Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.12.1990, Blaðsíða 37
H6 : - MOKGUNBLAÐIÐ PÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1990 MORGUNBBAÐIÐ; FOSTUDAGUR 21. ÐESEMBER 1990 S7 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. I Fátækt og félags hyggja Nú mitt í jólaundirbúningi heimilanna hefur áþreifan- lega orðið vart við fyrirbrigði, sem lítt hefur þekktzt í íslenzku þjóðfé- lagi frá því á kreppuárunum fyrir stríð — vaxandi fátækt. Astæðurn- ar eru margar, en þar ber sjálf- sagt hæst kaupmáttarrýmun síðustu tveggja ára, atvinnuleysi, minnkandi yfírvinnu og síaukna skattheimtu. Undanfarin tvö ár, á valdatíma ríkisstjórnar, sem kenn- ir sig við jafnrétti og félags- hyggju, hefur sífellt sigið á ógæfu- hliðina. Stöðugt fleiri hafa orðið að leita á náðir félagsmálastofn- ana, ekki sízt á höfuðborgarsvæð- inu og í stærri sveitarfélögum um allt land. Sveitarstjórnir hafa oftar en einu sinni á þessu ári orðið að auka fjárveitingar til félagsmála- stofnana. Þær hafa verið búnar með féð um eða upp úr miðju ári. Reykjavíkurborg hefur orðið að veita stórauknu fé til félagsmála- stofnunar vegna erfiðleika fólks.íjárveiting borgarinnar hef- ur hvorki meira né minna en tvö- faldast sl. tvö ár til þessa mála- flokks, eða úr 173 milljónum króna í 344 milljónir. Það sama má segja um önnur. sveitarfélög í nágrenni höfuðborgarinnar. Félagsmála- stofnun Hafnarfjarðar var búin með allt sitt fé á miðju sumri. Samkvæmt upplýsingum forstöðu- manns Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar hefur sá fjöldi, sem leitar eftir aðstoð, aukizt um 43% síðustu tvö árin. Það hörmulegasta við lýsingar starfsfólks félagsmálastofnana á ástandinu er sú breyting, að í fyrsta sinn hefur fólk í fullri vinnu neyðst til að leita eftir aðstoð, þar sem launin duga ekki fyrir fram- færslunni. Þá hefur félagsmála- stjórinn í Hafnarfirði skýrt frá því, að fullvinnandi fólk hefur beð- ið um aðstoð vegna skólagöngu unglinga á aldrinum 16—19 ára, nemendur, sem lokið hafa skyld- unámi en ekki hafið lánshæft nám. Þetta sé alveg nýtt hjá stofnuniiini. Auðsætt er, að fímmtíu þúsund króna , mánaðarlaun, hvað þá minna, duga ekki til framfærslu fjölskyldu. Samt þurfa þúsundir manna að búa við þessi kjör. Það gerir fólki enn erfiðara að bjarga sér, að verulega hefur dregið úr yfírvinnu og aukastörf liggja ekki á lausu. Því er fráleitt, að ríkisstjórnin og sveitarstjómir auki skattheimtu sína og hvers kyns álögur við þess- ar aðstæður. Allur almenningur hefur fært miklar fómir, þolað gífurlega kjaraskerðingu, til að vinna bug á verðbólgunni. Að því má færa full rök, að ein helzta ástæðan fyrir vaxandi fátækt í landinu sé sú mikla skattafíkn, sem einkennir ráðamenn ríkis og sveitarfélaga. Skattar og gjöld hafa hækkað ár frá ári, langt umfram það sem eðlilegt má telja. A sama tíma og launþegar hafa orðið að þola mikla kaupmáttarr- ýrnun hefur hið opinbera, sem hefur það hlutverk eitt að þjóna fólkinu í landinu, staðið fyrir hækkunum skatta og hvers kyns gjalda, fundið nýjar leiðir til skatt- lagningar og útvíkkað eldri skatt- stofna. Sumir skattar taka ekki mið af afkomu fólks, eins og t.d. fasteignagjöld. Þau hafa orðið æ þungbærari í mörgum sveitarfé- lögum og er svo komið, að hálf til heil mánaðarlaun fjölmargra renna í þennan eina skatt. Umsvif ríkis og sveitarfélaga aukast stöðugt án tillits til afkomu fólksins í landinu og jafnvel án tillits til þess, hvort þessi eða hin þjónustan, sem veitt er, sé bráð- nauðsynleg. Ekki bætir úr skák, að skattgreiðendur horfa