Tíminn - 15.03.1919, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.03.1919, Blaðsíða 1
TÍMINN Mi minsta kosti 80 élöð á ári, kostar 5 fcrónur árgangurinn. AfGREWSLA i Regkjavík Laugaveg 18, simi 286, át am land i Lau/ási simi 91. III. ár. Reykjarík, 15. mars 1919. Samtal trá stríðsárunum. Mr. James Gerard sendiherra Bandaríkjanna í Berlín frá 1913— 1917 ritaði eflir komn sína til Ameríkn merkilega bók um veru sina í Þýskalandi. Ber hann t*jóð- verjum vel sögu og hlutdrægnis- laust, þó að hann væri engan veg- inn hrifinn af stjórnarstefnu keis- arans og júnkaranna. Mr. Gerard rekur greinilega orsakirnar til þess að Ameríka sagði Þjóðverjum stríð á hendur. Ástæðan var eingöngu grimd kaf- bátahernaöarins. Ef Þýskaland hefði látið sér nægja, að rannsaka versl- unarskip hlutlausra þjóða og hindra flutning bannvöru án þess að drekkja friðsömum farþegum, myndi Ame- ríka hafa setið hjá og iok stríðsins ®f til vill alt önnur. í þýskalandi voru tvær slefnur í þessu máli. Annarsvegar kanslarinn, Bethmann Hollweg og mikill hluti frjálslyndra manna i landinu. Þeir vildu ekki með nokkru móti ófrið við Banda- rikin. Hinsvegar var faðir þýska flotans v. Tirpitz, Ludendorf o. £1. aðrir aðalsmenn og herforingjar. Peir töldu þjóðinni trú um, að liefja ótakmarkaðan kafbátahernað kringum England. Myndi Pjóðverj- um takast að svelta Breta á þrem mánuðum, svo að þeir neyddust til að gefast upp. Vouin um svo skjótan frið gerði fleiri og fleiri menn fúsa að hallast að þessari stefnu. Jafnframt því lýstu herfræð- ingar Þjóðverja þeirri skoðun að 'Bandarikin væru lílilsmegandi í hernaði þótt þau bæltust við í óvina- töluna. Missirum og mánuðum saman reyndi Mr. Gerhard að hindra það að hafin yrði hlífðarlaus kafbáta hernaður. í einu samtali milli hans og kanslarans, spurði sendiherann um friðarkosti, ef til kæmi. »Viljið þér hverfa aftur úr Belgíu?« mælti hann. »Með vissum skilyrðum«, svaraði kanslarinn. »Hver eru þau skilyrði?« »Þýskaland heldur virkj- unum Liege og Namur. Enn frem- ur verðum vér að hafa ýms önnur virki og setulið á mörgum stöðum í Belgíu. Vér verðum að hafa um- ráð yfir höfnum, járnbrautum og öðrum samgöngutækjum. Belgir mega ekki hafa her en vér verðum aö hafa allmikinn herafla þar i landi. Að síðustu verður Þýskaland aö tryggja sér yfirráð belgisku verslunarinnar«. »Þá sýnist mér« mælti sendi- herrann, »að þér hafið lítið skilið eftir handa Belgum, nema það að Albert konungur þeirra mun fá að búa i Brussel og hafa um sig varðsveit nokkra. Siðan skýrði kanslarinn frá þvi að hann vildi »laga« dálitið laudamerki Frakk- landsmegin og bæta við miklum löndum að austan. Búlgarar áttu að skapa Rúmenum kostina en Austurríki Serbum og ítölum. All- ar bandamannaþjóðir áttu að greiða Pjóðverjum herkostnað. Skömmu siðar varð kanslarinn að beygja sig fyrir flokki Tirpitz. Hlifðarlaus kafbátahernaður var hafinn. Bandarikin sögðu Þýska- landi stríð á hendur, og lögðu það lóð á metin, sem úr skar um mála- lok stríðsins og framtíð siðaðra þjóða. Eignarrétturinn. í*að veit ekki á gott hversu um- ræðurnar hefjast um fossamálið. Það er augljóst af því, hvernig annað dagblaðið berst út af fyrsta ágreiningsatriðinu — hver eigi foss- ana — að það ætlar að berjast með hinum lúalegustu meðulum, sém eru þau að snúa umræðum um málið upp f persónulegar árás- ir og dylgjur um þá sem eru á annari skoðun. Rætist það sem oftar, að sinni náttúru er hver fús- astur að fylgja og verður blaði þessu vafalítið ómögulegt að ræða málið á öðrum grundvelli, og verð- ur látið eiga sig um það. En öll- um almenningi mun skiljast hversu það er mikil þjóðar nauðsyn, að mál þetta verði rætt með stillingu og skynsemi. En full ástæða er til þess, út af því sem fram er komið í málinu, að geta þess nokkuð ítarlegar, hversu málið horfir við nú, frá sjónarmiði leikmanns, þótt endan- leg afstaða verði ekki tekin af blaðsins hálfu, um þetta sérstaka atriði, eignarréltinn, fyr en fossa- nefndin hefir lagt gögn sín á borðið. Málið hefir tvær hliðar. I. Önnur er sú: hvað eru lög um þetta atriði. Og það ríður vitanlega baggamuninn. Skulu dregin fram helstu atriðin um þá hliðina. Verður manni fyrst að líta til nágrannaþjóðanna. Hjá germönskum þjóðum er það undantekningarlitið að eignarrétt- ur einstaklinganna á vatnsalli er viðurkendur af ríkinu. Noregur er okkur næstur og skyldastur. Þar