Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 34

Helgarpósturinn - 26.11.1987, Blaðsíða 34
Ásthildur Sigurðardóttir og Bjarkey Magnúsdóttir í léttri sveiflu. Hér er greinilega eitthvað fyndið að gerast. Að minnsta kosti veltast þær um af hlátri. Frá vinstri: Elín Sigur- geirsdóttir, Ásthildur Sigurðardóttir, Edda Ólafsdóttir og Sigriður (alltaf kölluð Sigga) Sigurjóns. Systurnar Dagmar (til hægri) og En auðvitað var dansað til skiptis og Anna Sigurjóns taka spor eftir fyrir- á meðan nutu aðrir þess að sitja og mælum dansaranna. horfa á. Hér sjást þær Kristrún Jóns- dóttir, Sigríður Guðmundsdóttir, Júlíana Guðmundsdóttir og Sigríður Hjaltested. Jana veitingastjóri, iklædd kjól aö hætti Hawaii-búa, ásamt Pálínu Friðgeirs- dóttur. Allur hópurinn (mínus Bjarkey) ásamt dönsurunum. ALLTAF Í NÓVEMBER Tólf fjallhressar konur lentu óvœnt í Hawaii-veislu á laugardaginn. Þetta er fremur óvenjulegt félag. Eða klúbbur. Enda segja dömurnar að þetta sé hvorki klúbbur né félag. Þetta heiti einfaldlega „Allt óvænt". Og „Allt óvænt" varð líka óvænt til. Nokkrar fjallhressar konur tóku sig til og ákváðu að hér eftir skyldu þær yfirgefa eiginmenn, börn og heimili í nokkrar klukkustundir einn laug- ardag í hverjum nóvembermánuði, fara saman í hádegisverð og síðan skyldu tvær kvennanna ár hvert sjá um óvæntar uppákomur. Skilyrði fyrir inngöngu í Allt óvænt voru ekki mörg. Aðalskilyrðið var það að konurnar væru hressar og víluðu ekkert fyrir sér. Enda eins gott þeg- ar von er á óvæntum uppákomum eins og þeim að vera sendur í söng- kennslu til Sigurveigar Hjaltested, leikfimitíma hjá Orkubankanum, í kennslustund í keilu (að sjálfsögðu allar í sparidressinu) eða lenda óvart í Hawaii-veislu í Geirsbúð, eins og konurnar lentu í á laugardaginn var. Þær tvær sem skipaðar höfðu verið í skemmtinefnd fyrir ári pöntuðu hádegisverð á Naustinu og óvænta uppákomu í Geirsbúð sem þær létu í hendur veitingastjórunum Jönu og Snúllu. Snúlla snaraði fram húlla- hringjum til að hengja um háls kvennanna við komuna og skreytti jafnframt salinn í hawaiiskum stíl, drukkinn var kokteill frá Hawaii og dansarar frá dansstúdíói Sóleyjar sýndu húlladansa (eða hvað þeir nú heita í alvöru). Annars var það líka óvænt því fram til þessa hafa kon- urnar sjálfar séð um skemmtiatrið- in. Enda sluppu þær ekki núna frek- ar en fyrri daginn og dansararnir kenndu þeim hverri á eftir annarri að dansa eins og Hawaii-fólki einu er lagið. Þess má einnig geta að um miðjan daginn var einnar mínútu þögn meðan hugsað var heim til eiginmanna og annarra sem ekki fengu að sitja veislu þessa! !7.ntrT cJÍijfaí! á /auyanJoy ie/s/ iluiian cii/ nq/ufe J/að huaaukal jaman. J/a ocr a*f horba jem fram rtríur rátf Otjfí/tna áfér yae/ordíS cjaman. cJ olayinu Jriú rfSíljólumíl á s!af oa síoSum Jar amaríyir/. c/rt/rrssan/ h/u/l 1/J2 eíAi Jsaf J/rí' allíajsésl nýa /xzr um ár /rírf. JÚ. It-J/lc. ðan i eina minú/u. cMinnof eigitnfianna og rfna sem /teima si/ja. (Aihugafir mðquleiíar á aJ /tj/a Jeim ujy/á /toerra yt/an ej/ír hð/dma/. JjáUlðkuýjald