Tíminn - 10.11.1917, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.11.1917, Blaðsíða 2
142 TIMINN þegar eftir að full loforð eru feng- in um sykurinn. Væri þá ekki von- laust um að jafnvel tækist það sem að er unnið, að skip fengjust á sínum tíma heim með sykurinn sem eigi þyrftu að leggja leið sína um hættusvæðið. En yrði eigi hjá hættusvæðinu komist, mætti ef til vill varna fjártjóni með hlutfallslega hárri tryggingu, þótt nokkurt tap hlytist af því ef alt færi vel um heimflulninginn. Landsyerzlua -- Landsútgerð. Bágt á almenningur liér í Reykja- vik með að gera sér Ijósa grein fyrir þvi hversu mikið hann sjálf- ur og þjóðin í heild sinni á lands- verzluninni að þakka. Eða a. m. k. verður ekki annað ráðið af öllum þeim óhróðri sem út er borinn um þessa stofnun. Að vísu eru þeir margir sem telja sig ver farna fyr- ir það að verzlað er með þessum hætti, telja það að hér sé verið að heyja á þeirra eigin engi, og er liér átt við kaupmennina. En hinir eru þó fleiri sem mundu hafa átt við ineira harðræði að búa í verzl- un og beinan skort ef eigi hefði manndáð verið í landi til þess að grípa til þessara sjálfsögðu bjargc ráða. En vansalaust er það ekki nein- um heilvita manni að láta hafa sig að ginnungarfífli skammsýnnar eig- ingirni einstöku manna, sem að eins hugsa um sjálfs síns stundar- hagnað en ekki um brýna þörf og velferð heildarinnar. Og áhrif þessara manna koma ekki fram í því einu, að fjöldi manna virðist eigi skilja það enn þann dag í dag hver lífsnauðsyn landsverzlunin er íslenzku þjóðinni eins og sakirnar standa, heldur eru undan sömu rifjum runnin áhrifin þau, sem örðugust hafa verið við- ureignar um umbætur og þroska þessa þjóðnytjafyrirtækis. Hverjum er um að kenna að landsverzlunin er að eins varaskeifa um verzlun. Hverjir hafa spyrnt í móti þvi að upp risi öflug verzlun, eign allrar þjóðarinnar, sem neytti bolmagns síns til þess að gera verzlunina sem hagstæðasta landsmönnum á þessum nauðungartímum. Og hversu mikið tjón ætli sé ekki orðið við að landsverzlunin er að eins notuð sem varaforði þegar kaupmenn ekki geta eða sjá sér hag í verzlun. Mun það tjón al- menningi ósmátt. Og hvaðan munu áhrifin þau hve örðuglega heíir gengið að fá komið í verk nauðsynlegustu um- bótum svo sem um skifting vör- unnar milli landsmanna, afskiftum af álagning þeirra sem úthlutun- ina önnuðust, og jafnvel þótt mað- ur nefni ekki ósjálfsagðari umbætur en vörutalning og nokkurnvegin sómasamlegt bókfærslufyrirkomu- lag. r Með því að hlutafé það, sem boðið var út 16. des. 1916 er nú nærfelt fengið, og með því að ekki er unt sem stendur að auka skipastól félagsins, höfum vér ákveðið að taka eigi að svo stöddu við áskrift- um að nýju hlutafé og innborgunum lengur en til 1. desewiliei* 1917. Reykjavik, 3. nóv. 1917. Almenningur ætti að geta skilið hvaðan þessi áhrif eru komin. Og hann ætti að geta skilið meira. Hann ætti að gela skilið þáð, að honum er nú öll þörf á því að landsverzlunin fari í sem beztu lagi. í sjálfu sér er líka rekstur lands- verzlunar minstur vandinn úr þvi sem komið er. Auðunnar allar um- bæturnar á því sviði héðan af. • Hitt er meiri vandinn að sjá út- gerð landssjóðs borgið. Skipin þurfti að kaupa, það játa allir. Og skip þurfti að taka á leigu til þess að sjá aðdráttunum borgið. En hvorutveggja, keyptu skipin og leigðu skipin eru þjóðinni svo dýr, að í engu má ofan á bætast neinn sá kostnaður á flutningana sem stafað gæti af handvömm eða þekkingarskorti. Útgerðinni og landsverzluninni er ruglað saman. Landsverzlunin á að borga öll skakkaföll sem af útgerð- inni hljótast. hað er meinið. Nú er fullvíst um það að engin stendur betur að vígi um útgerð skipanna en Eimskipafélag íslands. Stjórn þess og framkvæmdarstjóri hafa þar mesta og bezta þekkingu. Þessvegna á næsta sporið sem stigið verður að vera það, að fá Eiraskipafélaginu yflrstjórn þeirra skipn, sem í siglingum ern á veg- um Iands8jóðs og en standa ut- an við yflrráð félagsins. Þótt ekki mundu nú með þessum hætti útilokuð öll skakkaföll, þá yrði ekki lengur því um að kenna, að því væri ekki tjaldað sem til er, og meira verður aldrei heimtað. cTélagssfjórnin. Kaupmenn og sykurveröiö. 