Morgunblaðið - 05.03.1989, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.03.1989, Blaðsíða 13
MQRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. MARZ 1989 13 WINNIE MATVDELA Teikning/Pétur Halldórsson MHfll \ Vw bert Brown, sem er íhaldssamur blökkumaður og sérfræðingur í al- mannatengslum, er andvígur refsi- aðgerðum gegn Suður-Afríku. Winnie Mandela hefur orðið sífellt háðari „knattspymumönn- um“ sínum um leið og ágreiningur hennar og ANC hefur magnazt. Samband hennar við blöðin hefur hríðversnað. Blökkumannaleiðtogi nokkur lét svo um mælt: „Til hvers þarf hún lífverði — þarf hún vemd gegn al- menningi? Winnie vill ekki losna við þá. Þeir vita of mikið. Hún óttast að þeir segi frá því sem hér hefur verið á seyði.“ Annar blökkumanna- leiðtogi sagði þegar hann fékk sig fullsaddan á henni í fyrra: „Hún hefur verið friðhelg alltof lengi.“ Knattspyrnumennimir, sem eru nú 30 talsins og alltaf klæddir æf- ingagöllum, einangmðu frú Mand- ela frá íbúum Soweto. Yfírgangur þeirra jókst jafnt og þétt og Sow- eto-búar hafa ekki síður kvartað yfir auknum hroka frú Mandela. Stiómmálampnn hafa mikil áhrif í blökkumannabæjum og oft er leitað til þeirra, en of langt þótti gengið þegar knattspymumennimir fóm að krefjast þess að skipunum henn- ar væri hlýtt skilyrðislaust. Stund- um hafa þeir mðzt inn á borgara- fundi til að krefjast hlýðni. Sérstök „Mandela-nefnd“ máls- fall sv or i i i :\ i it BLÖKKUMENN í Suður-Afríku eru hættir að dýrka Winnie Mandela, konu Nelsons Mandela, og kalla hana ekki lengur „móður þjóðarinnar" eins og á árum áður. Hreyfing þeirra hefur afiieitað henni vegna yfirgangs lífvarða hennar, sem eru almennt kallaðir „knattspyrnulið Mandela“ — Maadela United. Þeir eru sakaðir um að hafa haldið uppi ógn- arstjórn í hennar nafni í blökkumannabænum Soweto skammt frá Jóhannesarborg í tvö til þrjú ár og hafa komið henni á kaldan klaka. LLífvörðunum er borið á brýn að hafa rænt fjóram svörtum unglingum 30. desember frá „athvarfi" meþódista skammt frá heimili frú Mandela í Soweto. Lík eins þeirra, Stompie Moeketsi, fannst illa út- leikið nokkmm dögum síðar. Lög- reglan rannsakar líka morð á virt- um lækni í Soweto, sem skotið var á um svipað leyti og Stompie hvarf. Tvö morð, sem framin vom síðar, era einnig talin tengjast lífvörðun- Um. ans og að hún hafi orðið fyrir skelfi- legri reynslu í fangelsi. Winnie Mandela, sem er 54 ára gömul, er frá Transkei og af Xhosi- ættbálknum. Hún heitir réttu nafni Nomzamo, sem er táknrænt því að það merkir „sú sem mun þola mikl- ar raunir". Faðir hennar var kenn- ari og fjölskyldan var svo fátæk að hún eignaðist ekki skó fyrr en hún hóf nám í framhaldsskóla. Hún fór til Jóhannesarborgar til að læra félagsfræði og kynntist Nelson þar 1957. Hann var Stompies kom- MANNSMYND ust lifs af og frá- ___________ sagnir þeirra hafa leitt til efi*r Guöm. Halldórsson ásakana um að frú Mandela hafi verið samsek um morðið. Þeir fara huldu höfði. Því er haldið fram að þeir og Stompie hafi sætt barsmíðum og pyntingum á heimili Mandela og jafnvel að hún hafi tekið þátt í þeim leik. Hún og knattspymufélagið hafa líka verið bendluð við hvarf tveggja annarra unglinga í nóvember. Ottazt er að þeir séu látnir. Óvíst er að mál verði höfðað gegn frú Mandela. Þótt hún sé umdeild vilja fáir blökkumenn gera stjórn hvíta minnihlutans