Tíminn - 11.01.1919, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.01.1919, Blaðsíða 2
10 TlMIN N Friðarfundir. Friðarfundurinn sem nú verður haldinn — líklega í Versailles — Verður sá langstærsti og merkasti sem haldinn hefir verið. Það liggur i hlutarins eðli að slíkir allsherjar friðarfundir hafa ekki orðið lil fyr en á síðari tím- nm. Og eins hitt, að þeir hafa allir verið háðir í Norðurálfu. Hinn fyrsti af slíku tagi er fund- urinn í Westfalen 1648. Þar komu saman i fyrsta sinni erendrekar flestra meiri háttar ríkja í Norð- urálfu. Þýzkaland lá þá í rústum eftir þrjátíu ára blóðuga innan- lands styrjöld. Nágrönnunum hafði hepnast til fulls að brjóta á bak aftur það ofurveldi sem keisaraættin þýzka átti. Allsherjar friður varð i Norðurálýu í bili eftir fundinn og sú ríkjaskipun gerð á Þýzkalandi sem að mestu hélst fram á daga Bísmarcks. Árið 1713 er hinn næsti fundur haldinn, í Utrecht á Hollandi. Þá höfðu flest lönd í Norðurálfu bar- ist síðan um aldamót. Þá var brotið á bak aftur ofurvald ein- valdskonungsins franska, »sólar- konungsins«, Lúðvfks XIV. Þá voru ákveðin landamæri ríkja í Norður- álfu, Austur- og Vesturálfu. Reynslan sýndi þá, eins og ávalt síðar, það sem þýzki keisarinn gleymdi nú, að ekkert eitt ríkt í Norðurálfu er svo sterkt að það geti til lengdar borið ægishjálm yfir hin. Minni ríkin sameinast á móti því og ríða það niður. Hundrað árum síðar er sá fund- urinn háður, sem langlíkastur er að mörgu leyti þeim sem nú verð- ur háður. Það er Vínarfundurinn 1814—1815. Þá hrundi til grunna keisaradæmi Napóleons fyrsta. Napóleon var fangi Norðurálf- unnar og fékk vitanlega hvergi nærri að koma. Fjögur stórveld- anna, Bretland, Rússland, Auslur- ríki og Prússland stóðu sigrandi yfir höfuðsvörðum hins mikla her- konungs. Hin nýju ríki, sem Napó- leon hafði búið til, voru þurkuð burt. Sigurvegararnir skiftu reitun- um á milli sín. Þá er að mestu leyti lagður sá grundvöllur að ríkja- skipun í Norðurálfu sem stendur enn. Á þeim hundrað árum sem sið- an eru liðin hafa stórveldin tíu sinnum komið saman á ráðstefnu vegna ýmissa vandamála, innan Norðurálfu og utan. Helztu verk- efnin hafa verið þessi: Holland og Belgía, Krímstriðið, Luxemburg, Tyrkland, Kongóríkið, Balkanríkin, Marokkó, heimsfriðurinn og reglur um sjóhernað. Langmerkastir þeirra funda eru: Berlínarfundurinn árið 1878 og bar þá Bismarck ægishjálm yfir alla og frá þeim fundi er venjulegast að reikna tildrög helmsstríðsins — og friðarfundirnir tveir í Haag. Á síðari fundinn í Haag, árið 1907, komu fulltrúar frá langflestum meiri háttar þjóðum í heiminum. Nú liggja þrjú stórveldanna i rústum, þrjú keisaradæmi. Nú hefir verið barist nálega um allan heim. Nú hafa synir nálega allra þjóða barist i Norðurálfu. Friðar- fulltrúarnir í Versailles hafa ná- lega allan heiminn undir. Þeir eiga að semja um ríkjaskipun um heim allan. Úr öllum áttum drífa frið- arfulltrúarnir til Frakklands. Ef til vill það allra eftirtektaverðasta er það, að forseti Bandaríkjanna sækir nú i fyrsta sinni slíkan fund til Norðurálíu. Og mun ekki sízt verða tekið tillit til orða hans. — Það bendir til þess að miðstöð heimsins er ekki lengur að öllu leyti i Norðurálfu. Það eru fyrstu sjáanlegu merkin af blóðtöku Norð- urálfunnar, að hún verður að taka tillit til Vesturheimsmanna í