Kennarablaðið - 01.01.1900, Blaðsíða 15

Kennarablaðið - 01.01.1900, Blaðsíða 15
63 þannig er það og þannig verður það í flestu því er alþýðu- raentamálum viðvíkur, þangað til vér fáum viðunaniegan kennaraskóla. En hvenær fáum vér hann? Þegar stjórninni og fulltrúum þjóðarinnar flnst mál til komið að lyfta þjóðinni á dálítið hærra menningarstig. Sigurður Jónsson. J&addir úr ýmsum dffunj. Ég hefl nú fengið 2. liluð „Kennarablaðsins“ og iesið það mér til ánægju. Margur var farinn að kvarta yflr Kennarafélaginu, að það gerði ekkert annað en að heimta 2 krónur á ári af félagsmönnum. Satt mun það vera, að féiagið hafi löngum verið aðgerðalitið. En þó að það hefði aldrei gert annað en að vekja aftur til lífs kennaramálgagn, þá má ekki segja, að félagið hafl lifað til einskis, þó að það ylti nú alveg út af, sem það gerir vonandi ekld. Nú líst öllum svo vel á þetta nýja „kennarabiað", svo að því verður vafalaust tekið vel. Enda kemur það viða í ágæt- ar þarfir. Éað mun upplýsa margan föður eða inóður, sem vill ala vel upp börnin sín, en skortir þekkinguna til að gera það; og leiðbeina mörgum, sem langar til að kenna börnunum sínum sjálfur í stað þess að kaupa kenslu af öðrum. Það mun koma mörgum manninum, sem nú lætur kenslu- málin afskiftalaus, eða jafnvel lítilsvirðir þau, í skilning um, að hér er um svo stórt alþjóðarmál að ræða, að það er full þörf á þvi, að allir verði samtaka. Það mun stuðla að því að gera iærðum og leikum skiljanlegt, að barnauppeldið er vandaverk, sem fæstum er trúandi fyrir; að það er svo þýðing- armikið í sjálfu sér. að eftir engu því fé og engri þeirri fyrir- höfn er sjáandi, sem til þess er varið að leysa þetta vanda- verk sem allra bezt af hendi. Hver veit, nema raddir Kennarablaðsins berist að eyrum stjbrnarinnar, svo að hún láti ekki lengur alveg afskiftalaust

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.