Tíminn - 08.01.1919, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.01.1919, Blaðsíða 1
TÍMINN að minsta kosti 80 blöð á ári, kostar 5. krónur árgangurinn. AFGREIÐSLA i Regkjavík Laugaveg 18, sími 286, iít um land i Laufási sími 91. in. íir. Keyk,javíb, 8. janúar 1919. 2. blaö. Sendiherrarnir í Miklagarði. Ýmislegt er að koma fram smátt og smátt, sem kastar Ijósi yfir hið margrædda efni, hverjir eigi mesta sök á því að styrjöldin mikla hófst. Eru það að sjálfsögðu erindrekar stórveldanna, sendiherrarnir og starfsmenn utanríkisráðuneytanna, sem áreiðanlegasta vitnisburði geta gefið. Vakti það á sinni tið mikið umtal er birt var álit Lichnowskys, þýzka sendiherrans í Lundúnum, og sneri mjög sökinni á hendur Þjóðverjum. Nýlega er komin út bók eftir sendiherra Bandaríkjanna í Mikla- garði, Mr. Morgenthau. Hefir það löngum reynst, og eins i þessu stríði, að margir næsta þýöingar- miklir viðburðir bera við suður á Balkanskaga. Kemur margt fram í bók Mor- genthaus sem almenningi var áður ókunnugt um, en er næsta merki- legt. Hann rekur t. d. ástæðurnar fyrir því að Tyrkjum mistókst að gera stríðið af sinni hálfu að »heilögu stríði« á hendur kristn- um mönnum, en það hefði haft í för með sér hinar alvarlegustu af- leiðingar fyrir Englendinga og Frakka, sem eins og kunnugt er, ráða yfir mörgum miljónum Mú- hameðstrúarmanna í nýlendum stnum. — Hann skýrir frá hinni hryllilegu ofsókn Tyrkja á hendur kristnum mönnurn í Litlu-Asíu á meðan á stríðinu stóð. Þeir drápu þar Grikki og Armeníumenn svo skifti mörgum hundruðum þús- unda, jafnt konur og börn sem vigfæra karla, — og sannar að sú sök hvílir að miklu leyli á Þjóð- verjum, þar eð þeim var i lófa lagið að koma í veg fyrir það blóðbað, en gerðu ekkert til þess. — Hann sýnir það ljóslega hversu lokun Svartahafs flýtti stórkostlega fyrir því að Rússaveldi hrundi. — Hann segir ennfremur frá þvi hversu komið var er Frakkar og Englendingar hættu sókninni við Dardanellasund, að þá voru Tyrkir að komast í alger vandræði með skotfæri og vantaði því ekki nema herzlumuninn að Bandamenn hefðu unnið hægan sigur, er þeir hættu. En það sem Morgenthau segir um uþphaf stríðsins er einna merkilegast. Og það hefir hann beint eftir samtali við þýzka sendi- herrann, Wangenheim, sem þá var f Miklagarði.. Fer hér á eflir orðréttur útdrált- ur úr ummælum hans: »Eg hefi áður getið þess að þýzki sendiherrann fór til Berlínar rétt eftir morð austurríska ríkis- erfingjans, og nú sagði hann mér ástæðuna til þeirrar snöggu ferðar. Hann sagði mér að keisarinn hefði stefnt sér til Berlínar á keisaralega ráðstefnu. Fundurinn var haldinn í Potsdam hinn 5. júlí. Keisarinn sat í forsæti og nálega allir hinir meiri háttar sendiherrar voru við- staddir. Wangenheim sjálfum var stefnt á fundinn til þess að láta í té upplýsingar um Tyrkland og fræða fundarmenn um ástandið i Miklagarði, enda var þá svo litið á, að í striðinu sem yfir vofði, væri sá staður einna þýðingar- mestur. Wangenheim nefndi engin nöfn, þegar hann sagði mér frá því hverjir voru á fundinum, en hann tók það sérstaklega fram að meðal þeirra voru — þetta skiftir svo miklu máli að jeg tilfæri ná- kvæmlega þau þýzku orð sem hann notaði — die Háupter des Generalstabs und der Marine (þ. e. æðstu menn herráðsins og flotans), og tel eg víst að hann hafi með því átt við von Moltke og von Tirpilz. Bankastjórar stærstu bank- anna, járnbrautarstjórar og forystu- menn þýzka iðnaðarins, voru þar og, enda var hernaðarundirbún- ingur á þeim sviðum Fýzkalandi jafn nauðsynlegur og herinn. Wangenheim sagði mér því næst, að keisavinn hefði hátíðlega beint þeirri spurningu til hvers eins: »Eruð þér viðbúinn stríði?« Allir svöruðu: »Já«, nema fjár- málamennirnir. Þeir kváðust þurfa á tveim vikum að halda til þess að selja erlend verðbréf, sem þeir höfðu, og taka lán. Um þetta leyti voru þeir fáir sem gerðu ráð fyrir að sorgarleikurinn í Serajevo myndi óhjákvæmilega hafa stríð í för með sér. Wangenheim sagði mér, að á þessum fundi var gætt allrar varúðar, að slíkur grunur risi ekki. Það var ákveðið að gefa fjármálamönnunum tíma til að koma lagi á fjármálin og þvf næst hurfu fundarmenn að störfum sínum svo lítið bar á, eða tóku sér hvíld frá starfinu í bili. Keis- arinn fór til Noregs á skemtiskipi sínu. Bethmann Hollweg (kanzlar- inn) tók sér hvíld og Wangenheim fór aftur til Miklagarðs._ Þegar Wangenheim var að segja mér frá þessum fundi, játaði hann það að sjálfsögðu, að Þýzkaland hefði hrundið stríðinu af stað. Eg held að hann liafi verið beint hreykinn af öllu