Morgunblaðið - 28.08.1988, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.08.1988, Blaðsíða 6
6 '“B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 1988 I George Bush til vamar Dan Quayle: Hann fór hvorld til Kanada né brenndi fánann UPPGJÖR VIÐ VÍETNAM HEFUR EKKIENN FARIÐ FRAM „Hann fór ekki til Kanada. Hann brenndi ekki kvaðn- ingarbréfíð sitt og vissulega brenndi hann ekki banda- ríska fánann,“ sagði George Bush, forsetaefni repúblik- ana til vamar Dan Quayle, varaforsetaefni sínu, í ræðu á fundi með fyrrum her- mönnum er börðust á er- lendri grund. Allt frá því að Bush tilkynnti að Quayle, 41 árs gamall öldungadeild- arþingmaður frá Indiana yrði varaforsetaefni repú- blikana, hefur hann þurft að nota stóran hluta af opin- berum ræðum til þess að verja hann og ákvörðun hans að ganga í þjóðvarðlið- ið, til þess að geta haldið áfram skólanámi og komist hjá herkvaðningu og þátt- töku í Víetnamstríðinu. Sögusagnir um að Quayle hafí komist í þjóðvarðliðið í gegnum kunningsskap hafa ekki hjálpað, né heldur sú staðreynd að Quayle var stuðningsmaður Víetnamst- ríðsins og hefur frá því að hann var kjörinn á Banda- ríkjaþing verið harðlínu- maður í vamar- og öryggis- málum. TEXTI: ÓLIBJÖRN KÁRASON Allt frá því að til- kynnt var að Quayle yrði varaforsetaefni repúblikana hafa sjónvarpsstöðvar og dagblöð birt daglega fréttir af Quayle, — flestar neikvæðar. Dró ekki úr þessum andróðri fyrr en nú á fimmtudag og föstudag. Þegar birt voru gögn frá þjóðvarð- liðinu sem bentu til að Quayle hefði hreinan skjöld fóru fréttamenn að velta sér upp úr hugsanlegum tengslum við Paulu Parkinson, Pla- yboy-fyrirsætu og starfsmann þiýstihóps. Og fréttir um skóla- göngu Quayles og að hugsanleg fyrirgreiðsla og þrýstingur frá fjöl- skyldu hans hafi komið honum inn í lagaskóla, bæta ekki ímynd Quay- les eða auðvelda repúblikönum kosningabaráttuna. Víetnam og Bandaríkín Margir þeirra fjölmiðlamanna sem ganga harðast fram í gagnrýn- inni á Quayle, fögnuðu ákvörðun Carters forseta, árið 1977, að veita 10 þúsund Bandaríkjamönnum, sem komu sér ólöglega undan herkvaðn- ingu á tímum Víetnamstríðsins, sakaruppgjöf. Þá var sagt að tími væri kominn fyrir bandarísku þjóð- ina að gera upp við Víetnam. Ellefu árum síðar hefur það ekki tekist. Umrótið kringum Quayle er dæmi um það að endanlegt uppgjör við Víetnamstríðið á enn eftir að fara fram. Uppgjörið er nauðsynlegt, vegna þess að kynslóðaskipti í við- skiptum og stjómmálum eru á næsta leiti — „Víetnamkynslóðin" (þeir sem fæddir eru 1939 til 1954) eru að komast til valda í Banda- ríkjunum. Víetnamstríðið var ætíð umdeilt í Bandaríkjunum og margir ungir menn reyndu með öllum ráðum að forðast herkvaðningu. Sumir flúðu land, sérstaklega til Kanada, aðrir urðu sér út um læknisvottorð eða notuðu persónuleg tengsl til að komast hjá því að taka þátt í stríðinu. En það voru ótal aðrir möguleikar. Stúdentar í háskóla- námi voru undanþegnir herskyldu (reglunum var síðar breytt þannig að þeir er lögðu stund á framhalds- nám áttu herkvaðningu yfir höfði sér). Þeir sem voru á herskyldu- aldri en kvæntir og áttu böm, gátu forðast herskyldu, sem og þeir sem voru hommar eða í meðferð hjá sálfræðingum. Árið 1969 lauk Quayle fyrri- hlutanámi í háskóla og stóð frammi fyrir því að hann kynni að verða kallaður í herinn og líklega til Víet- nam. Hann gerðist sjálfboðaliði í þjóðvarðliðasveitunum, þegar ekki var