Helgarpósturinn - 24.07.1981, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 24.07.1981, Blaðsíða 3
3 hnlrjr^rpn^fi irinn Föstudagur 24. júlf 1981 t knattspyrnu fyrir utan Litla-Hraun. Tryggvi er gamalreyndur iþróttamaður og er nú formaöur iþróttaráðs fanganna. 0 í samtali við Helgarpóstinn segist hann vera búinn að koma undir sig fótunum í fangelsinu, búinn að byggja sig upp og bíði bara eftir því, að komast út, — eftir nokkra mánuði stunda. Folk þorir ekki að tjá sig. Þorir ekki að t já tilfinningar. Allt snyst um betri bíla og betri gardinur, en fæstirþekkja sjálfan sig. Slika stefnu vil ég ekki taka þegar ég fer héðan, og ég kem ekki til með að gera það”. Litasjónvörp — Það er svolftið undarlegt að heyra mann sem veriö hefur inni- lokaður i áratug lysa þjóðfélag- inu. Heldurðu að þú vitir hvernig þetta er hér fyrir utan lóðina niina? „Já, já. Það veit ég. Ég er vak- andi þó ég sé lokaður inni. Við fylgjumst ágætlega með. Verð- bólga, sólarferðir þar sem fólk finnur hamingjuna, og svo fram- vegis. Þetta fer ekkert framhjá mér. Einhverjir smámunir verða sjálfsagt Utundan, en ég þekki stressið og streituna. Þegar til min koma vinir og ættingjar er sjaldan talað um annað en veraldlegu hlutina. Litasjónvarp langar alla i', betri ibdð og svo framvegis. Þetta kapphlaup er meira að segja til hér. A timabili fóru allir að keppast um hver ætti flottustu græjurnar. Ég tók þátt i þvi'. Og nú um daginn keypti einn fanginn sér litasjónvarp. NU eru sjö komnir með litasjónvarp. Þó ég sé á móti þessu lífsgæða- kapphlaupi þá er ég ekki að mæla með neinu meinlætalifi. Ég tel að bill sé tíl dæmis nauðsynlegur, og auðvitað stefni ég að þvi' að eign- ast i'bUð einhverntima. Enégætla að gera migánægðan með meðal- mennskuna á þessu sviði.” Atlasbókin — Hvernig breyttíst þU Ur þeim unglingi sem þU íystir hér áðan i þann mann sem þU ert að lýsa nUna? „Það gerðist i SiðumUlanum þegar ég var þar i einangrun. Ég var þar i' tvö ár samfleytt og á miklum lyf jum. Það var löng martröð. Svo einhverntima kem- ur yfir mig einskonar kraftur, og ég sé að ég er á góðri leiö m eð að eyðileggja mig bæöi andlega og lfkamlega. Ég fór að hugsa svolit- ið. Og daginn eftir, þegar fanga- vörðurinn kom með lyfin sturtaði ég þeim ofan i' ræsið á ganginum i SiðumUlanum. Ég áttaði mig á þvi að ég var á leið i gröfina. Ég var orðinn algjör aumingi, var bUinn að éta mikiö, orðinn spik- feitur og slappur og ljdtur. Þá skrifa ég mömmu og bið hana að senda mér Atlasbókina. Sex mánuðum áður en ég fór Ur Siðu- mUlanum kom bókin og eftir það æfði ég mig þrisvar á dag. Þessi bók var einskonar biblia min i SiðumUlanum — mér fór að þykja vænt um likama minn og náði mér smám saman upp Ur þessu rugli”. — ÞU ert eini fanginn sem lokið hefur námi hér á Litla Hrauni. Hvernig stóð á þvi að þU fórst að læra? „Mig einfaldlega langaði til þess. Hér hefur verið tima- kennsla af og til i mörg ár, en al- veg föst eftir að Helgi Gunnars- son var fangelsisstjóri. Ég kem hérum áramótin ’77—’78 eftir tvö ár I SiðumUlanum og byrja námið skömmu seinna. Þetta var þannig til að byrja með að ég, Kristján Viðar Viðarsson og Sævar Ciesielski vorum aðskildir, þannig að einn var hafður á efri gangi, einn á neðri gangi og einn i bænum. Svo var skipt á 45 daga fresti. Það kenndu mér góðir menn, þannig að ég gat fylgst með þótt ég væri I Reykjavik, en svo byrjar verklegt námskeið i rafsuðunni og ég fékk að stunda það. Uppfrá þvi fengum við allir að vera á staðnum. Ég stundaöi skólann og tók mitt sveinspróf ntína 12. jtíni.” Grýla eða ekki — Hvernig gekk þér, manni sem hætti i skóla á sinum tima, að byrja að læra aftur? „Það kom furðu fljótt. 