Tíminn - 15.03.1919, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.03.1919, Blaðsíða 3
TlMINN 71 Búnaðarfélag íslands, Aðalfundur félagsins verður haldinn 1 Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík laugardaginn 17. maí kl. 5 síðdegis. Þar verður skýrt frá fjárhag félagsins, framkvæmdum þess og fyrirætlunum, rædd búnaðar- málefni og bornar upp tillögur, er fundurinn óskar að búnaðarþingið taki til greina. Á fundinum á að kjósa 2 fulltrúa og 1 varafulltrúa, til 4 ára. Reykjavík 12. mars 1919. Eggert Briem. ur gróði að því, að hlynna að llfvœnlegum eiginleikum', uppgötva þá, efla þá, rækta þá i þeim jarð- vegi þar sem þeir geta tullkomlega notið sin. íslendingar standa nú á vega- mótum. Landið er kallað frjálst. Nýir timar byrja, nýir Qokkar og nýjar stefnur. Skyldi nokkur af þessum flokkum vilja læra af Páli Briein, að leita eftir andlegu verð- mæti, jafnt á liklegum og ólíkleg- ura stöðura? Útrýma binu lægra með því sem hærra er. Með því einu móti, að roannsorkan glatist ekki, getur þjóðin vænst eftir^Iæsi- legri tramlíð. Finnur Finnsson. Launalöggjöfin. Sé það svo, sem heyrst hefir, að stjórnin hafi með höndum frum- varp um launakjör embættis- og starfsmanna landsins þá á hún þar mikilsverðan vanda að leysa, og vísast mestan fyrir það, ef henni óar viö því að gera nógu full- komnar breytingar. En hér er ekki nema um eitt að gera. Og það er að gera vel við þessa menn. Undanfarið hafa i þessum efn- um öll hlutföll raskast á þann veg, að vistin hefir orðið æ verri hjá hinu opinbera, og hefir af þessu leitt skort á nýtum mönnum í trúnaðarstöður, ellegar að úr mónnunum hefir dregið áhuga við störfin illur viðgerningur, og marg- ar hefir sér þvert um geð orðið að sælast eftir einu eða öðru hjá- verki til þess að komast af. En þegar svo var komið hlaut aðal- starfið að verða »aktaskrift«. Siðustu árin hefir þó einkum keyrt um þvert bak hvað launa- urnar eru vansaltaðar og sildin í þeim þar af leiðandi skemd. — Þannig mætti lengi teíja. En þetta nægir til að sýna, að varan er alvarlega svikin, og að þörf er á, að um sé bætt. Hér er því um stórfé að ræða, sem haft er út af bændum og öðr- um er fóðurbæti kaupa, með bein- um svikum. Þetta má ekki svo til ganga. Hér verður að taka í taum- ana, sem allra fyrst og tryggja það, að vara þessi verði ekki seld eða faoðin, nema því að eins, að treysta megi, að hún sé ósvikin. Vörur þær, sem seldar eru til útlanda og eru af sama tagi, eru skoðaðar og metnar og siðan settar vörumerki, er sýnir hver seljand- inn er. Vörumat þetta hefir verið *rygt með lögum. Alt þetta hetir ^erið gert til þess, ekki að eins að tryggja kaupendum erlendis góða vöru, heldur og til þess, að Ifyggja hag seljandans — skapa honum ábyggileg og varanleg við- skifti og þannig styrkja atvinnu hans. Þetta er góð og hyggileg ráðstöfun. En er nú ekki þörfin kjörin snertir, og hefði það þau áhrif ef ekkert yrði að gert, að fæstir mundu vilja vera i þjónustu landsins, þvi flest önnur atvinna byði betri kjör. Sjómaðurinn getur átt von á 1500—2000 kr. á velrar- vertið einni auk fæðis og húsnæð- Í8. Álíka mikið fæst fyrir