Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.11.1976, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. NÓVEMBER 1976 31 „Hinir nýju leiðtogar kínverska alþýðulýð- veldisins, er þeir komu fyrst fram opinberlega i Peking. Hua- Kuo-feng er 3. frá hægri, en varaforsæt- isráðherrann, Li Hsien- nien er 4. frá vinstri. 5) Yeh Tschien-ying, marskálkur, varnarmála ráðherra. vinur Chou En-lais. „Hver talar í nafni MAOS? 4) Wang Hung-wen, wef- ari frá Shanghai, frá 1973 annar staSgengill Maos. Velt úr sessi. 6) Chiang-Ching. ekkja Maos, menningarbylt- ingarkona Velt úr sessi: 3) Hua Kuo-feng, æostí maður hersins, forsætis- ráðherra. yfirmaSur ör- yggislógreglunnar. fylk- isstjóri I Hunan, útgef- andi verka Maos. 2) Tschang Tschun- tschiao, æðstur hinna róttæku í stjórnmála- nefndinni, vara forsætisráöherra og lög- reglustjóri hersins. Velt úr sessi. 1) Yao Wen-yuan, helztu hugmyndafræö- ingur - Shanghaiklikunn- ar, tengdasonur Mos (?) Velt úr sessi útsendarar Shanghai-klíkunnar hafi veriö þar að verki og lagt gildrur eöa hvort Teng sjálfur hafi fengið fjöldann til liðs við sig. En vist er, að óánægja, sem lengi hafði verið niðurbæld meðal almennings, brauzt út í eins konar kinverskum 17. júní. Háðkvæði og dreifirit gáfu greinilega til kynna, gegn hverjum reiðin beindist fyrst og fremst — gegn „konunni bak við hásætið". Þetta bar keim af gagn- byltingu. Flokkurinn greip þegar í stað til sinna ráða af festu: Teng var sviptur öllum embættum sinum og Hua skip- aður forsætisráðherra og staðgengill Maós. Skömmu síðar lét Chiang Ching taka myndir af sér sigri hrósandi við hlið Huas. Enginn sérfræðingur í málefnum Kína hefði vogað að spá því á þeim degi að þegar eftir lok fjögurra vikna þjóðarsorgar eftir lát Maós myndi Hua varpa óvinsælustu konu Kína fyrir gin ljónanna í gervi fjöld- ans. Kommúnistar eru síðastir allra til að rugla saman pólitík og trygglyndi. Chiang Ching hefur seilzt eftir æðstu völdum í rikinu og beðið la’gri hlut — en það var að hennar eigin hvötum, sem hún lagði i þennan hættulega leik. Hún kom ekki fram sem elskandi ekkja, heldur sem byltíngarkona á sinn eigin hátt. Það var ekkert leyndarmál í Peking, að Maó og kona hans voru i áratugi aðeins í pólitísku hjónabandi. Árið 1967 sagði hún við Rauðu varðliðana: „Formaðurinn hefur alltaf verið strangur í umgengni við mig. Hann hefur fyrst og fremst komið fram við mig eins og strangur kennari." Maó álasaði henni oft fyrir galla hennar og veikleika og varaði hana við því að láta pólitíska sigra stíga sér til höfuðs. Chiang Ching fannst hún vera hollui’ nemandi og baráttufélagi formannsins, en jafnframt einnig kölluð til að túlka hugsanir hans. Hin fyrrverandi leik- kona hefur sem hin ábyrga fyrir kvik- myndagerð og leiklist getað hrundið i framkvæmd hugmyndum Maós um list- ir og bókmenntir. Það var ekki að ófyrirsynju að þýzkum leikgagn- rýnendum fannst einhver Hollywood- blær vera yfir gestaleik dansleikflokks- ins frá Peking í Þýzkalandi fyrir skömmu. Chiang Ching hefur alla ævi kynnt sér amerískar kvikmyndir. Og eigi alls fyrir löngu lagði hún svo fyrir listamenn í Peking, að þeir ættu að taka sér til fyrirmyndar kvikmyndir og bækur