Morgunblaðið - 25.08.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.08.1984, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1984 25 þetta hefði átt að vera komið á fyrir aldarfjórðungi," sagði Kol- brún Karlsdóttir er hún var spurð að því hvernig henni litist á þróun- ina í sölumálum kartaflna, en hún var að kaupa sér „frjálsar" kartöfl- ur í Hagkaup á fimmtudag. „Við borðum mikið af kartðflum á mínu heimili. Ég er úr sveit og er alls ekki sama hvernig þær eru. Ég fór að sjálfsögðu beint í Hagkaup á mánudaginn þegar þessar nýju komu og er nú að koma aðra ferð,“ sagði Kolbrún. „Húsmæður ættu að hrópa húrra fyrir Hagkaup að drífa í að fá ætar kartöflur til sölu. Ef Framsóknarflokkurinn hefði fengið að ráða yrði þetta óbreytt um aldir og við þyrftum áfram að borða óætar kartöflur," sagði Kolbrún einnig. Hún sagði að kartöflurnar sem hún hefði keypt á mánudaginn hefðu bragðast vel. Hún sagðist endilega vilja fá að velja sjálf þær kartöflur sem hún ætti að borða, en Þórarinn Gfslason með pokann sinn í Hólagaröi. Kolbrún Karlsdóttir með Kjartani syni sinum. vildi ekki þurfa að taka við þeim i lokuðum bréfpoka og vita ekkert hvað í honum væri. „Of smáar“ Ekki voru allir sammála um gæði kartaflnanna sem á boðstól- um voru í Hagkaup. Sveinn ólafs- son var að velja sér kartöflur og honum leist ekki sérstaklega vel á þær en ætlaði samt að prófa. Hann sagði að þær væru allt of smáar fyrir sinn smekk og kvaðst hafa haldið að þær væru miklu fallegri. Ástu Jónsdóttur fannst þær líka of smáar en ætlaði samt að smakka þær. Henni fannst þær líka of dýr- ar miðað við stærð. Hún sagði að mjög gott væri að geta valið sjálf það sem hún keypti, bæði kartöflur og ávexti. Aðspurður um hvernig honum litist á nýja fyrirkomulagið sagði Sveinn að það skipti engu máli, bara ef menn fengju almenni- legar kartöflur. Kolbrún Óskarsdóttir meó syni sín- um. Sveinn Ólafsson velur sér kartöflur í Hagkaup. MorgunblaftiS/Júllus. reyni kattarþvott í því. Mér er sagt að þær kartöflur, sem seldar eru fyrir milligöngu þessa fyrirtækis, séu á nótum frá þvi. Að selja ómetnar kartöflur er lfka lögbrot. Þessi fyrirtæki, fyrir utan Hag- kaup, láta ekki meta kartöflurnar og má því gera þessa vöru upp- tæka,“ sagði Gunnlaugur. Þegar ieitað var álits Gunnlaugs á þeirri hörðu gagnrýni sem komið hefur fram á Grænmetisverslunina að undanförnu, meðal annars frá kartöflubændum, sagði Gunnlaug- ur að hann teldi þessa gagnrýni af- ar ósanngjarna þvi hún væri aldrei rökstudd. Grænmetisverslunin starfaði fyrst og fremst samkvæmt reglugerðum. Alltaf væri þó hægt að gera betur, en til þess að það væri hægt þyrfti fyrirtækið að hafa stuðning framleiðendanna. Sagði hann að bændur hefðu fengið margvíslega fyrirgreiðslu í gegnum Grænmetisverslunina. Hann sagði, þegar hann var spurður að því hvort hann tæki þessa gagnrýni persónulega: „Mér er ekki sama um hana, en mér finnst hún ósann- gjörn og órökstudd eins og ég sagði áðan. Umfjöllun blaðanna hefur verið eins. Það sem hefur tekið mest á mig er hve lítið hefur verið hægt að fá leiðrétt, eins og þeir hafi verið kostaðir til þessa af ákveðnum aðilurn." Gunnlaugur taldi ekki ástæðu til að skýra nán- ar við hvað hann ætti með þessum orðum. Hann mótmælti því að fyrirtæk- ið byði ekki fram allar framleiðslu- vörur kartöflubænda en það er eitt af því sem bændur hafa gagnrýnt fyrirtækið fyrir. Hann sagðist til dæmis ekki hafa fengið alla þá vöru frá þeim sem hann hefði óskað eftir. Grænmetið hefur einn- ig verið gagnrýnt fyrir að hafa ekki selt ópakkaðar kartöflur. Gunn- laugur svaraði þvi með að visa til þess að þær hefði alltaf verið hægt að fá á markaðnum í Grænmetis- versluninni. Bannað hefði verið að selja þær í lausu í verslunum þar ^4il nú að heilbrigðisyfirvðld hefðu verið að gefa eftir í þeim málum. „Ég veit ekki um neitt annað fyrirtæki sem hefur meira aðhald. Ékki hefur til dæmis verið meira rætt um annað fyrirtæki