Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. OKTÓBER 1987 Dauði Barschels: Allt bendir til sjálfsvígs Genf.^Reuter. AÐ SÖGN Marcels Vaudroz, tals- manns lðgreglunnar í Genf, virðist allt benda til þess að Uwe Barsc- hel, fyrrum forsætisráðherra forsætisráðherra i Slésvík og Holt- setalandi i Vestur-Þýzkalandi, hafi framnið sjálfsmorð. „Það bendir allt til þess að Barsc- hel hafi framið sjálfsmorð. Rannsókn á dauðdaga hans er ólokið en það hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að um morð hafi verið að ræða,“ sagði Vaudroz. Barschel fannst látinn á hóteli í Genf á sunnudag. Þegar komið var að honum lá líkið alklætt í baði fullu af vatni. Réttarkrufning leiddi í ljós að hann hafði tekið inn svefntöflur og róandi lyf. Fjölskylda Barschels hefur haidið því fram að hann hafí verið myrtur og krafist nýrrar krufn- ingar. Fylgi Koiv- isto minnkar Helsinki, Reuter. VINSÆLDIR Mauno Koivisto, for- seta Finnlands, hafa dvínað að undanförnu, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Forsetakosningar verða í Finnlandi í janúar næst- komandi og telja stjóramálaský- rendur að nýtt kosningafyrir- komulag kunni að verða honum óhagstætt. Samkvæmt könnuninni segjast 58% kjósenda reiðubúnir að styðja Koivisto í janúarkosningunum. Að- eins 13% sögðust styðja Harri Holkeri, forsætisráðherra. f sams- konar könnun fyrir mánuði naut forsetinn fylgist 61% kjósenda en Holkeri 10%. Samkvæmt könnuninni styðja 11% kjósenda Paavo Váyrynen, frambjóð- anda Miðflokksins. Hefur hann því bætt við sig tveimur prósentustigum á mánuði. Kalevi Kivistoe, annar frambjóðandi kommúnista, hefur einnig bætt við sig og hefur 6% fylgi og fylgi annars kommúnista, Jouka Kajanoja, er 1%. Reuter Björgunarmenn hlusta eftir Jessicu í brunninum. Á myndinni sést rörið sem heitu lofti var dælt í gegnum niður í brunninn. Fjærst á myndinni sér í jarðborinn sem notaður var við björgunina. Jessica McCIure Texas: Boruð 10 m göng til að bj arga bami úr bnmni Midland, Texas, Reuter. BJÖRGUNARSVEIT, sem vann að því að bjarga 18 mánaða stúlkubarni úr þornuðum brunni í bænum Midland í Tex- as, tókst að komast að baminu í gær eftir nærri tveggja sólar- hringa vinnu. Jessica McClure féll í brunninn er hún var að leik á bamaheimili. Hafði blómaker verið sett yfir bmnnopið en kerið hafði af óskilj- anlegum ástæðum verið fært frá. Jessica litla féll 7 metra niður 20 sm víðan bmnninn. Heyrst hefur grátur og söngl frá baminu úr brunninum. Hún hefur kallað á móður sína sem hefur reynt að tala við hana í gegnum hátalara sem var látinn síga niður. Köll bamsins bentu til þess að það væri ekki mikið slas- að. Litla stúlkan fékk hvorki vott né þurrt í bmnninum þar sem ekki var vitað hvort hún hefði hiotið innvortis meiðsl. Læknar töldu að barnið þyldi allt að fjög- urra sólarhringa matarskort. Óttast var að Jessica litla ofkæld- ist í bmnninum. Til þess að koma í veg fyrir það var heitu lofti dælt niður í bmnninn. Hitastig í bmnninum var undir tíu gráðum á Celsius. í björgunarsveitinni vom sérfræðingar í jarðbomnum. Þeir bomðu niður á 10 metra dýpi til hliðar við bmnninn (sjá mynd). Síðan grófu þeir upp að þeim stað þar sem haldið var að litla stúlkan væri. Eftir 32 klukku- stunda vinnu í fyrrakvöld grófu þeir sig inn í bmnninn en á vit- lausum stað. Það var loks í gærmorgun um klukkan 11 að mönnunum tókst að bijóta 8 sm vítt gat að þeim stað þar sem litla stúlkan var. Þeir unnu að því í gær að styrkja bmnninn neðan við þann stað til þess að vama því að hún félli neðar. Valdaránið í Burkina Faso: Sankara forseti féll ásamt 100 mönnum Ouagadougou, Reuter. THOMAS Sankara, forseti Afrík- uríkisins Burkina Faso, féU ásamt 100 Uðsmönnum