma og fiskurinn og hún hefir enst með þeim Ieyfum sem eftir voru af olíu- pöntun Fiskifélagsdeildarinnar í vet- ur, fram að þessum tíma, en er nú á þrotum og þrotin hjá sumum. Sagt þó að úr því bætist bráðlega með olíu sem send verði að sunn- an af birgðum þeim sem nú liggja í Reykjavík, en olían kemur oss að engu haldi ef saltið vantar framvegis. Hvert stórtjón þetta er, ekki ein- asta fyrir Siglufjörð heldur og fyrir alt Norðurland, verður varla með tölum talið; þó má gefa lítilfjörlega hugmynd um það, hvað Siglufjörð snertir, þegar við athugum að héð- an ganga nú til þorskveiða um 30 mótorbátar og síðastl. viku mun meðalafli í hverjum róðri hafaverið 2000 til 2500 kg. á 16 til 18 aura pr. kg. Ef vér gjörum ráð fyrir sama afla sem virðist alveg óhætt þar sem veiðin hefir aukist seinnipart vikunnar, og reiknum 7 róðra á viku sem ekki er heldur ofhátt í lagt, þá má ráðgjöraaltaflatjónið 60 til 75 þúsund kg. á viku sem gjöra 10till4þús.krónurogatvinnu missi að mestu eða öllu leiti fyrir um 300 manns. Athugið vel að þetta er aðeins Siglufjörður einn og aðeins ein víka. Hvað þá ef vér tökum tímann lengri og hin- ar veiðistöðvarnar með sem engu betur eru settar. Á þetta horfir virðuleg landstjórn vor og þingmenn höggdofa án þess að hreyfa hönd né fót til hjálpar, leggja baraundir flatt og segja með Pílatusi »Saklaus er eg af blóði þess réttláta« og Jörundur vill græða meinið með landsjóðsplástri, — fá- tækrastyrk í nyrri og verri mynd sem síðar á svo að hvíla sem mara á sonum vorum og dætrum. Fyrir verkalýð Reykjavíkur getur þessi lækning átt við, en fyrir oss hér norð- anlands verður hún of — væmin — Síldarsöltunarbækur selur Prentsmiðjan. vér viljum vinna oss brauð meðan bjargræðistíminn stend ur yfir, — nógur ernorðlenski veturinn til hvíldar — og til þessaætlumst vérað landstjórn vor stuðli. Eftir sögn liggur nóg salt sunn- anlands nú. Hefði eigi verið gjör- legt fyrir landstjórnina að flytja nokkuð af því hingað norður? til þess hefir verið nægur skipakostur (Botnía og togararnir) og er þetta ekki gjörlegt enn þar sem nú eru ferðir daglega hingað frá Rvík, því betra er að fá saltið seint en aldrei. Margar nauðsynjaráðstafanir frá- farandi og núverandi stjórnar hafa verið góðar og þarfar og borið hinn besta árangur, en þessu mátti síst gleýma, að sjá landinu fyrir því sem með þarf til framleiðslunnar og til reksturs annars aðalatvinnuvegs vor og að sjá um skiftingu þess, — kola, salts, steinolíu og veiðar- færa — hlutfallslega eftir þörfum í alla fjórðunga landsins, þetta var og er ótvíræð skylda stjórnarinnar og mun reynast affarasælla en að fóðra alla landsmenn á landsjóðs- jötu (undir verði og dýrtíðaruppbót) og hvaðkendist landsjóðsfúlgan lengi til þess? Mig brestur tíma og tækifæri til að skrifa um þetta mál svo sem yert væri. Vona að aðrir taki þar við sem eg hætti, því margt fleira krepp- ir að sjávarútveg vorum en það sem eg hefi hér drepið á, t. d. verðlag enska samningsins sem ómögulega getur staðist nokkra sanngirni sam- an borið við verðið f. ár, eftir olíu og saltverðinu þá og nú. Verðið á fiskinum nýjum er n. 1. hér alveg sama og í fyrra 18 og 16 au. kg. með hrygg, en framleiðslukostnaður nærþvíhelmingi meiri. Paðereinungis uppgripaaflinn sem hefir bjargað nú. Pess er vert að geta, að™herra Thor Jensen er nú sá eini af fiski- kaupmönnum hér, sem með ráðdeild sinni og dugnaði hefir aflað sér svo mikilla saltbirgða að hann sér sér fært að halda áfram að kaupa fisk hér. Fyrir þetta á hann joakkir skyldar af oss fiskimönnum. Siglufirði, 15. júlí 1917|| Jón Jóhannesson.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.