Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.08.1979, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. ÁGÚST 1979 Símamynd AP. bandarísk fiskiskip til hafnar í Kanada Ætluðu að grafa göng í peninga- geymslur Parfs, 28. ágúst. AP. LÖGREGLA handtók í dag sjö manna glæpaflokk, sem hefur undangenginn mánuð verið að grafa undirgöng frá einu hol- ræsa Parísar að öryggishvelfingu eins af stærri bönkum borgarinnar. Þegar þrjótarnir voru gripnir áttu þeir aðeins eftir um eitt hundrað metra í hvelfingu bank- ans. — Talsmaður lögreglunnar sagði það augljóst, að þeir hefðu ætlað að endurtaka ránið mikla sem framið var í banka í Nice með þessum hætti 1976, en þá komust ræningjarnir undan með andvirði einnar milljónar Bandaríkjadoll- ara, eða sem nemur um 370 millj- ónum íslenzkra króna, auk skart- gripa og gullstanga. Allir þrjót- arnir voru frá Nissa og foringi þeirra er eigandi frægrar kráar þar sem afbrotamenn koma gjarn- an saman. Átta færð Seattle, 28. ágást. AP. ÁTTA bandarískir bátar sem gerðir eru út á túnfisk voru færðir til hafnar í Kanada í gærdag af skipum kanadfsku landhelgisgæslunnar ákærðir fyrir ólöglegar veiðar. betta er í fyrsta sinn sem slær í brýnu milli þessara aðila eftir að samningur þjóðanna um fiskveiðimál var undirritaður f júnf 1978. Mikillar óánægju gætti þegar hjá eigendum fiskiskipa í Seattle, sem heimtuðu að þegar yrði sett bann á alla vinnu við kanadísk skip í höfnum í Bandaríkjunum. Talsmaður kanadískra yfirvalda sagði í dag að skipin hefðu verið tekin langt innan 200 mílna fisk- veiðilögsögu. Þeim hefði verið gefinn kostur á því að koma sér út fyrir mörkin, en ekki sinnt því. Því hefði ekki verið um annað að ræða heldur en að færa þau til hafnar og láta stjórnendur þeirra svara til saka. Talsmaðurinn sagði ennfremur að eígendur skipanna ættu það á hættu að skipin yrðu gerð upptæk, ef að sannaðist að veiðarnar innan lögsögunnar hefðu verið stundað- ar af ásettu ráði og aflinn yrði að sjálfsögðu gerður upptækur. Þá ættu stjórnendur skipana það á hættu að vera dæmdir til fengelsunar. Fótbolta- menn flýja Búdapest, 28. ígúst, AP. Ungverjalandsmeistarar í knatt- spyrnu. Umpest Dozea, komu f gær úr keppnisfeðalagi til Spánar án markvarðarins Zoltan Toth er horf- iö hafði á föstudag af hóteli sem liðið bjó á f Cadiz. Talsmenn liðsins sögðust ekki vita hvar Toth væri niðurkominn né hver tilgangur hans væri. Vangaveltur eru uppi um að Toth, sem er 23 ára, ætli sér að biðjast hælis sem pólitískur flótta- maður á Spáni, en í dag hafði hann ekki enn gefið sig fram við yfirvöld þar í landi. Fyrr í sumar flýði knattspyrnu- maðurinn Istvan Magyar, leikmaður með liðinu Ferencvaros frá Búda- pest, er liðið var á keppnisferð í Belgíu. Þáttaskil í nýtingu sólarorku Menloa Park, Kalifornlu. 