Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 6
% MÖFÍ&UÍ'íklAÐtÐ' ktiííkubifetól 2.1992 eftir Guðmund Halldórsson FAIR rússneskir valdhafar hafa verið lengur við völd en Leoníd Iljitsj Brézhnvev, sem var aðalritari sovézka kommúnistaflokksins 1964- 1982. Á löngum valdaferli sínum tryggði hann stöðug- leika og jók hernaðarmátt Sovétríkjanna. Alræðiskerf- ið var öflugra þegar hann féll frá en þegar hann tók við, en stefna hans leiddi til hnignunar í efnahagsmálum og síðan hafizt var handa um breytingar eftir dauða hans hafa stjórnarár hans gengið undir nafninu „stöðnunartímabilið.“ Kerfismaðurinn: Brézhnev. Irézhnev varð illræmdur fyrir innrásirnar í Tékkóslóvakíu og Afganistan, en var einn helzti hvatamaður „spenn-. uslökunar" í sambúð austure og vesturs. Þótt hann væri tækifærissinni fylgdi hann yfirleitt gætinni stefnu og hafði samstarfsmenn sína með í ráðum. Um Brézhnev hefur verið sagt að hann hafi „ekki verið eins kaldrifj- aður og Lenín, blóðþyrstur og Stal- ín og hverflyndur og Khrústsjov," sem varð vemdari hans þegar þeir kynntust í Úkraínu í stríðinu. Brézhnev fæddist í Kamenskoje í Úkraínu 19. desember 1906, en var sonur rússnesks málmverka- manns frá Kúrsk. „Kænska og heppni“ gerðu honum kleift að lifa af hreinsanir Stalíns, sem Khrústsjov stjórnaði í Úkraínu, og hann varð áróðursstjóri í Dnéprop- etrovsk 1939. í stríðinu starfaði hann undir stjóm Khrústsjovs, til- heyrði „Úkraínu-mafíu" hans og var gerður að stjórnmálahershöfð- ingja. Þegar Khrústsjov náði völdunum fól hann Brézhnev að stjórna vafa- sömum nýræktarframkvæmdum, en metuppskera bjargaði honum. Hann varð forseti í stað Voroshilovs 1960, fjórum árum áður en hann steypti Khrústsjov af stóli. Sem aðalritari kom hann stuðnings- mönnum sínum í helztu embætti og níu ámm síðar hafði hann sigrað alla keppinauta sína í valdabarátt- unni, en hann tók ekki aftur við starfi forseta Sovétrikjanna fyrr en Poagorníj var rekinn 1977. Brézhnev forðaðist mistök Khrústsjovs og leyfði engum yngri valdamanni að koma fram í hlut-' verki arftaka. Helztu ástæðurnar fyrir því að hann var valinn aðalleið- | togi voru þær að talið var að hann mundi fylgja varkárari stefnu, leggja meiri áherzlu á samstöðu um ákvarðanir og virða hagsmuni tveggja til þriggja milljóna manna valdastéttar kerfisins. Þetta mat reyndist rétt, en hafði í för með sér að langur starfsaldur skipti meira máli en hæfni og raunveruieg ævi- ráðning flokksforingja leiddi til öld- ungastjórnar. Khrústsjov hafði hrist upp í kerf- inu og losað það við lamandi ótta Stalíntímans, en ógnað máttar- stólpum þess: flokknum, lögregl- unni og hernum. Brézhnev treysti þessar stofnanir aftur í sessi, steypti kerfið aftur í stalínistískt mót, en án öfgafullrar kúgunar fyrri tíma, og virtist tryggja jafnvægi milli valdahópanna. Gullöld kerfisins Yfírstéttin naut meira öryggis en nokkru sinni fyrr og Brézhn- evtíminn varð „gullöld" hennar. Enginn var lítillækkaður opinber- Iega fyrir mistök eins og á Khrústsjovsárunum og þeir sem Brézhnev vildi losna við fengu að segja af sér. Ráðamenn kerfísins notuðu aðstöðu sína til að auðgast með mútum, spilling og glæpir döfnuðu og trú almennings á skipu- lagið beið hnekki. „Fífldjarfar áætlanir" Khrústsjovs, sem höfðu ógnað völd- um flokksbarónanna og leitt til valdaránsins 1964, voru lagðar á hilluna. Khrústsjov hafði reynt að hleypa lífi í tröllaukið og steinrunn- ið efnahagskerfí, en Brézhnev kom aftur á ósveigjanlegri miðstýringu. Nýjungar voru litnar hornauga og ' tillögum um efnahagsumbætur var hafnað. Því fékkst engin lausn á ótal Brézhnev efldi hernaðarmátt Sovétríkjanna, en kerfið komst í ógöngur vandamálum innanlands. Hagvöxt- ur minnkaði úr 4-5% í innan við 2%. Iðnaðarframleiðsla dróst saman þrátt fyrir örvæntingarfullar til- raunir til að komast yfir vestræna tækni. Lífskjörin bötnuðu