Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.11.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1988 Fjögur EFTA-ríki vilja ræða um loftferðamál við EB Genf. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara FJÖGUR EFTA-ríkjanna, ísland, Finnland, Austurríki og Sviss, eru nú að undirbúa viðræður við Evrópubandalagið um framtíð Indverskar brúðir myrt- ar efheiman- mundur er rýr Nýju Delhí. Reuter. 1,786 eiginkonur voru myrtar á síðasta ári í Ind- landi, margar hveijar voru brenndar á báli, af þeim sök- um að þeim fylgdi ekki nægi- legur heimanmundur, að mati eiginmanna þeirra. Frá þessu var skýrt á indverska þinginu í gær. Innanríkisráðherra Indlands, P. Chidambaram, sagði að tíðni morða af þessum sökum hefði aukist um 36% frá árinu 1986 þegar 1,319 brúðir voru myrtar. I mörgum tilfellum er steinolíu hellt yfír brúðimar og þær síðan brenndar lifandi. Kvennasamtök f Indlandi segja að opinberar tölur sýni mun færri dauðsföll af þessum völdum en raunverulega verða. Morð sem tengja má rýrum heimanmundi eru tíðust í Uttar Pradesh-ríki í norðurhluta Ind- lands þar sem hindúar eru í meirihluta. 553 konur dóu þar í fyrra en slík morð eru nánast óþekkt í norðausturhluta lands- ins þar sem mæðraveldi er við lýði eða í Suður-Indlandi þar sem menntun kvenna er á háu stigi. Morgfunblaðsins. loftferðamála í Evrópu. EB hef- ur tekið ýmsar ákvarðanir sem miða að samræmingu loftferða innan bandalagsins og EFTA- ríkin vilja kanna möguleika á samstarfi um þessi mál. Svíþjóð og Noregur, sem einnig eru í EFTA, telja sig ekki þurfa að taka þátt í viðræðum EFTA þar sem þau eiga hagsmuna að gæta með Dönum, sem eru í EB, vegna eignaraðildar þessara þriggja ríkja að SAS. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem Georg Reisch, aðalfram- kvæmdastjóri EFTA, hélt í vikunni. Árlegur ráðherrafundur samtak- anna í Genf verður haldinn í næstu viku. Þar verður fjallað um ýmis ný svið sem EFTA hefur í undirbún- ingi eða hafíð viðræður við EB um. Starf samtakanna felst nú fyrst og fremst í því að samræma reglugerð- ir aðildarríkja EFTA sem tengjast viðskiptum svo að þau geti átt við- ræður við EB sem ein heild og tengst innri markaði þess. Reisch, sem er Austurríkismaður, sagði að Austurríki væri ekki á leið úr EFTA í náinni framtíð. „Samn- ingaviðræður Austurríkis og EB munu taka langan tíma ef Aust- urríkismenn fara fram á þær,“ sagði hann. „Austurríki mun taka fullan þátt í starfi EFTA á meðan á þeim stendur." Reisch sagði að Franz Blankart, aðstoðarutanríkis- viðskiptaráðherra Sviss, sem átti fundi með íslenskum ráðamönnum í vikunni, hefði lýst þessu best þeg- ar hann sagði: „Samstarfið í EFTA borgar sig fyrir öll aðildarríkin þótt það sé af ólíkum ástæðum. Það mun auðvelda þeim sem vilja ganga í bandalagið að gera það og gera Neita að hafa selt * Irönum varahluti Dublin. Reuter. BANDARÍSKA sjónvarpsstöðin CBS greindi frá því fyrir skömmu að hún hefði heimildir bandarískra lögregluyfirvalda fyrir því að verið væri að rannsaka hvort forráðamenn írska flugfélagsins Aer Lingus væru sekir um að selja írönum varahluti í bandarískar C-130 flutningavélar fyrir tugi milljóna dollara. Talsmenn Aer Lingus neituðu þessum sakargiftum í gær og for- stjóri flugfélagsins, Oisin 0. Sioc- hru, sagði: „Við höfum ekki selt neinum varahluti í C-130 flutninga- vélar og við eigum ekki slíkar vélar sjálfir." Bannað hefur verið að selja írön- um bandaríska flugvélavarahluti Otrúleg mistök í Danmörku: Austur-Þjóðverjar áttu að reisa NATO-flugskýli Kaupmaunahöfn. Daily Telegraph. YFIRSTJÓRN danska fiughersins hefúr sér til skelfingar komist að því að samið var við austur-þýskt fyrirtæki um að taka þátt í byggingu varaflugskýla fyrir Atlantshafsbandalagið (NATO). Mistökin voru uppgötvuð er tveir fulltrúar fyrirtækisins birtust