það til geðs að bera vitni gegn fyrrver— andi„móður þjóðarinnar“. Vinir frú Mandela telja að ófam- aður hennar stafí meðal annars af því að hún sé gift manni, sem hef- ur setið í fangelsi ámm saman, að hún hafi átt erfitt með að valda því hlutverki að vera tákn andspym- unnar gegn stjórn hvíta minnihlut- 18 áram eldri en hún og hafði þá þegar verið sak- aður um landráð, en stóð á hátindi stjómmálaferils síns. Þau giftust ári síðar. Nelson Mandela er píslarvottur og ætlazt var til að kona hans léki hlutverk dýrlings. Áður en Nelson var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir 25 ámm var hann á stöðugum flótta undan lögreglunni og þau munu ekki hafa búið saman nema í ljóra mánuði alls. Þau eiga tvær uppkomnar dætur, Zenani og Zind- wiza. Þremur mánuðum eftir brúð- kaupið var Winnie Mandela tekin föst fyrir áróður gegn nýjum vega- bréfalögum. Hún var aftur hand- tekin 1959 samkvæmt lögum um baráttu gegn hryðjuverkum, en hæstiréttur sýknaði hana. Þremur árum síðar var ferðafrelsi hennar skert í fyrsta skipti samkvæmt lög- um um baráttu gegn kommúnisma. Takmarkanir á frelsi hennar voru í gildi til 1975, en ári síðar var hún • „Hún lenti í slæm- um félagsskap... og hætti aðtala við vini sína“ aftur sett í bann og því var ekki aflétt fyrr en 1986. A þessum tíma var hún oft handtekin, flæmd í inn- anlandsútlegð og látin sæta stofu- varðhaldi fyrir að bijóta boð og bönn. Hún sýndi stillingu í þrengingum sínum og hlaut aðdáun blökku- manna. Ohlýðni hennar við yfirvöld þótti lýsa hugrekki og seiglu. Blökkumenn héldu áfram að líta á mann hennar sem helzta leiðtoga sinn, þótt hann væri fangi á Robb- eneyju, og hún var honum mikill styrkur. Hún var lagleg og vel máli farin og átti auðvelt með að ná til áheyrenda á fundum og vekja hrifningu þeirra. Hún varð því fljót- lega mjög vinsæl. Mandela-nafnið hafði mikið áróð- ursgildi og Afríska þjóðarráðið (ANC) kunni að nota það og erfiðar aðstæður Winnie Mandela. Hún varð einn kunnasti liðsmaður sam- takanna á erfiðleikatímabili í sögu þeirra og áhrifamikið tákn suður- afrískra blökkumanna. Hún hlaut mörg mannréttindaverðlaun og var jafnvel kjörin rektor háskólans í Glasgow og tilnefnd til friðarverð- launa Nóbels. Bandarískir og evr- ópskir stjómmálamenn kepptuct um að fá að vera á ljósmyndum með henni. Hún lét hins vegar illa að stjórn eins og ANC rak sig á síðar. Hún er skapmikil, einþykk og óþolinmóð og vill sjálf fá að ráða, en hefur alltaf staðið utan við valdastofnanir í samtökum andstæðinga kynþátta- aðskilnaðarstefnunnar, apartheid. Gamlir vinir frú Mandela segja að hún hafi gerbreytzt þegar hún var átta ár í útlegð í þorpinu Brand- fort í fríríkinu Oraníu. „Hún lenti í slæmum félagsskap, fór að drekka og hætti að tala við vini sína í trún- aði,“ segir kunningi fjölskyldunnar. Þegar hún kom aftur til Soweto síðla árs 1985 stóð hún á hátindi frægðar sinnar, en síðan hefur allt gengið á afturfótunum hjá henni. Framkoma hennar hefur verið um- deild og hneykslað ANC, en glatt • „Til hvers þarf hún lífverði? Þarf hún vernd gegn almenn- ingi?" stjóm hvíta minnihlutans. Áhrif ANC vom aftur farin að aukast þegar hún kom heim úr út- legðinni. „Ungu ljónin" í hreyfing- unni flykktust til heimilis hennar til að votta henni virðingu og snatta fyrir hana. Þeir vildu harðari bar- áttuaðferðir og gera landið