Tíminn - 14.09.1918, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.09.1918, Blaðsíða 1
TÍMINN kemar út einu sinni t vika og kottar 4 kr, árgangarinn. AFGREIDSLA i Regkjavik Laugaveg 18, simi 286, át am land i Laafási, simi 81. II. ár. Jfýjar stjónurleilir. Wilson forseti Bandaríkjamanna er talinn hugumstærstur af þeim stjórnmálamönnum sem nú ráða mestu í heiríiinum. Síðan hann tók við völdum i Bandaríkj- unum hefir roðað fyrir nýjum degi í skiftum sterkra og veikra ríkja. Gamla stjórnarreglan er sú að máttur sé réttur. Sá sterki lcúgar þann veika. Stórþjóðin bælir smá- þjóðina undir sig og neytir afls- munar meðan unt er. Veraldar- sagan er full af dæmum sem sanna þessa staðhæfing. Bandaríkin hafa líka fyr á árum siglt í sama farið. Þau herjuðu á Spánverja — til að hjálpa undirokuðum Cúbu-búum. En hrifsuðu þá í verki undir sig leyfarnar af nýlenduveldi Spán- verja. Voru þær aðferðir nákvæm- lega hliðstæðar aðförum Norður- álfuþjóðanna bæði fyr og síðar. Snemma á stjórnarárum Wilsons logaði alt Mexicóriki í uppreistar- báli. Fjöldi Bandaríkjamanna var þar búsettur og til að vernda líf og eignir þeirra neyddist Wilson til að senda her inn í landið. Skorti ekki raddir í Bandaríkjun- um, að nú bæri vel í veiðar að færa út landamæri ríkisins með því að innlima nokkurn hlut af Mexicó eða jafnvel ríkið alt. En forsetinn þverneitaði öllum þeim tillögum. Bandaríkjaherinn átti að koma eins og góður gestur. Hjálpa til að slökkva eldinn — en þiggja ekkert að launum, nema þann hagnað sem ieiðir af góðu og friðsömu nábýli. Ólíkt fórst Hákoni gamla við íslendinga á þrettándu öldinni. Hann fylgdi gömlu reglunni: Ó1 á sundurþykkjunni og stjórnleysinu í nábúalandinu, þar til þjóðin var orðin svo örmagna að hún gat ekki viðnám veitt og féll varnar- lítil i hendur hans. Þáttlaka Bandaríkjanna er að flestra dómi talin líkleg til að hafa úrslitaáhrif á endalok styrjaldar- innar. Hefir stórum hallað á Þjóð- verja síðari hluta sumars, síðan her Bandaríkja á Frakklandi óx til muna. Er það ekki einungis að þakka auknum liðsafla heldur aukinni samvinnu. Fram á síðustu mánuði hefir skort sameiginlega herstjórn bandamannamegin á vesturvígstöðvunum. Bretar ekki getað sætt sig við að fela Frökk- um aðalstjórnina, þótt barist væri í þeirra landi, fyr en í nauðir rak. Bandaríkjamenn hafa hinsvegar sagt við Frakka um leið og þeir sendu tíu þúsund hermanna á dag til vígstöðvanna: Hér eru hermenn Rey^javík, 14. september 1918. 38. blað. og herbúnaður. Bætið því við her yðar og beitið til að vinna fulln- aðar sigur. Síðar fór svo að Bret- ar fengu yfirstjórn enska hersins í hendur Foch. Hefir honum áunn- ist afarmikið síðustu vikurnar. Má að miklu leyti þakka það óeigin- girni Bandaríkjanna, sem fela hin- um færasta aðila forustuna, þótt erlendur sé, og gefa þar með gott fordæmi. Má vænta þess að dreng- skapur og víðsýni Wilsons forseta og margra samherja hans í Vestur- heimi verði bæði til að stytta stríðið og efla réttlát og bróðurleg skifti þjóðanna eftir að friður kemst á. Vantranstsyjirlýsing. I. Þegar þingmenn færast þann vanda í fang að bera fram van- traustsyfirlýsing á hendur stjórn landsins, allri eða nokkrum hluta hennar, þá verður tvenns af þeim að krefjast: Þeir verða að vera viðbúnir, að skipa nýja og betri stjórn í stað þeirrar sem þeir vilja fella. Og þeir þingmenn sem stjórnina fella verða að vera að einhverju leyti sainstæðir, hafa a. m. k. ein- hverja jálega stetnu. Það hefði nú mátt vænta þess af flutningsmönnum vantraustsyfirlýs- ingarinnar á hendur atvinnumála- ráðherranum og fjármálaráðherr- anum, einkum af síra Sig. Stefáns- syni, gömlum og reyndum þing- manni, að þeir hefðu uppfylt þessar kröfur. En þvi fer fjarri að svo hafi verið. Hvorugri var fullnægt. Ekkert samkomulag var um það, svo nokkrum manni sé vitanlegt, hverjir hefðu átt að taka við stjórn- inni, hefði vantraustið verið sam- þykt. Og stjórnarandstæðingar eru næsta sundurlausir. Þeir eiga ná- lega ekkert sameiginlegl, annað en að vilja fella stjórnina. Jálega slefnu aðhyllast þeir enga allir saman. Helzt mætli benda á þá neiiega stefnu þeirra að vilja drepa lands- verzlunina, eða a. m. k. að láta hana færa saman kvíarnar stór- kostlega. Hefði vantrauslið verið samþykt lá því ekki annað við borð en full- kominn glundroði á þinginu. Og í þeim glundroða voru þeir menn líklegastir til að smeygja sér í valdasessinn, sem þjóðin sýndi langmest vantraust við síðustu kosningar — langsummennirnir. Þeir