skyndilega á herflugvelli á Jótlandi í byijun nóvember. Talið er að misskilningurinn uðu að safna nauðsynlegum upp- hafi orðið með þeim hætti að ein- hver hafi ruglað saman orðunum „ostrigsk" (austurrískur) og „ost- tysk“ (austur-þýskur) er verk- takafyrirtækið VTK samdi við undirverktaka en ekki er fyllilega ljóst hvar leita ber sökudólgsins. Er Austur-Þjóðveijarnir óku inn á svæði Tirstrup-herflugvall- arins á Jótlandi varð þar uppi fótur og fít enda vörubíll þeirra kyrfílega merktur austur-þýska fyrirtækinu. Mennimir reyndust hafa alla pappíra í lagi; þeir ætl- lýsingum um smíði 71 sprengju- helds flugskýlis er NATO hyggst láta reisa og eru þau ætluð flug- sveitum annarra NATO-ríkja sem munu koma Dönum til hjálpar verði landinu ógnað. Yfírmaður flugstöðvarinnar sagði frétta- mönnum að mennirnir tveir hefðu vafalaust verið starfsmenn aust- ur-þýsku leyniþjónustunnar. Leyniþjónusta danska hersins hefur beðið VTK og flugherinn að tryggja að mistök af þessu tagi komi ekki oftar fyrir. hinum sem vilja það ekki kleift að vera fyrir utan.“ Ráðherrafundurinn í Genf fjallar um árangur sem hefur náðst síðan á EFTA-fundinum í Tampere í Finnlandi í sumar. Sérstök nefnd sem var falið þar að kanna mögu- leika á fríverslun með fisk, leggur fram áfangaskýrslu en starfi henn- ar á að vera lokið í vor. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur starfi nefndarinnar miðað hægt og væntanlega munu Svíar fara fram á skýrari fyrirmæli ráðherranna um verksvið hennar í Genf. Willy De Clercq, sem fer með utanríkismál í framkvæmdastjóm EB, lætur af störfum um áramótin. Hann kemur til Genfar að kveðja EFTA-ráðherrana í næstu viku og á fund með þeim. Norðmenn taka við forsæti samtakanna um áramót- in og hafa boðað til forsætisráð- herrafundar í Osló í mars. ísland tekur við forsætinu næsta sumar. Suður-Kórea: Reuter Chun Doo Hwan og eiginkona hans yfirgefa heimili sitt í Seoul á miðvikudag á leið í sjálfskipaða útlegð í fjallahéruðum Suður-Kóreu. í gær bað Chun þjóðina afsökunar á spillingu í stjórnartíð sinni. Roh hyggst gefit Chun Doo Hwa upp sakir Fyrrum leiðtogi landsins biðst fyrirgefhingar og heldur til í Búddaklaustri Seoul. Reuter. BÚIST er við því að Roh Tae-woo, forseti Suður-Kóreu, ætli að gefa Chun Doo Hwan, forvera sínum í embættinu, upp sakir eftir iðrunarfulla afsökunarbeiðni hins síðarnefnda á miðvikudag. Roh undirbýr nú uppstokkun í ríkisstjórninni og Lýðræðislega réttlætis- flokknum. Að mati stjórnmálaskýrenda hyggst hann reka þá sem tóku þátt í ógnarstjórn Chuns til að almenningur fallist frekar á sakaruppgjöf forsetans fyrrverandi. Chun Doo Hwan, leiðtogi Suður- Ilbo voru 44% aðspurðra sátt við afsökunarbeiðni Chuns en 49% fannst ekki nóg að gert. Á hinn frá árinu 1979 þegar gíslar voru teknir í bandaríska sendiráðinu í Teheran. Samkvæmt heimildum CSS-stöðvarinnar hagnaðist flugfé- lagið óhemju mikið á þessum við- skiptum. Verði flugfélagið kært og það fundið sekt um að hafa selt Irönum varahluti gæti það þurft að greiða sekt upp á margar miiljónir dollara. Kóreu í átta ár, bað þjóðina afsök- unar á hneykslanlegu framferði sínu í valdatíð sinni í sjónvarps- ávarpi á miðvikudag. Þess hafði verið krafíst að hann yrði dreginn fyrir rétt fyrir fjárdrátt og spillta og harðneskjulega stjórn. Chun, sem er 57 ára gamall, kom fram í fyrsta skipti opinberlega síðan hann lét af völdum í febrúar síðastliðnum og virtist gráti nær. Hann sagðist ætla að skila eignum sínum, að verðmæti hundruða millj- óna króna, til ríkisins og yfirgefa höfuðborgina Seoul til að eyða dijúgum tíma í iðrunarfullri ein- angrun. Skömmu síðar ók hann með eiginkonu sinni út úr borginni. Búist er við því að fyrsta mánuðinn að minnsta kosti dveljist hann í klaustri Búddamunka í bænum Inje í norðvestri. Afsökunarbeiðni Chuns var í