Morgunblaðið - 06.03.1969, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.03.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MARZ 1969. 3 Óvenjulegur stjórnmálaferill: Gustav Heinemann forseti Vestur-Þýzkatands Ráðherra í stjórn Adenauers — Nú forsetaefni jafnaðarmanna GUSTAV HEINEMANN, sem kjöfrinin var forseti Sambands lýðveldisins Þýzkalands í gær, er talinn mikill friðar- sinni og 'befur gjamain álitið hlutleysisstefnu einustu leið- ina til endursameinimgar Þýzkalands. Af þessari á- stæðu ienti hann í andstöðu við dr. Konrad Adenauer að lokum, er Heinemann var inn anríkisráðherra í stjórn Ad- enauers, þegar sambandslýð- veldinu var komið á fót, en Heinemann var á árunum eft ir heimsstyrjöldina talinn einn af áhrifamestu stjórn- málamönmum Vestur-Þýzka- lands. Heinemann sakaði þá Adenauer um að spilla fyrir pólitískri framtíð landsins með því að fylgja vestrænni utanríkismá’lastefnu og með því að láta undir höfuð leggj- ast að notfæra sér þá mögu- leika, sem vera kynnu fyrir hendi til þess að komast að samkomulagi við Austur-Ev- rópuríkin. Árið 1958 vakti Heinemann mikla athygli með afstöðu sinni, er hann lýsti yfir samr þykki sínu við svokallað Ra- packiáætlun, sem kennd var við utanríkisrá’ðherra Pól- lands, en henni var hafnað skýrt og skorinort jafnt af kristilegum demokrötum, stjórnarflokknum, sem jafnað- armönnum. Heinemann er fæddur í Schwelm í Westfalen 23. júlí 1899 og var faðir ha.ns starfs- maður við Kruppverksmiðj urnar miklu. Heine stundaði nám við ýmsa þýzka háskóla og 'lauk embættisprófi í þjóð- féilagsfræðum 1922 og doktors prófi í lögfræði 1929. Hann starfaði sem lögmaður í Essen frá 1936 og var í hárri stöðu hjá miklu stálfyrirtæki frá 1936 tU 1949. Hann var einn af stofn- endum flokks Konrads Aden auers, Kristilega demókrata- flokksins (CDU), en var nú kjörinn forseti landsins sem frambjóðandi jafnaðarmanna (SPD). Heinemann var borgar- stjóri í Essen frá 1946 til 1949 og gegndi þá afar mik- ilvægu hlutverki við endur- uppbyggingu þessa svæðis, sem er mikilvægasta iðnaðar- svæði Þýzkalands. Þeir hæfi leikar, sem hann sýndi í þvi starfi, varð til þess að Aden auer skipaði hanin innanríkis ráðherra í sambandsstjórn- inni í Bonn enda þótt hann ætti þá ekki sæti á sambands þinginu. En Heineman.n gegndi því emibætti aðeins eitt ár. Árið 1950 sagði hann af sér embætti til þess að mót- mæla endurhervæðingu Vest ur-Þýzkalands, sökum þess að hann ta'ldi, að hún myndi verða til þe9s að hindra end- ursameiningu Þýzkalands. Heinemann gekk síðan úr CDU og stofnaði sinn eiginn flokk, Alþýzka þjóðarflokk- inn, sem vera skyldi talsmað ur þriðju stefnunnar, þ.e. milli CDU og SPD, en þessi tilraun mistókst og árið 1958 gekk Heinemann í flokk jafn aðarmanna. Sem þingmaður á vestur- þýzka sambandsþinginu hefur hann haldið áfram viðleitni sinni til þess að Þýzkaland sameinist aftur og hefur lagt einkum áherzlu í innanlands stjórmmiálum á nefsirétt fyr- Gustav Heinemann ir pólitíska g'læpi og að því að afmá agnúa á stefnu flokks síns. —- Heinemann varð dómsmála ráðherra 1966, eftir að Kurt Georg Kiesinger myndaði sam steypustjórn CDU og SPD. Heinemann stjórnaði þeim við ræðum, er leiddu til þess, að nýr kommúnistaflokkur var stofnaður í Vestur-Þýzka- landi fyrir nokkrum mánuð- um, en kommúnistaflokkur- inn hefur verið bannaður þar eftir stríð. Vegna þeirra af- skipta, sem Heinemann hefur haft af þessu máili hefur hann verið harðlega gagnrýndur af kristilegum demokrötum í Baj ern undir forystu Franz Jo- sef Strauss fjármálaráð- herra. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem kastazt hefur í kekki milli þeirra Heinemanns og Strauss. Sem málflutningsmað ur var Heinemann verjandi ritstjóra og útgefanda blaðs ins „Der Spiegel" er þeir voru ákærðir af Strauss, sem þá var varnarmálaráðherra, fyrir að hafa ljóstað upp hernaðarlegum leyndarmál- um. Heinemaran hefur fengið orð á sig fyrir að hafa komið jafnan fram sem sjálfstæður og óháður stjórnmálamaður. Vilji hans till þess að stofn- aður yrði nýr kommúnista- flokkur í Vestur-Þýzkalandi, er ekki sagður stafa af dá- læti hans á kommúnistum, heldur ihinu að hann telur að það muni gefa Vestur-Þýzka- landi enn lýðræðislegra yfir bragð gagnvart Austur- Þýzkalandi og öðrum ríkjum. Hann hefur haldið því fram, að Vestur-Þýzkalandi myndi ekki stafa nein hætta af nýj- um kommúnistaflokki, sökum þess hve vanmegnugur sá flokkur hlyti að verða og er þessi rökstuðningur hans við urkenndur af mörgum. Heinemann er lýst sem ró- lyndum manni, sem ekki hafi ríka kýmnigáfu. Hins vegar sé hann mjög snjall ræðumað ur og hafi á sér yfirbragð frjálslynds menntamanns. Hann er mótmælandi og hef- ur látið mikið að sér kveða í hópi þeirra, m.a. verið með- limur kirkjuráðs mótmælenda í Vestur-Þýzkalandi. Hann er kvæntur og fjögurra barna faðir. Banatilræði við forsætis ráðkerra Suður-Víetnam Saigon og Was'hington, 5. marz. AP. • Hermenn Viet Cong gerðu í dag misheppnaða tilraun til að ráða Tran Van Huong, forsætis- ráðherra Suður-Víetnam, af dög- um. Lögreglumenn svöruðu skot hríð skæruliða á bifreið forsætis ráðherrans og liandtóku fjóra til ræðismenn ,sem voru dulbúnir sem suður-víetnamskir hermenn og einn til viðbótar, sem reyndi að koma fyrir sprengju við skrif stofu forsætisráðherrans. Van Huong slapp ómeiddur. • Melvin R. Laird, landvarna- ráðherra Bandaríkjanna, hélt í dag áleiðis til Saigon til þess að kynna sér síðustu sókn kommún- ista. Hann sagði við brottförina frá Washington, að þótt allir von uðu að friðarviðræðurnar í Par- ís bæru árangur yrðu Bandaríkja menn að vera við öllu búnir. Hann neitaði að svara því, hvort eldflaugaárásum kommúnista á suður-víetnamskar borgir yrðu svarað með nýjum loftárásum á Norður-Víetnam. En í Saigon er sagt að banda- ríska herstjórnin hafi gert ráð- stafanir til þess að grípa til marg víslegra hefndarráðstafana gegn Norður-Vietnam með stuttum fyrirvara með tilliti til þeirrar hótunar, sem frarn kom í þeirt* yfiriýsingu Richard Nixons for- seta á blaðamannafundi í gær, að gripið verði til „viðeigandi gagnráðstafana", ef frarruhald verði á stórfelldum árásum kommúnista á suður-víetnamska bæi. Slíkt taldi hann brot á þegjandi samkomulagi er leiddi ti.1 þess að Bandaríkja- menn hættu loftár'ásunum í haust. MIKILVÆG FERÐ í Washington er talið að kynn isferð Lairds landvarnaráðlherra geti haft mikil áhrif á ákvarð- Framhald á bls. 27 HVERS VfCNA að láta sáfa- sett vanta i stofnna? í dag eru 9 mismunandi tegundir af sófasettum í Húsgagnahöllinni. Á áklæðalagernum