28. ágúat. AP. VÍSINDAMENN við Stanford rannsóknarstofnunina hafa fundið leiðir til að framleiða silikon á hundrað sinnum skemmri tíma en nú er gert, og er talið að þessi uppgötvun geti lækkað framleiðslukostn- að sólarorkusellna um 90 af hundraði. Silikon er veigamesti hluti sólarorkusellnanna og með nýju aðferðinni er framleiðslu- kostnaður eins punds af sili- koni aðeins 2,30 dollarar, en með þeirri aðferð sem notast hefur verið við er kostnaðurinn um 25 dollarar. Við silikon framleiðslu samkvæmt nýju aðferðinni, sem ekki var nánar tilgreind, fæst einnig aukaaf- urð sem hægt er að nýta við álframleiðslu. Mikil gremja og reiði vegna hrgðjuverka IRA Dyflinni, London, Belfast, 28. áfjrúst. Reuter — AP. LAFÐI BRABOURNE, tengdamóöir elztu dóttur Mountbattens jarls er fórst í gær ásamt tveimur ungmennum er írskir hryöjuverkamenn sprengdu bát hans í loft upp viö írlandsstrendur, lézt í morgun á sjúkrahúsi af sárum er hún hlaut í sprengingunni. í sprengingunni særöist einnig sonur laföinnar, Brabourne lávaröur, kona hans og 14 ára sonur peirra lífshættulega, og var líöan peirra óbreytt í dag. Laföi Brabourne, er var ekkja, var 82 ára, og meö andláti hennar eru alls 23 fallnir eftir aögeröir kapólskra hryöjuverkamanna á noröurhluta Irlands og á Noröur-lrlandi í gær. Vangaveltur voru uppi í dag um aö mikil ógnaröld ætti aö öllum líkindum eftir aö brjótast út á Noröur írlandi í kjölfar aögeröa írska lýöveldishersins, IRA, sföustu daga. Vonleysi um framtíö iands- hlutans hefur gert vart viö sig í kjölfar morösins á Mountbatten jarli og í dag lýstu varnarsamtök Ulster (UDA), er hafa í sínum rööum 30.000 mótmælendur, því yfir aö þau væru reiöubúin aö taka lögin í sínar hendur, og er óttast aö byssusveitir samtakanna freisti þess á næstunni aö koma þekktum (rskum hryöjuverkamönnum fyrir kattarnef. Enn á þó eftir aö koma t Ijós hversu djúpstæö áhrif moröiö á Mountbatten, meölimi konungs- fjölskyldunnar, kann aö hafa. Úr rööum kaþólskra hefur þegar veriö látinn í Ijós ótti um aö mótmælend- ur láti tíl skarar skríöa jafnvel þegar Jóhannes Pátl páfi heimsækir írska lýöveldiö 29. september næstkom- andi. Lausn á mál- um N-írlands? Búist er viö aö síöustu atburöir veröi til þess aö stjórnir Bretlands og írlands taki málefni Noröur- irlands traustari tökum en fyrr og reyni jafnvel aö knýja fram lausn, þar sem enn frekari blóösúthell- ingar séu ella óumflýjanlegar. Margir áhrifamenn brezkir álíta aö engin skammtímalausn sé á mál- efnum héraösins, og ef brezki herinn yfirgæfi héraöiö, en þaö er meginkrafa IRA, kynni borgarastríö aö brjótast út á Noröur-írlandi, borgarastríö er fljótt næöi til írska lýðveldisins einnig. Þaö sem af er óeiröunum á Noröur-írlandi hafa um 2.000 manns týnt lífi, um 6.000 sprengjur hafa sprungiö og 90.000 íbúöarhús hafa veriö þannig útleik- in aö þau eru óíbúðarhæf. Samstarf í öryggisgæzlu Öryggissveitir beggja vegna írsku landamæranna leituöu ákaft aö hryöjuverkamönnum IRA, en höföu ekki komizt á spor moröingja Mountbattens. Voru öryggissveit- irnar styrktar aö mannafla og leitin skipulögö í sameiningu. Stofnaö veröur til frekari samvinnu örygg- issveitanna í þeim tiigangi aö koma í veg fyrir frekari blóösúthellingar, en margir hryöjuverkamenn IRA hafa fylgsni sín í noröurhlutum írska lýöveldisins. George Colley varaforsætisráöherra írska lýðveld- isins sagöi í viötali viö BBC í dag í sambandi við