upp á hvers kyns bruðl og sóun ráða- manna og ístöðuleysi þeirra gagn- vart þrýstihópum, sem sífellt heimta stærri og stærri bitatil sín. Opinbert fjármálasiðferði er með endemum. Stjómmálamenn þjóðarinnar, með ráðherrana' í broddi fylkingar, treysta sér ekki til að ráðast gegn fjármálaóreið- unni. Það sést glöggt þessa dag- ana við afgreiðslu fjárlaga. Stjóm- arliðið hefur ekki kjark til þess, vegna komandi kosninga, að af- greiða ljárlögin með sómasamleg- um hætti. Vandanum er sópað undir teppið í stað þess að grípa til óhjákvæmilegs niðurskurðar á ríkisbákninu, draga úr umsvifum ríkisins. Þess_ í stað eru lántökur stórauknar. Óleyst vandamál em flutt af fjárlögum yfir á lánsfjár- Iög. Félagshyggja stjórnarflokk- anna virðist felast í því að binda allan almenning á skuldaklafa. Á meðan þingmenn og ráðherr- ar þrátta um, hvernig hægt sé að minnka fjárlagagatið þá glíma ein- staklingar og fjölskyldur við þann vanda að ná endum saman í jóla- mánuðinum. Forstöðukonur Mæðrastyrksnefndar hafa skýrt frá því, að aldrei hafi jafn margir leitað eftir aðstoð og nú. Þær segja ennfremur, að þörfín sé mikil og til Mæðrastyrksnefndar leiti fólk um aðstoð, sem félagsmálastofn- anir hafí hafnað vegna þess, að laun þess séu yfír viðmiðunar- mörkum. Þau miðast við lág- markslaun á almennum vinnu- markaði. Þetta er enn eitt dæmið um það, að fátækt fer vaxandi í landinu. íslendingar hvorki geta né mega sætta sig við, að fullvinn- andi fólk geti ekki framfleytt sér og sínum og fátækt verði óafmá- anlegur blettur á íslenzku velferð- arsamfélagi. AFSÖGN EDUARDS SHEVARDNADZE, UTANRIKISRAÐHERRA SOVETRIKJANNA Þíðunni 1 samskiptum austurs og vesturs stefnt í hættu? Moskvu, Brussel, Washington. Reuter. AFSÖGN Edúards Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, kann að tefla í tvísýnu þeim sögulegu umbreytingum sem átt hafa sér stað í samskiptum austurs og vesturs á undanförnum árum. Þetta var almennt skoðun vestrænna stjórnarerindreka, sérfræðinga og fréttaskýrenda sem fréttamenn Reuters ræddu við í Moskvu, Washington og Brussel í gær skömmu eftir að Shevardnaze hafði skýrt þingmönnum á fulltrúaþingi Sovétríkjanna frá þessari ákvörð- un sinni með þeim orðum að einræðisöfl hefðu blásið til stórsóknar í Sovétríkjunum. í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel sögðu menn þessi tíðindi mikið áhyggjuefni og bentu á að samstöðu risaveldanna í Persaflóadeilunni og þeim mikla árangari sem náðst hefði á vettvangi afvo voða. Shevardnadze sagði í ræðu sinni að hann hefði sætt ofsóknum af hálfu afturhaldsaflanna í Sovétríkj- unum. Ljóst væri að veruleg hætta hefði skapast á að einræðisstjóm tæki við völdum og útilokað væri að segja til um hver einræðisherr- ann yrði. Kvaðst hann telja þetta ástand óviðunandi með öllu og því hefði hann afráðið að segja af sér embætti utanríkisráðherra. Ljóst þótti að þungum orðum She- vardnaze væri einkum beint til harðlínumanna sem lýst hafa yfír andstöðu við áætlanir stjómvalda um markaðsbúskap og hafa aldrei sætt sig við þær umbætur sem Míkhaíi S. Gorbatsjov hefur beitt sér fyrir í því skyni að auka pólitískt frelsi í Sovétríkjunum. Ljóst þótti af ræðunni að höfuðóviili sína teldi Shevardnadze vera tvo herforingja Víktor Aleksnis og Nikolaj Petrúsj- enko en þeir fara fyrir fylkingu harðlínukommúnista á fulltrúaþing- inu er nefnist Sojuz (eining). Pe- trúsjenko sagðist aðspurður ekki hafa krafíst afsagnar utanríkisráð- herrans og bætti við: „Það er sama kynni að vera stefnt 1 hver tekur við, tryggja þarf að Sov- étríkin verði áfram