Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.01.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. JANÚAR1986 B 19 Myndir og texti: Þorkell Þorkelsson Á laugardagskvöldinu höfðu menn ofan af hvor öðrum með spila- mennsku og Hafnarfjarðarbröndurum. Stefnan tekin á áttavitaæfingunni. að eru ekki allir sem myndu leggja það á sig að fara á fjöll um hávetur, en þó fer þeim stöð- ugt fjölgandi sem ánægju hafa af slíkum ferðum. I þessum sí- fellt stækkandi hópi eru margir félagar hjálpar- og björgunar- sveita. Eftirfarandi frásögn er frá æfinga- og skemmtiferð Hjálparsveitar skáta i Garðabæ. Klukkan sjö að kvöldi föstudags- ins 19. janúar síðastUðinn, þegar aUflestir voru rétt búnir að ljúka sinni reglubundnu vinnuviku, var unnið af kappi í einu húsi við Bæjarbraut í Garðabæ. Fyrr- nefnt hús er bústaður hjálpar- sveitar skáta. Þar voru 20 menn og konur að undirbúa ferð í TindafjöU. Rámar raddir bflvélanna tóku að ræskja sig klukkan rúmlega átta, tveir jeppar og einn fólksbfll héldu af stað. Þremur klukkustundum síð- ar voru bflamir komnir upp í Fljóts- hlíð, þar var fólksbfllinn skilinn eftir en jeppamir héldu áfram eftir vegarslóða sem liggur áleiðis i Tindaijöll. Ferðin sóttist heldur seint þar sem vegarslóði þessi reyndist erfiður yfirferðar. Þar kom að ekki var talið vert að reyna að komast lengra á bflunum. Þeim var því lagt og vélsleðar teknir í notkun. Vel gekk að afferma bflana og fetja fólk og farangur upp í skála sem stendur í um 800 m hæð og er neðstur þriggja skála sem standa á Tindfjallasvæðinu. Klukkan hálf fjögur aðfaranótt laugardagsins var allur mannskapurinn kominn upp í Tindfjallasel, en svo heitir fyrr- nefndur skáli. Seint var risið úr rekkju á laugar- deginum enda seint farið að sofa kvöldið áður. Þegar mannskapurinn loksins komst á ról rétt fyrir hádegi var veðurútlit fremur slæmt og áform um uppgöngu á jökulinn vom því látin niðúr falla. Þess í stað var skipulögð ratæfing fyrir hópinn enda veðurskilyrði hin ákjósanleg- ustu til að reyna áttavitakunnátt- una, þar sem nokkur skafrenningur var og þoka. Þegar menn höfðu fengið sig fuilsadda af áttavitaæf- ingunum tóku ýmiskonar skíðaæf- ingar Við, s.s. að hanga aftan í vél- sleða á gönguskíðum. Það reyndist mörgum erfitt enda hraðinn oft mikill og skíðabúnaðurinn óhentug- ur til slíkrar iðju. Eftir því sem leið á daginn versnaði veðrið nokkuð og héldu menn sig því nálægt skál- anum ef menn treystu sér þá á annað borð til að fara út. Kvöldið leið við spilamennsku og með Hafn- arijarðarbröndurum. Þegar morg- unhanamir vöknuðu daginn eftir var komið hið fegursta veður. Tveir þeir árrisulústu fóru þegar að tygja sig af stað til uppgöngu á jökulinn og fengu þeir einn vélsleðamann úr hópnum til þess að feija sig áleiðis. Þegar þeir sem seinni voru á fætur voru að verða tilbúnir til atlögu við jökulinn skall á mjög þétt þoka. Mörgum fannst það súrt epli að bíta í að verða að hætta við uppgönguna svo skyndilega, enda hafði veðurút- litið verið svo gott andartaki áður.