Morgunblaðið - 11.02.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.02.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR 1988 27 London. Reuter. Sovétmenn hafa nú boðist til að kalla innrásarher sinn heim frá Afganistan að vissum skilyrðum uppfylltum, en þangað réðust þeir inn á jólum 1979. Með innrá- sinni náði innanlandsólga hámarki. Bundinn var endi á tveggja alda einveldisstjórn þeg- ar herinn steypti Sahir konungi árið 1973. Mohammad Daoud, frændi konungs, var foringi byltingarmanna. Við völdum tók stjórn hófsamra vinstrimanna. Hér fer á eftir tímatal helstu viðburða i Afganistan siðastliðinn áratug: 1978: Daoud forseti líflátinn í herbyltingu í apríl. Alþýðulýðveldið Afganistan stofnað. Nur Mohammad Taraki kjörinn forseti bylt- ingarráðsins. Vináttusamningur gerður við Moskvu. 1979: Hafisullah Amin skipaður forsætisráð- herra og síðar forseti, eftir að Taraki beið bana í hallarbyltingu. Hinn 24. desember lenda fyrstu sovésku flugvélarnar í Kabúl í loftbrú Sovétmanna með hermenn og her- gögn. Þremur dögum síðar, 27. desember, leggja sovésku innrásarherimir undir sig mikilvægar byggingar og útvarpsstöð. Ba- brak Karmal settur forseti. Biður hann um sovéska aðstoð og Amin er líflátinn. Hinn 30. desember viðurkennir Moskvuútvarpið að Sovétmenn „hefðu sent fámennt herlið" til þess að hrinda utanaðkomandi ögrun og Sovéska innrásarliðið heldur uppi reglubundnum eftirlitsferðum á götum Kabúl, en Iiðhlaup úr her leppstjórnarinnar hefur á margan hátt gert Rauða hernum erfiðara fyrir en ella. Atburðarásin í Afganistan að liðið verði kvatt heim þegar þörf verður ekki lengur fyrir það. 1980: Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna krefst þess með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, að Sovétmenn kalli innrásarlið sitt frá Afganistan. Samtök múhameðstrú- arríkja reka Alþýðulýðveldið Afganistan úr samtökunum. Jimmy Carter, Bandaríkjaforseti, grípur til viðskiptaþvingana gegn Sovétmönnum og tilkynnir að Bandaríkjamenn muni ekki taka þátt í Ólympíuleikunum í Moskvu um sumarið. Tugir vestrænna ríkja svara áskor- un Carters og hundsa leikina. Herlög sett í Kabúl eftir að 300 manns bíða bana í aðgerðum stjómarandstæðinga. Skæruliðasveitir ráða stórum hluta landsins og gera sovéska innrásarliðinu og afganska stjómarhemum allt til armæðu. í maí leggur afganska stjómin til að sa- mið verði um frið í landinu og að viðræður verði teknar upp við yfirvöld í íran og Pa- kistan til þess að afganskir flóttamenn, sem senn vom orðnir fimm milljónir, geti snúið heim. 1981: Sovétmenn hafna tillögum Evrópubanda- lagsins um alþjóðaráðstefnu um málefni Afganistan. Karmal fellst á viðræður við Pakistani og írani í ágúst. 1982: Diego Cordoves, sendimaður Sameinuðu þjóðanna, ræðir við ráðamenn í Kabúl, Te- heran og Islamabad um möguleika á friðar- samningum í Afganistan. Utanríkisráðherr- ar Pakistans og Afganistans ræðast við í 1978-88 Genf með milligöngu Cordoves. íranir taka ekki þátt í viðræðunum, sem standa í nokk- ur ár. 1983: Skæruliðar og stjómarhermenn heyja harða bardaga í Kandahar. Leiðtogafundur óháðra rílqa krefst þess að sovéska innrásar- liðið verði kallað heim. Pakistanar segja eftir viðræður í Genf, að semja megi um frið í Afganistan, aðeins sé óútkljáð hvenær sovéski herinn skuli hverfa á brott. 1984: Sovéski innrásarherinn hefur stórsókn í Panjsherdalnum í apríl. Pakistanar saka afganska stjómarherinn um að hafa farið árásarferðir inn í pakistönsk þorp og flótta- mannabúðir Afgana þar. Segjast þeir tilbún- ir til að viðurkenna stjómina í Kabúl ef sovéska innrásarliðið, sem talið er skipað 115 þúsund hermönnum, verði kvatt heim. Skæraliðar gera sprengjuárás á flugvöll- inn í Kabúl og auka aðgerðir í borgum vegna þess að þeir fara halloka í dreifbýlinu. 1985: Zia, forseti Pakistans, hittir Míkhaíl Gor- batsjov, nýjan leiðtoga Sovétríkjanna, í mars. Segir Zia að Gorbatsjov hafi áhuga á pólitískri lausn deilumála í Afganistan í stað hemaðarlegri. Afganir og Pakistanir ná samkomulagi í viðræðum sínum í Genf um að Sovétmenn og Bandaríkjamenn beri ábyrgð á hugsan- legu friðarsamkomulagi. Sovéska sendiráðið í Kabúl verður fyrir flugskeytaárás í júlí. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna kemst að þeirri niður- stöðu að alvarleg mannréttindabrot hafi átt sér stað og séu tíð í Afganistan. 