Tíminn - 07.04.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.04.1961, Blaðsíða 5
TÍMINN, fSstnðagiim 7. apríl 1961. 5 Útgefandi: FRAMSÚKNARFLOKKURINN Fraiakvæmdastjóri: Tómas Arnason Rit stjórar Þórarinn Þórarmsson (áb.j, Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit- stjórnar Tómas Karlsson Auglýsmga stjóri: Egill Bjarnason — Skrifstofur i Edduhúsinu — Símar- 18300—18305 Auglýsingasimi 19523 Afgreiðslusimi: 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f John Birch félags- skapurinn á Isiandi ý Hér í blaðinu í gær var sagt ftá hinum svokallaða John Birch félagsskap, sem veltur mikið umtal og nokk- urn ugg í Bandaríkjunum um beí,sar mundir Félags- skapur þessi, sem var stofnaður i Bandaríkjunum fvrir rúmum tveimur árum síðan, hefur þegar náð mikilli út breiðslu. Hann telur það aðalmarkmið sitt að berjast gegn kommúnisma, en frá sjónarmiði hans flokkast flest frjáls lyndi í stjórnmálum undir kommúmsma. Þannig hefur hann látið stimpla menn eins og Eisenhower og Warren sem þjóna kommúnista. Þessir starfshættir John Birch íélagsskaparins hafa að vonum vákið mikla athygli í Bantíaríkjunum. En það er víðar, sem svipaðir starfshættir stinga nú upp koihn- um. Þó hefur hann óvíða eða hvergi, gert það eins áber andi og hér á landi. Hét hafa forustumenn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins stofnað með sér eins konar John Birch félagsskap, sem heldur uppi þeim áróðri, að Framsóknarmenn séu erindrekar og þjónar komm únista. Aðalsannanirnar fyrir þessu eiga að vera tvær. Önnur er sú, að það sé kommúnismi að vilja ekki fallast á nýja landhelgissamninginn við Breta. enda pótt andstaðan gegn honum sé í fyllsta samræmi við það, sem allir flokkar lýstu yfir hátíðlega á Alþingi vorið 1959 og síðan fyrir tvennar þingkosningar á því ári. Hin er sú, að það sé kommúnismi að spyrna gegn þeirri stefnu, sem nú er fylgt í efnahagsmálunum, og vilja taka i staðinn upp framleiðslu- og framkvæmdastetnu. Samkvæmt bví eru núv. stjórnendur Bandaríkjanna hreinir kommún- istar, því að fyrir kosningarnar á siðastl. hausti beittu þeir sér harðlega gegn því að fyigi vrði þar áfram huð- stæðri efnahagsstefnu og nú ríkir hér á landi, og nú vinna þeir að því að framleiðslu- og framkvæmdastefna sé tekin upp í stað hennar. Með þessum málflutnmgi sínum hafa formgjar Sjalí- stæðisflokksins og Alþýðuflokksins skipað sér við hiið mesta afturhaldsins í heiminum. Þeir reyna að hindra framgang umbóta og framfara með því að stimpla allt siíkt sem kommúnisma. Með því eru þeir síður en svo að vinna gegn kommúnistum, heldur að hjálpa þeim tii að villa á sér hemildir og láta fólk halda, að kommúnismmn sé allt annað og betra en hann er. Það er sagt, að í Bandaríkjunum sé hægt að finna margt hið bezta og versta sem til er í heiminum. Forkólf ar Sjálfstæðisflokksins og Axfýðuflokksins sem mjög scæla bandarískar fyrirmyndir, eru bersýnilega fundvlsir á það, sem verst er. í efnahagsmálum taka þeir hina mis- heppnuðu efnahagsstefnu Eisenhowers sér til fyrirmynd ar. í málflutningi sínum hafa þeir gert John Birch félags- skapinn að fyrirmynd sinni. Ný sex manna nefnd í lögum þeim, sem stjórnarflokka -nir settu á nýlokim þingi um launamál kvenn^ er ákveðið að setja á laggirn ar nýja launaða sex manna nefnd, sem skeri úr ágrein ingi, er upp kann að rísa Bent var á, að þessi nefnd vær'' óþörf, þar sem eðli legast væri að láta Félagsdóm skera úr slíkum ágreimr.gi^ Það máttu stjórnarflokkarnir ekxi heyra Þeir vi du ólmir fá nýja nefnd. Svo segjast þeh vera á móti nefntí unum! "ERLENT YFIRLíT — Tanganyika verður sjálfstæð Nyererc íorsætisráíJherra þykir vænlegur til forystu. UM SEINUSTU máAaðamót var haldinn í Dare es Salaam, höfuðborg Tanganyika, ráð- stefna um framtíðarstjórn landsins. Á ráðstefnunni mættu fulltrúar frá hiriu nýkjörna þingi nýlendunnar og brezki nýlendumálaráðherrann, l3in Mcleod. Á ráðstefnunni náðist samkomuiag um, að Tanga nyika skyldi hljóta fullt sjálf- stæði 28. desember næst kom- andi. Með fullveldi Tanganyika bæt ist í röð sjálfstæðra ríkja ' í Afríku það ríkið, sem einna mestar vonir eru bundnar við, hvað snertir fai'sæla stjórn á næstu árum. Þetta er einkum byggt á því, að leiðtogi sjálf- stæðishreyfingarinnar þar, Jul- ius K. Nyerere, nýtur mikils álits jafnt landa sinna og þeirra útlendinga, er hafa kynnzt honum. Þá hafa íbúar landsins fengið talsverða þjálf- un í því að fara með eigin stjórn og má jöfnum höndum þakka það Bretum og Samein- uðu þjóðunum, en Bretar hafa farið með stjórn í Tanganyika í umboði Sameinuðu þjóðanna, en Tanganyika hefur heyrt und ir gæzluvernd þeirra. TANGANYIKA komst undir nýlendustjórn Þjóðverja á síð- ari hluta 19. aldar. Þjóðverjar gerðu þar ýmsa merka hluti og ber Tanganyika enn mer'ki um, að hún hafi búið við þýzka stjórn. Eftir fyrri heimsstyrjöld ina tóku Bretar við stjórn Tanganyika undir gæzlu Þjóða- bandalagsins. Eftir að Samein- uðu þjóðirnar tóku til starfa, féll gæzlustarfið þeim í hlut. Tanganyika er stórt land, 362 þús. fermílur að flatarmáli, en íbúar eru taldir um 9,2 millj., þar af um 120 þús. Ind- verjar og Arabar og 20 þús. hvítir menn. Ættflokkar eru margir og ólíkir, en þó hefur tekizt að halda uppi sæmilegri heildarstjórn í landinu, en hún komst strax á í tíð Þjóðverja. Þess vegna er miklu minni hætta á klofningi þar en í Kongó. Landbúnaður er einn helzti atvinnuvegurinn, en ýms námuauðævi eru talin þar mik- il. í Tanganyika er t. d. ein- hverjar mestu demantsnámur heimsins'. Náttúrufegurð er þar víða mikil og er þar m. a. hæsta og tignarlegasta fjall Afríku, Kilimanjaro. Þar er talið meira og fjölskrúðugra villidýralíf en annars staðar í Afríku. Margt þykir benda til, að Tanganyika NYERERE geti orðið mikið ferðamanna- land, er stundir líða fram. f samráði við S. Þ. hafa Bret- ar unnið að því að veita íbúum Tanganyika aukna sjálfstjórn í áföngum. Á síðastl. hausti var' kosið þar í fyr'sta sinn þing, þar sem blökkumenn eru í meiri- hluta. Þjóðflokkur Nyereres vann mikinn sigur í þeim kosn- ingum og hlaut hreinan meiri- hluta. Þetta þing myndaði strax ríkisstjóm á síðastl. hausti en hún tekur ekki raunverulega völd fyrr en 1. maí næstk. Ny- erere er forsætisráðherra henn- ar. JULIUS K. NYERERE er enn ungur maður, 38 ára gam- all. Faðir hans var einn af höfð ingjum Zaniki-ættflokksins, sem er einn minnsti ættflokk- urinn í Tanganyika. Hann átti margar konur og a. m. k. 26 börn. Nyerere var einna náms- fúsastur þeirra og hafði mikla Uppdráttur, sem sýnir iegu Tanganyika. löngun til að gerast kennari. Honum var því komið til katólskrar trúboðsstöðvar, og (vann sér þar slíkt álit, að hon- um var hjálpað til framhalds- náms við háskólann í Edinborg. Hann hélt heim frá Edinborg 1952 og hófst þá strax handa um stjf! un Þjóðflokksins, sem nú er langstærsti stjórnmála- flokkurinn í Tanganyika. Nyerere er sagður um inargt ólikur