eru 79 mismunandi áklæði og litir sem þér getið látið bólstra með. Vér bjóðum yður einstaklcga góð afborgunarkjör. ^(rs TT r-»a í-» öí í i ry » I Simi-22900 Laugaveg 26 STAKSTEINAR Eins árs afmæli Um þessar mundir er eitt ár liðið frá því, að formannaskipti urðu í Framsóknarflokknum og Ólafur Jóhannesson, prófessor, tók við formennsku flokksins af Eysteini Jónssyni. Svo sem eðli- legt er meta Framsóknarmenn það nú í sínum hóp hversu til hafi tekizt. í þvi sambandi er nauðsynlegt að hafa í huga, hvernig ástandið í Framsóknar- flokknum var, þegar formanna- skiptin urðu. Hálfu ári áður hafði flokkurinn enn tapað al- þingiskosningum, undir forustu Eysteins Jónssonar og nokkrum mánuðum áður hafði Eysteini mistekizt að koma ríkisstjórn- inni frá völdum með öðrum hætti, eins og hann hafði svo öt- ullega unnið að. Óánægjan með forustu Eysteins var orðin svo megn í Framsóknarflokknum, að jafnvel honum sjálfum varð ljóst, að upp úr mundi sjóða, ef ekki yrði einhver breyting á. Niðurstaðan varð sú, að Ólafur Jóhannesson, sem verið hafði varaformaður flokksins, var kjörinn formaður í stað Eysteins og var kjör hans eins konar mála miðlun milli ólíkra afla innan Framsóknarflokksins. Eysteinn hélt hins vegar formennsku í þingflokknum og gerir enn og tryggði sér þar með öll þau áhrif í flokknum, sem hann kærir sig um. r ■ Reynslan af Olafi Framsóknarmenn meta nú þessa dagana hver reynsla hafi orðið af formennsku Ólafs Jó- hannessonar, prófessors. Niður- staða þeirra er neikvæð. Þeir telja, að Framsóknarflokkurinn hafi ekki eignazt í stað Eysteins kraftmikinn foringja, sem hleypt hafi nýju lífi í starf og stefnu Framsóknarflokksins. Þvert á móti telja þeir, að enn meiri deyfð hafi færst yfir forustu flokksins eftir að Eysteinn lét af formennskunni og að þeirrar deyfðar gæti í öllu flokksstarfi. Framsóknarmenn eru af þessum sökum ekki ýkja bjartsýnir á framtíð flokks síns um þessar mundir og þeim sárnar það að vonum, að það þykir tryggasta svefnlyf, sem sögur fara af, ef formaður þeirra birtist á sjón- varpsskerminum. Allt veldur þetta því, að á eins árs afmæli flokksformennsku Ólafs Jóhann- essonar ríkir mikil ólga í Fram- sóknarflokknum og meiri sund- urþykkja en verið hefur um langt skeið. Erfið innanflokks- mál hafa verkað sem olía á eld- inn og margir af áhrifamestu mönnum flokksins hafa við orð að hætta afskiptum af stjórn- málum. Hafi Framsóknarflokkur inn verið illa á sig kominn við lok formannsferils Eysteins Jóns sonar telja Framsóknarmenn, að það hafi þó verið leikur einn miðað við það ástand, sem nú ríkir í flokknum. Lítil íyrirspurn Alþýðublaðið ræðir í forustu- grein sl. þriðjudag um stjórn at- vinnufyrirtækja og telur, að al- menningur beri takmarkað traust*til stjórnendanna, væntan Iega vegna þess, að þeir séu ekki taldir hæfir til sinna starfa. Tel- ur Alþbl. nauðsynlegt að koma á einhverju allsherjar eftirliti með atvinnurekstrinum. Vegna þessara ummæla Alþbl. skal bor in fram ein lítil fyrirspurn: Vill ekki Alþýðublaðið lána atvinnu- fyrirtækjunum starfskrafta þeirra manna, sem stjórnað hafa rekstri Alþýðublaðsins? Þá yrðu stjórnunarvandamál atvinnufyr- irtækjanna væntanlega leyst og traust almennings endurvakið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.