Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.10.1985, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. OKTÓBER1985 anlegur, þá látum svo vera. Ég sækist ekki eftir völdum af hé- gómagirni," segir hann enn- fremur. „Heldur vegna þess að ég hef bjargfasta trú á því að ég geti lagt fram krafta sem munar um.“ Cavaco Silva er yfirleitt kall- aður prófessorinn af kunningjum og vinum, fremur en með for- nafni eins og títt er meðal Port- úgala. Hann hefur stundað íþróttir frá æsku, er iðinn við að skokka og leikur borðtennis af prýði. Hann býr í Lissabon, hvar hann og Maria, kona hans, sem er háskólakennari, eiga íbúð sem er einkar blátt áfram. Þau eiga tvö börn, son og dóttur. Margir fréttaskýrendur segja að það séu ýmsar mótsagnir í því að Cavaco Silva sé nú kominn í þá stöðu að verða líklega næsti forsætisráðherra Portúgals. „Hann hefur ekki fengið neitt fyrirhafnarlaust, hann hefur þurft að hafa fyrir öllu og hann hefur ekki hlíft sér. Vegna þeirr- ar niðurstöðu í kosningunum nú er hins vegar greinilegt að eigi Cavaco Silva að sitja á veldisstóli verður hann að sýna samstarfs- vilja og meiri sveigjanleika en kunnugir hafa fram að þessu merkt í fari hans. Cavaco Silva er mikill bóka- ormur. Hann hefur skrifað nokkrar bækur um efnahagsmál. Hann tekur lítinn þátt í sam- kvæmislífi og er sagður mikill og góður fjölskyldumaður. Hann er yfirvegaður og hann er fljótur að sjá kjarnann í hverjum hlut. Honum er lagið að telja aðra á sítt band. Og lúxusmaður er hann ekki. Þetta hafa verið umsagnir blaða um hann síðustu daga. Portúgalar eru í sjöunda himni. Kannski sterki maðurinn sé kominn fram á sjónarsviðið. Án efa fær hann svo hæfilegt svigrúm til að sýna hvernig stjórn hann hugsar sér. Og síðan fær hann hæfilegan aðlögunar- tíma. En hveitibrauðsdagarnir taka auðvitað enda. Líka hjá afburðamanni eins og sumir kalla Anibal Cavaco Silva. (Heimildir: Patrick Keyn* hjí AP f Liasabon og NYT.) Snmantekt' Jóhanna Kristjónadóttir. Svipmynd á sunnudegi Anibal Cavaco Silva: Kannski sterki maðurínn sé nú kominn firam á sjónarsviðið að sér kveða að ráði með þeim árangri að hann varð forystu- maður í flokknum. Sósíaldemó- krataflokkurinn hefur búið við þann heimilisvanda að innan hans eru mikiar deilur um for- ystu. Fyrir nokkrum árum hafði Cavavo Silva kveðið upp úr með það á flokksþingi að hann styddi þau öfl í flokknum sem væru til hægri. Þegar eftirmaður Sa Carneiro, Pinto Balsemao var forsætisráðherra og þótti ekki -ganga gæfulega skrifaði Cavaco Silva opið bréf þar sem hann gagnrýndi það sem honum fannst vera ráðleysi Balsemaos. Þessir mánuðir sem eru liðnir síðan hann tók við forystu hafa breytt ímynd Sósialdemókrata- flokksins ótrúlega mikið og kjós- endur hafa á tilfinningunni, að hann sé sterki maðurinn sem flokkurinn þarf til að hægt sé að halda honum saman. Cacaco Silva hafði hætt þátt- töku í stjórnmálum, eftir að hann var fjármálaráðherra í ríkis- stjórn Sa Carneiros. Hann var bankastjóri við helzta banka í Lissabon og einnig fékkst hann við kennslustörf við háskóla í Lissabon. Nemendur hans segja að hann sé kröfuharður, og jaðri við að vera ósveigjanlegur, fræði- legur í kennslu. Þetta orð ósveigjanlegur hefur reyndar oftar og oftar skotið upp kollin- um þegar menn hafa viljað lýsa honum. Sumir segja að hann sé hrokafullur og geti aldrei sætt sig við annað en hann sé í sviðs- ljósinu. Sjálfur segir hann um þessa gagnrýni: „Ég reyni alltaf að vera beztur, gera betur en aðrir. Ef það er að vera ósveigj- Svo spilar hann borðtennis, skokkar og er doktor í hagfræði „Hann er þeirrar gerðar að hann virðist hafa yndi af því að ganga yzt á brún hyldýpisins.