1 gamla daga hafði ég engan áhuga á námi, þá var kvenfólk og fótbolti nUmer eitt. Þetta var ekki eins erfittog ég hélt. Þaö kostaði auð- vitað vinnu að ná árangri, en hann lét þá ekkert á sér standa”. (1 skólanum að Litla Hrauni er aðallega kennd íslenska og enska en hann er einnig nokkurskonar UtibU frá Iðnskólanum á Selfossi, að þvi leyti að fangar geta lært þar sömu fög og reglulegir nem- endur skólans). — NU hefur verið talað um tvennskonar hlutverk fangelsa, annarsvegar grýluhlutverkið og hinsvegar að fangelsi eigi að gera glæpamenn að nytum þjóðfélags- þegnum á ny. „Það ætti að vera hvort tveggja. Fangelsi er nauðsynlegt. Mig langar hins vegar að koma að þvi' hve fangar þurfa yfirleitt að biða lengi eftir dómum sinum. 1 rauninni ættu fangar að vita hvað þeir eiga að vera fangar lengi, þegar þeir byrja si'na Uttekt. Það er alltannað að vera hér, og vita hvenærmaður getur áttvon á þvi að losna, en að vera hér um óákveðinn tima. Ég hef dæmi hér um tvo lang- timamenn, sem 18 ára voru dæmdir fyrir að verða manni aö bana. Fyrir nokkrum árum reyndu þeir ikveikju hér sem tókst. Það er auðvitað refsivert og ekkert við þvi að segja. Þeir voru hér i langri einangrun, eins og tfðkast við innanhtísafbrot, en auk þess voru þeir kærðir. Það er ekkert við það að athuga heldur. En þaö er fyrst ndna um daginn að þeir fá dóminn, — ntína þegar þeir voru farnir að sjá fyrir end- ann á vistinni hér, fá þeir tvö ár I viðbót. Refsingin er bara ekki þessi tvö ár heldur miklu meira, þvi þeir hafa þurft að þjást á meðan þeir biðu. Með þessu móti er mjög erfitt að rifa sig uppUr fortíðinni og reyna að byrja nytt lif. Helgi vann Annars hefur andrUmsloftið verið afskaplega gott hér frá þvi um áramót eðasvo^og ég er eigin- lega hissa á hve samkomulagið hefur verið gott. Arekstrar eru varla til milli manna. Þetta vil ég þakka stjórnendum hér, og þvi hve þetta er orðið frjálst. Mönn- um hefur verið leyft að hafa hér bilana sina og vinnan i steypu- vinnunni hér er orðin þannig að menn geta safnaö að sér pening- um ef þeir vilja.” — Annað slagið berast alltaf fréttír af strokum héðan Ur þessu opna fangelsi. Hugsa fangar mik- ið um aö komast Ut? „Nei. Maður verður náttUri- lega var viö slikar hugsanir þegar einstaka menn eru pirraðir. Ég man eftirþvi að fyrir löngu siðan var rætt hér innanhUss um plön um að komast Utfyrir landstein- ana og láta sig hverfa Uti heim. Enþaðer sárali'tiðum slikt talað. Ef menn strjtíka héöan þá er það bara til að sletta Ur klaufunum. - Detta f það, slá hlutunum upp I kæruleysi. Annars er hér nóg viö aö vera, ef menn hafa áhuga á þvi að láta sérekkileiðast. Hér er aðstaöa til ýmisskonar tómstundaiðkana og félagslifer ekkertslæmt. Iþrótta- áhugi er talsverður, viö spilum fótbolta þegar veöur leyfir, lyft- ingar æfa margir og nyiega feng- um við krikkettsett og golfsett. A morgun höldum við svo t.d. bingó, enda er spilaáhugi mikill hérna. Við spihim bridge, póker og fleira auk þess sem við teflum mikið. Um daginn kom Helgi Ólafsson i heimsókn og tefldi fjöltefli