Nei.
Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn myndar efni og birtir á vefnum Tímarit.is. Vinnsla efnisins, allt frá myndun til langtímavarðveislu, fer fram á grundvelli samhæfðra vinnsluferla. Í þeim felst myndun efnis, skráning og vinnsla lýsigagna, gæðaeftirlit, ljóslestur, birting, tenging við leitarvélar, afritun, vistun og langtímavarðveisla gagna í stafrænu formi. Auk þess eru búin til mismunandi skjöl s.s. TIFF, PDF og textaskrár.
Vegna þess hversu samhæft vinnsluferlið er og umfang þeirrar vinnu sem því fylgir að taka við skönnuðu efni frá öðrum í stafrænu formi og gera það hæft til birtingar, er einungis birt efni sem er unnið í safninu sjálfu á vefnum Tímarit.is.
Aðeins er tekið við gögnum þegar um er að ræða frumgögn úr umbrotsforritum (jafnan á PDF sniði) og þá einungis ef form og skipuleg þeirra er þannig að auðvelt sé að vinna úr þeim.