Morgunblaðið - 03.11.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.11.1991, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBÉR 1991 c ii Oliver North. BLORABO Oliver North segir í ný- útkominni bók sinni, „Under Fire - An Amer- ican Story”, að Reagan hafi vitað allt um vopnasöluna til írans. É6VU eftir írisi Erlingsdóttur „RONALD Reagan vissi allt,” segir North í viðtali við Los Angeles Times. „Hann vissi að við vorum að selja vopn ólöglega til írans og að hagnaðurinn af sölunni var notaður til vopnakaupa fyrir kontra- skæruliðana í Nicaragua.” North segir þetta hafa verið gert með vitneskju og vilja Reagans, sem reyndi án árangurs að fá þingið til að samþykkja stuðning við skæruliðana í Nicaragua. Bókin, sem kom út í síð- ustu viku, var skrifuð með mikilli leynd — að hætti North. William Novak, sem skrifað hef- ur ævisögu Lee Iacocca, Nancy Reagans og Sid- ney Biddle Barrows („Mayflower Madam”), flaug frá Boston til Washington, venjulega á mánudögum og bókaði sig inn á hótel nálægt Washington Dulles-flugvellinum. North, sem kallaði sig hr. Smith, kom á eftir honum, lagði bílnum á bak við hótel- ið og læddist inn bakdyramegin upp á herbergi Novaks. Þeir tveir unnu svo saman frá morgni til kvölds. Árangurinn var handrit að bók sem var leyndarmál þar til viku áður en hún kom út. Leyndin var slík að þegar félagarnir pöntuðu sér kvöld- verð upp á herbergi, faldi North sig inni á baðherberginu á meðan þjónninn kom inn. North segir í bókinni: „Ronald Reagan vissi um og samþykkti meirihlutann af þeim aðgerðum sem áttu sér stað; hann vissi bæði um sambönd við Irani sem og sambönd við einkaaðila í þeim tilgangi að afla kontraskæruliðunum f|'árhags- legs stuðnings og fékk reglulega skýrslu um þetta í smáatriðum. Hann átti fundi með einkaaðilum sem veittu skæruliðunum fé og svo virðist sem hann hafí persónulega beðið Fahd, konung Saudi-Arabíu, um að tvöfalda framlag sitt. Eg tel engan vafa leika á því að Reagah var sagt að hagnaðurinn af vopna- sölunni rynni til andspyrnunnar í Nicaragua og hann var samþykkur því. „Af öllu hjarta.” North segir að þegar í árslok 1986 hafi „fólk náið forsetanum” hvatt hann til að segja að Reagan væri saklaus. „Ég var látinn taka á mig sökina fyrir alla ríkisstjórn Reagans,” segir North. „Enginn úr ríkisstjórninni bað mig um að segja sannleikann. Einu skilaboðin sem ég fékk voru: „Ekki bendla forset- ann við þetta.”” Hann segir að Ross Perot, millj- ónamæringur í Texas og stuðnings- maður Reagans, hafi haft samband við lögfræðing sinn og beðið hann að halda Reagan utan við málið. Perot á að hafa sagt: „Af hverju lætur Ollie svona, af hveiju fer hann ekki bara til FBI og segir að forsetinn hafi ekkert vitað? Ef hann (North) fer í fangelsi, þá skal ég sjá um fjölskyldu hans. Og ég myndi með ánægju sjá honum fyrir vinnu þgar hann kæmi út aftur.” Eigin orð forsetans benda til þess að hann hafi vitað allt, segir North. 25. nóvember 1986, nokkr- um klukkustundum eftir að Hvíta húsið tilkynnti að North yrði yfir- heyrður, segir hann Reagan hafa hringt í sig. „Ollie,” á Reagan að hafa sagt: „Þú verður að skilja að ég vissi ekki neitt.” „Hann hefði getað sagt: „Ollie, af hveiju sagðirðu mér ekki frá því hvað þið voruð að gera?” eða: „Ollie, ég hafði ekki hugmynd um hvað var á seyði,”” segir North. „En í staðinn sagði hann: „Þú verður að skilja að ég vissi ekki neitt.”” Það sem forsetinn var kannski að segja var: „Sko, Ollie, við vitum báðir betur, en opinbera útgáfan af þessu verður sú að ég vissi ekki neitt. Viltu vera svo vænn að bera vitni í samræmi við það.” Auðvitað er mögulegt að Reagan hafi meint nákvæmlega það sem hann sagði. En á hinn bóginn var honum alltaf sagt hvað hann átti að segja og mér finnst ekki ólíklegt að Donald Regan hafi velt vel og lengi fyrir sér hvaða orð forsetinn ætti aö nota.” Ronald Reagan skrifaði í endur- minningum sínum: „Við töluðum við lögmenn Oliver North og John Poindexter, sem vissu hvað hafði gerst, og sögðum þeim að ég vildi segja allan sannleikann og ekki gera neitt til að veija mig.” North segist hafa