risaveldi". Harðlínumenn og Persaflóadeilan Athygli vakti að Shevardnadze gerði afstöðu Sovétmanna í Persa- flóadeilunni að umtalsefni og kvaðst þráfaldlega hafa orðið að lýsa yfir því að engar áætlanir væru uppi um að senda sovéskt herlið til spennusvæða í Mið-Austurlöndum. Vitað er að afstaða forystusveitar kommúnistaflokksins í Persaflóa- deilunni hefur mælst illa fyrir með- al ráðamanna Rauða hersins, sem óttast að sú stund kunni að renna upp að sovéskum hersveitum verði skipað í viðbragðsstöðu við hlið bandarískra hermanna í Mið-Aust- urlöndum. Þá blasir við að sú skip- an mála yrði ráðamönnum innan öryggislögreglunnar, KGB, lítt að skapi enda eru Vesturlönd og eink- um og sér í lagi Bandaríkin höfuðó- vinur Sovétríkjanna í huga þeirra. Þá hafa herforingjar og harðlínu- kommúnistar á þingi margoft sakað Shevardnadze og þar með um leið Gorbatsjov um að hafa grafið undan öryggi Sovétríkjanna með þeirri slökunarstefnu sem framfylgt hefur verið á sviði utanríkismála. Einkum hafa þeir gagnrýnt þá viðhorfs- breytingu sem orðið hefur gagnvart Vesturlöndum en allt fram til þess að Gorbatsjov hófst til valda var grundvallarkennisetning sovéskra kommúnista sú að í heiminum tækj- ust á ósættanleg öfl af tvennum toga; arðræðingjar og kapítalistar annars vegar og kommúnistar, málsvarar öreiganna, hins vegar. Fulltrúar Rauða hersins í hinum ýmsu þingdeildum hafa ekki legið á þeirri skoðun sinni að þessi endur- skoðunarstefna á sviði utanríkis- mála hafi orðið til þess að grafa undan öryggi ríkisins og hafa þeir einkum nefnt umbyltinguna í ríkjum Austur-Evrópu þessu til sannindamerkis. Heimkvaðning herliðins úr fyrrum leppríkjum Sov- étmanna í álfunni austanverðri og hrun Varsjárbandalagsins hefur einnig getið af sér mikla og al- menna óánægju innan Rauða hers- ins, einkum meðal foringja sem notið hafa forréttinda í krafti stöðu sinnar. Fréttir frá Sovétríkjunum að undanförnu þykja hafa gefið til kynna að þessi öfl væru í sókn þar eystra. Þannig lýstu forstjórar ríkis- fyrirtækja þ.á. m. fyrirtækja í her- gagnaiðnaði yfir því á fundi með Gorbatsjov í síðustu viku að þeir gætu ekki fellt sig við áætlanir þær sem mótaðar hefðu verið um fram- leiðslu á neysluvarningi ýmsum í verksmiðjum þessum. Nikolaj Ryz- hkov forsætisráðherra tók undir þetta sjónarmið og Krjútskov, yfir- maður KGB, hefur ítrekað varað við aleiðingum upplausnar og stjórnleysis. Skýr skilaboð til Vesturlanda Viðmælendur Reuíere-fréttastof- unnar í' Moskvu sögðu að afsögn Shevardnadze hefði komið mjög á óvart og voru almennt þeirrar skoð- unar að hún kynni að hafa alvarleg- ar afleiðingar í för með sér. „Það er tæpast unnt að ímynda sér skil- merkilegri skilaboð til heimsbyggð- arinnar um að sovéskir harðlínu- menn og forráðamenn hergagna- iðnaðarins eru andvígir fækkun vopna og samvinnu við vestræn ríki,“ sagði fréttaskýrandi sovéska vikuritsins Nýir tímar. „Þetta eru svo sannarlega slæmar fréttir. Þær gætu ekki hafa borist á óheppilegri stundu fyrir Vesturlönd og Banda- ríkin og hljóta að vekja mikla ánægju í Irak í Ijósi Persaflóadeil- unnar,“ sagði ónefndur vestrænn stjómarerindreki. „Harðlínumenn- irnir og herforingjarnir vildu koma Shevardnadze frá. Ef þessi tíðindi eru til marks um að þeir verða hér eftir allsráðandi innan Kremlar- múra þá eigum við erfiða tíma í vændum," bætti hann við. Annar stjómarerindreki sagði að margir hefðu talið að Shevardnadze væri í raun aðeins að framkvæma ut- anríkisstefnu Gorbatsjovs. Þetta mat á stöðu utanríkisráðherrrans væri ekki rétt því hann hefði greini- lega