kr. 150 /Jf'íaiur kr. 4oo öupa-JiikreJ/ur- iris/-cjjee j/aiáaLa Itlkynms/ /i/ SijriJar i sima 2MSt, Jimm/ue/ajinn /5. ttótf tni//t ///ð1*op £0* £>/áum>/. cðjaria Fyrsta boðskortið sem sent var út fyrir fjórum árum. í vísunum felst í rauninni allt sem hægt er að segja um félagsskapinn. Og að sjálfsögðu er engin María viðriðin hann! MÁL OG MENNING Um bjórinn og brœöur hans Bjórfrumvarp er árvisst á Al- þingi á þessum síðustu og verstu tímum. Enginn vafi leikur á því, að íslendingum var frjálst að drekka áfengt öl — og þeir drukku það — allt frá árinu 874 til 1912. Og víst er hægt að láta sér detta í hug, að eitthvað hafi laumazt ofan í þá eft- ir það. En árið 1912 hættu stjórn- völd að treysta þjóðinni til að hafa áfengt öl um hönd. Líklega hafa menn talið, að íslendingar hafi misst hæfileikann til að dreypa á þessum görótta drykki eftir 1038 ára notkun. Og enn er óvíst, hvenær íslendingar öðlast hæfi- leikann til að setjast að öldrykkju að mati stjórnvalda. Hér er ekki ætlunin að koma með tillögur um það, hvernig skuli leysa ölvanda íslendinga. Hins vegar verður reynt að fjalla um nokkur orð, sem tákna þennan forboðna drykk. Orðið mjödur er algengt bæði í fornum kvæðum og lausu máli. Mjödur var áfengt öl, sem brugg- að var úr hunangi og vatni eða jafnvel úr kryddjurtum og áluðu korni (byggi). Orðið mjödur — eða öllu heldur sa'msvarandi orð — kemur fyrir í fjöimörgum málum. Það nær ekki aðeins til flestra indógermanskra mála, heldur ýmissa fleiri. Talið er, að mjöðursé í hópi hinna elztu áfengu drykkja. Menn hugðu, að hann hefði guð- dómlegan kraft, sem hlotnaðist þeim, er hans neyttu. í hinni helgu bók Indverja Rigveda, sem er talin eiga rætur mörg hundruð árum fyrir Kristsburð, eru Krisna og Indra kallaðir mádhava, þ.e. „hin- ir hunangbornu", og tákn þeirra var býflugan. Talið er, að mjöður sé eldri drykkur en vín í Miðjarð- arhafslöndum. Og það er víðar en á Indlandi, sem mjöður kemur við sögu í goðafræðinni. í Snorra Eddu segir frá Kvasi og því, hvern- ig skáldamjöðurinn varð til. M.a. stendur þar: Þá kölluðu þeir hann (þ.e. Kvasi) með sér á einmœli ok drápu hann, létu renna blóð hans í tvö ker ok einn ketil... þeir blendu hunangi við blóðit, ok varð þar afmjöðr sá, er hverr, er af drekkr, verðr skáld eða frœðamaðr. SnE 1,216 (útg. 1848). Aður er sagt, að orð samsvar- andi orðinu mjöðursé til í flestum indógermönskum málum. Hér verður það ekki rakið að öðru leyti en því, að í sanskrít kemur fyrir madhu („hunang, sætur drykkur". Sumir orðsifjafræðingar telja, að orðið hafi borizt inn í finnsk-úgrísk mál og einnig í kín- versku og japönsku. Orðið bjór er kunngt í íslenzku frá elztu tíð og mun aðeins hafa verið haft um erlent öl, þ.e. innflutt öl eða öl drukkið erlendis. Orðið bjór er ekki algengt í lausu máli, en meira ber á því í kvæðum, sbr. t.d. Bar hann hana bjóri/því at hann betr kunni/svá at hon í sessi/um sofnaði. SæE 168 (útg. Bugges), Völundarkviða 28. Bjór er í rauninni vesturgermanskt orð, sbr. ensku beer og þýzku Bier. Inn í Norðurlandamál hefir það borizt úr fornensku béor fyrir landnáms- öld. Ur Norðurlandamálum hefir það nú týnzt nema íslenzku. Þó mun það til í færeysku (bjór). Flest- ir orðsifjafræðingar munu hallast að því, að orðið sé gamalt klaustra-orð, sem komizt hafi inn í germönsk mál á 6.