Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.06.1986, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. JÚNÍ1986 Svipmynd á sunnudegi/ Najibullah hershöfðingi Uxinn — nýr leppur í Kabul Hvað boðar brottvikning Karmals? BABRAK Karmal hefur verið sviptur stöðu framkvæmda- stjóra kommúnistaflokksins í Afghanistan á sama tíma og friðarviðræður hafa verið teknar upp að nýju og í fljótu bragði gæti virzt að brottvikning hans eigi að auðvelda Pakistönum að viðurkenna stjórnina í Kabúl. Á hinn bóginn kann brottvikningin að tákna það eitt að Rússar hyggi á stórá- tak tii að bæla niður andspyrnu skæruliða í eitt skipti fyrir öll. Útvarpið í Kabul sagði að Karm- al, sem er 57 ára að aldri, hefði beðizt lausnar „af heilsufarsástæð- um“, en mundi halda áfram að gegna valdalausu embætti forseta Byltingarráðsins. Najibullah hers- höfðingi, fv. yfírmaður leynilögregl- unnar, var skipaður eftirmaður hans. í síðustu viku tilkynnti Najibullah síðan að „samvirk forysta" væri tekin við stjóminni; „þríeyki" hans, Karmals og Sulan Ali Kisthmands forsætisráðherra. Hann sagði að Karmal væri ætlað að efla „stofnan- ir ríkisvaldsins" með stuðningi „þjóðlegra afla“, þ.e. heraflann, skyldar stofnanir og ókommúnísk samtök tengd Byltingarráðinu og ríkisstjóminni. Kishmand forsætisráðherra á að fara með mál, sem varða ráðuneyti, stjómsýslu og framkvæmd efha- hagsstefnunnar. Sjálfur mun Naji- bullah reyna að efla kommúnista- flokkinn og stækka hann. Hann fór lofsamlegum orðum um „merkt hlutverk" Karmals í byltingu kommúnista 1978, sennilega til að þagga niður í stuðningsmönnum hans. Hvarf sjónum Karmal hafði ekki sézt opinber- lega í a.m.k. einn mánuð þegar skýrt var frá brottvikningu hans. Vafi hafði ríkt um stöðu hans síðan sovézki kommúnistaleiðtoginn Mik- hail S. Gorbachev sýndi honum þá lítilsvirðingu að ræða ekki við hann á 27. þingi sovézka kommúnista- flokksins í Moskvu í febrúar (raunar ræddi hann ekki heldur við leiðtoga kommúnista í Kambódíu og Ang- ola). Enginn vafi hefur leikið á því að Rússar hafa verið óánægðir með Karmal, aðallega vegna þess að honum hefur ekki tekizt að mynda stjóm á breiðari grundvelli. Hinn 30. marz fór Karmal aftur til Moskvu í „stutta" opinbera heim- sókn, sem olli talsverðum vanga- veltum um framtíð hans og heilsu- far. Fréttir hermdu að hann væri að leita sér lækninga vegna lungna- sjúkdóms, eða jafnvel hvítblæðis. Hann hefur oft þurft að fara til Moskvu í læknisskoðun; sumir segja vegna þess að hann hafí verið keðjureykingamaður. Sögusagnir um að Karmal væri fallinn í ónáð í Kreml fengu byr undir báða vængi þegar hann var ekki viðstaddur hersýningu á átta ára afmæli byltingar afghanskra kommúnista í aprfl. Hann hafði verið aðalræðumaður á byltingaraf- mælinu einu ári áður, en nú hélt landvamaráðherrann, Nazar Mo- hammed hershöfðingi, aðalræðuna og minntist ekki á Karmal. Þetta kom þeim orðrómi á kreik Karmal: Settur af. að Mohammed hershöfðingi ætti að taka við af Karmal. Aðrir vom þó taldir koma til greina, einkum Kish- mand forsætisráðherra, því að Rússar gerðu mikið veður út af opinberri heimsókn hans til Moskvu um miðjan aprfl, og ritari miðstjóm- arinnar, Nur Ahmad Nur. Sama dag og Karmal mætti ekki við hersýninguna gagnrýndi „Prav- da“ hann af óvenjulegri hreinskilni fyrir að hafa ekki komið á nógu skjótum umbótum og skrifaði um „mistök, sem hafa hindrað fram- gang byltingarinnar". Karmal sneri ekki aftur til Kabul fyrr en þremur eða fjómm dögum áður en hann sagði af sér. „Drepinn 10 sinnum“ Stöðugt hafði dregið úr völdum og áhrifum Karmals síðan Kreml- verjar komu honum til valda eftir innrásina um jólin 1979. Hann hefur alitaf neitað því að Rússar Símamynd/AP Najibullah: hardsnúinn. Amin: Myrtur. hafi myrt fyrirrennara hans, Hafíz- ullah Amin, og skýring hans á innrásinni er sú að hún hafí átt að koma í veg fyrir samsæri Banda- ríkjamanna, Kfnveija og Pakistana um að ráðast á Afghanistan 10 dögum eftir að hún var gerð. Karmal hafði verið sendiherra í Prag. KGB-maður, sem flúði 1982, hélt því fram að hann hefði verið starfsmaður KGB og afghanskir leyniþjónustustarfsmenn, sem flúðu skömmu síðar, tóku í sama streng. Upphaflega var Karmal fram- kvæmdastjóri kommúnistaflokks- ins, forsætisráðherra og forseti. Því var haldið fram að rússneskir lífverðir hefðu komið í veg fyrir að hann svipti