Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.02.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. FEBRUAR 1976 15 Hinn nýi forsætis- ráðherra í Kína: 0 HUA Kuo-feng, öryggis- málaráðherrann sem nú er orð- inn settur forsætisráðherra Alþýðulýðveldisins Klna öllum á óvart I stað Chou En-lais, heit- ins, á eitt sameiginlegt með öðrum leiðtogum þessa lands þ.e. að um hann er afar Iftið vitað. Jafnvel aldur hans er á huldu, en almennt er hann tal- inn 55 til 60 ára. Hvorki sér- fræðingar í kínverskum málefnum né talsmaður stjórn- valda I Peking geta hins vegar sagt um hvort hann er kvæntur eða ekki. Stjórnmálaskýrendur í Peking hafa undanfarið ár tek- ið eftir hinum skjóta frama Hua, en þar hafa einnig aðrir skotið upp kollinum i forystu- liðinu og því gerðu fáir ráð fyrir því að hann stykki beint inn í æðstu ráðherrastöðu Kina Ekki er reyndar enn ljóst hvort Hua er aðeins bráðabirgðafor- sætisráðherra, eða hvort þing alþýðunnar staðfestir útnefn- ingu hans, þótt mikill uppslátt- ur Dagblaðs alþýðunnar um hana bendi til hins síðar- nefnda. Hua Kuo-feng vakti fyrst á sér athygli sem landbúnaðar- sérfræðingur i heimahéraði Mao Tse-tungs, formanns, Mið- Hunan. Sagt er að hann hafi unnið að vatnsveitugerð á fæðiágarstað Mao, Shao Shan. Hann varð varalandsstjóri í Hunan árið 1958 og lifði af um- rótaskeiðið mikla er 0 Hua Kuo-feng, sem teklð hefur vlð embætti forsætisráðherra f menningarbyltingin reið yfir Kfna I bili að minnsta kosti, ávarpar á þessari mynd, sem tekin kínverskt þjóðlff á sjöunda ára- var 15. október 1975, ráðstefnu eina 1 Peking. Hua Kuo-feng — sérfræð- ingur í landbúnaði en ekki reyndur diplómat tugnum án þess að hann yrði fyrir árásum frá öfgaflokki vinstri manna, — Rauðu- varðliðanna. En fyrsta skref hans inn á þjóðmálasviðið var er kosning hans í miðstjórn Kommúnista- flokksins í april árið 1969. Næsta skref tók hann svo er hann náði kjöri til fram- kvæmdanefndar flokksins fjór- um árum síðar. Þing alþýðunnar staðfesti hinn skjóta frama Hua í janúar árið 1975 er hann var gerður að varaforsætisráðherra og öryggismálaráðherra. I fyrra voru honum fengin tvö mikil- væg verkefni, sem gerðu hann landsþekktan. Hann flutti að- alræðuna á stórri landbúnaðar- ráðstefnu þar sem hann hvatti m.a. til betri stjórnunar sam- yrkjubúa. Þá var Hua fulltrúi ríkis- stjórnarinnar við hátíðahöld í Lhasa, höfuðborg Tíbets i til- efni af því að 10 ár voru liðin frá því Tíbet varð sjálfstjórnar- hérað innan Kínverska alþýðu- lýðveldisins. Hua er tiltölulega ungur að aldri meðað við aðra stjórn- málaleiðtoga Kinverja. Hann er péttur vexti og burstaklipptur, og er vanalega með gleraugu. Hann hefur alla tið forðast að fá á sig stimpil sem annað hvort róttækur eða hægfara stjórn- málamaður. Það kann að virð- ast dálitið kaldhæðnislegt, en stjórnmálaskýrendur í Peking setja yfirleitt Hua á sama stað í hinu pólitíska litrófi í Kína og þann mann sem almennt var talið að fengi embætti forsætis- ráðherra að "Chou látnum, — Teng Hsiao-ping, þ.e. fulltrúa skynsemishyggjumanna hann sé