Morgunblaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.01.1977, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANUAR 1977 10 James Earl Carter 39. forseti Bandaríkjanna FYRIR rúmu ári gekk Jimmv Carter milli kjósenda I Bandarfkjun- um og kynnti sig: „Ég heati Jimmy Carter, og ég verð næsti forseti ykkar,“ sagði hann. Sumum áheyrenda hans lá við að brosa, aðrir hváðu eftir nafninu, þv( það hljómaði ókunnuglega í eyrum. En viðbrögðin breyttust, og í dag sver Carter embættiseið sem 39. forseti Bandaríkjanna. Fáir trúðu þvf I upphafi að Carter tækist að ná þessu markmiði sínu, en þegar tók að líða á sumarið 1976 var svo komið f skoðanakönnunum f Bandarfkjunum að yfirburðasigur hans virtist öruggur. Mótherji hans, Gerald Ford forseti, smá sótti á undir lokin allt fram að kosningunum f nóvember, og þegar til kom hlaut Carter 51% atkvæða, en Ford 48%. Carter tókst að ná takmarkinu, sem hann setti sér fyrir löngu, og f dag er þessi jarðhnetubóndi frá Georgíu-ríki á allra vörum. Jimmy Carter, eða James Earl Carter Jr., eins og hann heitir fullu nafni, hefur lengi verið talinn metnaðargjarn. Sjálfur segist hann ekki alltaf hafa ætlað sér að verða forseti Bandaríkjanna. Þannig hafi hann til dæmis á skólaárum sínum í háskóla bandaríska flotans aðeins ætlað sér að verða æðsti maður flotans. Lillian Carter, móðir forsetans, minnist þess hins vegar að árið 1973, nokkru áður en Carter lét af embætti ríkisstjóra Georgiu, hafi hún spurt hann hvað hann ætlaði að gera þegar hann væri ekki lengur ríkisstjóri. Carter svaraði þvi til að hann ætlaði að gefa kost á sér sem forseta. „Forseta fyrir hverju," spurði þá móðirin, en Carter svaraði: „Mamma, ég ætla að gefa kost á mér sem forseta Bandaríkj- anna, og ég mun sigra." Jimmy Carter fæddist í smábænum Plains í Georgiu 1. október 1924, og er þvf 52 ára þegar hann i dag tekur við forseta- embættinu. Á bernskuárunum vann hann ábúgarði föður síns, Ejrl Carters, sem krafðist mikils af syninum. Varð Jimmy að mæta til starfa klukkan 4 að morgni og stundum, þegar föð- urnum þótti sonurinn ekki Carter með Rosalynn eiginkonu sinni og dótturinni Amy. leggja nógu hart að sér, var hann hýddur. Á unglingsárum sínum tók Carter að leggja drög að því að komast að heiman, og komst að því að bezta leiðin væri að kom- ast í háskóla flotans, Annapolis, og í ellefu ár gengdi hann þjón- ustu í flotanum. Hann hafði lagt stund á kjarnorku- verkfræði, og um skeið starfaði hann á kjarnorkuknúnum kaf- bátum. Árið 1953 hætti Carter herþjónustu, og sneri sér þá að nýju að jarðhnetubúskapnum heima í Georgiu. Fyrstu afskipti Carters af stjórnmálum hófust um þetta leyti þegar hann var kosinn fulltrúi í skólanefnd sveitarinn- ar. Eftir setu í skólanefndinni bauð Carter sig fram við kosn- ingar til ríkisþings Georgíu, og var kjörinn á ríkisþingið árið 1962 til fjögurra ára. Aður en kjörtíma hans lauk hóf hann baráttu fyrir kjöri sem ríkis- stjórí Georgíu, en tapaði þá fyr- ir Lester Maddox. Að eigin sögn ætlaði hann ekki að láta það koma fyrir aftur, og þótt þá væru fjögur ár til næsta ríkis- stjórakjörs, hóf hann þegar bar- áttuna. Sú barátta bar árangur, og haustið 1970 var Carter kos- inn ríkisstjóri Georgíu