orðið undrandi þegar hann las þetta og spurði lögfræð- inga sína hvort þeir hefðu einhvern tíma fengið þessi skilaboð frá Reag- an. Þeir neituðu því. „Einu skilaboð- in sem ég fékk,” segir North, „voru þau að blanda forsetanum ekki í málið.” Time-tímaritið greinir frá því að Ronald Reagan hafi verið á ferða- lagi erlendis í sl. viku og ekki hafi verið mögulegt að fá álit hans á ásökunum Norths. Morth segir einnig að William Cas- ey, yfirmaður CIA á þessum tíma, hafí vitað allt um aðgerðirnar og að hann hafi aðstoðað sig við að koma vopnum til skæruliðanna. „Haustið 1983 kom Robert McFarlane, öryggisráðgjafi Banda- ríkjastjómar, til mín og báð mig um lista af löndum sem mögulega myndu styðja kontraskæriiliðana. í mars 1984 sendi Bill Casey þau skilaboð til McFarlane að hann, Casey, væri sammála McF-arlane um að leita til, annarra ei} ísraela um stuðning. Eftir að hafa fengið' skilaboðin frá Casey, kom Bob (McFarlane) til mín og sagði: „Láttu andspyrnuna opna bankareikning erlendis svo að erlendir stuðnings- menn geti lagt beint inn á hann.” George Bush hlýtur einnig að hafa vitað að eitthvað gruggugt var á seyði, segir North. „Hann sá þús- undir minnisblaða sem vörðuðu vopnasöluna og hvemig hagnaðin- um af henni var ráðstafað í smáat- riðum. Hann sendi mér jafnvel handskrifuð bréf og þakkaði mér fyrir „sleitulausa vinnu í gíslamál- inu og í málefnum Suður-Ameríku”. Stuðningsmenn North hafa hvatt hann til að bjóða sig fram til þing- kosninga, annaðhvort í Virginíu, þar sem hann býr, eða í Norður- Karólínu, þar sem hann gegndi herskyldu. North segir allt vera óvíst um það. „Fyrst og fremst er ég eiginmaður og faðir. Það eru fimm atkvæði í fjölskyldunni og við höfum ekki kosið ennþá.” En North hefur nóg að sýsla. Hann rekur r Eg tel engan vafa leika ó því að Reagan var sagt að hagnaðurinn af vopnasölunni rynni til andspyrn- unnar í Nicaragua og hann var sam- þykkur því. Ég var lótinn taka á mig sökina fyrir alla ríkisstjórn Reagans. Enginn úr ríkisstjórninni bað mig um að segja sannleik- ann. Einu skila- boðin sem ég fékk voru: „Ekki bendla forsetann við þetta.” með góðum árangri fyrirtæki sem framleiðir skotheld öryggisvesti og starfrækir góðgerðarsamtökin „Freedom Alliance”, sem m.a sendu bandarískum hermönnum i Persa- flóastríðinu gjafir fyrir 2,7 milljónir dollara. Pólitískur boðskapur Norths er boðaður í fréttabréfí á vegum- samtakanna, og útvarps- hlustendur geta heyrt í North viku- lega á yfír 300 bandarískum út- varpsstöðvum. North mun ferðast til 20 borga innan Bandaríkjanna til að kynna bók sína, sem hefur verið tekið misjafnlega. Stuðningsmenn Reag- ans kalla North svikara og klögu- skjóðu. Sumir fjölmiðlar gleyma hlutleysisskyldu sinni; stjórnendur NBC „Today” þáttarins strikuðu North út af gestalistanum og sögðu að það væri ekkert fréttnæmt leng- ur við hann. FrétþfúheniPæru sammála um að Nörth hafl upp á lítið nýtt að bjóða og eiu ó’ánægðir með frammi- stöðu hans á blaðamannafundum. Ted Koppel var greinilega pirraður á svörum Norths í „Nightline”, þætti Koppels á ABC sl. þriðjudags- kvöld. North svaraði ékki erfiðum spumingum, breytti um umræðu- efni og svaraði út í hött. Honum gekk betur að slá um sig með eftir- minnilegum setningum sem eru eins og teknar út úr kvikmyndahandriti. Dæmi: „Ég var reiðubúinn að deyja fyrir Ronald Reagan.” Þögn. „Én ég var ekki reiðubúinn að fara í fangelsi fyrir hann.” Ljóst er að ekki eru öll kurl kom- in til grafar í Iran-kontra-málinu. Það sem þegar er vitað hefur ekki verið gert opinbert, t.d. að afskipti Hvíta hússins hófust ekki árið 1985 heldur árið 1980, þegar kosninga- hópur Reagans og Bush á að hafa samið við Irani um að halda gíslun- um í prísund þar fram yfir forseta- kosningarnar til að tryggja ósigur Carters. Flestir bandarískir fjöl- miðlar meðhöndla upplýsingar um þetta mál eins og sjóðheitar kartöfl- ur — þeir þora ekki að snerta á þeim. (Heimildir: Los Angeles Times, „Under Fire” e. Oliver North, Time Magazine, „Nightline” með Ted Koppel, 22. okt. 1991.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.