frið- arsamningum heima fyrir. Hversu lengi Með þeim orðum hóf hinn frægi rómverski ræðusnillingur árásar- ræðu sina á uppreistar og saur- lífismanninn: Hversu lengi ætlar þú að níðast á þolinmæði vorri? Þau orð munu mörgum hafa í hug komið, sem kunnu, þá er þeir höfðu lesið hinar siðustu ritsmíðar Vísisritstjórans um landsverzlunar- forstjórana. Hversu lengi ætlar hann að niðast á þolinmæði les- enda sinna? Hversu langt ætlar hann að ganga á ósannindabraut- inni? Þvíj að aldrei hefir hann gengið svo langt sem nú, og er þá mikið sagt. í blaðinu sem úl kom 8. þ. m. reynir hann að komast undan því sem Tíminn hafði sannað, með fyrstu handar sönnunum frá for- stjórum landsverzlunarinnar, að Vísir hafði farið með margföld ósannindi um álagninguna á kolin. Skal nú flett ofan af þessari röksemdaleiðslu hans, svo hann standi frammi fyrir þjóðinni í þeim stakk sem hann hefir sjálfur sniðið sjer. Má skifta rökum hans í fjóra liðu; 1. Vísir gerir sér mat úr þv-í að Tíminn hljóp yfir að geta um stígandann í ósannindunum um álagninguna, að Vísir telur hana 65 kr. 17. júní, en hún er orðin 100 kr. t. d. 24. nóv. Til þess nú að Visir geti ekki hlaupist frá ósannindunum skulu þau prentuð hér orðiétt, eins og þau standa i Vísi 24. nóv.: »Það er alkunnugt. að verðfram- færsla á kolum hefir numið alt að 100 kr. á hverri smálest sem hingað befir flust siðan landsversl- unin tók kolaverzlunina í sínar hendur«. Mun verða komið að því siðar, að það sem það er, þá er það enn verra fyrir Vísi að meiri ósann- indin voru siðar sögð. Þessi fyrsta tilraun Vísi til þess að losna undan vendinum er því alveg út í hött. Það var af hlífð við blaðið að Tíminn gat ekki um að það gat ekki einu sinni verið sjálfu sér samkvæmt í ósannind- unum. Það var getið um hvenær ósannindarógurinn hófst (sem sé 17. júní) en að eins haldið sér við önnur og meiri ósannindin, sem voru margendurtekin og köll- uð »alkunnug«. 2. Önnur rökin eru þau, að vitna í frönsku kolin, sem fengust tyrir seldu botnvörpungana. Má vera að með því hafi Vísi tekist að slá rýki i augu einhverjum. En sannleikurinn er sá — og það veit ritstj. Vísis vafalaust sjálfur — að frönsku kolin koma hér alls ekki máli við. Þau féllu til á ár- inu 1917. Kolabirgðir voru litlar þegar forstjórarnir tóku við lands- verzluninni i ársbyrjun 1918. Frönsku kolin koma öll á reikn- inginn fyrir árið 1917, sem er af- greiddur fyrir langa löngu. Þau hafa ekki hin allra minstu áhrif á kolaverð árið sem leið. Það er vísvitandi blekking hjá ritstjóra Vísis að tala um frönsku kolin í sambandi við hina miklu kola- álagning á árinu 1918, sem hann er opinber ósannindamaður að. Og að því leyti er það enn óþægilegra fyrir Vísi, að hann magnaði ósannindin um álagning- una síðar á árinu, sagði hana fyrst' 65 kr. 17. júní og síðar 100 kr. 24. nóv., því að þá var enn fjær lagi að taka frönsku kolin til samanburðar. 