i fjölmiðl- um,“ sagði Gunnlaugur, þegar hann var spurður að þvi hvort það væri ekki gott aðhald fyrir Græn- metisverslunina að heildsölu- fyrirtæki fengju leyfi til að dreifa kartöflum við hliðina á henni. Er núverandi sölukerfi þá það besta? Gunnlaugur svaraði þvi með því að vísa til þess að Grænmetisverslun- in hefði á sínum tima verið stofnuð vegna bágborins ástands i kart- öfluversluninni. „Mín skoðun er jákvæð gagnvart því. Ef eitthvað frjálsræði verður i þessum málum þá hlýtur það að vera mjög eðlilegt að kartöflu- bændur hafi sitt afurðasölufélag sem rekið verði á þeirra ábyrgð,“ sagði Gunnlaugur þegar leitað var álits hans á þeim hugmyndum kartöflubænda að þeir yfirtækju rekstur Grænmetisverslunarinnar. En hver á fyrirtækið, neytendur, framleiðendur eða ríkið? Gunn- laugur svaraði þvi þannig: „Þetta er sjálfseignarstofnun. Ég var að minnsta kosti ráðinn hingað á þeim forsendum. En vel að merkja: þetta er lagaleg spurning og ýmsar skoð- anir uppi um þetta.“ Hann sagði að fyrirtækið hefði verið byggt upp á verðbólgutímum, sjálfsagt verið vel rekið, og þannig eignast það sem það ætti. Én kartöflubændur hefðu einnig skattlagt sjálfa sig til að að- stoða við uppbygginguna. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir HELGU G. JOHNSON Minnkar fjármálahneykslið fylgi Demókrataflokksins? „Ég hef engu að leyna og hef ekki brugðist því trausti sem mér hefur verið sýnt-“ Ferraro á blaðamannafundi sl. þriðjudag. Til hægri: Geraldine við heimilisinnkaup í Queens. Geraldine Ferraro, varaforsetaefni Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, stendur nú í ströngu vegna hneykslismála sem upp hafa komið varðandi fjármil bennar og John Zaccaros, eiginmanns hennar. Vel má vera að hneykslismálin muni hafa alvarlegar afleiðingar fyrir kosningabaráttu bæði hennar og Walt- er Mondales, sem nú hafa minna fylgi en Ronald Reagan, forseti. Hjónin gerðu opinberar allar skýrslur um skatta sína sl. mánu- dag vegna háværra krafa póli- tískra andstæðinga Ferraros um að upplýsa fjármál þeirra hjóna. Kom þá í ljós að hjónin skulduðu skatta frá árinu 1978, að upphæð um 53.000 dala. ógreiddu skattana borguðu hjónin samdægurs, en svo virtist sem fleiri spurningum væri ósvarað eftir opinberunina en áður. Þrátt fyrir að Ferraro hafi starfað sjálfstætt sem lögfræðing- ur og þingmaður sl. ár hefur nafn hennar einnig tengst fyrirtæki eiginmanns hennar, P. Zaccaro og Co. á Manhattan. Hún átti hluta- bréf og gegndi mismunandi stöð- um innan fyrirtæk- isins og tók þátt i viðskiptum manns síns. A síðustu árum hafa þau hjónin þó reynt eftir fremsta megni að aðskilja fjármál sín, þar sem störf þeirra væru svo ólík, að þeirra sögn. Þurftu þau að greiða háar fjár- hæðir til að fá að skila sínu skatta- framtalinu hvort. Ferraro hélt blaðamannafund daginn sem hún greiddi vangoldnu skattana og sagði ástæðuna fyrir greiðslutöfinni liggja hjá endurskoðanda sinum, sem hefði vanmetið tekjur hennar af fasteignasðlu sem fram fór 1978. En málið er ekki svo einfalt. önnur vafasöm viðskipti komu i ljós, s.s. að eiginmaður hennar og þrjú börn hefðu lánað um 134.000 dali til kosningabaráttu Ferraros, þegar hún bauð sig fyrst fram tií þings árið 1978. Kosningaeftirlitið í Bandarikjunum hafði tilkynnt Zaccaro að ekkert væri athugavert við lánið þar sem lánardrottnar væru úr röðum fjölskyldu fram- bjóðandans. Seinna á árinu bað eftirlitið aftur á móti um skýr- ingar á lánunum, þar sem ein- staklingsframlög væru takmörkuð við 1.000 dali samkvæmt lögum. Lánin voru greidd aftur með sölu á fasteignum Ferraros að upphæð 130.000 dala,þar sem engin tak- mörk eru sett fyrir framlögum frambjóðandans sjálfs. Seinna keypti eiginmaður hennar aftur nokkuð af eignunum, en þær voru aldrei aftur skráðar á nafn Ferr- aros. önnur viðskipti Zaccaro-fyrir- tækisins hafa verið dregin f efa, s.s. að Zaccaro lánaði tvisvar sinn- um fé úr búi gamallar konu sem hann var