sínum er undirmaður hans rændi völdum á fimmtudag. Heimildarmenn sem taldir eru áreiðanlegir segja forsetann hafa fallið í bardaga er valdsræningjarnir réðust að forsetahöllinni að kvöldi fimmtu- dags. Sjónarvottar sögðu Reuters- fréttastofunni að forsetinn og 13 nánustu aðstoðarmenn hans hefðu verið jarðsettir í gær í kirkjugarði nærri höfuðborginni, Ouagado- ugou. „Ég sá nýteknar grafír og á einni þeirra gat að líta nafn Sankar- as,“ sagði einn heimildarmaður fréttastofunnar. Blaise Compadore höfuðsmaður hefur tekið við völdum í Burkino Faso. Hann er sagður hafa verið náinn vinur Sankaras forseta og herma fréttir að lítið hafi borið á honum fyrr en hann rændi óvænt völdum. Compadore lýsti yfír þvi í gær að öllum pólitískum föngum yrði gefíð frelsi. í gær var útvarpað tilkynningum frá hinum nýju stjóm- völdum landsins þar sem sagði að Sankara hefði svikið málstað bylt- ingarinnar en hann varð forseti árið 1983 eftir að hafa stjómað valdaráni vinstri sinnaðra herfor- ingja. „Fyrir mistök varð þessi valdníðingur leiðtogi byltingar vorr- ar og því var við hæfí að menn úr okkar röðum skyldu koma honum frá,“ sagði í einni tilkynningunni. Öllum tilkynningunum lauk á eftir- farandi hátt: „Föðurlandið eða dauðann. Sigurinn verður okkar." Útgöngubann hefur verið sett um gjörvallt landið frá klukkan sjö að kvöldi til fímm að morgni. Landa- mærum landsins hefur verið lokað sem og flugvöllum. Bretland: Francois Mitterrand Frakklands- forseti lýsti hryggð sinni er honum bárust fréttir af dauða Sankaras forseta. „Þetta eru sorgleg tíðindi Hann var ungur, greindur og kapps- fullur, “ sagði Mitterrand en hann sótti Burkina Faso heim í nóvember á síðasta ári. Landið fékk sjálfstæði frá Frökkum árið 1960 og er þetta í fjórða skiptið sem valdarán er fra- mið á þeim 27 ámm. Thomas Sankara, forseti Burk- ina Faso, sem féll i valdaráni undirmanns sins á fimmtudag. Myndin var tekin á blaðamanna- fundi i París í febrúar á síðasta ári er Sankara sótti Frakka heim. Reuter Skiptar skoðanir um heiti hins nvja flokks Indónesía: 21 ferstí Djakarta, Indónesíu, Reuter. FATAVERKSMIÐJ A brann til kaldra kola í Djakarta, höfuð- borg Indónesíu, í gær. Tuttugu og einn verkamaður, sem stadd- ur var á efri hæð verksmiðjunn- ar, brann inni. Ekki er enn ljóst hver eru upptök eldsvoða eldsins, en húsið varð alelda á auga- bragði. Verkafólk var við vinnu er eldurinn braust út. Lokuðu eldur og reykur öllum útgönguleiðum fyr- ir fólk sem var að störfum á efri hæð hússins og var það allt eldinum að bráð. Fjórar klukkustundir tók að slökkva eldinn. Frjálslyndir og jafnaðarmenn ekki á eitt sáttir London, frá Valdimari Unnari Valdimars LJÓST er að skoðanir eru nokk- uð skiptar meðal væntanlegra félaga í nýjum flokki frjáls- lyndra og jafnaðarmanna á Bretlandi um hvert skuli vera heiti flokks þeirra. Fyrr í vik- unni lét Robert McLennan sem keysti David Owen af hólmi, sem leiðtogi flokks jafnaðarmanna, í ljós þá skoðun að best færi að li, fréttaritara Morgunblaðsins. flokksmenn kölluðu sig „demó- krata“ (The Democrats) og yrði það stytting á heitinu „Lýðræðis- legt bandalag sósíaldemókrata og fijálslyndra (The Democratic Union of Socialdemocratic and Liberal Parties). Ekki er víst að þessi uppástunga um heiti hins nýja flokks hljóti góð- ar undirtektir í flokki fíjálslyndra. Er raunar vitað að David Steel, leið- togi ftjálslyndra, kysi helst að félagar hins nýja flokks kölluðu sig „ftjálsiynda demókrata" (Liberal Democrats). Ekki er þó talið að stofnun fíokksins muni stranda á deilum um nafngift. Var David Ste- el sjálfum til dæmis annað ofar í huga en nafn hins nýja flokks er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.