-7. öld. Á lág- stéttarlatínu var það biber, mynd- að af sögninni bibere „drekka". (Á háskólaárum mínum var í stúd- entamáli notað bibendum (í raun- inni „það ber að drekka") um það, sem nú er kallað partí). En sam- band klaustranna við bjórinn mun stafa af því, að við sum kiaustur var stunduð humalrækt, en hún hentaði vel til ölgerðar. Nú mun orðið bjór því nær eingöngu haft um áfengt öl, en fremur notað orð- ið öl, ef um léttari tegundir er að ræða. í Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder segir, að öl hafi verið mikilvægasti drykkur norræns samfélags og í minna mæli mjöður. Hér er vitanlega átt við áfengt öl. Ekki verður séð af framan greindri setningu, hvort öl feli hér í sér bjór og mungát. En hvað sem því líður, er orðið öl samgermanskt, þar sem samsvar- andi orð er til í flestum forngerm- önskum málum. Nú á tímum er orðið einkum notað í norrænum málum, en er einnig til í ensku ale (fornensku ealu), þó að beer sé aðalorðið um þennan drykk með- al enskumælandi þjóða. Eldri mynd orðsins öl mun hafa verið *aluþ, og er þar af leitt orðið öldur, sem í fornu máli merkti „öl", „drykkjuveizla". Nú er þetta orð notað í samsettum orðum eins og öldurhús, sem raunar var til í fornu máli. Ekki er rúm til að rekja uppruna orðsins öl nánara. Orðið mungát er mjög algengt í fornum ritum um heimabruggað öl. Þetta virðist hafa verið sam- norrænt orð. Til dæmis kemur fyr- ir í norskum mállýzkum mungaat um „létt öl“, „mataröl". í forn- sænsku kemur fyrir mungat (-gœt) „öl; drykkjuveizla" og í eldri dönsku mundgodt „eins konar öl“, en það orð er nú einnig notað um „sælgæti", enda hefir orðið tekið alþýðuskýringu, verið sett í sam- band við mund (=munnur) og godt (=gott). Almennt er talið, að fyrri hluti orðsins mungát sé mun- ur „hugur" og síðari hlutinn -gát sé skyldur geta, sbr. getast að ein- hverju „falla e-ð í geð". Mungát ætti því í rauninni að merkja „það, sem huganum gezt að, fellur vel“. Orðhlutinn -gœti kemur fyrir í nokkrum orðum. I fornmáli var talað um góðgœti og illgœti, og frá síðari tímum er kunnugt sœlgœti, sem Orðabók Háskólans þekkir úr Nýjatestamenti Odds Gottskálks- sonar: þeir halda fyrir sælgœti daglegar krœsingar (II Pét. 2,13). Og frá 1734 hefir OH dæmi um hnossgœti. Vafalaust er -gœti leitt af gát og merkir „það, sem mönn- um gezt að“. STJÖRNUSPÁ HELGINA 27.