Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.09.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1978 Frá átökunum í bortíinni Masaya. Sandinistar flýja brennandi benzínKeymi. t>ad sem í húfi er í N icar agua Átökin í Nicara«ua hafa smátt ot; smátt snúizt upp t milliríkjadeilu, sem gæti hleypt öllu í bál ok brand í heimshluta þar sem Bandaríkjamenn og Kúbumenn ok bandamenn þeirra, Rússar, telja sig hafa mikilvæjíra haj;smuna að K*ta. 011 löndin í þessum heims- hluta hafa nánar gætur á ástandinu oj; reyna að gera sér Krein fyrir því hvaða áhrif sigur annars hvors aðilans getur haft á valdajafnvægið við Karíbahaf. Sú ráðstöfun ríkisstjórnar Venezúela að senda nokkrar Canberra-sprengjuflugvélar að landamærum Nicaragua sýnir bezt þær alvarlegu afleiðingar, sem hafa hlotizt af aðgerðum vinstrisinnaðra skæruliða sand- inista gegn ríkisstjórn Anastasio Somoza hershöfð- ingja. Fjölskyldu- hagsmunir Það sem er í húfi í Nicaragua eru hagsmunir Somoza-fjöl- skyidunnar, sem hefur ráðið landinu síðan á árunum eftir 1930. Þá var faðir núverandi forseta Nicaragua, Anastasio Somoza eldri, skipaður yfirmað- ur Þjóðvarðliðsins og varð þar með valdamesti maður landsins fyrir atbeina landgönguliðs Bandaríkjanna, í þann mund sem bandarískri hernaðaríhlut- un var að ljúka í landinu. Þetta var upphaf valdaskeiðs Som- oza-ættarinnar. Gamli Somoza fól völdin elzta syni sínum og þegar hann lézt erfði núverandi for.seti völdin og nú er hann að undirbúa valdatöku sonar síns sem líka heitir Anastasio Som- oza. Fjölskyídan hefur náð undir sig miklum auðæfum og yfirburðaaðstöðu í efnahagslíf- inu, sem hefur vakiö .stóðugt meiri gremju róttækra vinstri manna og óháðra kaupsýslu- manna til hægri. Það varð ekki til að auka vinsældir Som- oza-ættarinnar að eftir jarð- skjálftann, sem lagði höfuðborg- ina Mangua í rúst 1972 stakk hún undan peningagjöfum erlendis frá og stóð í lóðabraski. Vinstrisinnaðir sandinistar hafa hert á baráttu sinni fyrir því að kollvarpa Somoza frá því jarðskjálftinn varð, með mann- ránum, bankaránum og flugrán- um. Hægrimenn urðu seinni til, en hafa látið til skarar skríða á þessu ári. I fyrsta lagi urðu þeir æfir þegar helzti andstæðingur Somoza í flokki íhaldsmanna, Pedro Joaquin Chamorro, rit- stjóri Managua-blaðsins La Prensa, var myrtur og í öðru lagi óttuðust þeir að harðnandi barátta sandinista yrði til þess að kaupsýsluheimurinn glataði óllum áhrifum sínum. I ágústmánuði var svo komið, að sótt var að Anastasio Somoza hershöfðingja úr tveimur áttum, þar sem sandinistar gerðu árás sína á þinghúsið í Managua, er vakti gífurlega athygli og færði þeim hátt lausnargjald, og kaupsýslumenn efndu til verk- falls, sem enn nær til mikils hiuta landsins. Þjóðvarðliðið, sem er skipað 7.500 mönnum, hefur átt fullt í fangi með að bæla niður uppreisnina og jafn- framt hafa löndin við Karíbahaf smám saman skipað sér í fylkingar með eða á móti Somoza-fjölskyldunni. Þrjú grannríki Nicaragua í norðri — E1 Salvador, Honduras og Guatemala — standa ein- dregið með Somoza, enda hefur herinn tögl og hagldir í stjórn allra þessara landa og hefur jafn illan bifur á vinstrimönn- um og Somoza. Þessi þrjú