haft skýrar og greinilegar hug- myndir á þessum vettvangi og haft mótandi áhrif á Gorbatsjov. Frétta- maður sovésku TASS-fréttastof- unnar, Alexander Kanítsjev, sagði þessa ákvörðun Shevardnadze al- varlegt áfall fyrir Gorbatsjov. Staníslav Kondrashov, einn virtasti fréttaskýrandi dagblaðsins íz- vestíja, var ekki sama sinnis og kvaðst telja að líta bæri á afsögnina sem persónuleg viðbrögð She- vardnaze við árásum harðlínu- manna. Ef til vill mætti búast við einhverjum áherslubreytingum á vettvangi utanríkismála en sömu stefnu yrði áfram fylgt í helstu meginatriðum. Sovétfræðingar í Bandaríkjunum töldu afsögn utanríkisráðherrans til marks um upplausnarástandið í Sovétríkjunum. Marshall Goldman, Sovét-fræðingur við Harvard- háskóla, sagði gi-einilegt að Gor- batsjov ætti undir högg að sækja á heimavelli. Yfirlýsing utanríkisráð- herrans þess efnis að hætta væri á að einræði yrði komið á í Sovétríkj- unum myndi hafa mikil áhrif bæði í Sovétríkjunum og á alþjóðavett- vangi. Líkja mætti þessum ummæl- um við það ef Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, hvetti menn til að vera á varðbergi vegna þess að George Bush Bandaríkjaforseti væri tekinn að sýna fasískar til- hneigingar. Madeline Albright, fyrrum Sovét-fræðingur við Þjóðar- öryggisráð Bandaríkjaforseta, sagðist telja að óvissa og skipulags- leysi á sviði sovéskra utanríkismála myndu sigla í kjölfarið. Báðir töldu sérfræðingar þessir að afsögn ut- anríkisráðherrans kynna að hafa neikvæð áhrif á samstöðu risaveld- anna í Persaflóadeilunni. Bush Bandaríkjaforseti hefur sem kunn- ugt lagt ríka áherslu á stuðning Samstaðan innsigluð með handabandi í Washington:Edúard Shevardnadze (fyrir miðju) ásamt George Bush Bandaríkjaforseta (t.v.) og James Baker utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Sovétmanna í Persaflóadeilunni og hefur samvinna risaveldanna í þessu flókna deilumáli verið höfð til marks um endalok kalda stríðsins. Nokkrir stjórnmálaský- rendur höfðu á orði að öll stefna stjórnar Bush forseta hefði miðast við að treysta þá Shevardnadze og Gorbatsjov í sessi. Þetta væri því einnig alvarlegt áfall fyrir utanrík- isstefnu Bandaríkjanna sem stæði frammi fyrir gjaldþroti kæmust harðlínumenn til valda í Sovétríkj- unum á ný. Umbótastefnan dauðadæmd? Manfred Wörner, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), sagði afsögn Shevardnad- ze áhyggjuefni og vísaði sérstak- lega til þeirra orða hans að lýðræð- isþróunin í Sovétríkjunum væri í hættu. „Von mín er sú að atburðir þeir sem nú eru að gerast í Sov- étríkjunum ógni ekki þeirri þróun sem þar hefur orðið á sviði lýðræð- is, frelsis og mannréttinda," sagði framkvæmdastjórinn. Embættis- menn í höfuðstöðvum bandalagsins, sem óskuðu nafnleyndar, líktu tíðindum þessum við þrumu úr heiðskíru lofti. „Enginn bjóst við þessu. Hér ræðir ekki aðeins um afsögn eins manns. Þetta er gífur- legt áfall fyrir umbótastefnuna í Sovétríkjunum." Simon Lunn, að- stoðarframkvæmdastjóri þing- mannasambands NATO, sagði þessa ákvörðun Edúards She- vardnadze gefa til kynna að ástand- ið í Sovétríkjunum væri mun alvar- legra en menn á Vesturlöndum hefðu gert sér grein fyrir. Hún gæti einnig hugsanlega haft nei- kvæð áhrif á samskipti austurs og vesturs. „Þetta mun einnig styrkja stöðu þeirra á Vesturlöndum sem hvatt hafa til varfærni í samskipt- um við Sovétríkin," sagði Lunn en á vettvangi NATO og raunar víðar á Vesturlöndum hefur þeirri skoðun aukist fylgi að undanförnu að um- bótastefna Gorbatsjovs sé dauða- dæmd. „Spumingin er nú sú