-29. NOVEMBER Einhver, sem þér þykir vænt um, mun hvetja þig til dáða um helgina og það getur haft ánægjulegar afleiðingar. Þú hefur litla löngun til að vera á meðal fólks um helgina og ættir bara aö láta það eftir þér, ef það særir engan. Ræddu áhyggjuefnin við ást- vin þin. NAUTIÐ (21/4-21/51 Þú ert frekar lokaður persónuleiki, en nú krefst samkeppnin þess að þú tjáir tilfinn- ingar þínar, hugsanir og hugmyndir. Areynslutímar eru hluti af lífinu, sem enginn kemst undan. Þú hefur mikla löngun til að segja einhverjum til syndanna, en gættu þess að ganga ekki of langt. Láttu engan komast upp með að skapa hjá þér minnimáttarkennd. Sýndu heldur hvað í þér býr. Þú skalt bíða fram yfir 5. des- ember áður en þú tekur mikilvæga ákvörð- un, en fyrir dyrum standa greinilega afdrifa- ríkar breytingar. Ekki láta draga þig inn í óþarfa deilumál. KRABBINN (22/6-20/71 Yfirmenn þínir taka framtíðaráformum þínum illa og þetta er ekki rétti tíminn til að breyta um vinnufyrirkomulag, því aðrir taka breytingar ekki í mál. Þú þarft hugsanlega að hætta við fyrirhugað ferðalag. Liklega er tími til kominn að sinna starfinu af meiri alvöru. LJÓNIÐ (21/7-23/81 Augu þin hafa opnast fyrir aðila, sem þú áleist tryggan bandamann, og mikið upp- gjör er i vændum. Komdu fólki á óvart með bjartsýni þinni og snilld. Vandamál í tengsl- um við börn eða aðra ástvini gera þér lífið leitt, en þú verður að taka þvi sem að hönd- um ber. rmnnmmmmmm Þú hagnast, andlega eða fjárhagslega, á samböndum við fólk á fjarlægum stöðum, en ættir að fara varlega i peningamálum. Erfiðu tímabili er lokið, svo þú getur farið aö takast á við spennandi verkefni á næstu vik- um. En liðnir atburðir hafa áhrif á starf þitt í framtíðinni. VOGIN (24/9-22/101 Njóttu samvista við ástvin þinn um helg- ina. Eitthvert vandamál gæti orðið til að áform þin breyttust á laugardag, en gættu þess að fresta hlutum ekki að óþörfu. Farðu mjög varlega í umferðinni á laugardags- kvöld. Fjölskyldumeðlimir eru afar við- kvæmir á sunnudag. Timaleysi hrjáir þig þessa dagana, en þú verður að koma peningamálum í lag og gæta þín á því að eyða ekki um efni fram. Þú sérð eftir öllu fljótræði — hvaö þá áhættu sem tekin er með fjármuni. Þú kemst í and- stöðu við aðra fjölskyldumeðlimi á sunnu- dag. BOGMAPURINN (23/11-21/121 Þér gengur allt í haginn og það er ekki svo galið að setja á blað það sem þig langar að afreka á næstunni. Láttu það síðan verða að veruleika, m.a. með því að krefjast réttlátari launa fyrir vinnu þína. Hlustaðu vel á hug- myndir samstarfsaðila þinna. STEINGEITIN (22/12-21/v Sýndu frumkvæði í vinnunni á föstudag og gleddu ástvini þína með gjöfum. Þú skalt alls ekki stinga af áður en vinnudegi lýkur. Þér finnst þú ekki fá nægan frið fyrir ágangi um helgina og óskemmtilegir aðilar gætu gert þér lífið leitt. Hlutirnir ganga svolitið á afturfótunum á sunnudag. miiMi-Muimnmnmm Þú færð óvænt upplýsingar, sem þig bráðvantaði. Þetta tengist tilfinningamálum á einhvern hátt. Þessa stundina sérðu ein- ungis gallana við ákveðið samband, en vertu þakklátur fyrir reynslu síðustu mán- aða. Þetta getur verið besti tími ársins hjá þér, ef þú lætur bjartsýnina ráða. FISKARNIR (20/2-20/31 Þú ert snjallari en margir halda og ef þú heldur rétt á málunum gengur allt Ijómandi vel i vinnunni. En hvert skref verður að vera úthugsað til þess að árangurinn verði sem bestur. Reyndu að komast í nýtt umhverfi um stund og safna kröftum. 34 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.