Morgunblaðið - 27.02.1946, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.02.1946, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 27. febr. 1946 MORöDNBLAÖií Norðmaðurinn Trygve Lie EKKI kemur það ósjald- an fyrir, að samanburður sje gerður á Trygve Lie og Bevin, utanríkisráðherra Breta. Báðir eru feitlagnir, eru gæddir ríkri kímnigáfu og ferill þeirra á sviði stjórn málanna er að ýmsu leyti líkur. — Þeir eru báðir komnir af alþýðufólki, og Trygve Lie mun minnast þess meðan hann lifir. í fyrstu ræðu sinni, eftir að hafa verið kjörinn aðal- ritari þings Sameinuðu þjóð anna, lagði Lie áherslu á það að hinum hröktu miljónum veraldarinnar væri veitt nægileg aðstoð, hvað allan aðbúnað snerti. Með því einu, sagði hann, væri hægt að tryggja það, að fórnar- lömb heimsstyrjaldarinnar síðari hefðu ekki Iátið líf sitt árangurslaust. Bæði Bevin og Lie eiga hinn glæsi lega feril sinn á sviði stjórn- mála að þakka áhuga sínum fyrir samtökum verkalýðs- ins, en þau hafa ætíð verið megin áhugamál þeirra. En það er einnig margt líkt á með þeim Lie og Byr- nes, utanríkisráðh. Banda- ríkjanna. Bæði Norðmaður- inn og Bandaríkjamaðurinn urðu að treysta á sjálfa sig, til að koma sjer áfram í þjóð fjelaginu, og urðu að leggja mikið að sjer, til að greiða kostnaðinn við skólagöngu sína. Báðir hófu starfsferil sinn sem sendisveinar. í raun og veru hóf Lie virka þátttöku í stjórnmála- lífinu áður en hann byrjaði að ryðja sjer braut á sviði atvinnumála Faðir hans var smiður, og Lie var þegar í æsku ákveðinn fylgjandi verklýðsflokksins. Er hann var tíu ára gamall, fjekk hann sjer að láni hest og vagn á hverjum kosninga- degi og ók í gegnum útjað- ar Aker. Þeim, sem hann rakst á á leiðinni, bauð hann kurteislega upp í hann en um leið og farþegamir voru sestir, hóf Lie fjörugar st j órnmálaumræður. Er á kosningastaðinn var komið, þóttist hinn ungi stjórnmálamaður þess full- viss, að farþegar hans mundu greiða rjettum flokki atkvæði sitt. Trygve Lie hefir mætur á ungu fólki, og ánægju af nærveru æskumanna. Vinir hans segja, að hann hafi lagt það í vana sinnað múta hin- um þremur ungu dætrum sínum með sælgæti, til að fá þær til að sitja á fyrsta bekk meðál áheyrenda á fundum og öðrum samkundum. Stjórnmálaáhugi hans vaknaði sncmma. Á UNGA aldri var Trygve Lie meðlimur verklýðsfje- lags æskumanna, en 15 ára gamall innritaðist hann sem fjelagi verklýðsflokks- ins. Með því að vinna eftir hádegi sem sendisveinn, tókst honum að sækja skóla á morgnana og lesa lexíur sínar á kvöldin. í ráði var Fyrsta aðalritara Sameinuðu þjóðanna bíða mörg og erfið viðfangsefni (L-ftir ^yJJífrecl J/oacLim JJiáclier að hann yrði iðnaðarmaður, eins og faðir hans hafði ver- ið og bræður hans voru allir. En einn kennara hans kann- aðist við hæfileika hans og ráðlagði honum að halda áfram námi. 19 ára að aldri var honum veittur styrkur til náms við háskólann í Oslo og lagði stund á lög- fræði. Hinn tilvonandi utan- ríkisráðherra Noregs lauk prófi með ágætiseinkunn. Lie hóf starfsemi sína sem lögfræðingur árið 1919. — Hann var einnig ritari mið- stjórnar verklýðsflokksins og lögfræðilegur ráðunautur ýmsra verklýðsfjelaga. Þá þegar hafði hann beitt sjer fyrir endurbótum á launum verkamanna o. fl., og hafði mikið að segja um stjórn fæðingarbæjar síns, Aker, í grendinni við Oslo. Árið 1921 gekk Trygve Lie að eiga Hjördísi Jörg- ensen, en hún hafði verið vinkona hans frá æsku. Hún var ötull stuðningsmaður eiginmanns síns. Sjálfur hef ir Lie í gamni verið kallaður ötulasti baráttumaður Nor- egs fyrir rjettindum kvenna. Hann