biðlisti. Litlar líkur voru á því að þjóðvarðliðar yrðu kallaðir út til að taka þátt í bardögum í Víetnam, þó ein sveit frá Indiana hafi tekið þátt í átökunum þar. Fyrir lang- flesta breytti þátttaka í þjóðvarðlið- unum litlu, þeir gátu áfram lifað eðlilegu ijölskyldulífí og/eða stund- að nám. Arið 1969 þurftu þjóðvarð- liðar að skila 39 dögum á hveiju ári. Ein helgi í mánuði og 15 dagar í þálfun auk 6 mánaða þjálfunar í upphafi var allt sem óskað var eft- ir. Quayle var í þjóðvarðliðinu í 6 ár. Fjöðmiðlar hafa horft framhjá mikilvægum staðreyndum sem hefðu sett ákvörðun Quayles að ganga í þjóðvarðliðið í sögulegt samhengi og fremur styrkt pólitíska stöðu hans en veikt. Liðlega 60%af „Víetnamkynslóðinni" gegndu ekki neinni herþjónustu frá júlí 1964 til júní 1973. Um 26,9 milljónir karl- manna eru fæddir á árunum 1939 til 1954 og 8,6 milljónir þeirra voru í einhverskonar herþjónustu á tímum Víetnamstríðsins. 2,2 millj- ónir fóru til Víetnam til lengri eða skemmri dvalar, og af þeim tóku liðlega 1,6 milljónir þátt í bardög- um. Þessar upplýsingar koma fram í bók Lawrence Baskirs og Williams Strauss, Change and Circumstance Af þeim 8,6 milljónum karl- manna sem voru í herþjónustu var rúmlega 1 milljón í þjóðvarðliðun- um. Merkilegast við upplýsingar þeirra Baskirs og Strauss er að aðeins 8,6 milljónir karlmanna gegndu herþjónustu en 16 milljónir komu ekki nálægt hermennsku á Víetnamtímabilinu. Fjölmiðlar hafa ekki bent á þessar tölur eða að Quayle hafí verið einn þeirra 8,6 milljóna sem þjónuðu á þessum umbrotatímum. Hann átti það á hættu að verða sendur, sem þjóð- varðliði til Víetnam, þó líkumar væm litlar. Haukur í varnarmálum Quayle hefur verið á Bandaríkja- þingi síðustu 12 árin. Fýrst í full- trúadeildinni og frá 1980 í öldunga- deildinni. Hann hefur verið einn dyggasti stuðningsmaður Ronalds Keagans, Bandaríkjaforseta, á þingi. Quayle hefur alla tíð verið talsmaður öflugra vama, uppbygg- ingar og endumýjunar kjamorku- vopna sem og hefðbundinna vopna. Stefna sem öðmm fremur neyddi Sovétríkin aftur að samningaborð- inu og varð til þess að fyrsti samn- ingur um fækkun kjamorkuvopna var undirritaður í Washington á síðasta ári. Quayle var gagniýninn á þann samning (hann efast reynd- ar um hvort semja eigi við Sovétrík- in yfír höfuð) og greiddi honum ekki atkvæði á þingi fyrr en eftir mikinn þrýsting frá forsetanum. Quayle er eindreginn stuðnings- maður geimvamaráætlunarinnar og hann hefur verið í fararbroddi .þeirra þingmanna sem bent hafa á hættuna sem Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra er búin vegna kjamorkuvopna í þriðja heiminum. í fáeinum orðum þá er Quayle haukur í utanríkis- og vamarmál- um. Einmitt þess vegna telja and- stæðingar hans það hræsni og tvískinnung að hálfu Quayles að reyna að komast hjá því að beijast í Víetnam, — stríði sem hann taldi nauðsynlegt til að veija hinn fijálsa heim gegn útbreiðslu kommúnism- ans. Þeir hinir sömu og gagnrýna Quayle hafa margir verið talsmenn þess að- dregið sé úr útgjöldum til vamarmála og jafnvel að Banda- ríkin fækki vopnum einhliða. Spum- ingin er hins vegar sú hvort sá er hvetur til einhliða afvopnunar og gagnrýnir á sama tíma þá sem vilja forðast herkvaðningu á stríðstímum, sé með tvískinnung eða sá sem telur sterkar hervamir George Bush og Dan Quayle taka broshýrir á móti fögnuði stuðningsmanna sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.