“ Eitthvað á þessa leið er Anibal Cavaco Silva, formanni Sósíal- demókrataflokksins í Portúgal lýst, af gamalreyndum fréttaskýranda. Það fór ekki á milli mála í kosningabaráttunni, að Cavaco Silva rak mjög einbeitta baráttu og þótti af andstæðing- um, harðskeyttur og ósveigjan- legur. Hann er mælskumaður og hann tók mikið upp í sig, atlaga hans beindist þó fyrst og fremst gegn Sósíalistaflokki Mario So- ares. Hann virtist tilbúinn að leggja allt í sölurnar til að flokk- ur hans næði því að verða stærsti flokkur landsins. En ekki siður að klekkja á sósíalistum. Og það tókst. Þó svo að PSD hafi ekki bætt við sig nema 2—3 prósent- um atkvæða gat hann samt stát- að af þvf sem formaður hans stefndi að: Hann var orðinn flokka stærstur og hann var sá eini af gömlu flokkunum sem bætti við sig. Cavaco Silva hefur þegar átt fund með Eanes forseta, en þegar þetta er skrifað, hefur honum þó ekki formlega verið falin stjórnarmyndun, þótt það verði ugglaust gert á allra næstu dög- um. Cavao Silva notfærði sér það óspart í kosningabaráttunni, að hann var fjármálaráðherra í stjórn Fransisco heitins Sa Carn- eiro árið 1980, en sú stjórn þótti ná undraverðum árangri í efna- hagsmálum á þeim skamma tíma sem Sa Carneiro var í forsvari. Cavaco Silva veit um hug landa sinna til Sa Carneiro og notfærði sér það með lánlegum árangri. Þó héldu ýmsir, að kjósendur myndu snúast gegn honum vegna þess hann rauf stjórnarsam- starfið við Sósíalista í vor, nán- ast nokkrum dögum eftir að hann hafði tekið við formennsku í flokknum, að þáverandi for- manni og varaforsætisráðherra Mota Pinto látnum. Þó að urgur hafi verið með stjórn Soares, eins og sýndi sig í úrslitunum, þegar fylgi PS hrapaði úr 36 prósentum í 20 prósent, voru þó ýmsir sem töldu þetta upphlaup Cavaco Silva sýna ábyrgðarleysi og frambjóð- endur annarra flokka, einkum Sósíalistaflokksins, reyndu að nota þetta gegn honum. Stjórn Soares hafði mikinn þingmeiri- hluta þegar hún var mynduð fyrir tveimur og hálfu ári og fáir draga í draga í efa að það var einiægur vilji beggja flokka, að minnsta kosti í upphafi ferðar, að vinna bug á efnahagsvanda atvinnuleysi, verðbólgu og mörgu því sem hefur hrjáð þetta land. Þessi stjórn hafði einnig setið lengst allra ríkisstjórna í Port- úgal, frá því byltingin var gerð í landinu 1974 og menn töldu að hún ætti að geta lyft grettistaki ef vilji og þor væri fyrir hendi. En batinn lét á sér standa. Ágreiningur magnaðist milli flokkanna og þeir Mota Pinto og Mario Soares máttu hafa sig alla við að setja niður deilur. Deilt var um markaðskerfi, um land- skiptingu í landbúnaðarhéraðinu Aljentejo, þjóðnýtingu, atvinnu- mál, húsnæðismál, skóla og menntunarmál og lífeyrismál. Líklega var ekkert það til sem flokkarnir litu sömu augum á. Mario Soares var þó án efa stað- ráðinn í að halda stjórnarsam- starfinu til streitu. Kannski hvort tveggja hafi komið til; hann hafi trúað því að senn færi árangur ráðstafana stjórnarinn- ar að skila sér, hann trúði því að Portúgalar myndu telja sér það mikinn ávinning af því að ganga í Evrópubandalagið og að flokkur sinn myndi einnig hagn- ast á því. Og síðast en ekki sízt var honum í mun að sæmilegt ástand væri í stjórnarsamstarf- inu, þegar að því kæmi að hann þyrfti að snúa sér að forseta- framboði sínu. Þegar Cavaco Silva tók við forystunni fór hins vegar á aðra lund. Hann lýsti því yfir að ein- ræði sósíalista innan ríkisstjórn- arinnar væri óþolandi og PSD fengi fæstu því komið fram sem flokkurinn teldi aðkallandi sér- staklega í efnahagsmálum. Hann ákvað að slíta stjórnarsamstarf- inu og Eanes forseti átti fárra kosta völ og ákvað að efna til kosninganna. Anibal Cavaco Silva er af fá- tæku fólki kominn. Hann fæddist í Algarve 15. júlí 1939. Hann Cavaco Silva. hefur rifjað upp, að faðir hans refsaði honum hörkulega fyrir að koma heim úr skóla með léleg- an vitnisburð þegar hann var þrettán ára. Hann lét sér það að kenningu verða og eftir það sótt- ist honum námið vel og var alltaf í fremstu röð námsmanna. Um það leyti sem byltingin var gerð í Portúgal 1974, gekk hann í Sósíaldemókrataflokkinn, sem þá hét Alþýðudemókratar. Hann var þá að ljúka doktorsprófi í hagfræði í York og hafði ekki afskipti af stjórnmálum framan af. Raunar er það ekki fyrr en á þingi flokksins í vor, að hann lét Eftir að úrslitin voni Ijós. Stuðningsmenn fagna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.