var ákveðinn fylgj- andi jafnrjettis kvenna og karla og stefndi að því, að laun þeirra og tækifæri til atvinnu væru þau sömu og karlmanna. Trygvi Lie hefir ætíð átt heima í vinstri fylkingar- armi verklýðsflokksins. — Bækur hans um málefni verkamanna benda allar í þá átt. Lie stundar íþróttir sjer til dægrastyttingar. — Hann studdi unglingasamtök og leiðbeindi þeim, og vann að því, að meðlimir þeirra gætu eignast leikvelli og haft meiri tíma aflögu til alls- konar íþróttastarfsemi. Sjálf ur er Lie áhugasamur íþróttamaður, leikur tennis og er ágætur á skíðum, eins og allir Norðmenn. Antony Eden og Lie hafa aldrei keppt á sviði stjórnmálanna, en þeir hafa ekki ósjaldan áttst við í tenniskeppnum. Þá er hann og, eins og flest- ir Oslobúar, góður knatt- spyrnumaður. Hann horfði oft á kappleiki og hrópaði þá hvatningarorðum til leik- manna. Vinum sínum sagði hánn, að þetta væri „gott fyrir lungun“. Er hann var landflótta í Englandi, mætti hann oft og tíðum öðrum áhugamanni um knatt- spyrnu — Hákoni konungi. Árið 1926 var Tryge Lie kosinn meðlimur miðstjórn- ar flokks síns. Níu árum seinna bauð Johan Ny- gaardsvold honum sæti í Trygve Lie stjórn sinni sem dómsmála- ráðherra. Lie var þá 38 ára að aldri. Árið 1937 var hann kosinn á þing. Hann er sístarfandi. LIE hefir það fyrir reglu að hefja vinnu sína snemma á morgnana og ljúka störf- um seint á kvöldin. Vera má að starfsbræður hans við þing Sameinuðu þjóðanna hefðu gott af því,.að lesa eft- irfarandi: Hinn nýi yfir- maður þeirra er yfirleitt geð góður og rólyndur. Að eins það, að vera ónáðaður, er hann er þreyttur og önnum kafinn-við eitthvert mikil- vægt vandamál, getur haft í för með sjer, að hann stökkvi upp á nef sjer. Það bregst þá ekki, að hann biðji afsökunar ekki seinna en eftir hálfa klukkustund. •— Trygve Lie fær aldrei leið- indaköst, nema þá að einni orsök undantekinni: Hann getur setið og verið þegj- andalegur svo dögum skiftir, ef einhver meðlimur fjöl- skyldu hans gleymir afmæl- isdegi hans. Er hann dvaldi í London, var þessi fjöl- skylda orðin óhemju stór. •— Heimili Lies var samkomu- staður mikils fjölda ungra Norðmanna og hermanna í fríi. Árið 1939 var hann gerður að birgða og flotamálaráð- herra. Hann sá fram á það, að land hans mundi að öll- um líkindum verða fyrir miklum óþægindum vegna hafnbannsins, jafnvel þótt tekist hefði að halda Norgei utan styrjaldarinnar. Mikl- um birgðum af nauðsynja- vörum var því komið fyrir til geymslu. Noregur var eina landið á meginlandinu, sem ekki neyddist til að hefia skömtun á bensíni fvrstu mánuðina eftir að styrjöldin braust út. Þegar dr. Braumer sendiherra, lagði úrslitakosti Þýska- lands fyrir norsku stjórnina, átti norska ríkið, vegna öt- ullar framgöngu Trygve Lie, geysimiklar varabirgðir af rúgmjöli, hveiti, kolum o. s. frv. Lie var konunginum og krónprinsinum samferða alla hina hættulegu leið yfir Noreg. Hann sameinaðist hinum ráðherrunum í litlu ferðamannahóteli á hæðum Romsdalsins. Hann var þá enn í skóhlífum og hvers- dagsfötum, því í flýtinum hafði reynst ómögulegt að finna hæfileg skíðaföt handa honum, en sem vitað er, er hann bæði stór og feitlag- inn. Þúsund skip komust undan. ER LIE kom til Aandals- nes, náði hann sambandi við aðalstöðvar breska hersins. Með geysimiklum erfiðleik- um tókst honum að útvega birgðir þær, sem nauðsyn- legar voru til þess að hægt væri að halda uppi vörnum í Norður-Noregi. •— Mesta afreksverk hans var þó það, að auðnast að forða flotan- um undan hrammi Þjóð- verja. Hann vann dag og nótt í litlu fjallahóteli og tókst að koma 