Tíminn - 21.09.1918, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.09.1918, Blaðsíða 1
TtMim kemur út einti sinni i sikn og kostar 4 kr. árgangarinn. AFGREIÐSLA t Regkjaoik Laugaveg 18, simi 286, út am land t Laajási, sími 91. II. ár. Reykjavífe, 21. september 1918. 39. blað. ^staaðíS i Rússtanði. Öllum fregnum úr austurvegi ber saman um það, að ástæður rússnesku þjóðarinnar versni með hverjutn, degi, Flokkar og stéttir innanlands berast á banaspjótum, enj ófriður á öllum landamærum. 'Friðsamleg iðja liggur i dái að mestu, en orka þjóðarinnar rennur í sandinn í endalausum bræðra- vigum. Amerískur rithöfundur, sem ný- verið heíir ritað um þetta efni, skorar á Bandaþjóðirnar að hjálpa rússnesku þjóðinni frá því tvens- konar óláni, sem yíir henni vofi. Önnur hættan sé það, að Þjóð- verjar noti sér varnarleysi lands- Ins og bæli undir þýzk 3rfirráð meginhluta þjöðarinnar. Hefði þjóð- in þá að eins skift svo um, að fá erlenda kúgun fyrir innlenda. Stæði vesturþjóðunum og þjóðfrelsi hvar sem er í heiminum tvöföld hætta af Rússum og Þjóðverjum sam- einuðum, þar sem fólksmergð og náttúrugæði Rússlands væri lagt undir hervaldsstjórn prússneskra júnkara. Hin hættan stafi frá sjálfri byltingunni. Ró að Pjóðverjar létu Rússa hlutlausa og blönduðu sér ekki í mál þeirra, er sundrung stéttanna í Rússlandi þó svo mikil, að vel má búast við að þar kæm- ist ekki á friður i landi og skipu- legir stjórnarhættir fyr en eftir mörg ár, jafnvel eftir heilan manns- aldur. Frelsi það, sem þá fengist, væri geysilega dýrkeypt. Verkefni bandaþjóðanna í Rússlandi ætti þá að Aera það, að frelsa þjóðina frá erlendri undirokun og langvar- andi innanlands óstjórn. Nú hagar svo til í Rússlandi, að gerbvltingamenn eru að nafni til sráðandi í landinu. Þeir sömdu frið- inn við Þjóðverja til að geta snúið sér að því, sem þeim var hug- jþekkara: baráttunni inn á við, bar- áttunni við þær stéttir, er þeir töldu fyr hafa kúgað þá. Fara þeir með herskildi og ránshendi uin eignir aðalsmanna og stórhöfðingja, og eru ekki vandir að tilefnum. Þjóð- verjar styðja ósljórn gerbjdlinga- manna til að auka sem mest vand- kvæði Rússa. Er því að yfirvarpi dágott samkomulag milli þýzku júnkaranna og svæsnustu byltinga- manna á Rússlandi. Hinsvegar líta rússneskir hægrimenn helst vonar- augum til Þjóðverja. Vænta að þeir styðji þeirra málstað, er til lengdar lætur, og myndu fúsir að vinna mikið til, ef kostur væri fyrir þá að halda lífi og eignum und- ir verndarvæng þýzkrar stjórnar. Þjóðverjar hafa að því leyti góða aðstöðu í Rússlandi, að bæði öreig- arnir og stóreignamennirnir dansa eftir þeirra höfði. En miðstéltin rússneska, með Kerensky í broddi fylkingar, vill koma á lögbundinni þingstjórn, eftir vestrænni fyrirmynd, halda áfram ófriði við Þjóðverja og hjálpa til að losa þýzku þjóðina undan valdi júnkaranna. En þeir eru lítils megnugir, eins og nú er komið málum. Þeir æskja herstyrks frá Bandamönnum til að koma á inn- anlandsfriði og hrekja Þjóðverja úr landinu. Og í samræmi ATið þær óskir hafa Bandamenn sett her á land við Hvítahaf, sem berst þar við sameinað lið Þjóðverja og rúss- neskra gerbyltingamanna. En Ke- rensky og flokksbræður hans ætl- ast til að hersveitir Bandamanna komi eins og Bandaríkjaherinn til Mexico: Eins og sjálfboðaliðar sem slökkva eld í húsi nábúans, en þiggja engin laun. fiúm iöggæzla. Bæjarfógetaembættinu í Reykja- vík var skift seinni hluta vetrar, eins og kunnugt er, og sérstakur lögreglustjóri annast nú lögreglu- eftirlitið. Eftir reynslu þeirri, sem síðan er fengin, mun óhætt að fullyrða að breytingin hefir orðið til milc- illa bóta. Um mörg ár hefir lög- reglueftirlit ekki verið eins gott í Reykjavík og nú. Og þó þarf það að verða betra. Það sem nú vantar á tilfinnan- lega til þess að lögreglueftirlitið sé svo gott, sera vera ber, er það, að lögreglustjóri fái mun fleiri menn í þjónustu sína. Lögreglumenn á daginn eru nú Qórir og nætur- verðir jafnmargir. Þetta er svo litið lið í svo stórum bæ, sem Reykja- vík er orðin, að slíks munu ekki dæmi annarsstaðar í heiminum. Löðregluþjónar á daginn þurfa a. m. k. að vera átta og nætur- verðir sex, lil þess að nokkur bót verði á ráðin. Og um leið þarf að launa þeitn mun betur, til þess að að virkilega hæfir menn fáist til þess að takast þennan starfa á hendnr. Nú standa svo sakir, að nefnd starfar að því í Bæjarstjórn Reykja- víkur að endurskoða lögreglusatn- þvkt bæjarins. Aukin lögregla og bætt