Tíminn - 09.02.1918, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.02.1918, Blaðsíða 4
28 TÍMINN Ritfregn. « Austur i Blámóflu Fjalla eftir Aðalstein Krisl- jánsson. — Winnipeg 1917. Fyrsti kaíli bókarinnar er ferða- saga heim til íslands, skemtilega rituð. Annar og þriðji kaflinn er aðallega um Nýju Jórvík (New York). En höfundurinn kemur víða við, enda sýnist hann vera mjög fróður um það, sem hann ritar; og er það óneitanlega einhver hinn bezti kostur höfunda, að þeim sé sýnt um að segja sem sannast og réttast frá því, sem þeir finna sig knúða til að skrifa um. Þá má og einnig 'benda á það, að höf. reynir auðsjáanlega að glæða virðing landa sinna fyrir hinni fjarlægu »nágrannaþjóð«, Vesturheims- mönnum. Og ef til vill erum vér færari um að meta það eins og það er vert, einmitt nú, þegar vér sjáum hver uppskera verður af af haturssæði því, er þjóðmála- skúmar hafa verið að sá um lang- an aldur í hug og hjarta þjóðanna. Nú sýnast þær verða að lauga af sér haturssaurinn í sínu eigin blóði. Höf. ann mjög lýðveldishugsjón- inni, enda verður lýðveldið lík- lega framtiðar stjórnarfyrirkomulag þjóðanna og leiðir visast af sér margvíslega blessun — þegar þær hafa lært að elska og virða þá valdhafa, sem þær hafa valið sjálf- um sér, og eiga þar af leiðandi skilið að hafa. En hamingjan hjálpi þeim þjóðum, sem hafa lýðveldis- hugsjónirnar fyrir gróðrarstiur flokkarígs og valdagræðgi, því að rótgróinn virðingarskortur fyrir stjórnendum lands og þjóðar, hverjir sem þeir eru, sýnist vera beinasta leiðin til stjórnleysis. Síðasti kaflinn, sem heitir: »Hví söknum við íslands«, er yndisleg- asti kaflinn. Höf. sýnist vera i sólskinshug, og maður verður meira að segja snortinn af honum, á meðan maður les hann. Ættjörðin þessi, »beinabera með brjóstin visin og fölar kinnar«, að dómi Bólu- Hjálmars, verður höf. að hinu yndislegasta töfralandi — og meira en það, hún verður að landinu helga, sem seiðir söknuð og heim- þrá inn í sálir hinna fjarlægu sona sinna og dætra. Málið er víða einstaklega skáld- legt, létt og lipurt aflestrar, enda gægist skáldið víða fram í bókinnni. Allur ytri frágangur er góður. Höf. á þakkir skilið fyrir bókina, sem er bæði góð og fróðleg. Sig. Kristófer Pétursson. Ný uppgötvun. Eflir því sem stendur í Vísi, í opnu bréfi frá Þórarni Arnórssyni, þá er það nú uppgötvað að hvergi á landinu muni vera betri hagaganga fyrir stóðliross, en á götunum í Reykjavík. í nefndu bréfi stendur þessi klausa: »Það er ekki sambærilegt fyrir stóðhross að ganga úti hér í og kringum Reykjavíkurbæ og að ganga úti á víðavangi í sveitum. Hér er skjól nægilegt af húsum o. fl., æti alstaðar, sem mjög mikið fóður er í, svo sem ’kartöflur, róf- ur, brauðmolar fiskleifar o. fl.« Eins og kunnugt er eiga bænd- ur í Húnavatns- og Skagafjarðar- sýslu einna mest af stóðbrossum (graðhestum og gaddhestum) hér á landi. Ganga þau úti mestallan veturinn og komast oft í hann krappann í vetrarhörkunum. Þeim myndi, sjálfsagt bregða við ef þau væru hér í Reykjavík. Og ættu bændur þar nyrðra að færa sér nú kostgæfilegea í nyt þessa framúrskarandi góðu fræðslu hjá Þórarni þessum, og reka suður í Reykjavík öll sín stóðliross, hryss- ur og fola, og koma þeim á hag- lendið á götunum í liöfuðstaðnum, þar sem þau myndu, samkvæmt þessari nýju kenningu, lifa eins og blóm í eggi harðasta tíma ársins. Eftir því sem bréfritarinn segir þá er ekki hörgull hér af garð- ávöxtum og fiski handa stóðinu, óg skjóli handa því undir hús- veggjunum í aftaka veðrum, enda er það munur fyrir stóðhryssurnar að bryðja kartöflur og rófur í góðu skjóli, heldur en að standa á bersvæði upp í sveit og berja gadd- inn. En verst er það ef þær geta svo ekki i neinn fótinn stigið af monti, þegar þær fara aftur feitar og forframaðar upp í sveitirnar, og með menningarbraginn með sér af gölum höfuðstaðarins. Hesiavinur. Fréttir. Tíðin hefir verið allgóð um suðurland þessa viku, skifst á hláka og væg frost. Á norður- og vesturlandi var þýða um helgina en um miðja. vikuna voru aftur komin grimdarfrost. Á miðvikudag var t. d. 21 sliga frost á Akureyri. Mannalát. Bergur Þorleifsson söðlasmiður hér í bændum, góður og gegn maður, andaðist 24. f. m. — Erlendur Hafliðason bókbind- ari, ungur efnismaður nýlega kvænt- ur, er og lálinn fyrir skömmu. Magnús Iíristjánsson, þriðji forstjóri landsverzlunarinnar er kominn til bæjarins fyrir stuttu. RBTTUR, tímarit um félagsmál og mannréft- indi. 16 arkir á ári af Skírnisstærð. Verð 2,50 kr. árgangurinn. Ritstjói Pórólfur Signrðsson. Afgreiðslu- maður: Finnur