sig lífi 1980. Tveimur árum síðar var talið að hann hefði særzt í skotbardaga. „Ég hef heyrt að ég hafí verið drepinn 10 sinnum," sagði hann nýlega. Hann lét af embætti forsætisráð- herra 1981 og upp frá því var Kishmand, sem tók við, álitinn keppinautur hans. Talið er að Karmal muni fljótlega láta af embætti forseta, síðasta starfínu sem hann gegnir, þótt mynduð hafí verið „samvirk forysta“ þriggja manna. Skotbardag-i? Kremlveijar réðu greinilega vali eftirmanns Karmals, Najibullah hershöfðingja. Hann hafði verið hækkaður í tign og skipaður ritari í stjómmálaráði kommúnistaflokks- ins nokkrum mánuðum áður en hann var valinn eftirmaður Karm- als. Valdataka Najibullah og raun- veruleg brottvikning Karmals hafa valdið mikilli spennu í kommúnista- flokknum. Ekki eru horfur á að henni ljúki í bráð og Najibullah getur reynzt erfitt að festa sig í sessi. Skriðdrekar og herflutningabílar voru á verði á mikilvægum stöðum í Kabui og nágrenni þegar þing flokksins stóð yfír. Harðar umræður munu hafa farið fram á fundi miðstjómarinnar og orðrómur er á kreiki um að hálfbróðir Karmals hafí beðið bana i skotbardaga á lóð forsetahallarinnar. Hjákona Karmals, Anahite Ratabsade, mun hafa komið flug- leiðis frá Sofía til að skipuleggja mótmælaaðgerðir skólastúlkna, sem fylgja Karmal að málum. Efnt var til a.m.k. átta slíkra aðgerða í Kabul og leynilögreglan varð að dreifa þátttakendunum. í síðustu aðgerðunum réðst leyni- lögreglan með barsmíðum á skóla- stúlkumar. Lögreglan fyllti tvo strætisvagna af stúlkum, sem hróp- uðu: „Dauði yfír Najibullah! Við viljum Karmal! Burt með Rússa! Við viljum islamska ríkisstjóm!" Lögreglustjóri Um Najibullah hershöfðingja er fátt vitað annað en það að hann var yfirmaður leynilögreglunnar, Khad, þar til í lok síðasta árs og þótti harður í hom að taka, misk- unnarlaus og dugmikill. Þegar hann tók við af Karmal lauk Kishmand forsætisráðherra á hann miklu lofs- orði og sagði að hann hefði breytt Eyjaferðir í Stykkishólmi: Skemmtiferða- bátur til siglinga á Breiðafirði Stykkishólmi. Til heimahafnar í Stykkis- hólmi kom 25. maí glæsilegur skemmtiferðabátur, sem notaður verður í sumar í ferðamanna- þjónustu. Báturinn heitir Brim- rún og er eign Eyjaferða. Bátur- inn kemur frá Hafnarfirði, byggður af Birni Björgvinssyni, skipasmíðameistara. í bátnum er vandaður búnaður og allt til fyrirmyndar. Báturinn er yfirbyggður og tekur 21 farþega í sæti. Sætin em þægi- leg og gluggar stórir svo farþegar geta séð vel yfír svæðin sem farið er um. í bátnum em tvær vélar af gerðinni Volvo Penta, 165 hestöfl, og getur hraði bátsins komist í 30 mflur á klukkustund. í bátnum em 3 björgunarbátar og annað sem að öryggi lýtur. Fréttaritara Mbl. bauðst að taka þátt í sjóferð fram á sund með bátn- um ásamt nokkmm öðmm og var þessi ferð mjög ánægjuleg. Það var kaldi og talsverður öldugangur en það virtist ekki skipta neinu, bátur- inn hélt sínu striki. Hann virðist vera góður í sjó og hefír það mikla kosti. Ég er ekki í vafa um það að margir eiga eftir að nota sér þessa þjónustu og verða ánægðir þegar þeir koma til baka úr skemmtilegum ferðum um eyjasund. Pétur Ágústsson skipstjóri, einn aðaleigandi þessa báts, fór nefnda ferð með okkur og spurði ég hann hvað hann hyggðist fyrir með starf- rækslu hans. Hann sagði að ákveðið væri að fara skipulegar ferðir um helgar, þ.e. föstudag, laugardag og sunnudag. Farþegum yrði gefínn kostur á að kynnast náttúrafegurð Breiðaijarðar og öllu þvi sem eyj- amar hefðu upp á að bjóða og einnig yrði reynt að 'fara um sögu- fræga staði. Pétur er fæddur og alinn upp í eyjum BreiðaQaraðr og því enginn svikinn af leiðsögu hans. Strax em hópar famir að leita eftir að fá bátinn leigðan í skoðunarferðir, en hópferðir munu þeir félagar annast eftir pöntunum. Þá má geta þess að Pétur hefir haft forystu með að endurbyggja Egilsenshús í Stykkis- hólmi og kemur vel til greina að nýta það í þjónustu ferðamanna og eins má geta þess að Pétur og Einar Bjamason höfðu í fyrra tvo hrað- báta fyrir ferðamenn. Gaf það góða raun og hér kemur svo viðbótin. Um leið og fréttaritari þakka fyrir ágæta ferð um sundin í dag biður hann þessu fyrirtæki og ágætum skemmtiferðabát allrar blessunar og veit að hann á eftir að gefa mörgum kost á æfíntýraferð um Breiðaflörð. Ámi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.