kjör lögregluþjóna hlýtur að verða eitt hið helsta, sem sú end- urskoðun hefir í för með sér. Það er alþjóðarmál, en ekki bæjarmál eingöngu, að löggæzla verði góð í Reykjavík. Eins og samgöngum er háttað nú, koma nálega allar vörur hér á land. Tolleftirlitið er þvi nálega alt orð- ið hér. Samfara þvi að fullkomn- ari tollgæzlu verður nú væntanlega komið á á næstunni, samkvæmt fjárveiting alþingis og lagafyrir- mælum, ríður á að lögreglueftirlit, tollgæzlunni samfara, sé fullkomið. Og í Reykjavík verður að hefj- ast bardaginn við ólöghlýðni ís- lendinga, þennan rótgróna þjóðar- löst, sem hefir orðið einna mest áberandi í bannlagabrotunum. Und- irstaða þess er sú, að lögreglu- stjóri hafi þau mannaráð, sem nauðsynleg eru til þess að reka eftirlitið skörulega. Það er svo mikið að vinna í aðra hönd, verði löggæzlunni kom- ið í það horf, sem hver einstak- lingur hefir rétt lil að heimta af siðuðu þjóðfélagi, að ekki má horfa i það að fjölga starfsmönnum i því skyni. Og þegar saragöngurnar aukast aftur stórkostlega, að stríðinu loknu, og tjöldi útlendinga fer að dveljast hér í bænum um lengri og skemri tima, er betra að vera búinn að koma góðu skipulagi á lögreglumálin. SanYhumaimsskeil. Enginn vafi leikur á því, að ef stríðið hefði ekki komið, væru samvinnufélögin orðin bæði fleiri, fjölmennari og voldugri í landinu en þau eru nú. Sigurför þeirrar hreifingar um landið hin síðari ár- in, einkum meðal bænda, hefir verið stórfengleg og sannar ótvirætt hvorttveggja: að stefnunni muni vaxa stórkostlega fylgi í framtíð- inni, enda séu íslendingar því vaxnir menningarlega að stofna og lifa í samvinnufélögum. Ástæðurnar fyrir þvi að félögin hafa lítið stækkað og þeim litið fjölgað síðan stríðið hófst, eru svo kunnar, að óþarfi er að rekja þær. Og þær munu og valda þvi að svo muni enn verða meðan stríðið stendur. Og þeim verður ekki raskað og verður að sætta sig við það. En af þeim ástæðum leiðir ekki hitt að samvinnumennirnir islenzku eigi að bíða þess aðgerðarlitlir að stríðið hætti, og ekki að hugsa um annað en að komast þolanlega af þann tima. Um öll lönd hins mentaða heims kveða nú við raddir hinna fram- sýnustu og hyggnustu manna, um það, að þó að stríðið hefti flestar framkvæmdir megi menn ekki vera andvaralausir, heldur eigi nú að nota vel timann til undirbúnings undir þá miklu samkepnisöld, milli þjóða og einstaklinga, sem hljóti að hefjast að stríðinu loknu. Slikan undirbúning mega sam- vinnumennirnir íslenzku ekki und- ir höfuð leggjast. Á honum veltur framtíð stefnunnar hér á landi að miklu leyti. Námsskeið fyrir samvinnumenn var auglýst hér í síðasta blaði. Það er Samband íslenzkra samvinnufé- laga sem gengst fyrir því og hefir ráðið forstjóra þess Jónas kennara Jónsson, ritstjóra tímarits sam- vinnufélaganna. Það hefst hér í Reykjavík 2. des. — Sterling er þá nýkominn úr strandferð — og stendur í Qóra til íimm mánuði. Til þessa námsskeiðs verður meir vandað en þeirra sem áður hafa verið haldin að tilhlutun sam- bandsins. Það stendur fyrst og fremst lengri tíma og í annan stað verða kenslukraftarnir miklu meiri. Forstjóri námsskeiðsins, Jónas kennari Jónsson frá Hriflu, er eins og kunnugt er, einhver allra fróð- asti og hugumstærsti samvinnu- maðurinn hér á landi, og hefir komið fram með afleiðingarikustu tillögurnar um skipulag sambands- ins, sem framkvæmdar hafa verið. Mun hann óskiftur helga náms- skeiðinu krafta sína. Og auk hans munu aðrir færir menn kenna við námsskeiðið. Sambandsstjórn samvinnufélag- anna bendir íslenzkum samvinnu- mönnum, með þessum aðgerðum, á einn þýðingarmesta undirbún- inginn sem hægt er að að vinna meðan stríðið stendur. Og hann er sá að útvega félögunum, þeim sem til eru og þeim sem munu verða stofnuð, hæfa starfsmenn. Verður það aldrei nóg brýnt fyrir mönn- um hve sú nauðsyn er rík. Eftir stríðið stækka félögin sem til eru og ný verða stofnuð. Þá er viðbúið að eríiðasti þröskuldurinn verði skortur á hæfum starfsmönn- um, ef ekki verður aðhafst. Með því að undirbúa nú marga góða starfsmenn handa samviunu- félögunum, sem sumpart gengu þegar i þjónustu þeirra, sumpart færu að undirbúa ný félög sem tæku til starfa þegar eftir stríðið, má fljótlega vinna upp þá stöðv- um sem orðin er á framförum fé- laganna í bili. — Og sjálfsagður hlutur er það að menn sem gengið hafa á námsskeið samvinnumanna, ganga fyrir öðrum um að fá góð- ar stöður við félögin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.