Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.11.1991, Blaðsíða 24
24 ----------- —--------------------- ----------------------------- ^ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NOVEMBER 1991 A Alit sérfróðra manna á utanríkisráðherraskiptunum í Sovétríkjunum: Rökrétt að leita til Shevard- nadze úr því Pankín brást Líklegastur til að tryggja stuðning Vesturlanda við Sovétríkin ■ WASHINGTON - Séra Jesse Jackson segist trúa því að bandarísk stjórnvöld hafi staðið fyrir samsæri um að myrða blökku- mannaleiðtogann og mannréttind- afrömuðinn Martin Luther King árið 1968. Jackson, sem hefur tvi- svar tekið þátt í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum, hvatti til þess að skipaður yrði óháður saksókn- ari til að rannsaka málið. Jackson lætur svo um mælt í formála sem hann ritar að sjálfsævisögu James Earl Ray, sem lýsti sig sekan um morðið árið 1969 og afplánar 99 ára fangelsisdóm. í bókinni, sem heitir „Hver myrti Martin Luther King?” og kemur út á mánudag, segir Ray, að hann hafi ekki verið banamaður Kings. Jackson segir að enginn hugsandi maður, sem farið hafi yfir sönnunargögnin í málinu, geti tekið trúanlegt, _að Ray hafi verið einn að verki. „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að um samsæri hafi verið að ræða og stjórnvöld hafi átt aðild að þvi,” segir Jackson. ■ VARSJÁ - Skýrt var frá því í gær að jafnvirði rúmlega 11 millj- óna dala (640 milljóna ÍSK) hefði verið tekið af bankareikningum pólska kommúnistaflokksins fyrr- verandi áður en ríkið ætlaði að gera þá upptæka. Blaðið sagði að Sósíalískt lýðræði lýðveldisins Póllands (SDRP), flokkurinn sem tók við af gamla kommúnista- flokknum, hefði notað peningana en því vísa frammámenn hans á bug. MÍKHAÍL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, leitaði til Edú- ards Shevardnadze þegar í ljós kom að Borís Pankín var ekki starfi utanríkisráðherra vax- inn. Það gerði forsetinn m.a. vegna vinsælda Shevardnadzes erlendis en víða um heim nýtur hann mikiliar virðingar. Hann mun því fyrst og fremst eiga að tryggja stuðning Vestur- landa við að halda Sovétríkjun- um saman. Þetta er mat tveggja manna, sérfróðra um Sovétrík- in, sem Morgunblaðið sneri sér til í gær. „Gorbatsjov er að reyna að styrkja stöðu sína. Hann hefur misst fótfestuna meðal almenn- ings. Styrkur Gorbatsjovs kemur að utan. Hann nýtur einskis stuðn- ings heima fyrir. Shevaradnadze nýtur þar meiri stuðnings. Hann studdi Borís Jeltsín á meðan valda- ránið stóð yfir. Það hjálpar honum. En það gleymist ekki að hann átti sæti í stjórnmálaráðinu og var hershöfðingi í KGB,” segir Vladím- ír Búkovskíj, sem var á árum áður einn kunnasti andófsmaður Sovét- ríkjanna en býr nú í Englandi. „Shevardnadze er vinsæll erlendis. Núna verður hann að treysta á sambönd sín á Vesturlöndum. Hann hefur ekki flokkinn lengur á bak við sig, hann er ekki til,” seg- ir Búkovskíj. „Þegar Shevardnadze var utan- ríkisráðherra var hann vinsæll um allan heim,” segir Míkhaíl Vosl- enskíj, prófessor í Bonn og kunnur Sovétfræðingur. „Siðferðileg áhrif afsagnar hans á sínum tíma voru mikil. Hann sá fyrir hættuna á einræði. Og sú spásögn átti eftir að rætast. Shevardnadze býr yfir mikilli reynslu og hann náði mikl- um árangri í embætti. Hann er í miklum metum meðal stjórnmála- manna víða um heim. Borís Pank- Vladímír Búkovskíj ín var augljóslega ekki starfi sinu vaxinn. Hann fékk starfið sem við- urkenningu fyrir að hann var eini sendiherrann í útlöndum sem lýsti ótvírætt yfir andstöðu sinni við valdaræningjana á meðan valda- ránið stóð yfir. Það er mikill mun- ur á starfi sendiherra í Prag og embætti utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna. Hvað gerði Pankín í hinni erfiðu stöðu Sovétríkjanna? Ekki neitt. Hann hefði átt að ferðast til útlanda, tala við starfssystkin sín og sannfæra menn um að Sovétrík- in þyrftu hjálp tafarlaust því ann- ars biystu á miklar hörmungar. Og að Vesturlönd myndu sjálf verða fyrir barðinu á félagslegu umróti í Sovétríkjunum. En hann gerði ekkert. Áður en hann varð sendiherra í Svíþjóð og síðar Tékkóslóvakíu var hann yfirmaður höfundarréttarskrifstofu í Moskvu. Hann hafði því litla reynslu af Míkhaíl Voslenskíj störfum diplómata. Það að hann skuli nú verða sendihen'a í London er í raun mikil stöðuhækkun miðað við sendiherraembættið í Prag. Sovétríkin þurfa ekki milljarða Spumingin var augljóslega sú hver gæti tekið við af Pankín og rökrétta svarið var: Shevardnadze. Það verður verkefni hans að tryggja stuðning Vesturlanda við Sovétríkin sem nú ramba á barmi gjaldþrots. Sovétríkin þurfa ekki á milljörðum að halda. Peningar lenda í höndunum á kerfinu, hern- um, leyniþjónustunni. Fólkið þarf matvæli. Því miður óttast ég að Shevardnadze takist að fá pen- ingaaðstoð. Miðað við sálræna stöðu Sovétríkjanna þá var það skynsamleg lausn að kveðja hann til starfa á ný. Einn aðalkostur Shevardnadze er hversu vel honum tekst að setja bleiur passa besl Vegna þess aó Libero bleiur eru T laga og þær einu með teygju að aftan og réttu buxnalogi (PiLpftfy bleiur eru óbleiktar og ofnæmisprófaóar NÝn Þær fóst nú einnig í stærðinni Maxi Plus 10-20 kg. Góð sem næturbleia Kaupsel hf. Heildverslun, sími 27770.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.