útvegun á t. d. einum sementsfarmi og árs- laun vitamálastjórans nema. Versl- unarmenn ýmsir hafa þreföld og fjórföld prestslaunin. Afgreiðslu- maður Eimskipafélags fær á fjórða- þúsund krónur fyrir að af greiða eitt skip í eitt skifti. En sumir kenn- ararnir við háskólann okkar fær að lögum vinnukonukaup! Að maður ekki tali um kaupmann, útgerðarmenn og þá sem reka bú- skap í stórum stil. Illa horfir með fólkshald til sveita, en ver horfir fyrir landinu sjálfu ef ekkert er að gert. Enda losnar nú um menn úr trúnaðar- stöðum hvern á fætur öðrum. Ekki ónauðsynlegri mál en vita- málin eru nú á flæðiskeri stödd, báðir verkfræðingarnir þar »segja af sér«, og innlend sérþekking eng- in fáanleg til þeirra mála og sú erlenda sögð dýr, ef fengist. Ósamræmið i launamálunum er ekki heldur að eins milli þeirra sem eru í þjónustu þjóðfélagsins jafnbrýn, að vernda viðskifti bónd- ans, islenska, eins og kaupandans erlenda og hérlendra atvinnurek- enda, er selja þessa vöru? Jú, vissulegal Það er einmitt samskonar laga- vernd, sem bóndinn verður að heirata í þessu máli, og það tafar- laust. Alþingi verður að sjá svo um, að engum haldist uppi, að selja óátalið, svikinn fóðurbæti, fremur en aðra vöru. Fóðurbætir- inn verður að vera líkum lögum háður og sú útflutta vara, sem er metin og merkt lögum samkvæmt. Engan fóðurbæti ætti að vera leyfi- legt að selja í landinu, nema þann, sem er þannig trygður. Nú er lækifæri fyrir bændur, að krefjast þess af Alþingi, að það geri þær breytingar á gildandi mats- lögurn, eða með nýjum lögum, er tryggi þeim góða vöru og vel úti- látna, er þeir kynnu að kaupa til fóðurauka. — Tækifærið er næsta þing, sem háð verður. Jóh. Magnússon. og| hinna sem eru »sjálfs sín« eða á vist einstaklinga. Landssjóður launar stundum óþarflega vel. Má t. d. nefna »fossanefndina«, þar mun hver maður fær 15 kr. á dag, og það þótt föstum störfum gegni jafnhliða og fleira en einu; enn- fremur bina ótakmöruðu 60% dýrtíðaruppbót af »aukatekjum« læknanna, sem ein hleypur á þús- undum króna til þeirra vel flestra. Væri betra minna og jafnara. Sú stjórn og það þing sem ætlar sér að bæta kjör þessi til fram- búðar verður að þora að nefna tölur sem nægja til þess, að þeir | sem fyrir landið vinna geti gert það lausir vlð búksorgir, verða að þora það fyrir þjóðinni. Andstaða hennar í þessu máli er hvort sem er mestmegnis bergmálið eitt af orðagjálfri þeirra manna sem um þingkosningar hafa ekki komist hærra en það, að hafa eftirtölur í þessum efnum að aðal texta. En því að eins verður hér ráðin bót á, að jafnframt sé fyrir hendi karlmenska til þess að innheimta fé í landssjóð þaðan, sem sann- gjarnast er að taka það, og þá einkum frá þeim atvinnagreinum sem hægast eiga með að yfirbjóða landssjóðinn þegar um dtígnað og þekkingu væri að ræða. Og til frambúðar yrði landaura- mælikvarðinn einn varanlegur. Hitt er önnur krafa og sjálfsögð, að til þess sé launað vel, að menn standi vel í stöðu sinni, og þyrfti meira harðfylgi úr þvi til þess að sjá svo um að alófærir menn yrðu ekki mosavaxnir í trúnaðarstöðum landsins. Hingað til hefir það átt. sér stað all