Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.06.1990, Blaðsíða 4
4 FRETTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ ERLEIUT INNLEIMT Verð á sjávar- afurðum hækk- ar verulega Verð á sjávarafurðum er nú um 11% hærra en að meðaltali á síðasta ári og er að verða jafn- hátt og þegar það varð hæst á árinu 1987. Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir engin merki um að verðið fari lækkandi á næstunni. Verðhækk- anirnar stafa aðallega af skorti á fiski, bæði erlendis og innanlands. Þannig er verð á innlendum fisk- mörkuðum 54% hærra nú að með- altai en á sama tíma í fyrra. Ríkisstjórn ræðir við BHMR Ríkisstjórnin hefur óskað eftir viðræðum við BHMR um fram- kvæmd á endurskoðun launakerf- is félaga samtakanna. Aðilar hitt- ast á mánudag. Háskólamenntað- ir ríkisstarfsmenn lögðu niður vinnu á fimmtudag en sátu þess í stað á fundum, auk þess sem þeir efndu til kröfugöngu og úti- fundar á Lækjartorgi til að mót- mæla frestun á launahækkunum til þeirra. 75 ára afmæli kosningaréttar ’íslenskar konur minnt- ust þess með ýmsu móti þann 19. júní, að 75 ár voru liðin frá því að þær fengu kosningarétt. Milli 8.000 og 10.000 konur tóku þátt í hátíða- höldum af þessu tilefni í miðbæ Reykjavíkur. ERLENT Jarðskjálfti í Iran Öflugur jarðskálfti varð í Kaspíahafí á miðvikudagskvöld og mældist hann 7,3 á Richter. Tólf stundum síðar fylgdi annar skálfti sem mældist 6,5 á Richter. Þúsundir Irana létu lífið í skálft- unum. Sajudis á móti tilslökunum Samtök sjálfstæðissinna í Lit- háen, Sajudis, hafa lagst gegn hugmyndum um að fresta gildi- stöku sjálfstæðisyflrlýsingarinnar frá 11. mars. Ríkisstjórn landsins hefur ákveðið að leggja til við þingið í Vilnius að slíkar tilslakan- ir verði gerðar en óvíst er hvort þær verða samþykktar. Lög EB landslögum æðri Evrópudómstóllinn i Lúxem- borg kvað upp þann úrskurð á þriðjudag að á meðan réttað væri í ágreiningsmálum þar sem lands- lög og lög Evrópubandalagsins greindi á skyldu EB-lögin ráða. Viðræðum við PLO hætt George Bush Bandaríkjafor- seti frestaði á miðvikudag viðræð- um við Frelsissamtök Palestínu (PLO) sem staðið hafa í hálft annað ár. Ástæðuna sagði hann þá að Yasser Arafat leiðtogi sam- Hlutabréf í Olís seljast upp Hlutabréf í 50 milljóna króna almennu hlutafjárútboði Olís hf. seldust upp á tveimur dögum. Gengi bréfanna hækkaði jafn- framt úr 1,6 í 1,65. Grænlandsþorskur til íslands Fiskifræðingar spá stórri göngu grænlandsþorsks á ísland- smið á næsta ári, en þorskur af árgangi 1984, sem kominn er frá Grænlandi, hefur fundist í togara- afla. Meirihlutinn klofhar í Eyjum Efsti maður á lista sjálfstæðis- manna í Vestmannaeyjum, Sig- urður Jónsson, hefur sagt skilið við aðra fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. Sigurður sóttist eftir embætti bæjarstjóra, og síðan for- seta bæjarstjórnar, en var hafnað af flokkssystkynum sínum, og tók þá þessa ákvörðun. Stefnir í stöðvun húsnæðislána Húsnæðismálastjórn hefur sent ríkisstjórninni bréf, þar sem segir að tveggja milljarða ríkisfjárfram- lag vanti til að standa undir áætl- unum um húsnæðislán á næsta ári. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur óskað eftir því við forseta Sameinaðs Alþingis að Ríkisendurskoðun kanni ítarlega fjárhagsstöðu byggingasjóða ríkisins. Flugvélum hlekkist á Tveimur flugvélum hlekktist á í vikunni en í báðum tilfellum sluppu flugmenn og farþegar ómeiddir. Annari vélinni hlekktist á í flugtaki á Varmárvelli í Mos- fellssveit. Hin vélin brotlenti á Öxnadalsheiði við Sesseljubúð. Hæstiréttur ógildir dóm Hæstiréttur hefur ógilt skila- svikadóm sem sakadómur Kópa- vogs kvað upp yflr Hermanni Björgvinssyni, aðalmanni okur- málsins svonefnda. Hæstiréttur kopist að því að ákæra málsins væri ekki