1986: Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, ákveður að auka lejmilega aðstoð við afg- anska skæraliða og fá þeir m.a. fullkomin loftvamarskeyti. Karmal forseti sagður veikur og fallinn í ónáð í Moskvu. Hann er þá settur af og Najibullah, yfirmaður leyniþjónustunnar, skipaður flokksleiðtogi og síðar forseti í hans stað. 1987: Najibullah, nýkominn úr Moskvuferð, lýs- ir yfir áætlun um þjóðarsátt á nýársdag. Felur hún í sér sakarappgjöf og áskoran til skæraliða um að leggja niður vopn. Einnig era flóttamenn hvattir til að snúa heim. Býðst Najibullah einnig til að deila völdum með fulltrúum skæraliða í samsteypustjórn. Tillögurnar era endurskoðaðar reglulega fram eftir árinu en gera aldrei ráð fyrir lýðræðislegri skiptingu valds þar sem helstu ráðuneyti og embætti forseta skulu áfram vera í höndum Þjóðarflokks Najibullah. Najibullah lýsir einnig yfir hálfs árs vopnahléi frá 15. janúar, og síðar var það framlengt langt fram á árið 1988. Skæraliðar segja yflrlýsingar Najibullah vera áróðursbragð og segja að ekkert lát hafí orðið á bardögum og séu þeir sýnu harðari en áður. Skæraliðar ráðast í fyrsta sinn inn í Sov- étríkin. Fara þeir í árásarferðir yfír afg- önsku landamærin í norðri í apríl og fella tvo sovéska landamæraverði. Hinn 8. nóvember er samþykkt tillaga í allsherjarþingi SÞ þar sem Sovétmenn era skyldaðir til að hverfa með heri sína frá Afganistan. Þrátt fyrir ákafar tilraunir yfír- valda í Moskvu og Kabúl til þess að draga úr stuðningi við tillöguna var hún samþykkt með stærri meirihluta en dæmi era til um. Najibullah heimsækir Indland, Víetnam og Kambódíu í desember. Er það fyrsta ferð hans til útlanda frá því hann var settur til valda. Innrásarherinn sovéski og afganski stjómarherinn heQa stórsókn í desember við landamæraborgina Khost. Ná sveitimar að opna þjóðveginn frá Gardes til Khost sem skæraliðar höfðu haft á valdi sínu í 9 ár. 1988: Hinn 20. janúar gerir Cordoves eina til- raunina enn til að greiða fyrir friðarsam- komulagi í Afganistan með viðræðum við valdamenn í Kabúl og Islamabad í Pakist- an. Á þremur vikum heimsækir hann Kabúl fjóram sinnum og Islamabad fímm sinnum. Á mánudag, 8. febrúar, tilkynna Gor- batsjov og Najibullah að sovéska innrásarlið- ið geti verið farið frá Afganistan innan 10 mánaða frá 15. maí að telja ef ríkisstjórnir Afganistans og Pakistans nái samkomulagi um deilumál sín tveimur mánuðum áður. Geti brottflutningur hafist fyrir 15. maí ef ríkin nái samkomulagi fyrir 15. mars. 9. febrúar skýrir Cordoves að Afganir og Pakistanar hafí svo gott sem náð sam- komulagi um tímasetningu brottflutnings sovéska innrásarliðsins frá Afganistan. Ák- vað hann að næsta viðræðulota fulltrúa rílqanna hefjist í Genf 2. mars næstkomandi. Reuters-f réttastof an: 37,4% hagnað- araukning 1987 London. Reuter. REUTERS-fréttastofan greindi frá því í gær, að hagnaður fyrir- tækisins fyrir skatta á árinu 1987 hefði aukist um 37,4%. Forráðamenn fréttastofunnar sögðu, að hagnaðurinn hefði hækk- að úr 130,1 milljón sterlingspunda árið 1986 í 178,8 milljónir 1987. Tekjur jukust um 39,6% og námu 866,9 milljónum sterlingspunda. Glen Renfrew, aðalforstjóri Reut- ers, lýsti yfir, að árið 1987 hefði verið „ár mikils vaxtar". Hann sagði, að gerðar hefðu verið ráð- stafanir til að lækka tilkostnað og draga úr vaxtarhraða í þeirr: trú, að tekjuaukning á árinu 1988 yrði ekki eins mikil og 1987 vegna verð- bréfahransins í október. Reuters er stærsti útgefandi í heimi á sviði tölvufrétta. Fréttastof- an veitir viðskipta- og fjölmiðlafyr- irtækjum víðtæka þjónustu og send- ir upplýsingar til yfir 130.000 út- stöðva og fjarrita, svo og beint inn á tölvukerfí viðskiptavinanna. Hjá Reuters störfuðu 1.173 fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn í lok síðasta árs, 136 fleiri en árið áður. Fyrirtækið stofnaði átta nýjar alþjóðlegar fréttamiðstöðvar á árinu, en lokaði útibúi sínu í Teheran. Alls era fréttamiðstöðvar Reuters 113 tals- ins. Allt í röð og reglu - án þess að vaska upp! Komdu kaffistofunni á hreint. Duni kaffibarinn sparar þér bæði tíma og fyrirhöfn. Getur staðið á borði eða hangið / h5S^J§°*) £ uppá vegg. En það besta et: Ekkert uppvask. 225
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.