menn sem óliklegastir eru til þess að fara vel með stjórn lands- ins á þessum tímum. Slikt undirbúningsleysi undir vantraustsyfirlýsing til stjórnar er eitthvert hið vítaverðasta sem þing- menn fremja. Annað mjög vítavert í þessu máli var það, að flutningsmenn og sluðningsmenn vantraustsins vissu það fyrir, með óbrigðulli vissu, að það myndi ekki ná fram að ganga. Rekst þar illa á kenning og líferni sparnaðarmannsins, síra Sigurðar, að lengja þingið með þessu í þrjá daga, láta Sterling bíða eftir þing- mönnum þann tíma, og kostar þessi algera þarfleysa margar þús- undir króna. » ■ ■■ Allir vissu að svo myndi fara sem fór. Menn komu niður í þing- hús til þess að horfa á þessa lif- andi og talandi ínyndasýning, til þess að skemla sér við að heyra helztu menn þjóðarinnar rifast — aðgangurinn var ókeypis, lands- sjóður borgaði brúsann. Þetta er óhæfa. Það á að vera regla að stofa ekki til slíkra um- ræða án þess að full vissa, eða a. m. k. mjög mikil líkindi séu til, að árangur verði. Og loks stóð svo sérstaklega á að þingið var hvatt saman til þess að samþykkja merkustu lögin sem sett hafa verið siðan þingið varð löggjafarþing, sem núverandi stjórn og þingmenn þeir sem hana styðja, bera mestan veg og vanda af, að sjálfsögðu. Undir slíkum kringumstæðum hefði það ekki komið til mála i neinu landi, þar sem þingræði var orðið nokkunrveginn rótgróið, að steypa landsstjórninni og láta aðra færa málið fram til fullnustu. Hið eina sem hefði getað komið til greina undir slikum kringumstæð- um hefði verið það, að þingflokk- ar þeir sem að stjórn stæðu, hefðu tekið' það upp hjá sjálfum sér að hafa mannaskifti. Dagskráiu sem samþykt var, flutt af fonnanni fjöhnennasta flokksins, heimastjórnarttokksins, vísaði mál- inu frá, á þessum grundvelli. Það var sama sem að fella van- traustið að samþykkja dagskrána. Fullyrðingar ísafoldar, sem út kom nú um miðja vikuna, eru algerlega ósannar. »Nú ferr þat svá oftast, þegar allir eru jafnríkir, og skal engi ríkari eðr einn foringi heldr en annarr, at þá tekr hverr sitt ráð, er í kreppingar kemr ok at sverfr, en hirðir þá ekki um hvat hver- igum hentir, eðr til ráðs liggr« — mælti Hrærekur konungur er þeir smákonungarnir voru að búa sjálf- um sér gröf fyrir Ólafi helga. Þeir höfðu gert sig digra í sumar stjórn- arandstæðingar, að þeir gátu ekki stöðvað ofsa sinn og hirtu því ekki þótt meðjengri forsjá væri leikurinn leikinn, eður hvor yrði undir. II. Það væri fróðlegt mál að fara nokkum orðum um umræðurnarum atkvæðagreiðsluna, þvi að ýmislegt kom þar merkilegt fram. Af hálfu aðalflutningsmanns kom sárafátt fram annað en það sem margþvælt var á þinginu í sumar, Og enginn vottur var fyrir því í einu eða neinu hvað við ætti að taka. Enda fór hann alls ekki dult með það að þetta væri alt tii- gangslaust. Hinn flutningsmaðurinn, Halldór Steinssen, var mun ófyrirleitnari í orðum og getsökum, enda hefir hann einna berast allra þingmanna lýst sig fylgjandi þeirri stefnu að drepa landsverzlunina og fela kaup- mönnnm að ölluleyti vöruaðdrætti. Hefir hann að likindum séð svo glæsilega ávexti kaupmannaverzl- unarinnar í Ólafsvík og á Snæ- fellsnesi. Hann lét sér það og sæma að vega að utanþingsmönnum úr þinghelginni, með hinum svívirði- legasta áburði. Er slíkt öðrum ósamboðið en lítilmeunum. Ljótust og lítilmótlegust var framkoma Jóns Jónssonar á Hvanná. Hann er liðhlaupi. Var í Framsóknarflokknum og einn af stuðningsmönnum atvinnumálaráð- herrans, en hröklaðist úr flokkn- um í sumar. Nú notaði hann tækifærið til að ljósta upp leynd- armálum ílokks síns. Furðaði menn að heyra það, en hitt var kunnugt frá í sumar hvern hug hann bar til fyrri flokksbræðra sinna, af níð- greinum hans í ísafold. Er það viðurkent urn heim allan að drengskapur góðs drengs liggur við, að svíkja ekki fyrri vini sína, þótt þeim kunni eitthvað að bera á milli síðar. Slíka kend bar hann ekki í brjósti. Verða menn írægir af slíkum ódrengskap eigi síður en af miklum og góðum verkum, en einungis i annari merkingu. Verð- ur þeirra getið ávalt er saga Grikkja er skráð: Leónídasar og Efíaltesar. Leónídas sýndi frábæra vörn fyrir föðurland sitl og lét drepa sig heldur en flýja. En Efíaltes sveik landa sína, ljóstaði upp leyndar- máli, er hann vísaði óvinunum veg að baki þeim. Hinir elstu af stórnarandstæð- ingum, langsummenn, höfðu sig mjög lílið frammi. Gísli Sveins- son var sá eini sem talaði af þeim.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.