studd nægilegum gögn- um og því yrði að vísa málinu frá. takanna hefði neitað að fordæma strandhögg palestínskra skæru- liða í ísrael nýlega. Hættir Gorbatsjov sem flokksleiðtogi? Mikill styrr stendur nú um Mik- haíl Gorbatsjov, forseta Sov- étríkjanna, sem gaf til kynna á miðvikudag að hann ætti ekki langa setu eftir sem leiðtogi kommúnista- flokksins. Borís Jeltsín, forseti Rúss- lands, sagðist einnig hafa ráðlagt Gorbatsjov að einskorða sig við forsetaembættið í Sovétríkjunum sem væri ærinn starfi. Samþykkja efhahagssamrunann Þing beggja þýsku ríkjanna hafa samþykkt samning um efna- hagssamruna sem hrint verður í framkvæmd 1. júlí. Þá verður vestur-þýska markið gjaldmiðill Austur-Þýskalands. Jafnframt samþykktu þingin ályktun þar sem vesturlandamæri Póllands eru viðurkennd. Stærsta útgerdarfélag Kan- ada snýr sér að hænsnarækt Washington. Frá ívari Guðmundssyni, iréttaritara Morgunblaðsins. UMSVIFAMESTA útgerðarfélag Norður-Ameríku, National Sea Products í Kanada, hefúr ákveðið að snúa sér að hænsnarækt og mun markaðssetning fyrirtækisins miðast við að fiðurféð verði matre- itt í örbylgjuofhum. Ástæða þessa er sögð vera aflaleysi og afleiðing- ar þess sem forstöðumenn fyrir- tækisins telja vera óþarflega nauma skömmtun veiðleyfa á fiski- miðum Kanada. Félagið ætlar að halda áfram framleiðslu fiskborgara sem hófst í fyrra og þykir hafa gefist frekar vel. Þessi framleiðsla verður hafin hjá fjölmörgum fyrirtækjum í Nova Scotia og verður hún seld undir vöru- merki National Sea. Gert er ráð fyr- ir að sala fiskborgara á þessu ári skili um einni og hálfri milljón Bandaríkjadala til fyrirtækisins en það er aðeins dropi í hafíð þar sem velta National Sea var rúmar sex hundruð milljónir dala á síðasta ári. Síðasta ár reyndist fyrirtækinu erfítt. Tapið varð um 32 milljónir dala og var forstjóranum, Gordon Cummings, sagt upp auk þess sem fjölda fískvinnslustöðva á Nýfundna- landi var lokað. Útgerðarmenn halda því fram að óáran þessa megi fyrst og fremst rekja til naumrar og oft óþarfrar skömmtunar á veiðiheimildum. Mun þetta einkum eiga við þorsk og ýsu en aflaheimiidimar hafa víða verið þrengdar um allt að helming. For- stjóri National Sea gerði þetta atriði að umtalsefni á aðalfundi fyrirtækis- ins nú í vikunni. Sagði hann að afla- takmarkanir á ýsu og þorski á síðustu tveimur árum hefðu verið ákveðnar í samræmi við útreikninga vísindamanna. Niðurstöður þeirra stönguðust hins vegar á við reynslu sjómanna er fullyrtu að meiri fiskur væri í sjónum nú en oft áður. Henry Demonde, sem nýverið tók við stöðu framkvæmdastjóra Nat- ional Sea Products sagði á aðalfund- inum að hagur félagsins hefði heldur batnað á fyrsta fjórðungi þessa árs. Afkoman yrði betri á þessu ári en í fyrra þó svo enn teldist reksturinn erfiður. Benti hann á að það væri fyrirtækinu hagkvæmara að selja fullbúna matvöru en óunnið hráefni og nefndi sem dæmi að á þennan hátt mætti fjórfalda verð fískpunds- ins. Reuter Polozhkov ber sigur úr býtum Harðlínumaðurinn ívan Polozhkov var í gær kjörinn aðalritari nýja kommúnistaflokksins í Rússlandi. Hann fékk 1.396 atkvæði í síðari umferð kosninganna en mótframbjóðandinn, Oleg Lobov, sem er hæg- fara umbótasinni og styður Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseta, fékk 1.060 atkvæði. Á myndinni greiðir Gorbatsjov atkvæði í kosningunum, sem fram fóru á fulltrúafundi rússneskra kommúnista. Rúmenía: Er Ion Diescu fasisti í kommúnistaklæðum? ION ILIESCU, sem Securitate, öryggislögregla Rúmeníu, sagði þegar árið 1983 að væri líklegasti arftaki Nikolais Ce- ausescus, sór embættiseið Rúm- eníuforseta við hátíðlega athöfn í Búkarest í vikunni. Hann tók þá formlega við starfi sem um 85% þjóðarinnar kusu hann til fyrir rúmum mánuði. Hafði