Þróttar-blaðið - 19.09.1942, Blaðsíða 1

Þróttar-blaðið - 19.09.1942, Blaðsíða 1
1. árganftur. Siglufirði, 19. september 1942. 1. tölublað. Á v a r p. Tilefnið til að þetta blað kemur út, eru hinir nýju .kauptaxta- samningar Þróttar. Með þeim lief- ir kaup fengizt töluvert hækkað, og margvísleg hlunnindi viður- kennd. Stærsta atriðið er þó tví- mælalaust 8 stunda vinnudagurinn og það næst stærsta, ákvæðið um sumarleyfi. Vegna þess að í hinum nýju samningxun eru mörg ákvæði, sem ekki liafa verið áður í samn- ingum Þróttar, þótti stjórn félags- ins rétt að birta samningana orð- rétta, og er svo til ætlazt, að allir verkamenn .geymi blaðið með samningunum í. Það getur alltaf komið fyrir, að verkamenn þurfi að vita um sérstök atriði, sem þeir annars ekki muna eftir livernig eru og er þá mikill hægðarauki að ]>ví, að eiga samningana. Þó að samningurinn við síldarsaltendur sé í öllum aðalatriðum samliljóða samningnum við verksmiðjurnar, eru J)ó ýms atriði sérstök í hvor- um samningi fyrir sig, Jtessvegna eru þeir báðir birtir. Annað efni í blaðinu er ýmislegt viðkomandi Þrótti, sem getur komið að góðu haldi fyrir félagsmenn að vita. Skömmu eftir áð rekstur byrj- aði í síldarverksmiðjunum í sumar náðist samkomulag um, að liver maður I verksmiðjumun fengi 625 króna „viðbótargreiðslu vegna hins óvenjulega ástands“, fyrir 2 mánuði. Þann 23. júlí gerði Þrótt- ur samninga við aðra atvinnurek- endur um að tímakaup í dagvinnu skyldi hækka um 25% og önnur vinna um 20%. Þann 14. septem- ber fæst svo 8 stunda vinnudagur með fullu kaupi, auk stórhækkaðs eftir- og helgidagakaups og margra annara hlunninda. Þessir árangrar liljóta að verða til Jiess, að verkamönnum skiljist betur hvað Jiað gildir, að standa saman og hafa góð og öfíug samtök. Nú mun Þróttur ekki beita kröftum síiium á næstunni til að hækka kaup eða stytta vinnutíma, heldur verður að einbeita kröftum félags- manna að öðrum viðfangsefnum. Og það er í stuttu rnáli, að gæta þess sem unnizt hefir, styrkja fé- lagið inn á við, treysta félagsbönd- in við önnur verkalýðssamtök og vinna að Jiví, að samband verka- lýðsfélaganna, Aljiýðusamband Is- lands, verði sem voldugast og sterkast. Beri þetta starf árangur, Jiarf engu að kvíða um að allt verði tekið af okkur aftur. En jtað er nauðsynlegt, að hver félagsmað- ur geri sér |»að ljóst, að Jiað er ekki stjórnin, trúnaðarmannaráð- ið eða einhverjir örfáir menn, sem allt eiga að gera og bera ábyrgð- ina einir. Hver og einn einasti fé- lagsmaður hefir sínar skyldur að rækja við félagið, vegna sjálfs sín, f jölskyldu sinnar og stéttar sinnar. Hin frumstæðasta skylda er að sækja félagsfundi og greiða félags- gjaldið á réttum tíma. Því miður eru það margir félagsmenn, sem ekki liafa rækt Jiessa allra frum- stæðustu skyldu. Þegar það er at- hugað, að hver verkamaður hefir a. m. k. helmingi hærri tekjur fyrir starfsemi félagsins, en hann ann- ars myndi hafa, verður Jiað ljóst hvað er skylda hvers manns í þessu efni. Auðvitað er ekki nóg, að hver maður gegni hinni frum- stæðustu skyldu við Þrótt, það eru ótrúlega mörg störf sem þarf að vinna og koma Jmngt niður, vegna jiess live fáir vinna .Jiau. Þess vegna er Jiað liin brýnasta nauð- syn, að fleiri komi og taki þátt í störfunum með áliuga og dugnaði. Það á liver maður að vera reiðu- búimi að taka að sér störf fyrir félagið og til að taka svari Jiess og verja J>að, Jiegar andstæðingar hallmæla því. Góðir Þróttar-félagar! Lærum af reynslunni, tökum liöndum saman um að efla og styrkja félag okkar, J>ví að Jiað mun verða okkur bezta vopnið í lífsbaráttunni, ef við aðeins höfum Jiað í lagi og beitum því rétt og skynsamlega. Ritstj. Reglugerð fyrir hjálparsjóð verkamannafélagsins »Þróttar« Siglufirði. 