'Mær brá vana sínum. g||||r Hið hækkaða verð á sykurbirgð- um landssjóðs er efst á dagskrá allra mála i Reykjavík um þessar mundir. Margir eru reiðir og kynda hver undir öðrum eins og gengur. Ymisleg fyrirbrigði hafa komið fram í þessu sykurmáli og ótal sögur eru við það knýttar. Eitt fyrirbrigðið ber af öllum. Það er einstakt í sögu landsins. ísafold og Morgunblaðið fundu til þess hve fyrirbrigðið var einstakt í sinni róð og sendu út fregnmiða um fyrirbrigðið. Fyrirbrigðið vakti mikla eftirtekt um bæinn gjörvall- an. Það heflr vafalaust verið sím- að um það á allar símastöðvar landsins. Ef til vill hafa fréttarit- arar útlendra blaða símað um það út fyrir pollinn. Því að fyrirbrigðið er harla merkilegt. / Fyrirbrigðið er þetta: Allmargir kaupmenn í Reykjavík komu sam- an á fund. Á fundinum samþyktu þeir i einu hljóði að lýsa megnri óánægju yíir aðferð þeirri bjá verzlun landssjóðs, að setja upp verð á sykurbirgðum sínum og í annan stað leyfir fundurinn sér að skora á verzlunarráð íslands að reyna hvað mögulegt er við stjórnarráð íslands að fá verð sykurs lækkað niður í það sem áður var. Fyrir nokkurum árum vakti það hlátur um alla Norðurálfu, að stjórnin í Serbiu lýsti »megnri óánægju« yfir konungsmorðinu í Portúgal, það þótti því líkast sem kettir væru að lýsa »megnri óánægju« yfir þeim dýrum sem ætu mýs. Það vekur svipaðan hlátur að heyra nú kaupmenn lýsa megnri óánægju yfir hækkun á vöruverði og sainþykkja áskorun um að lækka vöruverð, allra helzt þegar þeir velja einmitt þennan tíma til þess. »Sjaldan bregður inær vana sín- um« stendur í þjóðsögunni. Sjald- an — en ekki aldrei. Enginn bað þig orð til hncigja. Sykurverðið er of hátt og það verður að lækka. Er að því vikið .á öðrum stað bér í blaðinu. Það má ekki verða nema bráðabirgðaráð- stöfun að hækka verðið. Verðhækk- unin er þörf áminning um að rann- saka til hlýtar það sem rétllætir hana og bæla þegar úr göllunum. Það er skiljanlegt og sjálfsagt að alþýða manna bregðist kynlega við og heimti skýringar, er verðið hækkar svo mikið. En — þegar kaupmenn setja á sig lieilagleikans svip, vilja gera sig að oddvitum aiþýðunnar um bætt vöruverð — þá eru þær athafnir hvorttveggja í senn: hlægilegar og óþolandi. Og þegar þeir skýra opinberlega frá þeim samtökum sínum að selja »slattana«, sem þeir eiga eftir með lægra verði en landsstjórnin,, þá veit hver lieilvita maður, að einhver fiskur liggur undir steini,. að hér er verið að vinna eitthvað annað en það sem kemur fram í dagsbirtuna. Það er sem sé kunnugt um kaup- menn, að síðan stríðið byrjaði hefir látið einkar vel í ári hjá þeim, vegna þess að þeim hafa boðist svo mörg tækifæri til þess að hækka vörur. Þau tækifæri hafa þeir not- að eftir fremsta megni. Fyrirliggj- andi vörur hafa þeir oft óðara hækkað og dýrari vörur komu. Undir eins og lítið hefir orðið eftir af einhverri vöru hafa þeir hækk- að verðið á því sem eftir var. Er það skemst frá að segja, að stjórnin og nefndir hafa orðið að heyja lát- lausa baráttu, til þess að verjast þessum gróðabrallstilraunum kaup- manna. Hér eru undantekningar, eins og altaf. En um marga kaup- menn eiga þessi ummæli heima i ríkum mæli. Þá er það og kunnugt um suma kaupmenn, að þegar sykurverðið var hækkað, utan Reykjavíkur, fyrir hálfum mánuði síðan, voru þeir mjög vonbitnir er það náði ekki til Reykjavíkar fyrst í stað, því að á meðan gátu þeir ekki sjálfir hækkað verðið. Þá var oft hringt og spurst fyrir um, hvort nú ætti ekki að fara að hækka verðið. Óþreyjan var mikil. Loks er það kunnugt um kaup- menn að þeir hafa nú um langa hrið nálega ekkert keypt af sykri ytra. Og það af þeirri einföldu á- stæðu, að þeim mun ekki hafa þótt það gróðavænlegt að kaupa sykur. Þess vegna varð lands- stjórnin að gera það. Ofan á alt þetla dirfast kaup- menn að koma svo fram, sem

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.