hann þá gegnt því til bráða- birgða siðan i uppreisninni í desember. Nú er haft fyrir satt að Iliescu og hans menn hafi ekki aðeins hrifsað uppreisn þjóðarinnar gegn einræðisher- ranum í sínar hendur heldur staðið fyrir henni frá upphafi. Ceausescu er sagður hafa spurt stjórnmálaráð sitt 17. desember hvort það vildi að hann segði af sér og Iliescu tæki við. Ráðið var hliðhollt leiðtoganum sem endranær — en Iliescu komst til valda þrátt fyrir það. Iliescu er sextugur. Foreldrar hans voru kommúnistar og sjáifur gekk hann til liðs við flokkinn fjórtán ára gamall. Hann lagði stund á vatnsorkuverkfræði í Búkarest og Moskvu og átti bjarta framtíð fyrir sér í flokknum þar til hann maldaði í móinn gegn menningar- byltingartilraun Ceausescus 1971 og var í hegningarskyni sendur sem flokksritari til Timisoara og Iasi. Hann var skipaður vatna- málastjóri átta árum seinna en missti starfíð og féll í ónáð 1984 fyrir að gagnrýna skipaskurð Ce- ausescus milli Dónár og Svarta- hafsins. Hann tók þá við stjórn forlags sem gefur út bækur um tæknileg efni og starfaði þar fram í desember. Einn af viðmælendum Morgun- blaðsins í Búkarest í febrúar taldi ólíklegt að Iliescu hefði haft tengsl við rétta aðila á síðustu árum til að geta staðið fyrir valdatöku í landinu. Síðan hefur þó komið í ljós að Sovétmenn höfðu meiri afskipti af byltingunum í Austur- Evrópu á síðasta ári en virtist í upphafi. Iliescu hafði tengsl við Sovétríkin. Hann stundaði nám í Moskvu á sínum tíma. Hefur hann haldið góðu sambandi um við rétta aðila síðan eins og Zdenek Mlynar frá Tékkóslóvakíu en Sovétmenn eru sagðir hafa ætlað að koma honum í forsetastól í Tékkóslóv- akíu. Mlynar var skólafélagi Gorb- atsjovs og samstarfsmaður Dubc- eks 1968 en flúði til Austurríkis eftir að hann skrifaði undir „Charta 77“. Andkommúnistar náðu yfirhöndinni í byltingunni í Tékkóslóvakíu. Byltingin í Rúmeníu hófst í Timisoara í desember þegar séra Laszlos Tökes var ofsóttur. Starfsmenn so- vésku öryggis- lögreglunnar, KGB, höfðu verið þar í nokkra daga þegar mótmæl- in brutust út samkvæmt heimild- um franska vikublaðsins Le Po- int. Vitað var með nokkurra daga fyrirvara að Tökes yrði handtek- inn 16. eða 17. desember. Austur-evrópskar fréttastofur fullyrtu að gífurlegur fjöldi hefði fallið í átökum hersins við almenn- ing. Gleypt var við fréttunum um heim allan og rúmenskir stúdent- ar risu upp gegn þessum ósköp- um. Iliescu og hans menn voru tilbúnir að hrifsa völdin en þurftu að beita öryggissveitum og kænskubrögðum áður en þeir náðu þeim í sínar hendur. Margir fullyrða að Iliescu hafí oftar en einu sinni ráðfært sig við Gorb- atsjov á þessum örlagatímum. Andófskonan Doina Cornea segist Ion Iliescu var í sambandi við Gorbatsjov í byltingunni. vita með vissu að hann hafi talað við Sovétleiðtoga í síma 22. og 26. desember. Iliescu skipaði Petre Roman áfram forsætisráðherra landsins. Roman er 43ja ára, glæsilegur á velli, alinn upp í forréttindum „nómenklátúra“-fjölskyldu. Hann er fijálslyndari en Iliescu og frétt- ir um spennu milli þeirra tveggja hafa heyrst. Roman var við hlið Iliescus svo til frá upphafi bylting- arinnar. Hann er þó ekki álitinn harðsvíraður kommúnisti heldur talinn tækifærissinni sem gæti þjónað þjóð sinni vel ef hann nýtti það sem hann hefur séð og lært á Vesturlöndum. Ólíklegt er að Gorbatsjov hafi verið hafður með í ráðum þegar stjórn Iliescus fékk nátjiumenn til að ganga í skrokk á andstæðing- um sínum í Búkarest fyrir rúmri viku. Aðgerðirnar minntu helst á aðferðir fasista og virtir blaða- menn eins og William Pfaff, sem skrifar reglulega í International Herald Tribune, velta nú fyrir sér hvort Iliescu sé fasisti. BAKSVIÐ eftir Önnu Bjamadóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.