ríki og Nicaragua standa saman í Varnarsamtökum Mið-Ameríku (Condeca), og Somoza hershöfð- ingi hefur varað við því opinber- lega að hann muni biðja önnur aðildárlönd samtakanna um aðstoð í baráttunni við sandin- ista. Sandinistar segja, að her- menn frá E1 Salvador, Honduras og Guatemala hafi þegar sótt inn í Nicaragua og stutt Þjóð- varðliðið í aðgerðunum j bæjun- um í norðurhluta landsins. Sú ráðstöfun að senda Cond- eca-hersveitir til Nicaragua kemur heim við þann vilja ríkisstjórha hinna aðildarlanda samtakanna að brjóta á bak aftur hvers konar hreyfingar andstæðinga Somoza, sem síðar meir kynnu að koma öflum umbótasinna eða byltingar- manna á yfirráðasvæði þeirra til hjálpar. Hjálp frá Venezúela Gegn Somoza standa miklu voldugri öfl. Þingræðisleg ríkis- stjórn Carlos Andres Perez, forseta Venezúela, hefur ekki farið dult með óbeit sína á herforingjastjórnum í Róm- önsku Ameríku. Venezúelamenn hafa sjálfir orðið að reyna herforingjastjórn, og reynsla Somoza hershöfðingi þeirra af slíkum stjórnarháttum er slæm. Því hafa borgaralegar ríkisstjórnir í Venezúela bæði viljað styðja og getað stutt — í krafti olíuauðæfa landsins — við bakið á hófsömum stjórn- málaöflum, sem berjast gegn herforingjastjórnum. Það kom því ekki á óvart að Perez forseti fyrirskipaði að venezúelsk Hercules-flutninga- flugvél yrði send til Managua til að flytja sandinistana á brott eftir árás þeirra á þinghúsbygg- inguna og að hann ákvað að senda Canberra-sprengjuflug- vélar til Mið-Ameríku. Utan- ríkisráðherra Venezúela, Simon Alberto Consalvi, hefur nýlega undirritað varnarsamning við Costa Rica, grannríki Nicaragua í suðri þar sem þingræðisleg ríkisstjórn er einnig við völd og eins mikil óbeit ríkir í garð Somoza hershöfðingja og í Venezúela. Herinn í Costa Rica var lagður niður fyrir nokkrum árum og landið stendur ber- skjaldað gegn árásum, sem Þjóðvarðlið Nicaragua gerir yfir landamærin í norðri til þess að leita að stuðningsmönnum sand- inista í Costa Rica. Uppi eru ráðagerðir í Caracas um að senda sjálfboðaliða á vettvang til þess að hjálpa liðsafla andstæðinga Somoza. Somoza æfur Nýlega kom fram sú furðulega yfirlýsing frá Somoza hershöfð- ingja á blaðamannafundi, að hann teldi Perez forseta per- sónulega ábyrgan fyrir hvers konar blóðsúthellingum í Nicaragua í framtíðinni. Þessi yfirlýsing getur orðið honum dýrkeypt. Venezúela hefur mikil áhrif í fjármálum heimsins í krafti olíuauðlegðar sinnar, og þeim áhrifum væri hægt að beita gegn forseta Nicaragua. Eins og önnur lönd Mið- Ameríku hefur Nicaragua notið sérstakrar fjárhagsaðstoðar frá \;enezúela, sem bauðst til að hjálpa þeim að yfirstíga erfið- leikana af völdum hækkunar olíuverðsins 1973 er lenti með miklum þunga á löndum Mið- Ameríku. Samkvæmt samningi, sem var gerður um aðstoðina féilst Venezúela á að lána kaupendum olíu frá Venezúela í Miö-Ameríku hlut kostnaðar- verðs olíunnar. Yfirlýsing Somoza hershöfðingja virðist þvi hafa verið vanhugsuð. NICARáOUá: TBE DIPLCMATie tJJŒ W «m-S0IH8Zt STATES PRO SOIAOÍA STATES /imm^ 0 ■mwm 1 " Löndin, sem eru auðkennd með skástrikum. berjast gegn Somoza, en skyggðu löndin styðja Somoza. Panama stendur við hlið