fyrst, en versnuðu þegar á leið. Bílaeign jókst, en 25-30% landsmanna bjuggu enn í sameignaríbúðum 1980 og dregið var úr byggingar- framkvæmdum. Khrústsjov hafði gert tilraunir í landbúnaði, en Brézhnev hróflaði ekki við samyrkjubúskapnum, sem komst í ógöngur. Ástandið varð svo bágborið að Sovétríkin urðu mesti kominnflytjandi heims, þótt þriðj- ungi ríkistekna væri varið til fjár- festinga í landbúnaði. A síðustu valdaárum Brézhnevs var skortur á kjöti, smjöri og osti. Stalín fékk takmarkaða upp- reisn, en ógnarstjórnin var ekki endurvakin þrátt fyrir stalínisma í nýrri mynd. Flokksmenn og venju- legir borgarar þurftu ekki að óttast handtökur, en hörð barátta var hafín gegn andófsmönnum. Rithöf- undunum Júlíj Daníel og Andrej Sínjavskíj var varpað í fangelsi skömmu eftir valdatöku Brézhnevs og við tók alda kúgunar, sem bitn- aði meðal annars á eðlisfræðingnum Andrej Sakharov, andófsmanninum Anatolíj Stsjaranskíj og friðar- sinnanum Sergej Batróvín. Þegar Brézhnevtímanum lauk hafði tekizt að bæla niður skipulagt andóf með ýmsum ráðum undir stjórn Júríj Andropovs, yfirmanns KGB. Sumir andófsmenn fengu að fara úr landi, sumir voru reknir í útlegð innanlands, sumir voru dæmdir fyrir róg um Sovétríkin og aðra „glæpi.“ Rithöfundar á borð við Solzhenítzyn, Vasílíj Axjonov og Vladímír Vojnovitsj og tónlistar- menn á við Rostropovitsj fluttust af landi_ brott eða voru flæmdir í útlegð. í valdatíð Brézhnevs fengu 265.000 gyðingar, 75.000 Þjóðverj- ar og 25.000 Ármenar að flytjast úr landi, sem var nýlunda. Kjarnorkurisaveldi í utanríkismálum treysti Brézhn- ev yfirráð Sovétmanna yfir Austur- Evrópu og jók áhrif þeirra í öðrum heimshlutum. Með innrásinni í Tékkóslóvakíu 1968 var tilraun til að koma á fijálslyndari kommún- isma brotin á bak aftur. Það mat Brézhnevs að Tékkar mundu ekki veita viðnám reyndist rétt og hann var stoltur af „Brézhnev-kenning- unni,“ sem var notuð til að réttlæta innrásina. Svipuð tilraun í Póllandi 1981 var bæld niður með hótun um sovézka hernaðaríhlutun og setn- ingu herlaga. Brézhnev og félagar gátu ekki sætt sig við kröfur verka- manna úr Samstöðu, þótt þeir teldu sig sérlega málsvara verkalýðsins. Vonir Austur-Evrópuþjóða um að slakað yrði á klónni urðu að engu á Brézhnevtímanum. Hins vegar rættust vonir Sovét- manna um að standa Bandaríkja- mönnum á sporði í kjarnorkumál- um. Þegar Brézhnev tók við völdun- um áttu Sovétmenn 207 langdræg- ar kjarnaflaugar, flestar ófullkomn- ar (SS-7 og SS-8), en Bandaríkja- menn áttu 834 fullkomnari flaugar. Árið 1979 höfðu Sovétmenn náð Bandaríkamönnum og sumpart far- ið fram úr þeim. SS-18-eldflaugar Rússa voru búnar allt að 10 kjarna- oddum og mestu tortímingarvopn veraldar. Þannig gerði Brézhnev Sovétrík- in að kjarnorkurisaveldi og þau héldu einnig yfirburðum í hefð- bundnum vopnum. Árið 1979 höfðu Rússar komið sér upp rúmlega 20.000 nýjum skriðdrekum, 140 nýjum herskipum og 27 nýjum her- fylkjum. Áhrifa aukins hernaðar- máttar Sovétríkjanna gætti um all- an heim og Brézhnev hvatti til „spennuslökunar,“ détente, og við- ræðna um takmörkun vígbúnaðar, SALT, í krafti sterkrar aðstöðu. Slökunarstefnan varð til þess að skipting Evrópu var viðurkennd á Helsinki-ráðstefnunni 1973 — og þar með raunveruleg yfírráð Sovét- manna yfír Austur-Evrópu. Við- skipti við Vesturlönd jukust og Sov- étmenn gátu fært út áhrif sín í heiminum án verulegrar hættu á árekstrum við Bandaríkin. Með hjálp Kúbveija, Austur- Þjóðveija og Víetnama náðu Sovét- menn fótfestu í Mið-Ameríku, Afr- íku, Austur-Asíu og Suðvestur- Asíu, en sovézkir ráðgjafar voru reknir frá Egyptalandi. Israelsmenn eyddu sovézkum MIG-þotum og SAM-flaugum í Sýrlandi og gerðu árás á sovézka sendiráðið í Beirút. Tilraunir til að jafna hugsjóna- ágreininginn við Kínveija fóru út um þúfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.