stjóm- laust. Winnie fékk samúð með þeim og í apríl 1986 lýsti hún yfir stuðn- ingi við illræmda „hálsmenaað- ferð“, sem er í því fólgin að lífláta andstæðinga með því að væta hjól- barða í benzíni, bregða þeim um háls óvinanna og kveikja í börðun- um. Með yfirlýsingu sinni lenti frú Mandela í fyrsta skipti í útistöðum við leiðtoga blökkumanna. Álit hennar beið hnekki. Svokallað „Winnie-vandamál" varð til og áhrif hennar dvínuðu. Frú Mandela olli aftur deilum þegar hún reisti stórt og veglegt hús fyrir sig og fjölskyldu sína mitt í Soweto. Bæjarbúar fóm að kalla hana „Svörtu Evitu“ og blökku- mannaleiðtogar viðurkenndu að hún væri orðin ráðrík og hégómleg og vildi að allt snerist um hana. Húsið kostaði 460.000 pund og stingur í _stúf við kumbalda blökku- manna. í því em 22 herbergi og það er kallað „höll Winníar". Nelson Mandela bannaði henni að flytjast í það og það stendur autt. í júlí í fyrra kveiktu nemendur í fyrra húsi Mandela-fjölskyldunnar. Með því vildu þeir hefna sín á „knattspymumönnum" frú Mand- ela, sem höfðu lúbarið þá og nauðg- að tveimur skólastúlkum. Þessi at- burður vakti í fyrsta skipti athygli umheimsins á því að margir íbúar heimabæjar frú Mandela vom fam- ir að óttast og jafnvel hata hana. Álit Winnie Mandela beið enn hnekki þegar ANC og Nelson Mandela neyddust til að segja upp samningi, sem hún hafði gert við umdeildan, bandarískan kaupsýslu- mann um að hann fengi að nota Mandela-nafnið í auglýsingum er- lendis. Kaupsýslumaður þessi, Ro- • „Hún hefurverið friðhelg alltof lengi“ ... Fyrrverandi sam- herjar frú Mandela metandi manna í Soweto hefur reynt að leysa þau vandamál, sem lífverðimir hafa valdið, en án ár- angurs. Winnie hundsaði nefndina og hafði að engu áskoranir frá Oliv- er Tambo, aðalleiðtoga ANC, og Nelson Mandela um að leysa knatt- spymuliðið upp. í mörg ár hefur Nelson Mandela falið mönnum, sem hann treystir, að vera konu sinni til ráðuneytis, en hún hefur haft ráð þeirra að engu. Þegar Ismail Ayob, lögfræð- ingur fjölskyldunnar, reyndi að gera Nelson grein fyrir atferli hennar varð hún æf og sleit sambandinu við hann. „Nelson ræður ekkert við hana,“ sagði einn af leiðtogum UDF nýlega. Nú er svo komið enginn ber í bætifláka fyrir frú Mandela. Henn- ar eigið fólk hefur dæmt hana í einangrun, sem hlýtur að vera henni þungbærari en einangmn sú, sem yfirvöld hvítra dæmdu hana í fyrr á ámm. Svokölluð „fjöldalýðræðishreyf- ing“ blökkumanna hefur rofið tengsl sín við Winnie Mandela. Að hreyfingunni standa verkalýðs- hreyfingin COSATU og Sameinaða lýðræðishreyfingin (UDF), sem hef- ur flest lögleg samtök blökkumanna innan sinna vébanda. Samtök íbúa Soweto hafa farið að dæmi hreyf- ingarinnar. Leiðtogar ANC í Lusaka hafa neitað að styðja frú Mandela. Því hefur raunvemlega verið lýst yfir að hlutverki hennar í baráttu blökkumanna í Suður- Afríku sé lokið. ' Líkur era taldar á að knatt- spyrnufélag Winnie Mandela verði leyst upp, en jafnvel eiginmaður hennar virðist hafa snúið við henni baki. Hvort hann skilur við hana eða heldur tryggð við hana á erfið- ustu stund lífs hennar er óljóst. Hún er ráðþrota og vinalaus. Frétzt hefur að hún vilji flytjast úr landi, en hún hefur ekkert vegabréf. Nú er jafnvel svo komið fyrir fyrrver- andi „móður þjóðarinnar“ að hún óttast um líf sitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.