viö okkur. Tveir unnu hann og tveir gerðu jafntefli, þannig að innan um eru ágætir skákmenn”. Spássera i bænum — Hvernig er þér innanbrjósts þegar þU hugsar til þess að verða frjáls eftir nokkra mánuði? „Það er æðisleg tilfinning. Og það sem mér finnst mest gaman er að ég finn að ég er á réttri stefnu I lffinu. Ég finn tilgang. Þegar ég kem Ut mun ég stunda mina atvinnugrein og verða nytur þjóðfélagsþegn.” — ÞU ert ekki hræddur um að fá ekki vinnu? „Ég efast ekkert um það að ég fæ vinnu. Ég á mér þar að auki mörg áhugamál. Það veröur gaman að takast á við þetta allt- saman — gefa af sér góða hluti, og vera með i lifinu”. — Hvað heldurðu að þU gerir fyrsta daginn? „Ég er að vonast til aö geta jafnvel farið héðan á eigin bil. Það væri skemmtilegt aö geta það, þö ýmislegt eigi eftir að at- huga I sambandi við þaö. Svo fer ég væntanlega hringinn og heim- sæki fjölskyldu mina og mina nánustu. Ég veit þaö ekki. Senni- lega spássera ég svo i bænum eða eitthvaö álika. Vera lifandi. Það er æðislega skrýtin tilfinning að hugsa um þetta. Eittsem ég vil minnast á i'sam- bandi við þetta. Langdómamenn, sem hafa verið hér i sex til átta ár, eru flestir mjög illa undir það bUnir að takast á við lifiö eftir að þeir losna. Þeim er ekki gefið tækifæri til aö samlagast um- hverfinu hægt og hægt, til að yfir- vinna þær ranghugmyndir sem þeir hafa um sjálfa. sig og þjóð- félagið og til að öðlast sjálfs- traust. Við fangarnir skrifuðum undir beiðni til ráöherra, allir sem einn, þar sem við óskuöum eftir þvi' að föngum yrði gefinn kostur á helgarfrium. Og við er- um að vonast eftir þvi að þeim fyrsta verði leyft aö fara eftir ekki mjög langan tíma. Þessi helgarleyfi tiðkast i vissum fangelsum á öllum Norðurlöndum og ég er viss um að þau muni reynast vel hér lika. Það er svo- lítiö slæmt þegar dyrnar eru opn- aðar fyrir manni eftir sex ár og sagt bless. Þaö væri miklu væn- legra ef maöur hefði fengið að fara nokkrar helgar I heimsókn til ættingja og vina til að fá smá til- finningu fyrir lifinu og til að fá sjálfstraustið. Á hreinu Það er fyrst og fremst sjálfs- traustið,eða skortur á þvi, sem gerir þaö að verkum aö menn lenda aftur og aftur i sama hringnum. Menn eru hræddir við gamla félagsskapinn, en hafa ekki tni á sjálfum sér I neinu öðru”. — Hvað meö þig sjálfan? „Ég held aö þessi félagsskapur sem ég nefndi áðan geti hjálpað mér mikið á leiðinni Uti þjóð- félagið, og ég er staðráöinn i þvi að reyna að komast I kontakt við það fólk. Ég óttast ekki nokkurn skapaðan hlut i þessu sambandi. Ég hef sjálfan mig á hreinu og er ákveðinn að byggja mina framtið á föstum grunni. Ég veit hvað ég vil”. Lekavandamál leyslr þú meö Aquaseal Aquaseal 40 Heavy Duty er sér- staklega hentugt á flöt þök þar sem pollar myndast gjarnan. Aquaseal 88 er þykkur kíttismassi með frábæra þéttieiginleika. Hentar því vel í samskeyti og sprungur. Aquaseal Flashing er sjálflímandi þéttiborði með biklagi og álþynnu til hlífðar. Sterkt lím sem grípur strax. Hentar vel t. d. við reykháfa. Aquaseal Waterproofing Tape. Vatnsþéttilímband sem hentar víða. Á bílþök, hjólhýsaþök, glerhús, - nán- ast hvar sem er. Límbandið er þræl- sterkt, harðnar ekki og fylgir ójöfnu undirlagi. Rétt ráð gegn raka olís OLÍUVERZLUN ÍSLANDS HF. HAFNARSTRÆTI 5 • REYKJAVÍK SÍMI 24220

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.