til fjög- urra ára, en frá því embætti hvarf hann svo til að helga sig undirbúningi að forsetakjör- inu. Þótt Carter hafi setið á þingi Georgíu og verið ríkisstjóri í fjögur ár, hefur hann enga reynslu í alríkismálum Banda- ríkjanna, né utanríkismálum. Hann hefur aldrei starfað með bandariska þinginu, og engin afskipti haft af ríkisstjórninni. I kosningabaráttu sinni sagði hann oft að þegar hann hefði náð kosningu og tæki að út- nefna ráðherra sína, yrðu margir undrandi, því að þar yrði mikið um ný andlit. Sú Framhald á bls. 19 Carter mun fara varlega af stad JIMMY Carter, sem verður settur I embætti forseta Bandaríkjanna í dag, sagði fyrir nokkrum dögum að sér væri tilhlökkunarefni að taka við starfi voldugasta manns heims. Hann vísar á bug öllum efasemdum um að hann sé starfinu vaxinn, enda er sjálfstraust hans svo mikið að andstæðingum hans finnst það jaðra við hroka. Carter notar flestar tómstundir sínar til þess að lesa bækur um sögu og bandarfsk stjórnmál. Árangur heimavinnu hans kemur fljótlega I Ijós. Áður en langt um líður fær hann hrós eða gagnrýni fyrir ákvarðanir sfnar og þær verða fréttaefni blaða um allan heim. Daginn eftir kosningasigur- inn í nóvember lýsti Carter yfir því að fyrstu 100 dögum hans í embætti yrði líkt við hina frægu 100 fyrstu daga hetju hans, Franklin D. Roosevelt, sem hófst handa um stórfelldar framkvæmdir, skattabreyting- ar og þjóðfélagsumbætur fyrst eftir að hann var kjörinn for- seti 1932 til að binda enda á kreppuna. Hins vegar bendir flest til þess að Carter muni koma miklu minni breytingum til leiðar en hann gaf í skyn í nóvember og að bandaríska þjóðin óski ekki eftir miklum breytingum. Á fundi sem Carter hélt með hinni nýju stjórn sinni á eynni St. Simons undan strönd Georgiu í desember var honum skýrt frá niðurstöðum skoðana- könnunar sem sýndi að banda- ríska þjóðin teldi að ekki ætti að setja markið eins hátt og gert hefði verið á liðnum árum og efaðist stórum um að ríkis- stjórnir gætu fundið lausn á vandamálum. Sjálfur hefur Carter gefið til kynna að hann muni fara var- lega af stað og forðast stórfelld- ar breytingar. Margt bendir til þess að þær breytingar sem verði eftir stjórnartíð Gerald Fords og Richard Nixons verði að miklu leyti táknrænar og aðallega á ytra borðinu. Val ráðherra hinnar nýju stjórnar virðist sýna þetta. Car- ter lofaði að skipa í stjórn sína „ný andlit ', menn sem þið haf- ið aldrei heyrt minnzt á. En Cyrus Vance utanríkisráð- herra, Harold Brown land- varnaráðherra og Joseph Cali- Cecil Andrus innan- Cyrus Vance ulan rfkisrádherra. rfkisrádherra. fano, ráðherra heilbrigðismála, menntamála og velferðarmála, eru allir fulltrúar valdakerfis- ins sem stóð fyrir þátttöku Bandaríkjamanna í Víetnam- stríðinu og hleypti af stokkun- um, umfangsmikilli áætlun um þjóðfélagsumbætur (C.reat Society) sem uppfyllti ekki all- ar vonir. Meðalaldur ráðherranna og annarra nánustu samstarfs- manna hins nýja forseta er 51 ár. 1 stjórninni eiga tveir blökkumenn sæti, Andrew Young, sendiherra hjá Sam ‘in- uðu þjóðunum, og Patricia Roberts Harris, ráðherra stór- borgamálefna, önnur tveggja kvenna sem fékk ráöherraemb- ætti. Hin konan sem var skipuð í stjórnina var