- Mennimir sem lögðu á jökulinn fyrr um morguninn vom komnir hátt í hlíðar hans þegar þokan skall á. Þegar þar var komið sögu kom þjálfun og dómgreind í góðar þarfir. Rétt áður en þokan skall á miðuðu þeir sig út á korti eftir nærliggjandi kennileitum en gengu því næst til baka í þoku og kafaldsbyl blint eftir áttavita. Fljótlega eftir að þeir fé- lagar höfðu ákveðið að snúa við náðist talstöðvasamband við þá frá skálanum. Þeir tilkynntu hvemig komið væri og töldu að þeim myndi seinka nokkuð af þeim sökum. Var ákveðið að senda vélsleða á móti þeim til að flýta fyrir för þeirra ef ske kynni að veður versnaði. Vél- sleðinn og göngumennimir mættust síðan við dal sem heitir Skíðadalur og liggur í um 1000 m hæð. Um klukkan fimm vom allir komnir í skála tilbúnir til heim- ferðar ánægðir með ferðina þó veðurguðimir hefðu spillt henni að nokkm leyti. Svipmynd á Sunnudegi/Winnie Mandela Með tvíburunum. Hún lætur ekki deigan síga í baráttu fyrir mannréttindum svertingja BARATTUKONAN Winnie Mandela hefur verið venju fremur í sviðsljósinu að undanförnu; hún þverneitar að beygja sig fyrir kúgunaraðgerðum suður-afriskra stjómvalda og ein og sér hefur hún boðið byrginn stjórnvöldum hvitra manna og löggjöf þeirra með því að hlýðnast ekki lagagrein þar sem kveðið er á um bann við því að hún fari frá heimili koma fram opinberlega. Winnie Mandela hefur nokkmm sinnum verið handtekin nú síðustu vikumar. Eitt sinn gerðist það, að lögregla mddist inn á heimili hennar í Soweta og tók hana á brott með sér um hríð. Nokkm síðar var hún handtekin á leið til heimilis síns eftir að hafa staðið fyrir mótmælafundi um kynþátta- aðskilnaðarstefnu stjómvalda. Skömmu fyrir jóiin var hún flutt með valdi frá heimili sínu og farið með hana til hótels í úthverfi Jó- hannesarborgar. Winnie Mandela er fimmtíu og eins árs. Oftast er þess getið, að hún sé kona blökkumannaleið- togans Nelsons Mandela, sem sitji í lífstíðarfangelsi. En húner mannréttindaleiðtogi sem stendur þó fyrir sínu og þarf ekki að beita fyrir sig nafni eiginmanns síns. Einbeitni hennar og andstaða við stefnu stjómarinnar er til komin af hennar eigin styrk og hugrekki. Framan af hefur það þó án efa orðið henni til kynningar og jafn- vel framdráttar, að hún var gift manni sem í hfanda lífi er orðinn eins konar goðsögn í augum millj- óna svartra suður-afrískra ung- menna. Winnie Mandela fæddist í smá- bænum Bizana í Transkei árið 1934. Faðir hennar var kennari þar. Seinna varð hann ráðherra í Transkei-stjóminni sem flest er- lend ríki neituðu að viðurkenna. Winnie Mandela valdi sér sjálf- stæða braut. Foiystuhæfileikar hennar komu snemma í ljós. Hún stundaði nám í Jan Hofmeyr- skólanum og lauk námi í félags- ráðgjöf, fyrst svertingja þar í landi. Hún tók mikinn þátt í fé- lagslífi skólans og var óhrædd að tjá andúð sína á apartheid-stefn- unni. Árið 1958 giftist hún Nelson Mandela, sem þá hafði getið sér orð fyrir eindregna og afdráttar- lausa afstöðu til þessa máls. Winnie var handtekin fyrir að taka þátt í mótmælaaðgerðum skömmu síðar. Hún var sýknuð af ákæm um lögbrot. En árið 1962 var hún sett í bann og þá samkvæmt þessum sömu lögum. Þessi lög miðuðu við að takmarka ferðafrelsi hennar og henni var meinaður aðgangur að skólum og bönnuð þátttaka í fundum. Suð- ur-Afríkustjóm kallar það „fund" ef fleiri en tveir koma saman. Winnie varð þannig fyrir stöð- ugri áreitni vegna gildandi kyn- sínu, að ekki sé nú minnst á að Á brúðkaupsdaginn: Nelson og Winnie Mandela. þáttalaga á ámnum 1962 til 1975. Maður hennar var settur í fangelsi árið 1962 og það þýddi auðvitað að ofan á annað bættist að hún