hæfileikamikill skipu- leggjandi, en ekki hins vegar mikill hugmyndafræðingur. Talið er hugsanlegt að sú staðreynd að Teng hreppti ekki hnossið stafi af því að Teng eigi enn f útistöðum við róttækustu vinstri öflin undir forystu Chiang Ching, eiginkonu Mao. Teng var sem kunnugt er sendur út í kuldann í menningarbyltingunni vegna meintra kapftaliskra til- hneiginga. Einnig kann að hafa þótt óheppilegt að maður sem var nánast sviptur ærunni i menningarbyltingunni komist svo í næstæðsta embætti ríkis- ins. Japanskir fréttamenn segja að Mao formaður hafi sjálfur valið Hua til hins aukna frama hans að undanförnu vegna góðrar frammistöðu hans f heimabyggð formannsins á tím- um menningarbyltingarinnar. Undanfarna mánuði gegndi Hua alla vega augljóslega fleiri skyldum en þeim sem fylgdu öryggismálaembættinu og m.a. virtist hann hafa stjórnað hinni stórfelldu vélvæðingu í land- búnaðinum sem hafin er og á að standa næstu fimm árin. Hua hefur hins vegar ekki átt mikið samneyti við Vesturlönd eða Vesturlandabúa. Fulltrúi einnar erlendrar sendinefndar sem ræddi við hann hefur þó látið í ljós aðdáun yfir mikilli þekkingu hans og áhuga á land- búnaði. Og fleiri vestrænir menn sem hitt hafa Hua lýsa honum sem afslöppuðum og þægilegum manni, sem sé mikl- um gáfum gæddur. Engu að sfð- ur telja sumir að erfitt kunni að verða fyrir Hua að halda í for- sætisráðherraembættið til lang- frama vegna þess að hann hefur ekki mikla eða viðfeðma þekkingu á diplórhatískum málefnum. AP/Reuter Knut Frydenlund vill lausn deilunnar með samningum Ósló 11. febr. NTB. Knut Frydenlund, utanríkisráð- herra Noregs, sagði í fyrirlestri sem hann hélt á fundi norska Verkamannaflokksins f Björgvin f gærkvöldi, að fiskveiðideila ts- lands og Bretlands væri deila sem snerti Norðmenn að verulegu leyti. Hér væri um að ræða deilu tveggja landa, sem Noregur hefði náin samskipti við. Auk þess væri þetta deila tveggja rikja innan Atlantshafsbandalagsins, sem ætti sér stað á svæði, þar sem mikilvægt væri fyrir Noreg, að ró og spekt ríkti. Fyrir báða málsað- ila væru þjóðarhagsmunir í veði, efnahagsástand beggja ríkjanna væri slæmt, en þó væri þar munur á. Frydenlund sagði að fyrir Is- lendinga hefðu fiskveiðar úrslita- þýðingu og um lífsspursmál væri að ræða. Þetta væru atriði sem skiptu miklu máli, a^ mati Norð- manna. Að lokum sagði Frydenlund, að deilan yrði aðeins leyst með samningum. Slíkar samninga- umleitanir gætu ekki hafizt fyrr en brezk herskip væru farin af miðunum við Island. Rússar byggja á Kanaríeyjum Santa Cruz de Tenerife, Kanaríeyjum, 11. febr. AP. SOVÉZK-SPÆNSKA fyrirtækið „Sovhispan" tilkynnti í dag, að það myndi innan skamms hefja framkvæmdir við byggingu fisk- iðju og þjónustumiðstöðvar fyrir 1500 sovézk fiskiskip, sem stunda veiðar frá Kanarieyjum. Er kostnaður við miðstöðina áætlaður um 320 milljónir ísl. kröna og verða m.a. í henni niður- suðuverksmiðja og mjölverk- smiðja. Lífið í Guatemala er aðeins að fær- ast í rólegra horf Guatemalaborg 11. febrúar AP-Reuter FLOKKAR óbreyttra borgar aðstoða nú lögregluyfirvöld