3. Af því að ritstjóri Vísis hef- Bolschevickar. (Frh.). Stórt og gamalt riki hrynur ekki til grunna þegjandi og hljóðalaust. Nú hófst innanlandsófriður í Rúss- landi, og hefir haldist þar stöðugt síðan. í flestum bæjum Rússlands voru háðir blóðugir bardagar og afskap- leg manndráp framin. Úti í sveit- unum vörðust bændurnir gegn Boschevickum og á llotanum voru flestir foringjar drepnir. Sjómenn- irnir urðu gersamlega tryltir og drápu hvern mann er foringjabún- ing bar, alveg eins vinsæla og vel- látna foringja eins og þá, sem ó- vinsælir voru. Það, sein einkenni- legast var við þessi morð var, að þau voru algerlega vanhugsuð. Keis arasinnar sluppu stundum, með þvi að gefa mútur, heilir á húfi, en frjálslyndustu menn voru drepn- ir hrönnum saman. Einhver bezti sjóforingi Rússa var drepinn eftir skipun hermanna- og verkamanna- ráðsins í Nikolajev. Sjómennirnir, sem framkvæmcj^ skipunina elsk- uðu foringja sinn og afsökuðú sig á þennan hátt: »Sovjet stjórnin hefir skipað að allir menn skuli vera jafnir. Við vitum að við get- um aldrei orðið jafnir þér, aldrei orðið eins góðir, gáfaðir og ment- aðir, þess vegna verðum við að drepa þig«. Þetta er ágætt dæmi um hugsunarhált Bolschevicka. í innanlandsstjórn var það það fyrsta, sein Bolschevickar gerðu, að taka allar jarðeignir, nema þær sem smábændur og Kósakkar áttu, af eigendum þeirra og ákváðu að þær skyldu vera eign fátæklinga og verkarnanna. Engin tilraun var gerð til þess að koma þeim undir rikið, samkvæmt kennitigum jaín- aðarmanna. Bændurnir voru nú fljótir til að skifta jörðunum á milli sín. Þeir drápu aðalsmennina eða ráku þá burt og brendu eða rændu hallir þeirra. Lengi létu þeir þó i friði herragarða Tolstoj- ættarinnar, en loks kom að þvi að þeir voru Jíka rændir og synir og tengdasynir Tolstoj urðu að flýja heim í höllina Josnja Paljana þar sem ekkjá Tolstojs býr, og þar sem hann bjb lengst af sjálfur. Þegar rnenn vissu seinast til var þessi herragarður hinn eini, sem var órændur í þeim hluta Rúss- lands, sem Bolschevickar réðu yfir. Kom það til af því, að þeir skoð- uðu Tolstoj, sem læriföður sinn. Þegar nú bændurnir höfðu lagt jarðirnar undir sig datt þeim ekki i hug að rækta korn í stórum stýl. Þá vantaði líka útsæði og vinnu- vélar. Hver bóndi hugsaði því að eins um að framleiða nóg handa sjálfum sér. Öll verzlun lagðist niður og engir skattar voru greiddir. í borgunum var afskapleg hung- ursneyð og fólkið dó af hungri hiönrtum saman. Nú tóku Bolsche- vickar sig til og sendu vopnaða menn út i sveitirnar til þess að ræna matvælum. í byrjuninni gekk það allvel, en brátt tók fyrir það. Bændurnir voru vanir hernaði og með fram vegum og járnbrautum lágu hrúgur af skotvopnum, sem skilin höfðu verið þar eftir, er her- inn var afvopnaður. Þeir víggirtu þorpin og vörðust þaðan Bolsche- vickum. Hver »Mir« varð að kast- ala. Minti þetta á riddarahallir Miðaldanna, þó með öðru sniði væri. Lika stjórnkænsku sýndu Bol- schevickar á öðrum sviðum. Þeir tóku til dæmis öll veitingahús af eigendum og gáfu þau veitinga- þjónunum. Breytingin varð því að eins sú að eigendaskifti fóru fram. Samkepnin milli veitingahúsanna var sú sama og áður og hinir nýju eigendur nentu auðvitað ekki að vinna sjálfir, en fengú sér til þess nýja þjóna. Veitingahús voru því jafn »kapitalislisk« fyrirlæki og áður, en urðu miklu verri og dýrari en áður. Lenin og félagar lians tóku þeg- ar í sínar hendur allar peninga- stofnanir Rússlands, en gátu ekki stjórnað þeim. Öllu gulli er ein- slakir áttu var rænt. Morð, rán og gripdeildir voru daglegt brauð. — Glæpamönnum var slept úr fang- elsum og sumir þeirra settir í æðstu embættin. Algert vínbann hafði verið í Rússlandi, síðan strfðið hófst og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.