Jónsson, Pósthús- inu, Akureyri. Hann fór landveg frá Akureyri til Borgarness. Leikfélag Reykjavíkur hefir undanfarið leikið »Heimilið«, við mikla aðsókn. Hefir það verið leik- ið hér áður, en var leikið aftur vegna leikafmælis frú Stefaníu Guðmuudsdótlur. Sjúkrasamiag Reykjavíkur held- ur hlutaveltu á morgun til ágóða fyrir sjóð sinn. Félagið er eitt hið þarfasta i bænum og hins bezta styrks maklegt af bæjarbúum, en fjárhagurinn hefir verið þröngur. Manns er saknað af Fálkanum, hefir hann ekki sést síðan á mið- vikudagskvöldið. Húfa lians hefir fundist og gera menn ráð fyrir að hann hafi fallið út af liafnarupp- fyllingunni. Gæftaleysi er sagt til sjósóknar suður með sjó. Bæjarstjórnai’kosning er nýlega um garð gengin á Akureyri. Voru kosnir Stefán Stefánsson skóla- meistari, sem fékk 182 atkv. og Erlingur Friðjónsson, sem fékk 179 atkvæði. Ritstjóri: Tryggvi Þórhallsson Laufási. Sími 91. Prentsmiðjan Gutenberg. Amarylli8. Þar verð eg svo til miðvikudags, þá kemur strandbáturinn, fer með honum til Aþenu, en skrifa nágranna mínum og segi honum að ófyrirséð alvik hafa gert það að verkum að eg hafi orðið að hverfa til höfuðstaðarins. Hversu vel byrjaði ekki þessi dagur, og hve ömurlega endaði hann ekki! Eg hefi teflt um ham- ingju mína eins og glanni, unnið mikið á nokkurum tímum og tapað öllu á einum. Með lokuð augu renni eg huganum yfir alt sem við hefir borið, og það er mikið, svo óvænt, og svo heillandi! Augnablikið er stundum æfinni mikilsverðara. Sannast-það á mér. Og innanum allar þessar hugs- anir og allar þessar sýnir birtist elskulegt andlit og tvö augu tindr- andi eins og stjörnur, sem eins og ljóma upp skuggalegt herberg- ið. Nú stara þau á mig, hörð og hótandi: ó, Amaryllis — eg á ekkert annað nafn á þig. — Amaryllis, skógardisin, seiðkon- an! Forlög mín voru þá þessi að draga mig út úr glaumi veraldar- innar til þess eins að komast undir tvöfall ok, áhrifin af yndis- þokka þínum og þína ósveigjan- legu reiði.------- Blöðin sem hér fóru á eftir voru útpáruð í hinni mestu æs- ing. Sálarástand Stefanos afsakar það að nokkru og vín það er hann hafði neytt hjá hr. Anasta- ios, sem orð hefir á sér fyrir að vera ósvikið. Fyrir mér eru allar þessar geðshræringar vinar míns næsta hlægilegar. Tilfinningar hans blossa upp og slá gneistum í all- ar áttir eins og skrautljós, til þess, eins og þau, að verða að ösku þegar á eftir. Og þó verð eg að játa, að þessar tilfinningar vinar mins eiga fullkomna afsök- un i kringumstæðunum sem for- lögin höfðu leitt hann inn á, og eg efast ekki um að hver sá, sem staðið hefði í hans sporum, mundi hafa farið líkt og honum. Að eins dámar mér ekki hugsun hans um að flýja af hólminum þegar mest á reynir, þvi það málti hann vita að einhvern tíma mundi missættisskýjunum létta frá og þá mundi sólin ljóma enn skærar en nokkru sinni fyr. En Stefanos er auðsjáanlega ófróður í veðrabrigðum ástarinnar.------ Frá þessum hugleiðingum sofn- aði eg og dreymdi mig svo ljós- lifandi þann atburð, þegar Ama- ryllis réttir skálmyndaðar hend- urnar fyltar vatni að liinum ham- ingjusama vini mínum. Hvílíkt efni fyrir málara! V. Skin eftir skúr. Eg fór strax með morgninum til Stefanosar. »Sögurnar þínar héldu fyrir mér vöku í nótt. Þú gerir mig fyrst forvitinn, og svo hættir þú einmitt þar frásögninni sem verst gegndi. Nú kemur þú með fram- haldið og það í sem styztu máli«. »Morgunin eftir vaknaði eg mjög seint, svo seint að ráðsmaðurinn var farinn að halda að eg mundi ekki vera heilbrigður. Mótsögnin í deginum í gær og í dag gerði mig úrillan og leiðan í skapi. Bóndi einn kom til mín að biðja mig að skrifa fyrir sig bréf, eg tólc honum ekki betur en það að hann stakk sem fljótast á sig bréfsefninu og tók til fótanna. Um miðdegisverðarleytið kom maður frá þorpinu og var með bréf til mín frá frænda minum og nokkur Aþenublöð. Eg varð að skrifa frænda, sett- ist þvi við og skrifaði honum á víð og dreif um náttúrufegurð bygðarlagsins, um einstöku bænd- ur sem eg hafði hitt, um likurn- ar fyrir góðri uppskeru, og nokk- ur lofsyrði um hr. Anastasios — á dóttur hans mintist eg ekki einu orði. Af áskapaðri gætni um slíka hluti þóttist eg þess fullviss, að færi eg að tala um hana þá mundi frændi minn renna grun á hvað ylli því hve vel eg yndi mér í sveitinni. Að lokum lét eg þess getið að eg mundi leggja af stað heim á miðvikudag. Þegar eg hafði lokið við bréfið og borðað án þess þó að hafa lyst á því, Iokaði eg mig inni á herberginu mínu. I glugganum voru rósirnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.