I Guatemalaborg við gæzlustörf til að koma f veg fyrir þjófnaði og önnur afbrot, sem talsvert hefur borið á f kjölfar jarðskjálftanna miklu í fyrri viku. Hafa yfirvöld ekki viðurkennt þessa flokka opinberlega, en að sögn frétta- manna gefið þögult samþykki sitt fyrir störfum þeirra. Munu flokkarnir hafa skotið til bana nokkra afbrotamenn og sfðan falið Ifkin f rústunum. Kippa mennsér ekkiupp við það að sögn fréttamanna þótt nokkrir ómerki- legir þjófar séu skotnir enda hefur þetta svo til alveg tekið fyrir rán og gripdeildir. Dánartalan í landinu hækkar stöðugt en þó er hú talið að tala þeirra sem fórust í náttúruham- förunum og af völdum meiðsla verði ekki hærri en um 20 þús- und, en fyrr í vikunni var óttazt að allt að 50 þúsund hefðu týnt lífinu. Yfir 70 þusund manns hafa hlotið læknismeðferð vegna sára og um 1 milljón manna hefst við í mestu eymd og örbirgð. Um- fangsmikið hjálparstarf er nú þegar farið að bera árangur og ekki mun teljandi hætta á hungursneyð, enda höfðu bændur nýlokið við kornuppskeru. Hins vegar er óttazt að hin mikla vos- búð fólksins geti haft alvarlegar afleiðingar, þar sem hundruðir þúsunda verða að hafast við undir berum himni f hitastigi sem nálgast frostmark að næturlagi. Auk þess eru margir enn svo hræddir að þeir þora ekki að sofa inni af ótta við nýja jarðskjálfta, jafnvel þótt hús þeirra hafi staðizt stóra skjálftann og 600 eftirskjálfta. Læknar sem að störfum eru meðal bágstaddra, segja að enn hafi ekki komið upp meiriháttar farsóttir en hafa áhyggjur af að vaxandi tiðni sjúkdóma í maga og öndunarfærum geri vart við sig. Yfirvöld hafa fyrirskipað að öllu Aukin sókn Breta Einkaskeyti til Mbl. London, 11. febrúar AP. ISLENZKA sendiráðið f Lond- on sagði f dag, að Bretar hefðu f verulegum mæli aukið sókn sfna á Islandsmið á undanförn- um 12 mánuðum. Talsmaður sendiráðsins sagði að það hnekkti þeim staðhæfingum brezku stjórn- arinnar, að brezki togaraflot- inn hefði dregið úr veiðum sfnum á undanförnum mánuð- um. Hann sagði, að samkvæmt upplýsingum fslenzku land- helgisgæzlunnar væru 40 til 50 brezkir togarar að meðaltali á dag á lslandsmiðum miðað við 15 í janúar f fyrra. „Þetta er f algerri mÓtsögn við tölur brezku stjórnarinnar og sýnir að veiðarnar hafa ver- ið auknar og að ekki hefur verið dregið úr þeim.“ Fjölskylda við rústir húss sfns f Guatemala sorpi verði brennt og hafa látið gera stórar gryfjur á opnum svæðum til að henda sorpi i og brenna. Mjög mikið af hjálpar- gögnum berst nú á hverjum degi til Guatemala og lenda að meðal- tali 1—2 flutningavélar á flug- velli höfuðborgarinnar á klukku- tima allan sólarhringinn. Þá hafa yfirvöld i Nicaragua byrjað loft- flutninga á slösuðu fólki og veiku frá Guatemala til borga f Nicaragua til að létta álagið á sjúkrahúsum Guatemala. Ástandið í Guatemala færðist i rólegra og eðlilegra horf í morgun í fyrsta skipti frá þvi að náttúru- hamfarirnar dundu yfir og miklar biðraðir voru við banka og opinberar stofnanir, verzlanir og þjónustufyrirtæki. ■ ■■ ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.