eins og „Á hverfanda hveli“ og „Greifinn af Monte Christo“. Af örlögum frú Maó má ráða, að einnig í Kína, sem með réttu hefur verið stolt af frelsun konunnar sé langt frá því, að óbeit karlmanna á frjáls- lyndum og framgjörnum konum sé horfin. Að vísu hefur Chiang Ching aflað sér þúsunda óvina með hinni miskunnarlausu baráttu sinni, meðan á menningarbyltingunni stóð, og með ill- kvittnislegu tali og hrokafullri fram- komu hefur hún móðgað margan hátt- settan embættismanninn. En það er þó táknrænt, þegar ekki aðeins hugsunar- lausir, erlendir blaðamenn, heldur og eigin félagar telja metnaðargirni kven- lega ódyggð, jafnskjótt og einbeitt og ákveðin kona eins og Chiang Ching birtist á hinu pólitíska sjónarsviði. Meðal þjóðarinnar átti frú Maó litl- um vinsældum að fagna, af þvi að hún minnti alltof mikið á hina frægu hjá- konu og keisaraekkju Tzu-hsi, sem stjornaði riki Mansjúríu harðri hendi í fjörutíu ár og flýtti mjög fyrir falli keisaraættarinnar. Áróðursmenn Huas geta verið vissir um góðar undirtektir milljóna manna, ef þeir úthrópa og fordæma ekkju Maós sem svikahrapp, morðingja eiginmanns síns, munaðar- sjúka konu og galdranorn. „Sjóðið hana í heitri oIiu“, æptu veggspjöldin í Shanghai. Chiang Ching er vön því að henni séu sendir slíkir tónar — sé það gert nú frá þeim, sem eru lengst til hægri, þá var það hvort sem er gert fyrir tíu árum af þeim, sem voru lengst til vinstri, er þeir töldu hana hafa svikið þá, en þá hrópaði hún til þeirra til baka: „Ég er ekki hrædd við fólk, sem vill sjóða mig í oliu.“ Með ámóta jafnaðargeði hefur ör- lagabróðir hennar, hinn fertugi Wang, látið svo um mælt, að byltingarsinni verði að vera viðbúinn ofsóknum og dauða. 1 því efni eru þau öll góðir lærisveinar hins mikla Maós. Ef hin fjögur lifa hreinsanirnar af — og það væri óvenjulegt miðað við kínverskar aðstæður, ef Hua myndi leysa innan- flokksdeilur að hætti Stalíns með hnakkaskotum — þá geta þau gert sér einhverjar vonir um að komast aftur til vegs og virðingar, þegar fram liða stundir. Á sinum tíma varð Maó oft- sinnis að þola það að flokkurinn veitti honum ánr.inningu, vísaði honum úr flokknum og meira að segja léti setja hann i stofufangelsi. En ekkert gat fengið hann ofan af þeirri sann- færingu, að minnihlutinn hefði alltaf á réttu að standa. Hua hefur einnig ýmislegt lært af lærimeistara sínum — eins og til dæmis að ná fjöldanum á sitt vald og meðhöndla hann að vild. Á sama hátt og Maó á hinni frægu ráðstefnu í Tsunyi 1935 eða í sambandi við menningarbyltinguna 1966 hefur hann aflað sér bandamanna, hvar sem þá var að íinna, án þess að eyða tímanum í fundarsköp eða reglugerðir. Ef til vill hefur hann tryggt sér meirihluta í stjórnmálanefndinni, það er að segja i innri hring valdakerfisins, um leið og hann bætti hana með boðnum gestum, þó að það væri svolitið til hliðar við hið löglega. Valdabraskið var i fyrstu dulið fyrir þjóðinni. Fyrst varð að tilkynna flokksleiðtogum um land allt um breyt- inguna og heyra undirtektir. Fylkis- stjórar og herforingjar hétu svo hver á fætur öðrum hinni nýju miðstjórn hollustu á hátíðlegan hátt, og i þvi sambandi voru notuð sömu vígorð og komu fyrir í síðustu