1000 skipum undan, meðal þeirra fjöl- mörgum, sem voru undir nefinu á óvininum. Þessi skip áttu eftir að verða Bret um ómetanleg aðstoð. Áður en Trygve Lie varð að hverfa til Bretlands, þurfti hann að ráða fram úr öðru mikilsverðu vanda- máli. Við þetta notaðist hann við litla, hreyfanlega útvarpsstöð. Honum tókst að koma í veg fyrir falsaðar fyrirskipanir til flutninga- skipa, og beina þeim að höfn um bandamanna. í febrúar 1941, varð Trygve ' Lie utanríkisráð- herra. Með framkomu sinni og samningagerðum tókst honum að afla sjer og landi sínu margra vina bæði í Eng landi og meðal stjórnarer- indreka bandamanna. Og þó var Lie ætíð í nánu sam- bandi við heimaland sitt. — Honum gekk greiðlega að afla sjer nauðsynlegra upp- lýsinga. Það, að brú hefði verið sprengd í loft upp í Noregi, frjettist t. d. oft fyr í London en Oslo. Það er hinu ágæta samstarfi norsku stjórnarinnar í Bret- landi og baráttumannanna heima fyrir að þakka, hve vel Norðmönnum gengur endurreisnarsarfið. En Lie dvaldist sjálfur í margar "vik ur í Noregi á meðan á styrj- öldinni stóð, og sagði vinum sínum í London, er þeir mintust á hina löngu fjar- veru hans, að „hann hefði haft feykimikið að gera“. Tryge Lie er góður að um- gangast fólk og þar koma tungumálahæfileikar hans honum að góðum notum. — Han talar ensku, frönsku og þýsku, en aðeins nokkur orð í rússnesku. Hann íalar þessi mál hægt og skýrt. í janúar 1944, gerði hann ágætt yfirlit yfir stjórnmála lega afstöðu nágrannaland- anna fyrir og á meðan á styrjöldinni stóð. Hann að- stoðaði við að koma á betri samvinnu við Svíþjóð, en mannúðarstarfsemi sænsku þjóðarinnar er minst með þakklæti í Noregi. Þá hrós- aði hann mótstöðuhreyfing- unni dönsku. •— Um sömu mundir ljet hann í ljósi þá skoðun sína, að lýðræðis- ríkið Finnlandi, mundi á ný vinna sjer hylli þjóðanna. _— Um ísland sagði hann: „ís- land hefir einnig sýnt mik- inn vinarhug og skilning á baráttu Norégs síðustu ár- in“. Berst fyrir alþjóðasam- vinnu. ÞÓ HEFIR Trygve Lie lýst því yfir hvað eftir ann- að, að efnahagsleg og stjórn málaleg samvinna Norður- landa sje ekki nóg, að þetta verði að ná til allra frjálsra þjóða veraldarinnar. Eftir reynslu liðinna ára hefir Trygve Lie komist á þá skoðun að ævarandi hlut levsisstefna lands síns sje röng, og krefst þess að Nor- egur taki virkan þátt í ör- yggiskerfi veraldarinnar. Eftirmaður hans mun fylgja sömu stefnu. Fyrsti aðalritari samein- uðu þjóðanna kallar sjálfan sig þjón veraldarinnar. — Hann getur orðið þetta, ef honum tekst að koma á fót stofnun, sem kemur í stað- inn fyrir þjóðahroka og stór veldabrjálæði. Trygve Lie er kappsfullur og einbeitt- ur. Hann kom skipastól þjóð ar sinnar undan óvinunum, í hafnir bandamanna. Við skulum vona, að honum tak- ist að þessu sinni að stýra löndum bandamanna í ör- ugga höfn ævarandi friðar. SámHmáli milli Páfastólsbis og Spánar London í gærkvöldi. BRÁÐLEGA verður undirrit- aður sáttmáli milli Páfastólsins og Spánar. Talið er að samn- ingum sje þegar lokið, eftir all- miklar viðræður milli fulltrúa Páfa( og spönsku stjórnarinnar. Þessir samningar koma í stað annarra, sem útrunnir voru og voru einkum um erfðarjettindi Spánverja til þess að útnefna kirkjuhöfðingja. í annan stað er samið um það, að sama á- stand verði framvegis í mál- efnum hins spánska dómstóls í kirkjulegum málum. — Einna mest hefir Alberto Atrajo, ut- anríkisráðherra Spánar tekið þátt í samningum þésáum af Spánverja hálfu, en hann er mjög valdamikill maður innan samtaka kaþólskra á Spáni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.