Juanita Kreps verzlunarmálaráðherra. Flestir ráðherranna hafa starfað í við- skiptalífinu eða i háskólum. Starfsmenn Hvíta hússins eru nýir, en enginn þeirra hef- Zbigniew Harold Brown land Brezezinski, ráðu- \arnaráðherra nautur í þjóðar- öryKKÍsmálum. ur haft umtalsverða reynslu af stjórnmálum utan Georgíuríkis og enginn þeirra hefur haft nokkra reynslu á sviði utanrík- ismála nema Zbigniew Brzezinski, ráðunautur Carters í þjóðaröryggismálum. Brze- zinski fetar í fótspor Henry Kis- singers fráfarandi utanríkis- ráðherra því báðir hafa starfað í þágu Rockefeller- fjölskyldunnar og i háskólum og gegnt ráöunautastörfum. Carter verður umkringdur fé- lögum sínum frá Georgíu í Hvíta húsinu: Jody Powell (33 ára) verður blaðafulltrúi hans og ráðunautur, Hamilton Jordan (32 ára.) verður stjórn- málaráðgjafi og yfirmaður Andrcw Youns. Jody Powell hlaða sendiherra hjá SÞ. fulllrúi starfsliðsins og Robert Lipshutz (54 ára) sérstakur ráðgjafi. Þetta eru að miklu leyti sömu menn og aðstoðuðu Carter þeg- ar hann var ríkisstjóri í Georgíu. Carter á enn eftir að ákveða hvernig hann ætlar að efna kosningaloforðin. Hann vonast til að geta komizt hjá því að ferðast til að ra'ða við heims- leiðtoga þangað til í sumar. Þá hefur hann lofað að sitja ráö- stefnu æðstu manna helztu iön- ríkja heims annað hvort í Bret- landi eða Japan. Carter vill einnig hitta að máli sovézka kommúnistaleiðtogann Leonid Brezhnev áður en samningur- inn um takmörkun kjarnorku- vígbúnaðar rennur út í október. Þannig er ljóst að Carter vill einbeita sér að innanlandsmál- um að minnsta kosti fyrst í stað. Hann hefur valdið verkalýðs- hreyfingunni vonbrigðum með hófsamri áætlun sem á að örva efnahagslífið og gerir ráð fyrir 30 milljarða dollara útgjöldum. Verkalýðssamtökin AFL—CIO, sem hafa 13 milljón félagsmenn og studdu Carter af alefli i kosningabaráttunni hafa gagn- rýnt áætlunina og telja að hún sé of lítil og of síðbúin til þess hægt verði að draga verulega úr atvinnuleysi sem nú er 8%. Jafnframt hefur Carter frest- að til hausts áætlun um róttæk- ar breytingar á skattakerfinu sem hann hefur lofað, áætlun um almannatryggingar verður greinilega ekki hraðað og meiriháttar breytingar á vel- ferðarkerfinu eru í athugun en ekki á tillögustigi. Fyrstu tillögur Carters munu meðal annars fjalla um stofnun orkumálaráðuneytis, kostnaðaráætlun um ríkisfram- lög til sjúkrahúsa, opinberar greiðslur til að standa straum af kostnaði við framboö þing- manna og lagabreytingu til að gera almenningi betur kleift að fylgjast með ákvörðun ríkis- stjórnarinnar. Endurskipulagn- ing á stjórninni undir forystu Bert Lance fjárlagaráðherra og niðurskurður á aukningu her- útgjalda eru einnig ofarlega á dagskrá. Carter hefur einnig fyrirskip- að allt að 30% fækkun í starfs- liði Hvíta hússins. Hann vill að almenningur fái greiðan að- gang að Hvíta húsinu og draga úr tildri og tilgerð sem fylgir embættinu. Málin sem biða úrlausnar kalla á erfiöar ákvarðanir. Venjulega er þingið vinveitt nýkjörnum forseta. Þaö er óvenjuvinveitt Carter þar sem demókratar hafa öruggan meirihluta i báðum deildum. En hveitibrauðsdagarnir geta tekið skjótan enda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.