hafa allar tilraunir orðið árangurs- lausar um aö svifta einstaklinginn þessum rétti. Það er sagt að svo hafi farið i Noregi vegna þess að þar bafi rík- ið afsalað sér réttinum með lögum. En hvers vegna vpru þau lög sam- in? Af því að norsk réttarmeðvit- und var sú að einstaklingurinn ætti fossana. Og hér á landi er það alveg eins. Vegna þess að ís- lensk réttarmeðvitund er hin sama, var það sett inn f fossalögin frá 1907, eins og sýnt hefir verið hér í blaðinu, að einstaklingarnir ættu fossana, blátt áfram vegna þess að þá datt engum lifandi manni ann- að i hug. Ástandið er alveg hið sama hér og í Noregi. Bæði löndin hafa í lögum viðurkent þennan rétt ein- staklingsins, af því það var á með- vitund alþjóðar að svo var í raun og veru. Dómstólarnir norsku eru búnir að gefa úrskurð sinn um það, að þetta er rétt. Væri leitað til hinna íslensku um þáð sama, getur leik- maður ekki efast um að fari á sömu leið. Þessi umræða um eignarrétt á vatnsafli kemur manni og til þess að hugsa um eignarréttinn yfir höfuð. Meðan fslenska þjóðin fer að dæmi annara siðaðra þjóða og viðurkennir eignar- og erfðarétt, meðan það er viðurkent að menn eigi landið og veiðiréttinn í því vatni sem að því liggur — á með- an geta menn ekki skilið að þessi eini réttur fylgi ekki með. Það mætti taka dæmi, t. d. um Skallagrím. Meðan það er viðurkent að Skalla- grímur hafi haft rétt til að nema land, að selja land, og meðan það er viðurkent að það sé rétt að iandið verði þvfnæst eign erfingja hans, eða þeirra sem af honum þágu eða keyptu — meðan svo er verður það ekki skilið að undan væri tekin nokkur afnot þessa lands eða þess vatns eða annara hlunninda sem landinu fylgja. Það er ekki nema um tvent að gera, að viðurkenna eignarréttinn, eða ekki. Og það er óeðlilegt og órökrétt að taka þar einn lið und- an. Annaðhvort verður alt að falla eða ekkert. Ef þessi eina tegund eignarréttar er tekin undan, þá virðist alt eiga að hrjmja. Til þess að nefna eitt einstakt dæmi, til gamans, þá virt- ist með jafnmiklum rétti mega taka Visi af ritstjóranum og eigandan- um og láta blaðið t. d. flytja lof um landsverslunina og bændur. Ef blaðið vill berjast fyrir af- námi eignar og erfðaréttar, þá er 18. blað. þar um að ræða rökrétta stefnu. En að taka einn lið út úr getur ekki staðist. II. Hin hlið málsins er sú hvað farsælla væri fyrir þjóðarheildina, að einstaklingarnir eigi fossaflið, eða að ríkið eigi það. Verður það mörgum, við fyrstu yfirsýn, að gera ráð fyrir, að það væri miklu affarasælla, að rikið ætti fossana, og það gæti jafnvel orðið hættulegt, ef svo væri ekki. Hættan ætti að vera sú, að ríkið misti alveg tangarhaldið um notk- un þessa afls, jafnvel gert ráð fyrir, að auðfélög gætu þá ginið yfir öllu og læst landið í hina ósýni- legu fjötra peningavaldsins, þjóð- erni og frelsi væri þá að fullu glatað. Þetta eru eintómar grýlur, því að sannleikurinn er sá, að ríkið getur með löggjöf ráðið yfir þessu algerlega. Það er einmitt verkefni fossanefndarinnar, að semja lög um leyfi til iðnaðarreksturs við fossa-afl. Spurningin um það, hver á foss- ana, er i þessu sambandi full- komið auka-atriði. Landið hefir það t. d. í hendi sinni, að leggja skatt á ónotað vatnsafl — eins og oftar en einu sinni hefir verið bent á hér í blað- inu — og þá fyrst og fremst á það vatnsafl, sem gengur kaupum og sölum. Getur á þann hátt komið í veg fyrir óheilbrigða »spekúlatíon« og tákaunir sem kynnu að miða að því að »gelda« fossana, o: hiridra samkepni um framleiðslu. Getur á þann hátt náð a. m. k. því vatnsafli, sem verið er að »spekúlera« með, undir sig, eða undir sveitarfélögin — því að vatnsaflið stæði að veði fyrir því, að skalturinn væri greiddur. Verður þessi hlið málsins tekin til sérstakrar umræðu í blaðinu innan skamms. Þá hefir landið það og ávalt í hendi sinni að taka vatnsafl eignar- námi, eins og fyrir er mælt í fossa- lögunum frá 1907, þá er alþjóðar eða sveitarfélaga nauðsyn er á aðra hönd. Þá á landið nú þriðjnng alls vatnsafls í íandinu og getur því mjög haft hönd í bagga með. Verð fossa-aflsins er og alveg hverfandi liður, þá er um stór fyrirtæki er að ræða. — Auðfélögin verða algerlega jafn- háð landinu hver sem á vatns- aflið. Hitt er það, að ef eignarréttur einstaklinga er viðurkendur, þá liggur það að mun beinna við

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.