stórum dráttum samin af ríkisstjórn Rohs Tae-woos, eftirmanns Chuns. Þrátt fyrir sjálfsásökunina sem birt- ist í ræðunni og þá staðreynd að Chun ætlar að skila eigum sínum er ekki ljóst hvort stjórnarandstað- an og róttækir námsmenn sætta sig við þau málalok. Kim Dae-jung, sem lengi var tákn lýðræðislegrar stjómarandstöðu í landinu, sagðist telja að afsökunarbeiðni Chuns nægði alls ekki til að friða lands- lýð. Hann sagði að flokkur sinn myndi ekki krefjast þess að Chun yrði handtekinn heldur yrði farið fram á ítarlega rannsókn á spillingu og ofbeldisverkum stjómar Chuns. Chun náði völdum í byltingu hersins árið 1979. Svartasti bletturinn á valdatíð hans er grimmdarleg með- ferð á uppþotsmönnum í bænum Kwangju árið 1980 þar sem 200 óbreyttir borgarar voru drepnir. Stjómarandstaðan féllst á það í gær að fresta áætlaðri þingnefndar- rannsókn á morðunum þangað til í næstu viku. Samkvæmt skoðanakönnun í hinu útbreidda dagblaði Dong-A bóginn vildu einungis 11% að Chun yrði handtekinn og dreginn fyrir rétt. Námsmenn efndu til óeirða á miðvikudag um það leyti sem Chun og eiginkona hans yfírgáfu borgina. Þeir vörpuðu bensínsprengjum að lögreglu og báru borða með áletrun- inni: „Við viljum engar afsakanir, við viljum taka Chun og Roh af lífi!“ Sameinuðu þjóðirnar: Fær Arafat ekki vegabréfeáritun? Sameinuðu þjóðunum. Reuter. YASSER Árafat, leiðtogi PLO, Frelsisfylkingar Palestínumanna, ætlar að ávarpa allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 1. desember næstkomandi en i Bandaríkjunum hefúr væntanleg koma hans til landsins mælst misjafúlega fyrir. Hafði kunnur, bandarískur öld- ungadeildarþingmaður á orði í gær, að hún gæti dregið dilk á eftir sér fyrir samskipti Bandaríkjanna og Sameinuðu þjóðanna. 52 ríki hafa nú viðurkennt sjálfstætt ríki Palestínumanna. Zehdi Labib Terzi, fulltrúi PLO Víst þykir, að fái Arafat að koma hjá SÞ, kvaðst í gær mundu sækja til Bandaríkjanna muni hann hvetja í dag um vegabréfsáritun fyrir Ara- fat í bandaríska sendiráðinu í Túnis- borg og bætti við, að Bandaríkja- stjóm væri skylt samkvæmt samn- ingum við SÞ að hleypa fulltrúum PLO-nefndarinnar inn í landið. Christopher Dodd öldungadeild- arþingmaður, sem sæti á í banda- rísku sendinefndinni hjá SÞ, sagði hins vegar, að koma Árafáts væri hneyksli og gæti orðið til þess, að þingið frestaði fjárframlögum til samtakanna. Um síðustu mánaða- mót skuldaði Bandaríkjastjórn SÞ 337 milljónir dollara í fastaframlög- um og verulegt fé vegna friðargæsl- unnar. Háttsettur embættismaður hjá SÞ sagði í gær við fréttamann Reut- ers, að hann hefði það á tilfinning- unni, að Arafat yrði neitað um að koma til Bandaríkjanna. Þrátt fyrir fyrmefndan samning, sem er frá árinu 1947, hafa Bandaríkjamenn ávallt áskilið sér rétt til að meina þeim mönnum landvist, sem þeir telja, að hætta geti stafað af. ísrael- ar líta á PLO sem hryðjuverkasam- tök og Bandaríkjastjórn vill engin viðskipti eiga við samtökin. til þess í ræðu sinni hjá SÞ, að fleiri ríki viðurkenni sjálfstæðisyfir- lýsingu Palestínumanna frá 15. nóvember sl. en það hafa nú gert 52 ríki alls. KuldiogkaMd á Suður-Ítalíu Róm. Reuter. Óveiyulegar vetrarhörkur eru nú á Suður-Ítalíu og fannfergi víða svo mikið, að samgöngur hafa gengið úr skorðum. Valda þessu kaldir vindar norðan af heimskauti og síðustu daga hefúr verið frost um nær allt landið. Lögreglan og bifreiðaeigendafé- lög hafa hvatt bílstjóra til að nota keðjur, meðal annars í Apúlíu og Kalabríu, en þar hafa orðið margir árekstrar og slys vegna hálku og ófærðar. í fyrrinótt var 23 stiga frost í Trepalle-þorpi í Alto Adige eða Suður-Týról og hefur það aldr- ei mælst meira á þessum árstíma. Veðurfræðingar segja, að elris- hundur muni ekki lina tökin fyrr en að liðinni helgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.