víða. Sultar-kjörin ættu ekki öllu lengur að skapa þjóðinni þá »vondu samvizku« að hún sæi i gegnum fingum við slfkt. Blaðlaust varð á ísafirði um tíma, þar eð Vestri hætti alveg að koma út og Njörður um tíma. Njörður gekk úr híði aftur í byrj- un febrúar og ær skemtilegur að vanda. Vitnar í að sælt sé sam- eiginlegt skipbrot og hafi mörg blöðin dáið úr eða upp úr »pest- inni«. Fer þó heldur langt í þeirri upptalning, þvi að liann telur Frónið meðal þeirra sem farin séu veg allrar veraldar, en það er ekki orðið. Pilskipin eru flest komin inn og hafa aflað vel. Terndun Bæjarsiaðaskógar. Eitt af þvl allra besta sem gert hefir verið landi okkar, er að mfnu áliti það, að farið var að vernda skógana. Það mun hægt að geta sér til, hvað skóganna hefði beðið, ef skógræktarlögin hefðu eigi verið samin og skógræktin hafin. Hér viða, mun skógum hafa farið all mikið fram, síðan farið var að grysja. Hér í Svínafelli var byrjað að grysja smáskógarkjarrið, árið 1910. Síðan hefir því farið vel fram, þrátl fyrir það þótt beitt hafl verið á það á vetrin. Bæjarstaðaskóg og aðra skóga 1 Skaftafelli var byrjað að grysja árið 1911, og hefir þeim siðan far- ið mjög vel fram. Flestir þeir sem i Bæjarstaðaskóg koma, munu verða hugfangnir yfir þvi hve skógurinn er fagur og stórvaxinn, og allir munu óska þess, að hann varðveit- ist sem lengst óskemdur. En þvi skal nú lýst, hvað það er sem eyðileggur þennan fagra skóg, ef ekkert verður aðgert. í kringum skóginn að austan og vestan eru moldarrof, sem eru að blása upp, og smá eyðast þvi skógartorfurnar. Þó er fyrirsjáan- legt að nokkuð mörg ár munu líða, áður en hann eyðist allur af uppblæstri. Þó er alt útlit á, að skógurinn eyðist meir af upp- blæstrinum hér eftir en hann hefir gert. Sumstaðar eru komin all breið skörð í skógartorfurnar, og þaðan rennur og rýkur raoldin hvað helst, yfir skóginn. Og þar sem moldin er mest, má húast við að grassvörðurinn fari innan skams. Annað sem getur eyðilagt skóg- inn og það ef lil vill fyr en upp- blásturinn er, að i skóginum vaxa of fáar nýjar plöntur, skóginum til viðhalds. Ekki er þvi um að kenna að plönturnar hafi eigi nóg rúm og nóga sól, því að miklu leyti er búið að grysja allan Bæjarstaðaskóg. En það er ekkert undarlegt, þótt plönturnar séu færri, í stórvöxnum skógi, sem búið er að grysja og sauðféð gengur í, heldur en í smáum skógi. Pvi þegar sauðféð rennur um stór- vaxinn skóg í snjó, þá nær það ekki í afkvistina, en býtur ungu plönlurnar. Ef þvi heldur svo lengi áfram, að plönturnar vaxi ekki nógu margar, þá verður þar skóglaust sem gömlu trén falla af fúa, og getur skógurinn eyðilagst af þvi. Góð tilraun var hafin árið 1915 með að stemma stigu fyrir upp- blæstrinum. Var ungmennafelaginu hér veitt fé til þess. Gaf skógrækt- arstjóri okkur það ráð, að setja hrísgarða í rofln, og þekja rofin með lyngi og hrís, og setja víði- viðar afkvisti ofan í rofin. í þetta verk er búið að leggja talsverða vinnu og peninga. En þó getur svo farið að það verði að litlum not- um, ef ekki verður meira að gert. Þó er það ekki fyrir það að byrj-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.