varð að sjá um sig á eigin spýtur og uppeldi tvíburadætranna Zen- ani og Zindziwa. En þó að útlitið væri ekki beint glæsilegt; eigin- maður hennar í lífstíðarfangelsi, henni var sýnd áreitni og flest gert til að leggja stein í götu hennar — meðal annars var hún svipt atvinnu sinni — gafst hún aldrei upp og bugaðist ekki. Hún var handtekin nokkmm sinnum og árið 1969 var hún kærð sam- kvæmt sérstökum hiyðjuverka- lögum og sat í einangrun í sautján mánuði. Winnie Mandela er fögur kona og hefur mikla persónutöfra, að sögn þeirra sem með henni hafa fylgst. Hún er áhrifarík ræðu- manneskja og tekst á einfaldan og skýran hátt að ná til áheyrenda sinna. Málflutningur hennar er ekki æsikenndur, en málefnalegur og mjög skeleggur. Sjálf segir hún um áratugina síðustu: „Eg hef búið við eilíf bönn og skert frelsi síðustu tutt- ugu og fjögur árin .. . þetta eiga að vera beztu ár ævinnar en þau vom tekin frá mér.“ Þegar bannið á hana rann út 1975 var hún að nafninu til fijáls manneskja. En sú dýrð stóð ekki lengi. Hún gerði sér grein fyrir að um þær mundir var ólga mikil í landinu og hún tók þátt í að styðja við bakið á svörtum bræðr- um sínum af alhug. Um mitt ár 1976 logaði Soweto í óeirðum, eftir að svertingjar þar höfðu gert uppreisnartilraun. Winnie Mand- ela beitti sér um það leyti fyrir að stofna sérstök samtök svert- ingjakvenna og hún lét starf for- eldrafélags svertingjabama til sín taka. Yfirvöld bragðu við hart. Hún var sett í bann rétt eina ferðina enn. Hún var flutt til Brandfort og bannað að fara út fyrir borg- ina. í átta ár var hún búsett þar. Hún naut óumdeildrar virðingar svertingja og hún aflaði sér að- dáunar erlendra gesta. Smám saman varð það sjálfsagður liður á dagskrá heimsókna erlendra blaðamanna og stjómmálamanna að sækja Winnie Mandela heim í Brandfort. Þáttaskil urðu í ágúst á síðasta ári þegar ráðist var að heimili hennar í Brandfort og kveikt í því. Þeir sem vom að verki náðust ekki að sögn lögreglunnar. Winnie ásakaði lögregluna um að hafa staðið að baki árásinni. Hún sagði að það væri sýnilega ekki nóg fyrir stjómvöld að skerða frelsi hennar, heldur væri nú ætlunin að beita hana líkamlegri áreitni. Hún sneri til gamla heimilis síns í Soweto, þvert ofan í lög og reglur. Hún hóf að ávarpa fundi, þar sem krafist var réttinda svert- ingjum til handa. Hún hitti frétta- menn og var almennt hin aðsóps- mesta. Ekki er vafí á því að stjómvöld hikuðu óvenju lengi að gera eitt- hvað í málinu, vegna þeirrar frægðar sem Winnie Mandela nýtur á alþjóðavettvangi. En þann 15. desember var ákveðið að láta til skarar skríða. Sex hvítir menn höfðu beðið bana er þeir stigu á jarðsprengjur og mikil bræði kom upp meðal hvítra manna. Þeir skeyttu því hins vegar litlu þótt fjöldamargir svertingjar hefðu verið drepnir af lögreglu mánuð- ina á undan. En stjómvöld ákváðu að við svo búið mætti ekki lengur standa. Þeim fannst óþolandi sú athygli sem Winnie Mandela vakti hvar- vetna og að erlend blöð slógu upp viðtölum við hana, þar sem hún lýsti því glaðbeitt yfir að sigurinn hlyti að vera í nánd. Winnie Mandela er þó ekki á því að hætta baráttunni. Hvem enda sem mál hennar fær mun verða fylgst með því innan Suð- ur-Afríku og utan. (Heimildir: Observer o.fl.) Samantekt: Jóhanna Kristjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.