tilkynningunum og forustugreinum blaða ásamt mein- yrðum í garð hins hægrisinnaða Tengs og fjórmenninganna til vinstri. Hua notar orðaforða vinstrisinna, er hann þrumar gegn hinum kapitalistísku vinum erkiþrjótsins Tengs, enda þótt hann í reynd haldi áfram stefnu hans. Chou En-Iai fór eins að, er hann gegndi hinu erfiða embætti. Ríki miðjunnar (eitt af hinum fornu nöfnum á Kína. Þýð). verður aðeins stjórnað frá miðju, ef það á að vera orðið voldugt og sterkt árið 2000. Hinn nýi formaður verður að treysta á almennt fylgi fjöldans, sem (samkvæmt hinni hugmyndafræðilegu ímyndun) er hinn eiginlegi, sanni vald- hafi i Kina. Verkamenn og bændur eru orðnir þreyttir á stöðugum áróðursher- ferðum. Þeir þrá ofurlitla hamingju fyrir sjálfa sig, ofurlítinn ljóma á dag- lega lifið. Þeir vita það mætavel, að hinir róttæku lækka launin og vilja hafa akrana litla í einkaeign. Milljonir ungra borgarbúa eru síður en svo hrifnar af þvi að sjá fram á að verða sendar út á land eða inn í óbyggðir til nokkurra ára dvalar eða ævilangt. Minni kommúnisma, meiri neyzlu En hin nýja stjórn getur við hin sérstöku skilyrði fátækrar, vanþróaðr- ar 900 milljóna bændaþjóðar hvorki þegar í stað tekið stefnuna á velferðar- ríkið né gefið á bátinn ávinninga menningarbyltingarinnar, hina svo- nefndu nýju hluti, en þar á meðal er að opna skólana fyrir alla, tengja saman kenningu og framkvæmd, koma á jöfn- uði milli borga og sveita, Iáta landbúnaðinn sitja í fyrirrúmi og veita almenna læknisþjónustu. Svolítið minni kommúnisma og dálitið meiri neyzlu — samkvæmt þessari formúlu munu Hua og sam- starfsmenn hans úr skóla Chou En-lais og Teng Hsiao-pings reyna að halda áfram eflingu efnahagslífsins með venjulegum hraða og jafnvel aðeins betur. Siðustu fimmtán árin hefur iðnaðarframleiðslan aukizt árlega um 10 af hundraði, en í landbúnaði hefur afkastaaukningin verið milli 2 og 4 af hundraði. En íbúafjöldinn eykst einnig árlega um 2 af hundraði. Að vísu sveltur enginn lengur en enn verður Kina að flytja inn 4—5 milljónir tonna af korni á hverju ári. Vergar þjóðar- tekjur eru andvirði um 600 milljarða þýzkra marka eða um helmingur á við hinar vestur-þýzku. Amerískir sér- fræðingar telja það í alla staði hugsan- legt, að Kína geti hafa náð núverandi þróunarstigi Bandaríkjanna um árið 2000. En það táknar einnig aukin sam- skipti við vestrið, vaxandi innflutning nýtízku véla og tækni, vélvæðingu landbúnaðarins, betri menntun og meiri samkeppni. Hliðaráhrifin væru óhjákvæmileg: atvinnulíf með aukinni verkaskiptingu krefst tilkomu sérmenntaðra tækni- fræðinga, nýrrar stéttar, eykur muninn á stórborgum og sveitum og dregur úr byltingaráhuga. Allar þessar af- leiðingar vildu þeir Maó og hinir rót- tæku forðast með kenningum sínum um þjóðfélag jafnaðarins, hins hug- myndafræðilega hreinleika og hinnar réttskiptu fátæktar, þjóðfélags sem byggi aðeins að sinu og væri sadt með sig sjálft. Það fer eftir því hvernig Hua tekst að jafna þessar andsta'ður milli kommúnisma og neyzlu og jafnframt að gæta arfleifðar Maós, sem ha'fi- leikar hans sem stjórnmálamanns verða metnir síðar meir. — svá — þýddi úr „Die Zeit“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.