hvort framhald verði á þeirri þróun sem átt hefur sér stað á sviði afvopnun- armála og það hljóta að vakna al- varlegar efasemdir um að sú verði raunin,“ sagði annar embættismað- ur sem krafðist nafnleyndar. Vann stóra sigra erlendis en ólgan heima fyrir varð honum að falli Moskvu. Reuter. Shevardnadzhe með Gorbatsjov á leiðtogafundi RÖSE í París fyrir mánuði. EDÚARD Amvrosíevítsj Shev- ardnadze, sem sagði af sér emb- ætti utanríkisráðherra Sovétríkj- anna í gær, átti mikinn þátt í því að gjörbreyta áliti Vestur- landabúa á Sovétríkjunum eftir valdatöku Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétforseta. Er hann gegndi embættinu urðu mestu breyting- ar á utanríkisstefnu Sovétmanna í áratugi og urðu þær til þess að kalda stríðið leið undir lok. Þessi nýja stefna varð til þess að vígbúnaðarkapphlaupi stór- veldanna lauk og endi var bund- inn á skiptingu Evrópu, auk þess sem hún stuðlaði að friði í ýmsum striðshijáðum ríkjum þriðja heimsins. Hann varð hins vegar fórnarlamb pólitískrar spennu og valdabaráttu heima fyrir. Edúard Shevardnadze fæddist 25. janúar 1928 í Namati, smábæ í suðurhluta sovétlýðveldisins Georgíu. Tvítugur gekk hann í kommúnistaflokkinn og níu árum síðar var hann kjörinn formaður ungliðahreyfingar flokksins í lýð- veldinu. Hann varð flokksleiðtogi 1972 og gat sér gott orð fyrir bar- áttu sína gegn glæpum, sem voru nánast orðnir hefð á meðal embætt- ismanna lýðveldisins, svo sem mút- um, spákaupmennsku og fjárkúg- unum. Hann gegndi leiðtogaembættinu þar til hann var gerður að utanríkis- ráðherra í júlí 1985, þá 57 ára að aldri. Aðeins degi áður hafði hann fengið sæti í stjórnmálaráði flokks- ins. Á þessum tíma urðu kynslóða- skipti í forystusveit kommúnista- flokksins undir stjóm Gorbatsjovs, yngri og framsæknari menn kom- ust til metorða. Shevardnadze sagði eitt sinn í viðtali að hann hefði aldr- ei orðið eins hissa og þegar ákveðið var að hann yrði utanríkisráðherra og það hefði valdið honum „óhemju þjáningum". Mikilhæfur utanríkisráðherra Þótt hann hefði litla reynslu af utanríkismálum fengu erlendir stjórnarerindrekar brátt mikið álit á honum. Forveri hans í embætt- inu, Andrej Gromyko, hafði gegnt því í 28 ár og þótti Shevardnadze ekki mjög öfundsverður af því hlut- skipti að taka við af honum. Hann tók þó brátt til við að undirbúa fund Gorbatsjovs og Ronalds Reag- ans Bandaríkjaforseta í nóvember 1985 - fyrsta leiðtogafund stór- veldanna í sex ár. Eftir þrjá leið- togafundi til viðbótar komu leiðtog- arnir saman í Moskvu í júní 1988 til að undirrita samning um útrým- ingu meðaldrægra kjarnorkueld- flauga. Samskipti stórveldanna breyttust ekki eftir að George Bush tók við af Ronald Reagan, því náin per- sónuleg tengsl sköpuðust bráðlega milli Shevardnadze og James Ba- kers, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna. Þeir leystu ýms viðkvæm vandamál í tengslum við afvopnun- arviðræður. I síðasta mánuði var undimtaður samningur um fækkun hefðbundinna vopna í Evrópu og búist er við að gengið verði frá samningi um að fækka langdræg- Ferill Shevardnadze Júlí 1985 - desember 1990 NOVEMBER 1985: Fyrsti lei&toaafundur risaveldanna í sex ár. Aðrir sex fundir binda enda á Kalda stríðið. APRÍL 1988: Rauði herinn kallaður heim frá Afganistan eftir tíu ára langt stríð. JUNI 1988: Washington-sáttmálinn um upprætingu meðal- drægra kjarnaflauga gerður. JANUAR 1989: Vínarráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) leggur drög að „nýrri Evrópu". MAI 1989: Fyrsti leiðtogafundur Sovótríkjanna og Kína í 30 ár. 1989-90: Austur-Evrópu ríki kasta kommúnismanum fyrir róða. OKTÓBER 1990: Sameining Þýskalands. Hmter um eldflaugum um þriðjung í febrú- ar á komandi ár. Shevardnadze náði einnig góðum árangri í því að bæta samskipti Sovétmanna og Kínveija. Viðræður hans við kínverska embættismenn í Peking í febrúar 1989 ruddu brautina fyrir fund Gorbatsjovs og Dengs Xiaopings þremur mánuðum síðar. Er hann gegndi embættinu köll- uðu Sovétmenn einnig heim um 100.000 hermenn sína í Afganistan, og í samvinnu við Bandaríkjamenn stuðluðu þeir að friðarsamkomulagi í sunnanverðri Afríku, sem leiddi til brottflutnings kúbverskra her- manna úr Angóla og sjálfstæðis Namibíu. Þá knúðu þeir á Víetnama um að flytja hersveitir sínar frá Kambódíu. Vildi segja af sér eftir drápin í Tiblisi Þrátt fyrir góðan árangur í ut- anríkismálum versnaði ástandið stöðugt heima fyrir vegna þjóða- ólgu og efnahagskreppu. Um fjórum árum eftir að hann varð utanríkisráðherra var honum falið að fara til Georgíu til að sefa þjóðernissinna eftir að hermenn höfðu drepið 20 mótmælendur í höfuðborg lýðveldisins, Tiblisi, í apríl 1989. „Við höfum lært hvern- ig við eigum að tala við aðrar þjóð- ir. Núna verðum við hins vegar að læra að tala saman til að leysa eig- in vandamál," voru meðal annars skilaboð hans til landa sinna. Ut- anríkisráðherrann skýrði síðar frá því í sjónvarpsviðtali að hann hefði viljað segja af sér til að mótmæla drápunum en Gorbatsjov hefði fengið hann af því. Nú, rúmu ári síðar, virðist hins vegar ekkert geta breytt þeirri ákvörðun hans að segja af sér. „Ég get ekki sætt mig við það sem er að gerast í landinu . .. Ég segi af mér,“ sagði hann á fulltrúaþingi Sovétríkjanna og sakaði afturhald- söflin um að hafa hrakið hann úr embættinu. Harðlínumenn höfðu vikum saman krafist afsagnar ut- anríkisráðherrans, sakað hann um að vera að undirbúa að senda sov- éska hermenn í stríð við Persaflóa. Hann hefur einnig sætt gagnrýni fyrir hrun Varsjárbandalagsins og sameiningu Þýskalands. Áður höfðu harðlínumenn bolað burt Alexander Jakovlev, helsta hugmyndafræðingi umbótastefnu Gorbatsjovs, og um- bótasinnanum Vadím Bakatín úr embætti innanríkisráðherra. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: Afleiðingarnar koma í ljós með skipan eftirmanns Shevardnadze JÓN Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði í símasam- tali frá Kaupmannahöfn í gær- kvöldi að ekki væri mikið að segja um afsögn Shevardnadze fyrr en vitað væri hver tæki við af honum. Þá fyrst kæmi í ljós hvort um raunverulega stefnu- breytingu Sovétmanna yrði að ræða i utanríkismálum. „Við ræddum þetta auðvitað mik- ið í hópi utanríkisráðherra Eystra- saltsríkjanna hér í Kaupmannahöfn, bæði á formlegum fundi með þeim og í óformlegum viðræðum undir kvöldverði. Þetta var það fyrsta sem þeir sögðu okkur þegar við hittum þá. í annan stað hafði verið á kreiki orðrómur í Moskvu, og orðrómur í Moskvu er betri en Reuter [frétta- stofan], að þetta hafí út af fyrir sig verið lengi í aðsigi". „Út af fyrir sig get ég ekki mik- ið um þessa afsögn sagt fyrr en við höfum heyrt hver tekur við. Það mun svara spurningunni um það hvort þetta táknar raunverulega stefnubreytingu. Hvort ekki er allt með felldu. Hvort þetta er ekki eins og það sýnist vera. Hvort hann hafi raunverulega verið þvingaður Jón Baldvin Hannibalsson til afsagnar. Og hvort sá sem við tekur kemur úr hópi harðlínumanna og boðar þá raunverulega stefnu- breytingu. Þessum spurningum er ekki svarað ennþá,“ sagði Jón Bald- vin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.