fjárhaldsmaöur fyrir. Lánin samtals voru um 175.000 dalir og voru greidd aftur í marsmánuði sl. Ýmsir hafa dregið f efa að Zaccaro hafi haft rétt til að lána úr búi annars fólks, þó hann hafl haft fjármál þess með höndum. Ferraro virtist ekkert hafa vitað um lánin, þrátt fyrir aö hún hafi gegnt ýmsum . störfum innan fyrirtækisins, s.s. stöðu varaforetjóra, ritara og gjaldkera, á þeim tíma. Bæði hún og Zaccaro neita þó alfarið að ólögleg við- skipti hafi átt sér stað, a.m.k. að þeim vitandi. Ný lög gengu f gildi 1978, sem krefjast þess af þingmönnum að Ferraro ásamt eiginmanni sínum, John sinni, Lauru. Zaccaro, og dóttur þeir gefi upp vissar upplýsingar varðandi fjármál maka og ófjár- ráða barna þeirra ásamt upplýs- ingum um fjármál þingmannsins sjálfs. Frá því lögin gengu f gildi hefur Geraldine Ferraro hins veg- ar haldið því fram að hún væri undanþegin þeim skyldum. Und- anþágur frá lögunum gilda um þingmenn sem ekkert er kunnugt um fjármál maka og barna, eða hagnast ekki á nokkurn hátt á viðskiptum eða eignum maka eða barna. Um það hefur hins vegar verið deilt hvort Ferraro hafi ekk- ert verið kunnugt um fjármál manns síns, þar sem hún var hátt- sett innan fyrirtækisins og átti auk þess hlutabréf f fyrirtækinu. Á blaðamannafundinum kvaðst Ferraro hafa upplýst meira um einkahagi sína en nokkur annar frambjóðandi i sögu Bandarfkj- anna og sagðist á engan hátt hafa brugðist þvi trausti sem henni hafí verið sýnt af alþýðu manna sem útnefndi hana til varaforseta. Hún viðurkenndi að mistök hefðu átt sér stað hjá endurekoðandan- um og hefur hann einnig gengist við því. Sagðist hún vonast til þess að efasemdir um fjármál hennar yrðu úr sögunni eftir opinberun allra plagga og hún gæti hafist handa á ný við kosningabaráttuna frá og með afmælisdegi sínum, sem er á sunnudag. Blaðafulltrúi Ferraros, Pat Bar- io, sagði af sér sl. miðvikudag og virðist uppsögn hennar standa f tengslum við fjármálahneyksli varaforsetaefnisins. Bario hefur á hinn bóginn fullyrt að hún hafi. á engan hátt staðið í illindum við Ferraro og hún bæri mikla virð- ingu fyrir frambjóðandanum. Sagði hún ástæðuna fyrir uppsögn sinni vera deilur hennar við kosn- ingastjórann, John Sasso, vegna fréttaflutnings af fjármála- hneykslinu, en vikuritið News- week hafði komist á snoðir um fjárhagsvanda Ferraros og virtist sem einhver innan kosninga- stjórnar hennar hefði „lekið“. Pólitískir andstæðingar Ferrar- os hafa gert sér mik- inn mat úr hneyksl- inu og sagði Ed Roll- ins, kosningastjóri Ronald Reagans, að Ferraro væri nú Mondale aðeins til trafala i kosninga baráttunni fremur en hitt og sagði að hún ætti enn mörg- um spurningum ósvarað. Rollins sagði þetta í ræðu sinni á flokksþingi repúblikana í Dallas og virtist brjóta óskrifað samþykki ræðuflytjenda að minnast ekki á Ferr- aro og vanda hennar. Walter Mondale og John Sasso hafa báðir stutt dyggilega við bak- ið á Ferraro vegna hneykslismál anna og segja hana hafa orðið fyrir miklu aðkasti en stæði þeim mun styrkari eftir. Mondale skor aði á George Bush, varaforsetaefni repúblikana, að upplýsa jafnmikið um einkahagi sína og Ferraro hefði gert, en Bush hefur neitað að verða við þeirri áskorun. Þó virðist sem einhver kuldi ríki milli stuðningsmanna Mondales og stuðningsmanna Ferraros, þar sem menn Mondales telja hana geta spillt fyrir forsetaefninu í kosningunum. Val Mondales varaforsetaefni hefur jafnvel ver- ið gagnrýnt af mönnum innan flokksins, sem þó voru samþykkir Ferraro í byrjun. Kosningastjórnin vissi að eitthvað var athugavert við fjármál Ferraros áður en hún var valin, en engan grunaði að það yrði að meiriháttar blaðamáli sem hefði áhrif á kosningaherferð og fylgi demókrata. Kannski hefur Ferraro nú tekist að koma sínum málum á hreint, en afleiðingarnar eiga eftir að koma í ljós innan skamms. Heimildir. Newsweek. New York Times. WaH Street Jowrmal oJL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.