Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.10.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 1983 39 12,27% söluaukn- ing hjá Elkem Rekstrartapið um 209 milljónir norskra kr. HEILDARSALA Elkem samsteypunnar fyrstu átta mán- udi ársins jókst um liðlega 12,27%, þegar hún var samtals um 3.860 milljónir norskra króna, borið saman við 3.438 milljónir norskra króna á sama tíma í fyrra. Heildarsala sam- steypunnar allt síðasta ár var um 5.364 milljónir norskra króna. Afskriftir Elkem á umræddu átta mánaða tímabili voru um 141 milljón norskra króna, en til sam- anburðar voru afskriftir um 133 milljónir norskra króna á sama tíma í fyrra. Rekstrartap Elkem-samsteyp- unnar á umræddu átta mánaða tímabili var um 209 milljónir norskra króna, en til samanburðar var tapið um 1% milljónir norskra króna á sama tíma í fyrra. Heild- artap Elkem-samsteypunnar á síðasta ári var um 365 milljónir norskra króna. Eins og kunnugt er, þá er Elk- em-samsteypan sameignaraðili is- lenzka ríkisins að íslenzka járn- blendifélaginu á Grundartanga. Vaxandi tölvu- væðing í iðnaði Eftirspurn eftir aðstoð tæknideildar FÍI mikil MJÖG HEFUR færst í vöxt á undanfornum vikum og mánuðum, að iðnaðar- fyrirtæki leiti til tæknideildar Félags íslenzkra iðnrekenda eftir ráðgjöf á sviði tölvumála. Algengast er, að fyrirtækin vilji að gerð sé úttekt á þörfum þeirra fyrir hugbúnað og vélbúnað. Þessar upplýsingar er að finna í nýjasta fréttabréfi FÍI, Á döfinni. „Fljótlega eftir að þessari þjón- ustu var komið á fót kom í ljós að ekki er mikið úrval af hentugum hugbúnaði fyrir iðnfyrirtæki hér- lendis. Úr þessu rættist að nokkru í kjölfar tölvuverkefnis félagsins, en megintilgangur þess var ein- mitt að leita uppi hentugan hug- búnað fyrir framleiðslu- og birgðastýringu. Hins vegar er hér um dýran búnað að ræða og því ekki á færi smærri fyrirtækja að ráðast í slíkt," segir ennfremur. Fyrir rúmu ári óskaði ákveðið fyrirtæki eftir því, að tæknideild- in skrifaði forrit á litla örtölvu, sem fyrirtækið hafði þá nýverið fest kaup á. Var forritinu ætlað að halda utan um uppskriftir allra fullunninna vara og auðvelda þannig allt eftirlit með fram- leiðslukostnaöi og ennfremur að fylgjast með arðsemi hverrar vöru. Síðastliðið sumar var þetta kerfi, sem nefnt hefur verið „Framlegðarkerfi", flutt yfir á svonefnt CP/M stýrikerfi, en nú þegar eru á markaðnum allmarg- ar og afkastamiklar slíkar tölvur. Mun félagið fljótlega fara að kynna þetta kerfi fyrir félags- mönnum. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir MAGNÚS SIGURÐSSON SuÖur-Kórea: Skammt á milli ógnaratburðanna SPRENGINGIN í Burma á sunnudag, þar sem margir af þekktustu og áhrifamestu stjórnmálamönnum Suður-Kóreu biðu bana, hefur komið sem reiðarslag yfir fólk bæði þar í landi sem annars staðar. Finnst mörgum sem skammt sé nú á milli ógnaratburðanna, því að ekki eru nema sex vikur, síðan Rússar skutu niður farþegaþotu frá Suður-Kóreu með 269 manns innanborðs. í hópi þeirra, sem fórust í sprengingunni á sunnudag, voru fjórir ráðherrar úr ríkisstjórn Suð- ur-Kóreu og var utanríkisráðherrann, Lee Bum-Suk, á meðal þeirra. Þá voru ennfremur fjórir helztu hagfræðingar Suður-Kóreu á meðal þeirra og einnig tveir af kunnustu sérfræðingum landsins á vettvangi utanríkismála. Alls fórust 16 Suður-Kóreumenn í sprengingunni og 3 menn frá Burma, en 48 manns særðust, sumir mjög hættulega. Samkvæmt frásögnum sjón- arvotta í Rangoon varð sprengingin aðeins fáeinum mínútum áður en Chun Doo- Hwan, forseti Suður-Kóreu og kona hans voru væntanleg til minningarathafnar við svonefnt píslarvottagrafhýsi f Rangoon, sem er mikill helgireitur í Burma. Er greinilegt, að árás- inni var fyrst og fremst beint gegn forsetahjónunum og að til- viljun réð mestu um, að þau sluppu lifandi. Hefur forsetinn skellt allri skuld af þessum hryðjuverkum á Norður-Kóreu- menn. Mikil ólga og spenna ríkir nú í Suður-Kóreu í kjölfar þessa at- burðar og hefur 600.000 manna her landsins verið fyrirskipað að vera í viðbragðsstöðu og lýst yfir þjóðarsorg í landinu. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hafa hins vegar skorað á almenning að sýna stillingu, þar sem her og lögregla séu þess megnug að tryggja ör- yggi þjóðarinnar og halda uppi röð og reglu í landinu. Víst er, að mikill fjöldi fólks í Suður-Kóreu er sömu skoðunar og stjórnvöld þar og telur, að Norður-Kóreumenn beri alla ábyrgð á þessum hryðjuverkum. Þeir síðarnefndu hafa hins vegar látið, sem þeir hafi hvergi komið þarna nærri. Sprengingin í Burma átti sér stað i upphafi ferðalags, sem skipti mjög miklu máli fyrir Chun forseta. Það átti að standa í 18 daga og var áformað, að for- setinn heimsækti Indland, Sri Lanka, Ástralíu, Nýja-Sjáland og Brunei. Eftir sprenginguna hætti forsetinn strax við öll frekari ferðalög og sneri rak- leiðis heim. Berst gegn spillingu Chun Doo Hwan var kosinn forseti Suður-Kóreu 27. ágúst 1980 og hefur því verið við völd í rúm þrjú ár. Park Chung Hee, sem var forseti á undan honum, var forseti landsins í 18 ár. Hann sýndi þjóðþinginu litla virðingu, heldur lýsti yfir hernaðar- ástandi og stjórnaði síðan að meira eða minna leyti með til- skipunum. Hinn 26. október 1979 var Park myrtur og Choi Kyu Hah varð forseti. Hann leysti úr haldi pólitíska fanga og hét þjóðinni margs konar umbótum. Valdaferill hans varð þó skamm- ur, því að fljótlega kom til mik- illa stúdentaóeirða í landinu, sem mögnuðust svo, að lá við uppreisnarástandi. Choi sagði síðan af sér embætti 17. ágúst 1980 og Chun Doo Hwan var kjörinn forseti í hans stað. Á ýmsu hefur gengið þau þrjú ár, sem Chun Doo Hwan hefur verið forseti Suður-Kóreu. Hvert fjármálahneykslið hefur rekið annað í landinu, enda þótt upp- haf þeirra og undirrót verði ekki rakið til stjórnar Chuns, heldur miklu frekar til stjórna fyrir- rennara hans. Sjálfur hefur hann sýnt þjóðþingi landsins miklu meiri virðingu en Park forseti á sínum tíma, en sá síðar- nefndi virti þjóðþingið að mestu að vettugi og viðurkenndi aðeins örsjaldan, að sér hefðu orðið á mistök á valdaferli sínum. Chun hefur aftur á móti verið ómyrkur í máli um, að fjármála- spillling í landinu væri mikil og að ekki mætti taka á henni með neinum vettlingatökum. Þessi spilling hefði ekki sízt þrifizt í skjóli hins opinbera og á því yrði að vinna bót. í þessu skyni og jafnframt til þess að blása nýju lífi í efnahag landsins, sem hefur hrakað á undanförnum árum vegna hinnar almennu efnahags- kreppu í heiminum, þá hefur Chun tekið þann kost að kalla til menn, sem getið hafa sér gott orð í einkarekstri og skipað þá í áhrifastöður í stjórnsýslunni í von um meiri sparnað og starfs- virkni hjá því opinbera. Framtíð Chuns sem forseta hlýtur að verða mjög undir því komin, hvernig honum tekst til á þessu sviði. Hann hefur lagt meiri áherzlu á að uppræta fjár- málaspillinguna en á flest annað og tekizt að sannfæra marga um einlægan vilja sinn í því efni. Hvort árangur næst er svo önn- ur saga. Almennar þingkosn- ingar eiga að fara fram í landinu 1985 og þar sem svo stuttur tími er til stefnu, er allsendis óvíst, að viðleitni Chuns hafi þá borið þann árangur, sem hann og stuðningsmenn hans vonast eftir og kann að ráða úrslitum kosn- inganna. I utanríkismálum hefur Chun forseti lagt kapp á nána sam- vinnu við Bandaríkjamenn með svipuðum hætti og fyrirrennarar hans í embætti. Kóreu er sem kunnugt er skipt í norður- og suðurhluta og stjórna kommún- istar norðurhlutanum. Oft hefur verið mjög ófriðvænlegt milli þessara tveggja ríkja og árekstr- ar tíðir á landamærum þeirra, allt frá því Kóreustyrjöldinni lauk. Efnahagsaðstoð frá Japan Suður-Kóreumenn hafa þegið mjög verulega efnahagsaðstoð á undanförnum árum frá Japönum og eru þeir síðarnefndu með því að friðþægja fyrir hervirki sín í landinu í síðari heimsstyrjöld- inni og fyrir 35 ára nýlendu- stjórn, sem hafði verið svo harðneskjuleg, að seint mun gróa um heilt með þessum þjóð- um. Þetta kom bezt í Ijós í fyrra, er all sérstætt atvik varð til þess að ýfa upp gömul sár og fá stjórn- völd í Suður- og Norður-Kóreu til þess að snúa bökum saman. Þá var gefin út í Japan ný kennslubók í sögu, þar sem varla var minnzt á hervirki Japana í Kóreu og Kína í heimsstyrjöld- inni. Það þurfti ekki meira til. Stjórnvöld í Suður- og Norður- Kóreu brugðust mjög ókvæða við og fordæmdu Japani harðlega. Lýstu þau því yfir, að samskipti þeirra við Japani myndu aldrei komast í viðunandi horf, ef ekki yrði gerð á þessu bót hið bráð- asta. Kínversk stjórnvöld tóku í sama streng og voru enn harð- orðari í garð Japana, ef nokkuð var. Þeir síðastnefndu sáu strax sitt óvænna og gerðu nokkra bragarbót. Ekki er unnt að sjá fyrir á þessu stigi, hvaða afleiðingar ógnaratburðurinn í Burma á eft- ir að hafa i för með sér. Víst er þó, að sambúð kóresku ríkjanna á enn eftir að versna, því að Chun forseti og stjórn hans hafa lýst því yfir, að stjórn Norður- Kóreu beri alla ábyrgð á ódæð- inu. (Ileimildir: AHHorialed l'retw og F*r llaMern Review.) Magnús Sigurðsson er blaðamaður rið MorgunhlaAiA og skriíar um erlend máleíni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.