Venezúela og Costa Rica. Þing- ræði ríkir ekki í Panama, og Omar Torrijos hershöfðingi, yfirmaður Þjóðvarðliðsins, ræð- ur lögum og lofum í landinu, en Panamamönnum er í nöp við Somoza og þeir hafa samúð með þeim öflum, sem reyna að kollvarpa honum. Torrijos hers- höfðingi hefur sent herþyrlur til Costa Rica. Stjórn Castros á Kúbu lætur lítið á sér bera. Hún hefur árum saman veitt þremur fylkingum sandinista — sem oft eiga í erjum — siðferðilegan stuðning og skrifstofuaðstöðu í Havana. Kúbumenn virðast ekki sjá sér hag í því að svo stöddu að veita sandinistum í Nicaragua beinan eða óbeinan hernaðarlegan stuðning, þar sem hann mundi leysa færri vandamál en hann mundi valda, og því verður ekki séð að þeir hafi sent uppreisnar- mönnum vopn. En ólíklegt er að Castro forseti muni algerlega halda að sér höndum og leyfa Venezúelamönnum að eiga heiðurinn af því að reyna að kollvarpa Somoza. Castro er svarinn andstæðingur Somoza, sem leyfði að Svínaflóa-innrás- in var að hluta til undirbúin í Nicaragua og að nokkru leyti gerð frá herstöðvum þar. Þegar Castro var í Eþíópíu á dögunum hét hann andstæðingum Somoza stuðningi. Tvíræö afstaða Atökin í Nicaragua og þau pólitísku áhrif, sem þau hafa í þessum heimshluta hafa komið Bandaríkjamönnum r mikinn vanda. Lega Nicaragua er mikil- væg í heimshluta, sem er Bandaríkjamönnum viðkvæmur. Á sínum tíma kom til mála að grafa skurð um Nicaragua áður en Panama varð fyrir valinu og þeir sem vilja annan skurð í staðinn fyrir Panamaskurð hafa ekki gleymt þessu. Bandaríkjamenn komu Somoza til valda og þeir töldu ættina brjóstvörn gegn komm- únisma til skamms tíma. Þetta sást þegar bandarískt herlið frá Panama tók að sér stjórn björgunarstarfsins eftir jarð- skjálftann. Bandarísku her- mennirnir drógu úr þjáningum íbúanna en aðstoð þeirra treysti Somoza í sessi þegar staða hans var erfið. En nú er ástandið í Nicaragua óþægilegt fyrir Carter forseta vegna baráttu hans fyrir mann- réttindum. Bandaríska stjórnin vill ekkert hafa saman við Somoza að sælda, en óttast enn afleiðingarnar, sem kunna að hljótast ef stjórn sandinista tekur við völdunum í Managua, enda þótt sandinistar hafi lýst því yfir, að þeir muni ekki koma á laggirnar marxistískri og lenínistískri ríkisstjórn fjand- samlegri Bandaríkjamönnum í Mið-Ameríku. Vegna tvíræðrar afstöðu Bandaríkjastjórnar hefur hún virzt bera kápuna á báðum öxlum og gert Somoza æfan með því að neita að senda honum hernaðaraðstoð á neyðarstundu og sandinista óánægða með því að vilja ekki fylgja eftir yfirlýs- ingum sínum um mannréttindi með áþreifanlegum aðgerðum gegn valdamanni, sem sífellt hefur brotið gegn þessum yfir- lýsingum. Það litla sem Banda- ríkjamenn hafa gert í Nicara- gua-málinu hefur gerzt að tjaldabaki. Gera má ráð fyrir að Bandaríkjastjórn styðji í megin- atriðum stefnu Venezúela gagn- vart Somoza og vera má að hún hafi staðið á bak við þá ákvörðun Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins að fresta afgreiðslu á láni, sem stjórn Somoza þarf nauðsynlega til að reisa við fjárhag ríkisins, sem hefur orðið hart úti vegna verkfallsins og bardaganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.