moröið á Montbatt- en, aö of seint væri aö segja til um hvort öryggissveitir heföu slakað á gæzlunni í landamærahéruöunum, en ráöherrann sagöi aö í kjölfar atburöa síöustu daga yröi gerö ítarleg úttekt á stööu og starfi öryggissveitanna og hlutverk þeirra aö öllum líkindum endurskoöaö. Jarlsins minnst Sorgarbragur var á brezkum dagblööum í dag er þau sögöu frá moröinu á Mountbatten jarli, og veittust sum blaðanna harölega aö IRA fyrir ódæöiö. Voru sum blaöanna ómyrk í máli. Geröu blöðin mörg hver rækilega úttekt á lífi jarlsins og lýstu honum sem mikilmenni. Jarlsins var og minnst víöa um heim í dag, bæði í ritstjórnargrein- um og greinum um lifsferil hans. Samúöarskeyti bárust úr öllum heimshornum, einkum frá Sam- veldislöndum. Páfi fordæmir Jóhannes Páll páfi sendi Elíza- betu drottningu samúöarskeyti í dag. Fordæmdi páfi verknaö írskra hryöjuverkamanna. Sagöi hann moröiö vera gróflega móögun viö mannlega reisn. Einnig lýsti páfi vanþóknun sinni á öörum aögerö- um írskra hryöjuverkamanna í gær er fjöldi manns fórst. Baö hann fyrir fólki er misst heföi vandamenn í aögeröum hryöjuverkamannanna. Jimmy Carter Bandaríkjaforseti lýsti í dag trega sínum vegna fráfalls Mountbattens. Sagöi hann aö jarlsins yröi minnst í Bandaríkj- unum um ókomna framtíö þar sem hann heföi verið einn þeirra er lagt heföu hvaö mestan skerf til sigurs bandamanna í seinni heimsstyrj- öldinni. Þjóöarsorg Samúðarskeyti bárust og frá konungsfjölskyldu Spánar, en bæöi Juan Carlos konungur og Soffía drottning voru skyld jarlinum, en hann og amma Juans Carlosar, eiginkona Alfonsó konungs þrett- ánda, voru systkinabörn. í Burma var lýst yfir þriggja daga þjóöarsorg vegna láts jarlsins, en jarlstign hans var kennd viö Burma. Jarlinn hlaut mikla náö hjá leiðtog- um Burma fyrir skerf sinn í sjálf- stæöisbaráttu Burma að lokinni seinni heimsstyrjöldinni. Ekki hefur þjóöarsorg áöur veriö fyrirskipuö í Burma vegna andláts útlendinga. Þögn í Japan Hins vegar var ekkert minnst á fráfall jarlsins af opinberri hálfu í Japan, en jarlinn leiddi heri banda- manna í Suöaustur-Asíu í seinni heimsstyrjöldinni og tók viö upp- gjafarbeiöni Japana í Singapore 1945. Kunnugir sögöu aö Hirohito forseta hefðu veriö færöar fregnir af morðinu á jarlinum, þar sem hann viöhefst á sveitasetri sínu, og væri verið að athuga hvort gefin yrði út opinber yfirlýsing vegna fráfalls jarlsins. Undrast viðbrögðín Talsmaöur írskra lýöveldlssinna í Bandaríkjunum sagöi í dag aö líta yröi á fall jarlsins af Mountbatten sem styrjaldarverknað. „írski lýö- veldisherinn er fulltrúi írsku þjóöar- innar í stríöi og allir einstaklingar í röðum óvinarins eru jafngild skot- mörk. í seinni heimsstyrjöldi.nni áttu Hitler og Hirohito þaö jafnt á hættu aö vera skotnir og hver annar. Viöbrögöin viö falli 79 ára gamals manns valda okkur furöu þar sem viðkomandi aöilar hafa ekki látiö frá sér fara orö í sambandi viö fall alls þess unga fólks er falliö hefur á írlandi, en þar hafa hundruöir íra veriö skotnir með köldu blóöi," sagöi Tom Duffy.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.