Tíminn - 28.09.1918, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.09.1918, Blaðsíða 1
TÍMINN ktmar út einu sinni i mka og kostar l kr, árgangarinn. AFGREIÐSLA i Hegkjavík Laugaveg ÍS, sbni 286, út um land i Lanfád, simi 91. II. ár. Rcykjavík, 28. september 1918. 40. blað. Bankasamsteypa á Englandi. Alt af fjölgar »hring«-myndun- um út um heiminn. Stórefnamenn og stórgróðafélög sameina auðæfi sín til að lála þau bera óeðlilega mikinn arð. Síðustu heimsfrægu samtökin á þessu sviði hafa banka- jötnar Englands myndað á yfir- standandi ári. Fyrir nokkrum mánuðum byrj- aði þessi hreyfing með þeim hætti, að tveir forríkir bankar runnu saman í eitt. Stjórnin setti nefnd til að ransaka málið, og varð úr- skurður hennar samsteypuuni i vil. í kjölfarið silgdu síðan átta stórir bankar, þannig að tveir og tveir runnu saman. Höfuðstóll þessara fimm nýju banka er til samans um 25 miljarðar króna. Það þykjast menn vita að náið sam- band muni vera milli allra þessara banka, og að tilætlunin sé að koma þeim öllum undir eina stjórn. Yrði það geysilega öflugur Qár- málahringur, sem skjótt myndi vaxa meir og verða mjög einráður um tjáfmál Breta. Mikil alda liefir risið á Englandi gegn hringmyndun þessari. Telja andstæðingarnir að samtökin iniði eingöngu í kúgunaráttina og séu stórhættuleg almennri hagsæld. Blöð og timarit enskra samvinnu- manna fordæma »hring«-myndun þessa harðlega, og áfella Bonar Law fjármálaráðherra fyrir það, að hann og raunar stjórnin öll, hafi ekki gætt hagsmuna þjóðar- innar í skiftum við auðmenn þá, er fyrir samtökunum standa. Fykj- asl sumir af forkólfum enskra samvinnumanna sjá þá tíma nálg- ast, þegar þeiin verði nauðngur einn koslur, að grípa til sömu úr- ræða í bankamálum, eins og þeir hafa _gert í verzlunarefnum, þ. e. að skapa óháða banka á sain- vinnugrundvelli. Meðhaldsmenn bankasamsteyp- unnar verja sig með því, að hring- tnyndun þessi sé nauðsynleg tii að vernda aðstöðu Englands í fjár- málasamkepni við Bandarikin. IÞungamiðja auðvaldsins hafi á ívrstu styrjaldarárunum færst frá London vestur um haf. Og því verði ekki breytt í hið fyrra horf nema ineð sterkum samtökum ein- stakra auðmanna og auðfélaga. Áður en langt um líður mun reynslan sýna, hvort banka-»hring- ur« Breta reynist þióðinni það happ sem forgöngumennirnir gera ráð fyrir. Alagning. Hlutlausu þjóðirnar verða striðs- ins mest varar í viðskiftalífinu. Samgönguteppa, gríðarlegar stiðs- tryggingar og skipaleigur gera sitt til að margfalda vörur í verði. Eftir er einn liðurinn, sem ekki veldur að minstu dýrleikanum, það eru milliliðirnir heima. Eiga þar ekki allir óskilið mál sem við verzlun fást og fer fjarri því. En glundroðinn i viðskiftalífinu gerir möguleikana miklu meiri til að hækka vörur í verði. Miklu fleiri en áður fara að »spekúlera«. í öll- um löndum Norðurálfunnar gengur stórkostleg plága, verri en spánska veikin og innflúensan. það er »keðjusalan«, í mörgum myndum. |Hún hefir pínt út úr mönnum miklu meira fé en margir einokun- arhringir á mörgum árum. Alstaðar er barist við þessi sníkjudýr á þjóðlíkamanum, keðju- salana, og t. d. i Danmörku munu þær skifta miljónum króna, sekt- irnar sem þeir hafa orðið að borga. Og í skjóli keðjusölunnar, og í rauninni ein tegund hennar er hin gífurlega álagning, sem einstakir óvandaðir kaupsýslumenn, stór- kaupmenn og smákaupmenn, leggja á vörurnar. — Með því skipulagi sem nú er orðið á landsverzluninni, með skipun innflutnings og útflutnings- nefndar, hefir stjórn og þing kom- ið í veg fyrir margar og illar af- leiðingar, sem annars hefðu vafa- laust komið niður á jsienzku þjóð- inni. Muna allir hina harðvítugu mótspyrnu sem nálega öll blöð landsins — langumblöðin og Lög- rétta fyrst og fremst — veittu þeiin framkvæmdum. Eru þær raddir nú þagnaðar að mestu, enda munu nú engir vilja á þær hl^'ða aðrir en þeir sem beint eða óbeint hafa hag af verzlunarglundr- oðanum. — En framkoma blað- anna er þó geymd en ekki gleymd og ber vott um hugsunarhátt þeirra manna sem að standa, og hvernig þeir vilja sjá fyrir almenningsheill. En til þess að þetta verzlunar- skipulag komi að fulluin notum, vfirður að fara enn lengra én farið er. Og er það sumpart gert og sumpart er verið að gera það. Landsverzlunarsljórnin hefir þeg- ar gert það með þær vörur sem hún fer með, sem eru kornvörur, sykur og kol. Um leið og hún sel- ur þær vörur — kaupfélagi, kaup- manni eða sveitafélagi — tekur hún skriflegt loforð af kaupanda, að hann leggi ekki meira á vör-i una en 12%, auk flutningsgjalds til staðarins. Með þessu eru setlar fastar skorður fyrir vöruálagning, og neð- an við þetta mark geta seljendur kept um að selja sem ódýrast. Er með þessu fengin trygging fyrir því, að með þessar vörur verður ekki »spekúlerað«. Hið sama er innflutningsnefnd að gera um þær vörur sem fara um hendur hennar, en það eru allar vörur aðrar en þær sem áður eru nefndar. Verður þar að setja mörkin tvö: ákveða hámark álagn- ingar fyrst og fremst hjá stórkaup- mönnum og þvi næst hjá smá- kaupmönnum og í annan stað að flokka vörurnar og ákveða mis- munandi hámark á þær. Endanlegar ákvarðanir eru ekki um þetta teknar, en þeirra mun ekki langt að bíða. Enda verður þetta að komast í framkvæmd um þær vörur sem nú er verið að skipa í land úr nýkomnum skipum, bæði frá Vesturheimi og Danmörku. Þessar ráðstafanir eru sjálfsögð afleiðing þeirrar stefnu sem haldin er í verzlunarmálum. Fær miða að •því að koma i veg fyrir að al- menningur verði féflettur. Enda er gengið út frá því að þeim verði rækilega framfylgt, fult eftirlit haft með að ekki verði út af brugðið og þær refsingar við lagðar sem við eiga. Og þessar ráðstafanir hafa einn kost, annan en þann sem auðvitað er langmestur, að verða til almenn- ingsheilla: Enginn kaupsýsiumaður getur mælt á móti þeim, sem hefir heilbrigða verzluqaraðferð, hefir látið sér nægja hæfilega álagning á vörur. Enda er það þegar orðið fullkunnugt að allir heiðvirðir kaupmenn og öll kaupfélög, taka þessum ráðstöfunum vel. En allir gera það ekki. Þeir kaupmenn eru til sem hafa a. m. k. hótað því að leggja árar i bát, hætta verzlun, neyðist þeir til að fylgja þessum fyrirmælum. Með þessu játa þessir menn, að þeir hafi ekki látið sér nægja þá álagning, sem að dómi allra heið- virðra kaupsýslumanna, og fyrst og fremst stjórnar landsverzl. og innfl.nefndar, er fullkomlega nægileg. þarf ekki fleirum orðum að því að eyða en að sjálfsögðu verða slikir menn látnir sigla sinn sjó og verði sum héruð á þennan hátt kaupmannalaus, og sé ekkerl kaupfélag á staðnum, sem geti tekið við allri verzluninni, verður að gera annað tveggja: að menn stofni kaupfélag, eða að sveitar- stjórnir annist verzlunina að öllu leyti. Vegna mótstöðu af hálfu slíkra manna má ekki niður falla svo iðrf umbót sem hér er um að ræða. Og sé svo að þeir hafi öll húsaráð á verzlunarstöðunum, verður að taka húsin eignarnámi handa þeim sem við tekur. — Margar eru þær stofnanir og framkvæmdir, sem mætt hafa hinni mestu mótspyrnu í fyrstu, hefir jafnvel þeim mönnum sem við þær mistu spón úr askinum oft tekist að æsa almenning gegn jeim og tekist að villa honum sýn, svo að hann sá ekki að fyrir hann var unnið. Seinna opnast augu manna, oft ekki fyr en löngu seinna, og sjá þá hversu herfilega þeir hafa látið blekkjast. Þessi hefir orðið raunin á um landsverzlunina hér á landi og stefnu landsstjórnarinnar í verzl- unarmálinu. Almenningur hefir verið æstur gegn henni. Og enn er það ekki viðurkent af öllum þeim, sem verið er að bjarga, að þeim hefir verið vilt sýn, af þeim fáu sem missa spón úr askinum sín- um. En þeir verða færri með degi hverjum sem láta glepjast. Liðið þynnist með degi hverjum utan um andstæðingaforkólfana. Og það leikur enginn vafi á því hver dómur sögunnar verður um það á sínum tíma, hverjir hafi tekið rétta stefnu um að bjarga íslenzku þjóðinni á styrjaldartím- unum miklu, og hverjir hafi bar- ist gegn þeirri þjóðheillastefnu, og með hverjum meðulum. Samvinimjélagasambanð jtortnriania. Samvinnumenn á Norðurlöndum hafa haft mikinn hug á því und- anfarið að stofna til samvinnu innbyrðis og hafa erfiðleikarnir sem af stríðinu stafa opnað augu þeirra fyrir nauðsyn þess. Hafa farið bréf um það þeirra í milli og samningar. Hinn 28. júlí síð- astliðinn komu svo saman fulltrú- ar félaganna frá Danmörku, Finn- landi, Noregi og Svíþjóð og var fundurinn haldinn skamt frá Kristj- aniu. Dönsku, norsku og sænsku félögin stofnuðu til fastrar sam- vinnu, samþyktu lög og kusu stjórn og fulltrúa, en Finnar yerða utan við, meðan svo er háttað heima sem er. Yfir hálf miljón félagsmanna er í félögum þeim sem með þessu hafa stofnað til samvinnu, og um- setning félaganna skiftir hundruð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.