saman1), hreykinn 1) Pess má geta að þegar þelta samtal fór fram litu Pjóðverjar svo á að þeir væru vissir með að vinna stríðið og leit þá einna bezt út með það. af því að Þýzkalandi fór þetta úr hendi á svo samkvæmilega réttan hátt og með svo mikilli forsjálni og einkanlega hreykinn af því að honum sjálfum hafði verið stefnt til að taka þátt í svo örlaga- þrungnum fundi. .. . Allar þær bláu, rauðu og gulu bækur, sém runnu yfir Norður- álfuna mánuðina næstu eftir upp- haf stríðsins, öll þau hundruð skjala, sem gefin voru út af Þjóð- verjum og áttu að sanna sakleysi Þýzkalands — hafa aldrei haft minstu áhrif á mig. Því að niður- staða mín um það, hver beri á- byrgðina, er ekki reist á grun, eða trú, eða lestri um atburðina sem gerðust um það leyti. Jeg þarf ekki að leita að rökum með og móti. Eg veit. Samsærið, sem haft hefir í för með sér hinn mesta harmleik sem leikinn hefir verið í heiminum, var stofnað af keis- aranum og hinu keisaralega ráði hans, á ráðstefnunni í Potsdam hinn 5. júlí 1914. Einn af aðal- þátltakendum þess sagði mér sjálfur nákvæmlega frá því og hann roðnaði um leið af sigur- hrósi yfir árangri samsærisins sem þá virtist vera ótvíræður. í hvert skifti sem eg heyri menn vera að rökræða um það hver beri ábyrgð- ina á stríðinu, eða les hinar klunnalegu og ósönnu afsakanir, sem fram eru bornar fyrir Þýzka- land — þá rifja eg einungis upp fyrir mér hina stórskornu mynd af Wangenheim, eins og hann var á þessu kvöldi í ágúst, reykjandi stóran dökkan vindil og segjandi mér skýrslu sína um þessa sögu- legu ráðstefnu.« „jd stríðiim loknn.“ Eftir J. tíanía Pótursson. Þessi orð, eða önnur sömu merkingar, hafa á undanförnum árum verið sú ályktun, sem flest framkvæmdarmál hafa orðið að lúta. Þó búasl megi við, að þau hafi stundum verið notuð sem svæfill ýmsra nauðsynjamála, er engum vafa bundið að á þessum styrjaldartíma hafa safnast hér fyrir ým& verkefni, sem krefjast skjótrar og góðrar úrlausnar, strax og nokkuð rætist úr með sam- göngur og viðskiftamálefni öll. En ekki erum við þar einir um hitu, íslendingar, því þó margt hafi orð- ið til að brjóta atvinnuvegi vora þessi ár, eru það þó smámunir einir i samanburði við þær bylt- ingar, sem orðið hafi í atvinnulífi þeirra þjóða, sem verið hafa »í eld- inum« eða þá þurft að verja hlut- leysi sitt með oddi og egg. Þar komu menn fljótt auga á nauðsyn þess, að vera viðbúnir til fram- kvæmda strax og þessari hríð létti. Á Englandi var jafn vel á fyrsta ári stríðsins farið að ræða um ráð- stafanir til þess, að vinna upp þann hnekki sem fyrirsjáanlegt var, að öll umbótastarfsemi myndi bíða við ófriðinn, og heyrst hefir, að Þjóðverjar hafi, þrátt fyrir alt ann- ríkið, verið að smíða verzlunar- skip, til þess að eiga þau tilbúin, þegar siglingar yrðu frjálsar á ný, Nú hefir harðnað svo á öllum hnútum, að búast má við að þeir sem betur verða settir að leikslok- um, beiti ýmsum ómildum aðferð- um til að vinna upp þann halla sem þeir hafa orðið fyrir, en jafn- framt mun óefað alstaðar vera meiri og minni fyrirhyggja um það, að geta sem bezt unnið upp heimafyrir þá andlegu og efnalega tortímingu sem átt hefir sér stað. Þar má vænta að margt eitt komi til nota, sem neyð og örðugleikar hafa kent þjóðunum þessi ár, bæði um hagnýtingu ýmsra efna og náttúrugæða, og jafnframt ýms skipulagsatriði í atvinnu og við- skiftamálum sem upp hafa verið tekin. En hvar er fyrirhyggjuna að fipna hér hjá oss um viðbúnað til úrlausna og framkvæmda að stríð- inu loknu? Og hvað hafa örðugleikar þess- ara ára kent oss íslendingum? Hér mun verða fátt um svör þjóð vorri í vii. Eflaust hafa ýmsir einstakir fyrirhyggjumenn bundið bagga sína svo, að þeir geta tekið til óspiltra mála, hvenær sem um hægist, því fremur sem sönnur má færa á að þetta styrjaldarástand hefir lagt slöku möunum meira fé og hagsmunaaðstöðu í hendur, en dæmi voru til áður. En þau dæmi um fyrirhyggju eru engan veginn til nægrar réttlætingar þjóð vorri í heild, stjórnarvöldum hennar né öðrum leiðandi mönnuin, auk þes» sem ætið getur leikið á tvímælum, hversu uppbyggileg starfsemi slíkra manna er þjóðfélaginu. Nei, fyrirhyggja þjóðarbúsins hef- ir óneitanlega gengið öll til þess að afla daglegs brauðs fyrir yfir- standandi tíma, og er sízt að van- þakka það, þar sem að liði hefir orðið. En þegar nú svo er komið, að skuldir landssjóðs vella á nokkrum miljónum og þeim til tryggingar eru aðallega óvissar eða þá arðlitlar eignir, þá er engu síð- ur knýandi nauðsyn til að beita

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.