1. gr. — Sjóðurinn heitir „Hjálp- ar sjóður Þróttar“ og er eign verkamannafélagsins Þróttar á Siglufirði. 2. gr. — Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum þá meðlimi Þrótar, sem sökum slysa, veikinda, langvarandi atvinnuleys- is eða af öðrum orsökum lenda í brýnni þörf fyrir fjárhagslega hjálp, að dómi sjóðsstjórnarinnar. 3. gr. — Sjóðurinn er stofnaður með 1200 kr. framlagi frá verka- mannafélaginu Þrótti. Gert er ráð fyrir að tekjur hans verði aðal- lega: a) 500 kr. árlegt framlag úr félagssjóði Þróttar, b) styrkir úr ríkis- og bæjarsjóði, c) af al- mennri fjársöfnunarstarfsemi, d) frjáls framlög félagsmanna. 4. gr. — Rétt til styrks úr sjóðn- um eiga allir fullgildir félagsmenn í verkamannafélaginu Þrótti, sem uppfylla þau skilyrði, sem sett eru í reglum þessum fyrir styrkveit- ingum. Þeir sem styrks leita, skulu senda sjóðsstjórninni skriflega umsókn á þar til gerðum eyðu- blöðum, sem skulu vera fyrirliggj- andi á skrifstofu félagsins. Þegar sjóðstjórninni berast styrkbeiðnir, skal hún halda fund út af því svo fljótt, Æem við verður komið og tilkynna styrkbeiðanda strax um ákvörðun sína. 5. gr. — Ekki má veita styrk úr sjóðnum fyrr en hann er orðinn 10 þúsund krónur og aldrei verja á einu ári meira en % af árstekj- unum til styrkveitinga. 6. gr. — Stjórn sjóðsins skipa 3 menn og 3 til vara kosnir af trún- aðarmannaráði félagsins. I fyrsta sinn skal kjósa 1 til eins árs og 1 til tveggja ára og 1 til þriggja ára, síðan árlega 1 mann til þriggja ára. Varamenn skulu kosn- ir á sama hátt. Forfallist aðalmað- ur tekur varamaður við sæti hans á meðan á forföllum stendur og situr kjörtímabilið út, vari forföll svo lengi. 7. gr. — Stjórnin skiptir sjálf með sér verkum, og skal henni skylt að halda greinilega gjörða- bók og reikningshald fyrir sjóðinn. Ársreikningar skulu endurskoðað- ir af endurskoðendum Þróttar. Fé sjóðsins skal ávaxtað í Sparisjóði Sigluf jarðar eða öðrum jafntrygg- um stað. Stjórnarmenn bera á- byrgð á fjárreiðum sjóðsins einn fyrir alla og allir fyrir einn. 8. gr. — Reglur þessar öðlast gildi þegar í stað og verður þeim ekki breytt, nema með meirihluta samþykki löglegs trúnaðarmanna- ráðsfundar, og skulu umræður um breytingar á reglugerðinni ræddar á tveimur fundum í röð,. með minnst viku millibili. Síldarverksmiðjurnar Grána og Rauðka og Siglufjarðarkaupstaður hafa gengið að kaupsamn ingum þeim, sem birtir eru hér í blaðinu. S K R A yfir menn í trúnaðar- stöðum verkamanna- félagsins »Þröttar« 1942. Stjórn: Gunnar Jóhannsson (form.) Þóroddur Guðm.son (gjaldk.) Gunnl. Hjálmarsson (ritari) Jón Jóhannsson (varaform.) Sigurður Magnússon Varastjórn: -J Óskar Garibaldason Friðjón Vigfússon Jóhann Möller Ráðsmaður eða framkv.stjóri: Þóroddur Guðmundsson J Endurskoðendur reikninga: Karl Dúason Ásgrímur Albertsson Varaendurskoðendur: ~ .i Vigfús Friðjónsson fc' Eyjólfur Árnason

x

Þróttar-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttar-blaðið
https://timarit.is/publication/1813

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.