öðrum þeim stjórnmála- monnum Afríku, sem mest hef- ur borið á hin síðari ár. Hann er enginn sérstakur ræðuskör- ungur og virðist í fljótu bragði ekki neinn sérstakur persónu- leiki. Hann er hins vegar sér- lega laginn samningamaður og er fljótur að vinna sér tiltrú, er menn kynnast honum. Hann heldur fast á málum, en er þó öfgaminni en flestir stéttar- bræður hans. Hann er trúmað- ur mikill og meðal helztu vina hans er Laurian Rugalwa, fyrsti svarti katólski kardínálinn í Afríku. Nyerere hefur tamið sér ýmsa siði, sem vekja umtal um hann. Hann er mikill reykinga- maður og kann vel að meta áfenga drykki, þótt ejcki neyti hann þeirra óhóflega. Hann klæðir sig jafnan vel og sam- kvæmt nýjustu tízku og gengur jafnan með Chaplinstaf. Hann er fremur lítill vexti og grann- vaxinn. Hann er sagður iðinn starfsmaður og er að því leyti ólíkur föður sínum, að hann á aðeins eina konu og fimm börn. ÞAÐ VAR um skeið hug- mynd Nyereres að sameina Tanganyika, Kenya og Uganda í eitt sambandsiiki, sem hefði þá orðið eitt öflugasta og rík- asta ríki Afríku. Hann bauðst jafnvel til, að Tanganyika frest aði sjálfstæðistöku sinni, svo að þessi ríki gætu öll hlotið sjálf- stæði samtímis. Þetta hefur hins vegar ekki hlotið nægar undirtektir í Kenya og Uganda, enda eru þar fyrir stjórnmála- leiðtogar, er gruna Nyer’ere um, að hann sé hér að seilast til áhrifa út fyrir landamæri Tanganyika. Nyerere segir hins vegar, að honum gangi ekki annað til með þessu en að treysta sem bezt hina efnahags- legu uppbyggingu í Austur- Afríku. Ekki er talið óeðlilegt, að þessi hugmynd hans geti orð ið að veruleika síðar, en þó ekki nema á þeim gr'undvelli, að þetta ríkjasamband verði mun lauslegra en hann gerði upphaflega ráð fyrir. Þ. Þ. Kammermúsikklúbburinn er nú að hetja fimmta starfsár sitt meS tónleikum í samkomu sal Melaskólans föstudaginn >. apríl klukkan níu. Árni Krist jánsson og Björn Ólafssen flytja vark eftir Beethov^n, Debussy og Grieg Með tónleikum þessum er fimmta starfsár Kammermúsik- klúbbsins hafið. Fyrstu tónleik- ar klúbbsins voru haldnir í febrú ar 1957. Hafa jafnan verið haldn ir sex tónleikar á ári síðan. Fé-, lagar í klúbbnum eru um það bil 160. Tónleikar klúbbsins hafa yfir leitt verið fluttir af innlendum li:tamönnum. Erlendir gestir hafa þó verið nokkrir, þar á i meðal Armeníukvartettinn q» Kammermúsikklúbburjnn Erling Blöhdal. Fluttir hafa verið fiestir Brandenborgarkonsertarnir og Kvartett Jóns Leifs var fyrst fluttur á landinu af Kammer- músikklúbbnum. Á tónleikunum á föstudaginn verða flutt þessi verk. Sónata í c-moll eftir Beethoven opus 30 nr. 1; sónata eftir Debussy 8g sónata í c-moll eftir Grieg opus 75. Flytjendur eru Árni Kristjáns són og Björn Ólafsson. Á öðrum tónleikum klúbbsins flytja Snæbjörg Snæbjarnardóttir og Árni Kristjánsson verkið Frauenliebe und Leben eftir R. Schumann. Þá verður einnig flutt trio opus 90 eftir Dvorak. Brand enborgarkonsert nr. 5 í d-dúr eft- ir J.S. Bach og Sinfonia Concert ante í a-dúr fyrir fiðlu, hnéfiðlu og hljómsveit, einnig eftir Bach, verða síðan flutt á þriðju tónleik um klúbbsins í vor. Verð ársskírteina hefur verið óbreytt frá upphafi, 120 krónur á mann. Er það 20 krónur á kon- sert, eða næstum helmingi minna en kostar í sum kvikmyndahús hér í bæ. Æskilegt er, að með- limum klúbbsins fjölgi nokkuð, svo að starfsemin komist á örugg ari fjárhagsgrundvöll.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.